Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 18
18 Veiðivon Fyrsta veiðisaga sumarsins: Landaði ekki laxin- um til að byrja með Veiðisögur úr íslenskum veiðiám eru margar þannig að fáir trúa þeim, allavega ekki þegar laxamir eru yfir 40 pund og ja&ivel stærri. Veiðimaður var fyrir skömmu vestur á fjörðum við veiðar og gekk veiðin rólega, fáir fiskar voru í ánni. En seint og um síðir tekur vænn lax agn veiðimannsins og hefst þarna hin skemmtilegasta barátta við fisk- inn. Þar sem veiðimaöurinn var ekki einn fékk hann aöstoö vinar síns sem hann hefði betur sleppt að fá. Því vinur hans var mikill að vexti og Þetta er ekki bara veiöi heldur lika vinna viö veiöiárnar eins og hérna við Álftá á Mýrum. DV-mynd ÆR Þær eru margar tignarlegar veiðiárnar eins og Hörgsá i Vestur-Skaftafells- sýslu þótt ekki séu komnir margir fiskar í hana á þessum tima. DV-mynd G.Bender ennþá meira fór fyrir honum. Hann veður út í tökustaöinn og vill hjálpa við löndun fisksins. En það vill ekki betur til en svo að vinurinn flækist í línunni og verður veiðimaðurinn fyrst að landa vini sínum sem var vel yfir 180 pund. Síðan var laxinum landað án þess að til mikilla átaka kæmi. Enda hafði löndunarmeistar- inn fengið sér sæti og kom ekki ná- lægt málinu. G.Bender Guðmundur Rögnvaldsson rennir fyrir lax í Staðarhólsá í Dölum stuttu eft- ir löndun lax. ' DV-mynd RÖG LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Þjóðar- spaug DV Manns- heilinn Líffræöikennari í menntaskóia var eitt sinn að fjalla um manns- heilann og komst þá svo aö orði: „Mannsheiiinn er flókið og undarlegt líffæri. Hann tekur til starfa strax og maöur fæöist og hættir ekki fyrr en. . fyrr en. . .fyrr en maður stendur upp til að halda ræðu." Þar með var innleggi hans um mannsheilann lokið. Við innganginn á óþrifalegum matsölustað í Reykjavík hékk eitt sinn bréfmiði með eftirfarandi áletrun: „Geriö svo vel að þurrka af skónum á dyramottunni." Fyrir neðan hafði einhver bætt við: „Um leið og þér gangið út.‘‘ Mislestur Skömmu fyrir síðustu jól mátti heyra eftirfarandi, ,augiýsingu“ iesna á einni af útvarpsstöðvim- um: „Svínabófarnir eru ódýrastir hjáokkur. . .“ Skömmu síðar kom vist leið- rétting, enda varla margir sem vilja leggja sér svinabófa til munns. Óvinimir Á árshátíö Læknaféiags Reykjavíkur fyrir nokkrum árum hélt veislustjórinn óveruu- lega langa ræðu og blandaði þar saman grini og alvöru. í einum alvörukaflanum sagði hann með- al annars: „Viö eigum þvi marga óvini hér í þessum heimi. . .“ Þá gaii við í einni læknisfrúnni: „En þeir eru nú fleiri hinum rnegin." Finnur þú fiiran breytingai? 161 Ég er ekki sérlega þyrstur núna en ég verö það örugglega á morgun. Nafn: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þeg:ar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja viö þau meö krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: TENSAI ferðaút- varpstæki með kassettu að verðmæti 5.220 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð- umúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Falin markmið, 58 mínútur, Október 1994, Rauði drekinn og Víg- höfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 161 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fimmtugustu og níundu get- raun reyndust vera: 1. Rósa Sveinbjarnardóttir Dalalandi 8,108 Reykjavík. 2. Sig. Andri Sigvaldason Grettisgötu 39b, 101 Rvk. Heimilisfang: Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.