Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
41
dv_____________________________________________________________Helgarpopp
Ingi Gunnar Jóhannsson sendir frá sér plötuna Undir fjögur augu:
Aðalatriðið að vera einlægur
Þeir hafa spjarað sig vel margir
tónlistarmennimir sem komu fram
á sjónarsviðiö fyrir svo sem tólf árum
er vísnavinir fóru að láta til sín
heyra. Einn þessara tónlistarmanna
er Ingi Gunnar Jóhannsson. Hann
lætur sér ekki lengur nægja að spila
með hljómsveitimum Hálft í hvoru
og íslandicu. Fyrsta sólóplatan hans
er nýkomin út. Platan Undir fjögur
augu.
„Ég vona að hún standi undir
nafni. Mig langaöi til aö hafa yfir-
bragðið einlægt og persónulegt frek-
ar en vera að rembast," segir Ingi
Gunnar. „Ég tel að það skipti höfuð-
máli aö koma sjálfum sér vel til skila
og ég held að mér takist það best með
notalegu poppi, hæfilega miklum
kassagítarhljómi og öllum öðrum
hljóðfærum handspiluðum. Það er
engin gervimennska í gangi á minni
plötu!“
Með Inga Gunnari á plötunni eru
meðal annarra gítarleikaramir Sig-
urgeir Sigmundsson og Stefán Hjör-
leifsson, bassaleikararnir Friðrik
Sturluson og Haraldur Þorsteinsson.
Birgir Baldursson spilar á trommur
og Asgeir Óskarsson á önnur áslátt-
arhljóðfæri. Jón Ólafsson leikur á
píanó og orgel og stjómar jafnframt
upptökum. Alls leggja 26 söngvarar
og tónlistarmenn Inga Gunnari lið.
„Ég valdi Jón sem upptökustjóra
vegna þess sem hann og hljómsveitin
Nýdönsk hafa veriö að gera á sínum
plötum upp á síðkastiö,“ segir Ingi
Gunnar. „I sumum lögum þeirra er
kassagítarinn í veigamiklu hlutverki
og kemst vel til skila."
ar mig mann sem ræður við að spila
bæði á hefðbundin hljómborð og
harmóníku og auglýsi hér með eftir
honum.
Ég held að það gerist ekkert voða-
legt þótt maður sé ekki tilbúinn að
fylgja útkomu plötunnar sinnar eftir
strax á útgáfudegi," bætir hann við.
„Plötur þurfa mánúð til aö síast inn
í fólk áður en það fer að taka við
sér. Ég kvíði að minnsta kosti engu.
Ég er auðvitað spenntur að sjá til
dæmis hvaða póli hæðina starfs-
menn útvarpsstöðvanna taka. Ég
Ingi Gunnar Jóhannsson: Einn góóan veðurdag verður maður að láta renni blint í sjóinntneð þá, veit ekk-
drauminn rætast um að senda trá sér plötu. ert hvað gengur og hvað ekki.“
Umsjón
Ásgeir Tómasson
Seint á ferð
Platan Undir fjögur augu kom út í
lok júní. Ingi Gunnar ætlaði aö vera
mun fyrr á ferð með hana en ýmis-
legt varð til aö tefja útkomuna. Upp-
tökumar unnust hægar en upphaf-
lega var ráð fyrir gert. Þegar átti að
bæta við hljóðverstímum lágu þeir
ekki á lausu. Eitt og annaö bættist
við eins og gengur.
ætla samt að gefa mér tíma til
að hóa saman hljómsveit í haust til
að fylgja plötunni eftir. SpOa fram til
áramóta eða svo. Það var ég búinn
að ákveða fyrirfram og ætla ekki aö
breyta því,“ segir Ingi Gunnar. „Ég
er að vísu ekki búinn að manna
hljómsveitina ennþá en ætla að hafa
kassagítarleikara, bassaleikara og
trommuleikara í henni. Og svo vant-
Gamall draumur
Ingi Gunnar Jóhannsson segir að
það sé gamall draumur að gefa út
plötu. Einn góðan veðurdag er ekki
hægt að bíða lengur og draumurinn
verður að veruleika.
„Mér fannst einfaldlega tími til
kominn að drífa plötuna af. Ég átti
nóg af lögum. Er að vísu ekki hrað-
virkur lagasmiður en það kemur
kannski eitt á mánuði að meðaltali.
Sumt fær að lifa. Annað ekki,“ segir
hann. Nokkur lög hans hafa gert þaö
gott í Söngvakeppni sjónvarpsins og
Landslagskeppninni, svo sem Ástar-
ævintýri, sem hann samdi með Ey-
jólfi Kristjánssyni, félaga sínum úr
Hálft í hvoru og Vísnavinum í gamla
daga. Eitt keppnislag er á Undir fjög-
ur augu: Dagdraumar sem var með
í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir
tveimur árum. Meðal annarra laga
Inga Gunnars, sem hann hefur sent
í söngvakeppni, eru Við tvö, Hlust-
aðu og Stefnumót. Hið síðastnefnda
samdi hann með Guðmundi Áma-
syni, enn einum Vísnavininum.
Lögunum mínum hefur vegnað
ágætlega í Landslags- og Sjónvarps-
keppninni," segir Ingi Gunnar. „En
það er ekki nóg að koma þeim á fram-
færi á þann hátt. Þvi ræðst maður í
sína eigin plötu þótt allt sé óvíst með
viðbrögð fólks. Ég veit að ég má kall-
ast góður ef ég slepp sléttur fjárhags-
lega frá útgáfunni. En þótt nokkrar
krónur tapist kemur það varla að
sök. Sumir eyöa fé í golf, aðrir stunda
jeppamennsku á fjöllum og greiða
með því stórfé. Hvers vegna ekki að
verja einhveiju í aö gefa út sína eigin
plötu?"
Ný aðferð við útgáfu safnplatna hér á landi
Lagahöfundar
gefa sjálfir út
Black Sabbath. Skipt hefur verið um trommuleikara I hljómsveltinni.
Dehumanizer með Black Sabbath er komin út:
Annaðhvort að
duga eða drepast
Átján laga geisladiskur eða kass-
etta, sem ber nafnið Lagasafnið 1 -
Frumafl, kemur á markaðinn á næst-
unni. Lögin eru úr ýmsum áttum,
popp, rokk, kántrítónlist og fleira.
Og höfvmdamir gefa hana út sjálfir.
Þegar eru komin um tólf lög á Laga-
safnið 2 sem ætti að koma út síöar á
árinu.
Hugmyndina að þessari útgáfu á
Axel Einarsson. Hann rekur Stúdíó
Stöðina, er frumkvöðull Landslags-
keppninnar og hefur staðið í plötuút-
gáfu á undanfomum ámm.
„Kveikjan aö þessari útgáfu var sú
að margir þeir sem taka upp tónlist-
ina sína í Stúdíó Stöðinni hafa spurt
mig hvort ég haldi að þeir eigi ein-
hveija möguleika á að koma efninu
sínu að hjá stóra útgefendunum. Ég
hef vitaskuld ekki viljað draga kjark-
inn úr neinum og hvatt þá til að
reyna aö koma sér á framfæri. Oftar
en ekki gengur ekkert og því datt
mér einhveiju sinni í hug að kanna
hvort þessir lagahöfundar gætu ekki
bara sjálfir slegið saman og gefið út
lögin sín. Hugmyndin fékk frábærar
undirtektir og nú er fyrsti titillinn
að koma út,“ segir Axel.
Hann segir að engin skilyrði séu
sett fyrir því að vera með önnur en
að lágmarkstóngæði veröi aö vera á
upptökum laganna sem eiga aö vera
með. Textar mega vera á hvaöa máli
sem er og tónlistarstíllinn skiptir
engu máli. Það kostar 25 þúsund
krónur að koma lagi aö. Sú upphæð
dugir fyrir öllum erlendum kostnaði
sem fylgir útgáfunni, svo og prentun
umslags, nokkrum auglýsingum og
öðrum kostnaði sem er plötuútgáfu
samfara. Hver lagahöfundur fær síð-
an tíu kassettur og tíu geisladiska
sem hann getur ráðstafað að eigin
geðþótta.
„Lagasafnið 1 fylltist á viku,“ segir
Axel Einarsson. „Fyrir einskæra til-
viljun eru margir lagahöfundamir
norðlenskir. í sumum hefur aldrei
heyrst fyrr. Aðrir hafa reynt fyrir sér
áður. Fjölbreytnin er ótrúleg og mér
heyrist útkoman vera góð. Að
minnsta kosti gera allir sitt besta og
eru heiðarlegir í sínum laga- og texta-
smiðum. Meira er ekki hægt að fara
fram á.“
Axel giskar á að alls komi um sex-
tíu manns við sögu á Lagasafninu 1,
sem laga- og textahöfundar, útsetjar-
ar, hljóðfæraleikarar og söngvarar.
Sumir hafa fengið þekkta tónlistar-
menn og söngvara sér til aðstoðar.
Aðrir flytja lögin sín sjálfir. „Þetta
var tilraun sem mig langaði til aö
gera og hún gekk upp,“ segir Axel.
„Upplag fyrsta titilsins verður þús-
und eintök. Ef þau seljast upp pönt-
um við meira og skiptum ágóðanum.
Það tapar alltént enginn á þessari
útgáfu."
Kristján Hreinsson er meöal þeirra
sem eiga lög ó Lagasafninu 1.
Tommi Iommi og Geezer Butler
segja aö það sé annað hvort aö duga
eða drepast með nýjustu plötu hljóm-
sveitarinnar, Dehumanizer, sem er
nýkomin út. „Viö lögðum allt sem
við kunnum og getum í plötuna. Ef
hún gengur ekki getum við eins snú-
ið okkur aö því að reka bændagist-
ingu einhvers staðar í Bretlandi,"
segja þeir í nýlegu blaöaviðtali."
A nýju plötunni er óbeislað rokkið
látiö hijóma og ýmsum sendur tónn-
inn. í laginu TV Crimes fá þeir á
baukinn sem hnýtt hafa í hljómsveit-
ina fyrir guðleysi og jafnvel djöfla-
dýrkun. í textanum er óspart veist
að sjónvarpsprédikurum og því hald-
iö fram að þeir verði heilagastir sem
hæstu upphæðimar borgi í sjóði
þessara umdeildu prédikara.
Ljóst er orðiö að auk Iommis og
Butlers komma þeir Ronnie James
Dio söngvari og Vinnie Appice
trommuleikari með á Skagarokkið í
september. í fyrstunni var talið aö
Cozy Powell yrði trommuleikari
hljómsveitarinnar. Hann slasaðist
hins vegar alvarlega á dögunum,
varð fyrir því óláni er hann var að
ríöa út aö hestur hans fékk hjartaá-
fall og dó. Hann féU ofan á Cozy og
mjaðmagrindarbraut hann. Hinir
þrír í hljómsveitinni áttu því um það
að velja aö bíöa með nýju plötuna
þar til Cozy væri orðinn brattur á
ný eða skipta um trommuleikara.
„Ég held að skiptin séu hreint ekki
sem verst,“ segir Sigurður Sverris-
son, einn aðstandenda Skagarokks.
„Vinnie Appice lék með Black Sab-
bath árin 1980-82 og stóð sig með
ágætum. Hann gekk reyndar í hljóm-
sveitina um leiö og Dio og hætti með
honum og stofnaöi með honum
hljómsveit. Liðsskipanin núna er því
hin sama og fyrir tíu til tólf árum.“
Að sögn Sigurðar gengur miðasala
á Skagarokk ágætiega. Fremur rólegt
er yfir henni þessa dagana en kynna
á hljómleikana af krafti þegar nær
dregur. Auk Black Sabbath leikur
Jethro TuU á Skagarokki á Akranesi
í september. Samkvæmt nýjustu
fréttum kemur út ný plata með TuU
í september. Hún heitir A Little Light
Music.