Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. 59 Meðal verðlauna, sem brúður mánaðarins fær, er kaffiborð á hjólum og sex kampavinsglös frá Tékk-krisfal að verðmæti 15.000 krónur. DV-mynd JAK Brúðarmyndakeppni DV og Kodak: Brúðurjúní valin næstu daga Brúður júnímánaðar í brúðar- myndakeppni DV og Kodak- umboðsins verður valin næstu daga og kynnt í næsta helgarblaði DV. Brúður júlí verður kynnt í ágúst og brúður ágúst í september. Þá verður einnig valin brúður árs- ins meðal þeirra íjögurra sem ná að verða brúðir mánaðarins. Atvinnuljósmyndarar á 17 ljós- myndastofum víös vegar um landið eiga rétt til þátttöku í þessari keppni. Fjöldi mynda af brúðum júnímánaðar hefur borist og mun dómnefndin því fá ærinn starfa við aö velja og hafna. Verðlaunin, sem brúður mánaö- arins fær, eru vegleg: Phihps eld- húskvörn frá Heimilistækjum hf. að verðmæti 13.000 krónur og kaffi- borð á hjólum ásamt 6 kampa- vínsglösum frá Tékk-kristal að verðmæti 15.000 krónur. Brúður ársins fær síðan 28 tomma Philips sjónvarp með Nic- am stereó og Kodak myndgeisla- spilara, alls að verðmæti 150.000 krónur. Brúöur maímánaðar var valin Anna Guðfinna Stefánsdóttir. Tók Rut Hallgrímsdóttir, Ljósmyndum Ein myndanna er kom sterklega til greina í vali á brúði maímánað- ar. Brúðurin heitir Kolbrún Mark- úsdóttir en Ijósmyndari er Jóhann- es Long hjá Ljósmyndaranum. Rutar, myndina af Önnu Guðfinnu. Þess má geta að Sigríður Bach- mann, ljósmyndastofu Sigríðar Bachmann, sigraði í keppninni í fyrra. -hlh Sviðsljós Þessi mynd var tekin 22. júní sl. Þá héldu tviburabræðurnir Guðni og Frið- björn Björnssynir upp á fertugsafmæli sitt. En þeir sátu ekki einir að kök- unni því móðir þeirra, Ólafía Jónsdóttir, á afmæli sama dag og einnig dóttir Friðbjörns, Ólafia. Þetta verður að teljast skemmtileg tilviljun. Meiming Grátt gaman Nýlega bar fyrir sjónir mínar bók sem Ragnar Böð- varsson, bóndi að Kvistum í Ölfusi, hefur gefið út. Er þar að finna háð- og gamankvæði sem höfundur hefur safnaö víðs vegar að. Bók þessi lætur ekki mikið yfir sér en er þeim mun eigulegri ef skoðað er ofan í kjöl hennar í bókstaflegri merkingu þeirra orða. Ef ég á að vera hreinskilinn hafði ég ekki miklar væntingar gagnvart þessari bók en kunn var mér út- gáfa hennar löngu fyrr en hún leit dagsins ljós. Kann það að stafa af því að hér er um frumraun höfundar að ræða í bókmenntalegri iðju. Mátti ég þó vita betur enda þekkja flestir ýmsa ættingja hans sem kunnir eru á þessu sviði, t.d. bróður hans, Áma cand. mag. en sagt er að ephð falh sjaldan langt frá eikinni. Höfundi voru að vísu þröngar skorður settar með útgáfu þessarar bókar. Það sést m.a. á því að ágæt ljóð urðu af þeim sökum útundan. Má þar nefna parodíu þá er þeir ortu Jón Helgason, prófessor í Kaupmanna- höfn, og Ólafur Briem cand. mag., fyrrum mennta- skólakennari á Laugarvatni. Af þeirri ástæðu einni að höfundar þessara kviölinga voru tveir var ekki hægt að birta ljóð þessi, þó að þau ættu sannarlega heima í bókinni. Jón kvað og er tilefni hans formáli að útgáfu ljóða hstaskáldsins góða sem Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður sá um útgáfu á og ritaði formála að: íslensku skáldin ástmey firrt angurvær súpa úr glasi. Lognast svo útaf htilsvirt frá lífsins argaþrasi. Um þeirra leiði er ekkert hirt aht á kafi í grasi. Seinast er þeirra saga birt samin af Matthíasi. Síðar kvað Ólafur Briem. Tilefni yrkingar hans var flutningur beina Jónasar Hahgrímssonar heim tíl ís- lands sem frægt er orðið: Byggðu menn engan bautastein bragarins æðsta þjóni. Hvorki bar lauf né heldur grein haugurinn iha gróni. Löngu seinna menn sóttu hans bein, sendu þau heim að Fróni. Standa þau nú í stofu ein stohn af Siguijóni. Þetta er dæmi um ljóð sem ekki var birt en er þó nyög í anda þeirra kvæða sem í bókinni eru. Ekki ætla ég mér þá dul að gera upp á mhh ljóðanna sem öh eru ort undir hefðbundnum bragarháttum. Menn verða bara að eignast bókina og dæma sjálfir. Því miður ber nokkuð á því að maður sakni þar höfunda sem þar ættu vissulega heima svo sem Lúd- víks Kemp á Sauðárkróki og Erhngs Jóhannessonar á Hallkelsstöðum. Fyrir því munu eðhlegar ástæöur að því er höfundur tjáir mér. Hann haíði samráð við menn um birtingu ljóðanna ef þeir voru á lífi en ann- ars var leitað samþykkis ættingja. Hvort tveggja var th að ættingjar vildu ekki gefa birtingarréttinn eftir eða höfundar. Var þar einkum um það að ræöa ef kvæðin voru um of persónuleg að mati höfundanna og gætu hugsanlega sært einhvem eftirlifandi afkom- anda þeirr? sem um var ort. Má sem dæmi um það nefna Hannesar-rímu Erlings. Þetta er þó óþarfa hugulsemi. Þvi aðeins hafa kvæði þessi og kviðhngar oröiö th að fleiri hafa heyrt þau en höfundamir einir. Spuming er hvort hægt er að meina birtingu gamankvæða af þeim toga sem hér um Bókmenntir Albert Jóhannsson ræðir ef þau hafa á annað borð séð dagsins ljós eða fengið vængi eins og sagt er og em ekki um of persónu- leg eða rætin. Bók þessi er í aha staði hin eigulegasta og hvet ég alla þá sem ljóðum og gamansemi unna að eignast hana sem fyrst. Að lokum vh ég birta eitt ljóð úr bókinni sem dæmi um þann notalega húmor og þá gamansemi sem þar er að finna: Þú sem varst bæði trukkur minn og trilla á tröllavegi í lifsins ólgusjó. Minn dalakofi, kostajörð og viha mín kærleiks brunáimyrsl, mín refsikló Þú eina og sanna lífs míns lýsis- pilla, mikið lifandis ósköp þarftu dýra skó. Ekki efa ég að um allt land sé til sægur ljóða frá þorrablótun, lokahófum sláturhúsa, afmæhsveislum og fleiri tækifærum sem enn eru óbirt og fengur væri að fá til prentunar. Það kemur vonandi síöar. Bókin fæst aðeins hjá höfundi. Heimihsfang hans er aö Kvistum í Ölfusi. Th hamingju, Ragnar. Hér var vel úr hlaði heypt. Ljóö: Safnað hefur: Ragnar Böðvarsson, Kvistum. Selfossi 1991. Tilboð takmarkað magn GRUIIDIG 3FISHER 28" mono Verð: 66.850,- stgr. 28" Nicam-stereo Verð: 88.110,- stgr. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HE Síðumúla 2 - sími 68-90-90

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.