Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Síða 15
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Þeir tekjuhæstu höfðu aukiö for- skot sitt á hina tekjulægstu, áöur en Kjaradómur kom til sögunnar og bætti um betur. Þetta kemur fram í athugun Þjóöhagsstofnunar. Tekjumunurinn hefur vaxið síö- ustu ár - raunar eins og Jóhanna Siguröardóttir ráðherra sagði í eld- húsdagsumræðunum í vor. Þá sögðu margir, að Jóhanna færi með rangt mál. 7,2 sinnum hærri tekjur Athugun Þjóðhagsstofnunar byggist á atvinnutekjum. Hún segir því ekki alla söguna, en við skulum athuga, hve mikið mark er takandi á henni. Fjallað er um tímabilið 1986 tii 1990. Við skulum á eftir líta á, hvað gerzt hefur síðan. Stofnunin skiptir mönnum í tíu hópa eftir tekjum. Dreifing atvinnutekna kvæntra karla 25-65 ára segir söguna vel. Áriö 1986 hafði sá 10 prósent hóp- ur, sem mestar hafði tekjumar, 5,5 sinnum hærri tekjur en þau 10 pró- sent manna sem lægstar höfðu tekjumar. Þessi munur var árið 1990 orðinn miklu meiri, tekju- hæsti hópurinn hafði 7,2 sinnum meira en sá tekjulægsti. Þannig höfðu hinir tekjuhæstu geystst fram á tímabilinu. Tekjuhæsti hópurinn hafði árið 1990 um 4,2 milljónir á ári á mann, eða 347 þúsund á mánuði. Meðal- tekjur voru þá í framangreindum hópi um 1,9 milljónir á mann á ári. Helztu niðúrstöður Þjóðhags- stofnunar em þessar: Dreifing at- vinnutekna hefur þróazt í átt til meiri tekjumunar síðustu árin. Þannig minnkaði til dæmis hlutur tekjulægri helmings allra framtelj- enda úr 22,2 prósentum árið 1986 niður í 20,6 prósent árið 1990. Þessi tilfærsla frá tekjulægri helmingn- um til tekjuhærri helmingsins svarar tii tilfærslu 2,2 milljarða króna. Niðurstaðan er ámóta, ef athugunin er takmörkuð við fólk á aldrinum 25-65 ára. Tekjumunurinn hefur aukizt öll Reitt fólk með Stjórnarráðið i baksýn á útifundinum í fyrradag. DV-mynd Brynjar Gauti sögunnar með sína bombu, sem stóreykur hlut hinna tekjuhæstu. Launabiliðí ASÍ Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðing- ur ASÍ, gerði í vor tilraun til að greina breytingar, sem hefðu orðið á launabilinu innan raða land- verkafólks hjá Alþýðusambandinu á tímabihnu 1980-1991. Þetta er gott innlegg í umræðuna, sem hef- ur staðið um tekjumuninn í þjóðfé- laginu. Niðurstöðurnar urðu, að launa- munurinn í ASÍ hefði verið nokkuð stöðugur á tímabilinu 1980 til 1984. Eftir það óx launamunurinn hratt fram til ársins 1987. Heldur hefur dregið úr launamun síðan, sam- kvæmt niðurstöðum hagfræðings ASÍ, en þó hefur launamunurinn ekki náð því stigi, sem var árið 1984, munurinn er með öðrum orð- um meiri en hann var þá. Aukinn launamunur innan ASÍ skýrist fyrst og fremst af því, að launamunur innan einstakra stétta hefur vaxið, aukinn launamunur milli starfsstétta hefur minni áhrif, þegar Utið er á ASÍ-fólk. Hagfræðingurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu, að launamun- ur kynjanna hefði á umræddu tímabih verið því sem næst óbreyttur, en launamunur meðal kvenna og karla hefði aukizt veru- lega. Viðmiðunarhópur- inn hreiðrar um sig Launabilið innan ASÍ var tölu- vert. Þannig voru meðaUaun skrif- stofukarla 49 prósent hærri en meðaUaunin innan ASÍ árið 1980 og jafnframt var ójöfnuðurinn í launadreifingunni einnig mestur hjá skrifstofukörlum. Á sama tima voru meðallaun af- greiðslukvenna 18 prósent undir meðaUaununum innan ASÍ, en ójöfnuðurinn í launadreiíingunni var jafnframt minnstur meðal ein- stakUnga innan þessarar stéttar. Kjararannsóknamefnd hefur á Túlkun athugana Þjóðhagsstofnunar og ASÍ: Tekjumunur hafði vaxið - áður en Kjaradómur bætti um betur árin frá 1986 til 1990, en þó mest á miUi áranna 1989 og 1990. Stofnunin bendir á, að almenn þróun í efnahagsmálum geti að hluta skýrt aukinn tekjumun. Þensla setti svip sinn á þjóðarbú- skapinn fyrri hluta tímabilsins, en stöðnun á síðari hluta tímabilsins, þegar tekjumunurinn óx mest. Slík staða í efnahagsmálum hefur áhrif á yfirvinnu og atvinnuþátttöku svo og tímakaup. Þessar breytingar hafa leitt til vaxandi tekjumunar eins og hér sést. En er okkur óhætt að gleyp^ þess- ar niðurstöður hráar? Og hvað hef- ur gerzt síðan 1990? Er að marka þetta? Lítum fyrst á athugasemdir, sem Þjóðhagsstofnun gerir sjálf við nið- urstöður sínar. Það eru atvinnu- tekjur, sem hér hafa verið skoðað- ar, en segja þær alla söguna? Margt fleira þarf að kanna, áður en fullséð er, að launamunurinn hafi vaxið eins og sagt hefur verið. Þótt atvinnutekjur séu stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks, það er tekjum fólks eftir skatta, sýnir at- hugun á þeim aðeins hluta af tekju- dreifingunni. Á tímabilinu 1986- 1990 voru til dæmis gerðar marg- víslegar breytingar á lögum um tekju- og eignarskatta. Horfið var frá eftirágreiddum tekjusköttum yfir í staðgreiðslu skatta. Samfara því voru gerðar róttækar breyting- ar á tekjuskattskerfinu. Skattþrep- um var fækkað úr þremur í eitt. í stað lágs persónuafsláttar með tekjutengdum frádráttarliðum var persónuafsláttur margfaldaður og frádráttarheimildum í skattinum fækkað eða þær felldar niður. Skattleysismörk voru hækkuð verulega. Menn geta deilt um, hvaða áhrif þessar breytingr hafi haft á tekjumuninn í þjóðfélaginu, en flestir munu á því, að breyting- arnar hafi haft áhrif til að jafna tekjur, þær gangi sem sé gegn því, sem áður var nefnt, en fleira kemur til. Gífurlegar breytingar urðu á raunvöxtum á þessu tímabili, 1986-1990, einkum haustið 1986, þegar frelsi var aukið í vaxtamál- um og ákvarðanir um véxti færðar frá Seðlabankanum til viðskipta- bankanna. Raunvextir, vextir um- fram verðbólgustig, verðtryggðra skuldbindinga rúmlega tvöfölduð- ust á þessum árum. Þessi breyting hafði mikil áhrif á tekjur heimil- anna. Þjóðhagsstofnun telur áhrif- in nokkuð óþekkt, en fæstum mun blandast hugur um, að hækkun raunvaxta hafi fremur komið niður Laugardags- pistillirm Haukur Helgason aðstoðarritstjóri á hinum tekjulægri. Þó ber þess að gæta, að samkvæmt eldri athugun- um eru um 30 prósent af þeim, sem eiga sparifé, eldri en 70 ára. Þannig er mikill hluti sparifjárins greini- lega eign gamals fólks, sem yfirleitt er tekjulítið ella. En skiptum við þjóðinni í þá sem skulda og þá sem lána, hlýtur niðurstaðan að verða sú, að skuldaramir séu að jafnaði fremur hinir tekjuminni. Hækkun raunvaxtanna hafi því aukið á ójöfnuðinn í tekjudreifingunni. Ójöfnuðurinn óx í ár Sigurður Ármann Snævarr, hag- fræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, hefur manna mest unnið að athug- unum á tekjudreifingunni, það er mun á atvinnutekjum. Hann sagði í viðtali við DV, að telja mætti, að ójöfnuðurinn hefði vaxið síðustu árin. Þetta væri tilfinningin eftir skoðun allra þeirra þátta, sem hta þarf á, þegar niðurstöður Þjóðhags- stofnunar eru metnar. Þá er að spyrja, hvað hafi gerzt eftir tímabihð 1986-1990. Samdrátt- urinn í þjóðfélaginu hefur aukið tekjumuninn. Þetta sýna athuganir Þjóðhagsstofnunar á seinni hluta umrædds tímabils. Samdrátturinn hefur staöið síðan 1988. Hann hélt áfram í fyrra, 1991, og niðurstaðan er sú, að minnkandi yfirvinna, at- vinnuleysi til dæmis í ár, valdi því, að tekjumunurinn hafi enn fremur vaxið. Lækkun vaxta hafi þó dregið úr þeirri þróun. Svo hefur Kjaradómur komið til undanförnum áratugum gert reglubundnar úrtakskannanir á launum og launaþróun ASÍ-fólks. „Hvað aðra hópa á vinnumarkað- inum varðar, er hins vegar um verulegan upplýsingaskort að ræða og því ekki hægt að hafa þá með í þessari umfjöllun,“ segir hagfræðingur ASÍ í grein í tímarit- inu Vísbendingu í maí. Síðustu upplýsingar Þjóðhagsstofnunar um dreifingu atvinnutekna koma því til viðbótar þessum upplýsing- um um launabil innan ASÍ. Við komumst því að þeirri niðurstöðu, að tekjumunurinn hafi vaxið síð- ustu ár og að líkindum verið að vaxa jafnvel á yfirstandandi ári. Yfirleitt andmæla menn miklum tekjumun en á borði hefur stöðugt stefnt í að auka þennan mun. Það hefur gerzt í flestum kjarasamn- ingum og í framhaldi af þeim. Kíaradómur byggir enda úrskurð sinn um laun helztu embættis- manna ríkisins á viðmiðun við laun þeirra, sem geta talizt vera í sambærilegum störfum. Þeirra á meðal voru menn eins og forseti ASÍ. Mennirnir í viðmiðunarhópnum og aðrir slíkir höfðu verið að tryggja stöðu sína undanfarin ár. Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.