Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
43
Járnskortur er langalgengasta orsök blóðleysis en auk þess getur vöntun á B12 vítamíni eða fólsýru valdið
þessu ástandi. Ýmsir langvinnir sjúkdómar (t.d. nýrnabilun, liðagigt, krabbamein) geta valdið blóðleysi. Auk
þess eyðast rauðu blóðkornin stundum óeðlilega hratt.
Blóðleysi
miðaldra konu
„Ég er alltaf svo slöpp. Ætli ég
geti verið blóðlaus?" sagði hún í
spumartón við lækninn sinn.
Hún var kona á miðjum aldri,
átti 2 börn og mann, roskinn kan-
arífugl, sem hættur var að syngja,
og tvo bíla. Hún vann utan heimilis
hálfan daginn við móttökuritara-
störf hjá fyrirtæki nokkru.
Læknirinn var nýkominn frá
námi, liðlega þrítugur, fastur í
skuldasúpunámsáranna. „Hvemig
lýsir þetta sér?“ sagði hann annars
hugar og velti því fyrir sér hvemig
gengi að borga alla reikningana um
þessimánaðamót.
„Ég er alltaf slöpp og þreytt,"
sagði konan. „Ég hef mig ekki í
neitt. Stundum fæ ég hjartslátt. Ég
er mun móðari við alla áreynslu
en áður. Þeir hafa áður mælt í mér
of lítið blóð og sögðu þá að það
væri út af of miklum tíðablæðing-
um.“
Hún lygndi aftur augunum og
brosti raunalega út í buskann.
Hann horfði á hana og sagði síð-
an: „Hefurðu kannski grennst eitt-
hvað?“
„Nei, því miður. Svo er ég líka
alltaf með höfuðverk."
Þau horfðust þegjandi í augu
nokkur andartök meðan hann leit-
aði í huga sér að gáfulegum spum-
ingum.
„Við verðum að senda þig í blóð-
rannsókn," sagðihann, „enfyrst
verð ég að skoða þig.“
Hún klæddi sig úr og lagðist upp
á bekk. Skoðunin leiddi í ljós að
hjartslátturinn var hraður, hún
var fölbleik á hvörmunum, nagl-
beðurinn var óvenju hvítur.
„Hún er sennilega blóðlaus,"
hugsaði hann með sér og bað hana
síðan að leggjast á hliðina og draga
niður brókina meðan hann þreifaði
upp í endaþarminn.
„Ég verð að athuga hvort þér er
að blæða einhvers staðar í melting-
arveginum,“ sagði hann og dró á
hendi sér gulan gúmmíhanska.
Hún varð vandræðaleg en gerði þó
eins og hann bað. Hann fann ekk-
ert óeðlilegt við þreifmguna.
Blóðmæling sýndi að hemoglobin
(Hb.) var verulega lækkað og kon-
unavirtistvantajám. Rannsókná
hægðunum sýndi að einhver blæð-
ing gæti verið frá meltingarvegi.
Jámskortur
Mikilvægasti hluti rauðu blóð-
komanna er blóðrauðinn (hemo-
globin) sem flytur súrefni um allan
líkamann. Hugtakið blóðleysi felur
í sér að ekki sé nægilega mikið af
blóðrauða til að annast þessa súr-
efnisflutninga svo vel sé.
Járnskortur er langalgengasta
orsök blóðleysis en auk þess getur
vöntun á B12 vítamíni eða fólsým
valdið þessu ástandi. Ýmsir lang-
vinnir sjúkdómar eins og nýmabil-
un, hðagigt, krabbamein o.fl. geta
valdið blóðleysi en auk þess eyðast
rauðu blóðkornin stundum óeðli-
legahratt.
Líkamann þarf stöðugt á jámi
(1-2 mg á dag) að halda til að við-
halda rauðu blóðkomunum þar
sem ákveðinn fjöldi þeirra eyðist á
degi hverium. Langflestir hafa
jámbirgðir í miltanu, blóðmergn-
um og lifrinni. Þessar birgðir end-
umýjast stöðugt afjámi sem lík-
aminn sogar úr fæðunni.
Ófullnægj andi járnbirgðir geta
átt sér nokkrar orsakir. I fyrsta
lagi er stundum ekki nægilegt jám
í fæðimni til að vega upp á móti
því jámi sem tapast á degi hveij-
um. Á vaxtarskeiðinu þarf meira
jám og þá getur komið upp blóð-
leysi. Þetta sést t.d. hjá bömum
sem drekka mjög mikiamjólk og
hafna allri annarri fæðu á þver-
móðskufullan hátt. Gamalt fólk,
sem neytir einhæfrar fæðu, getur
þjáðst af blóðleysi svo og bamshaf-
andi konur sem þurfa meira jám
en venj ulega vegna meðgöngunnar
eða2-5mg/dagl.
í öðm lagi getur komið upp sú
staða að meltingarfærin frásogi
ekki nægilegt magn af jámi. Al-
gengastu orsakir þessa em stórar
aðgerðir þar sem hluti magans er
fjarlægður. Sem betur fer em slík-
ar aögerðir þó mun sjaldgæfari nú
en áður vegna nýrri og betri lyfja
við magasári.
i þriðja lagi getur jámskortur
stafað af blæðingum vegna áverka
eða sjúkdóma. Langvarandi neysla
á aspirini eða magnyh og mörgum
giktarlyfjum (s.s. Indocid, Butaz-
oUdín, Voltaren, Felden, Naproxen
o.fl.) getur valdið blóðleysi vegna
seitlblæðingar frá maga sem stafar
af ertandi áhrifum þessara lyfjaá
magasUmhimnumar. Hjá mörgum
konum geta miklar tíðablæðingar
tæmt járnbirgðirnar. Konur með
ríkulegar tíðablæðingar þurfa að
fá í sig 3-5 mg/dagl. afjámi svo þær
verða að fá aukajám.
Meðferð
og rannsóknir
Konan var send út um víðan vöU
í rannsóknir. Maginn og enda-
þarmurinn voru speglaðir, sýni var
tekið úr blóðmergnum í bringu-
beininu, ótal snefilefni, sölt, horm-
ónar og hvatar í blóði vora mældir
nokkrum sinnum. Kvensjúkdóma-
læknar þreifuðu hana að neðan.
„Það þarf hestaheUsu tíl að
standa í svona rannsóknum," sagði
hún stundum örþreytt að kvöldi
eftir eríiðan rannsóknadag. En
engin ömgg skýring fannst á ein-
kennum hennar. Blæðingin frá
meltingarvegi hætti fljótlega. Eftir
mikla leit var ákveðið að hætta
rannsóknumíbiU.
Orsökin á blæðingunni frá melt-
ingarvegi var taUn vera mikil
neysla á verkjalyfjum en konan
hafði tekið 5-5 magnyl vegna höf-
uðverkja í nokkrar vikur. Auk þess
vora tíðablæðingamar óvenju
miklar svo að þetta tvennt gat skýrt
blóðleysið.
Hún fór að taka jámtöflur og fór
strax að líða betur og hætti að taka
verkjalyf.
„Þetta er aUt annað lif,“ sagði hún
viö lækninn sinn þegar þau hittust
eitt sinn fyrir utan heUsugæslu-
stöðina. „Viö hjónin erum að fara
til Kanaríeyja. Kanarífuglinn er
dauður og okkur langar tU að fara
með nokkrar íjaðrir af honum tU
upprunalegra heimkynna. Hann
hefði haft gaman af því meðan
hannlifði.“
Læknirinn horfði á hana stómm
augum, svaraði fáu en hugsaði með
sér.
„ Aldrei fer ég tU útlanda. Af-
hveriu býöur ekkert lyfjainnflutn-
ingsfyrirtæki mér neitt?" Hann
andvarpaði mæðulega og fór inn.
Þaö brakaði í skónum í hveiju
skrefi.
TRÉSMÍÐI
Tek að mér smíði á sólpöllum og veggjum.
Einnig stigum og stigahandriðum ásamt hvers konar
innréttingum.
Teikna og geri verðtilboð.
Reimar Sigurðsson
Sími: 52214
Fasteignir til sölu í Hafnarfirði og Þorlákshöfn
Kauptilboð óskast í eftirtaldar eignir:
Miðvangur 5, Hafnarfirði. Stærð hússins er 877 m3. Brunabóta-
mat er kr. 18.746.000. Húsið verður til sýnis í samráði við Hrafn-
kel Ásgeirsson, sími 50211. Opnun tilboða kl. 11.00 f.h. 21. júlí
1992.
Norðurvangur 32. Hafnarfirði. Stærð hússins er 529 m3. Bruna-
bótamat 10.427.000. Húsið verður til sýnis í samráði við Fasteign-
ir ríkissjóðs, Ingimund Magnússon, sími 19930. Opnun tilboða
kl. 11.00 20. júlí 1992.
Hjallabraut 6, Hafnarfirði. Stærð íbúðarinnar er 139,2 m3. Ibúðin
er á 2. hæð til vinstri. Brunabótamat er 9.023.000. íbúðin verður
til sýnis í samráði við Andrés Magnússon, sími 52253 (vinnusími
658160). Opnun tilboða kl. 11.00 f.h. 22. júlí 1992.
Unubakki 42-44 (frystihús) Þorlákshöfn. Stærð hússins 10061
m3. Brunabótamat kr. 104.209.000. Húsið verður til sýnis í sam-
ráði við Skipaþjónustuna, Hafstein Ásgeirsson, í síma 98-33930.
Opnun tilboða kl. 11.30 22. júlí 1992.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðilum og á
skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð, sem ber-
ast, verða opnuð á skrifstofu vorri á ofangreindum tímum i viður-
vist viðstaddra bjóðenda.
INNKAUPASTOFNUIM RÍKISINS
BORGARTUNI 7 10S REYKJAVIK
- Gæði -
Ending - Ódýrt-
Þakrennur
Höfum á lager plastrennur
á hreint frábæru verði.
r 20 ára reynsla á notk-
un þeirra.
Hér fara saman gæði og
lágt verð.
Faglegar ráðleggingar
Sumartilboð
4 LITIR
VERÐ
4.900
SKÓVERSLUN
BORGARKRINGLUNNI - SÍMI 67-72-67