Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Gtgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Vaxandi gengi dagblaða Lestur dagblaða eykst, þrátt fyrir aukið framboð dægrastyttingar í fjölmiðlaformi. Um nokkurt skeið hafa íj ölmiðlakannanir sýnt aukinn lestur DV og Morg- unblaðsins. Nú síðast hefur Gallup skráð marktæka aukningu á tímabilinu frá marz til júní á þessu ári. Ef miðað er við vikulegan lestur, hefur hann aukizt úr 72% í 77% hjá DV á þessu þriggja mánaða tímabili og úr 73% í 75% hjá Morgunblaðinu. Hhðstæð aukning kemur fram í daglegum lestri og í lestri yfir lengri tíma- bil, svo sem heilan mánuð, þrjá mánuði og heilt ár. Þessar tölur sýna, að stóru dagblöðin tvö ná miklu betur til þjóðarinnar en þekkist hjá allra stærstu dag- blöðum í öðrum fullvalda ríkjum. Eflaust ræður fækkun lítilla dagblaða og samdráttur í útgerð þeirra einhverju um bætta stöðu stóru blaðanna tveggja hér á landi. Jafnvægi í lestri blaðanna batnar í sífellu. DV er nú komið yfir í mælingu Gallups á árlegum, mánaðarlegum og vikulegum lestri, en Morgunblaðið er enn hærra í daglegum lestri. Munur þessara mæhnga byggist á, að lesendahópur DV er breytilegri en Morgunblaðsins. Fréttirnar eru það, sem mest er lesið í dagblöðunum, enda eru þær veigamesti þáttur efnis þeirra. Á hverjum degi les helmingur þjóðarinnar eitthvað í fréttum Morg- unblaðsins og einnig helmingur þjóðarinnar eitthvað í fréttum DV. Þetta eru mest notuðu fréttamiðlarnir. Fréttirnar eru líka það, sem mest er notað í ljósvaka- miðlunum. Um 39% sjá að jafnaði eitthvað úr fréttum ríkissjónvarpsins, 30% úr fréttum Stöðvar 2, 35% úr hádegisfréttum útvarps og 24% úr kvöldfréttum þess. Þetta sýnir minni útbreiðslu en frétta dagblaðanna. Innan ljósvakaheimsins hefur vegur útvarps farið vaxandi að undanfórnu, en sjónvarpsins dalað, einkum vegna minni notkunar á ríkissjónvarpinu. Allt stefnir þetta að traustu jafnvægi í samkeppni tveggja dagblaða, tveggja sjónvarpsrása og þriggja-fjögurra útvarpsrása. Fyrir nokkrum árum var spáð, að meira eða minna svarthvít dagblöð mundu faha í skugga litskrúðugra Ijósvakamiðla, samfara mikihi útbreiðslu í notkun myndbanda og umtalsverðri grósku í stofnun nýrra útvarpsstöðva. Hið þveröfuga hefur í rauninni gerzt. Fólk veit um ótvíræða kosti prentaðra dagblaða. Les- endur geta gripið þau, þegar þeim sýnist, og eru ekki háðir skeiðklukku ljósvakamiðlanna. Lesendur geta les- ið blöðin afturábak eða áfram eða á hvem þann hátt, sem þeim sýnist, og eru ekki háðir fastri dagskrá. Ekki skiptir minna máh, að lesendur geta staðnæmzt við það efni eða þá auglýsingu í dagblaði, sem höföar til þeirra, og gefið sér góðan tíma th rækhegs lestrar. Þeir em ekki háðir hraðanum, sem þeytir efni og auglýs- ingum inn og út af sjónvarpsskjá og útvarpshátalara. Lesendur dagblaða hafa miklu meira valfrelsi í notk- un þessara flölmiðla en áhorfendur sjónvarps og hlust- endur útvarps hafa í notkun sinna Qölmiðla. Þessi mikli munur skiptir ekki minna máli nú á dögum en hann gerði, þegar ljósvakamiðlar ruddu sér til rúms. Velgengni stóru blaðanna má ennfremur rekja að nokkm th þess, að þau hafa mætt nýjum tímum með margvíslegum breytingum á efnisvali og efnismeðferð. Ef menn fletta DV eða Morgunblaðinu frá því fyrir tíu árum, velkjast þeir ekki í vafa um breytingamar. Dagblöðin hagnast á þessu, en mest þó lesendur þeirra, sem fá nú miklu betri og aðgengilegri dagblöð en þeir fengu áður fyrir sama raungildi peninganna. Jónas Kristjánsson Vígaferli og valdaMutföll 1 Suður-Afríku Viðræðum um nýtt stjómarfar í Suður-Afríku með jöfnum lýðrétt- indum fyrir landsmenn alla, hvers kynþáttar sem eru, hafa siglt í strand. Öflugustu samtök svert- ingja, Afríska þjóðarráðið, hafa hætt þátttöku meðan ekki hggur fyrir að stjóm Frederiks W. de Klerks forseta hafi vilja og getu til að stöðva fjöldamorð á fylgismönn- um þeirra. Tilefniö er árás á næturþeli á nokkur heimili í Boipatong suður af Jóhannesarborg 17. júní. Heilar fjölskyldur, 46 menn ahs, vom brytjaðar niður meö sveðjum í rekkjum sínum, stungnar spjótum eða skotnar. íbúar Boipatong skýra svo frá aö árásarmenn hafi verið fluttir á staðinn í lögreglubílum sem síöan hafi farið brott með þá að verkunum unnum. Lögreglan neitar aðild og hefur tilkynnt handtöku tuga manna í KwaMadala, búðum farandverka- manna skammt frá Boipatong. Þar búa nær eingöngu menn af Zulu- þjóð, fylgismenn Inkatha frelsis- flokksins, helsta keppinautar Af- ríska þjóðarráðsins um hylh svert- ingja. Vígaferh stuðningsmanna þess- ara hópa hófust fyrir alvöm áriö 1984 í fylkinu Natal á austurströnd- inni. Þar hafði Inkatha komið sér vel fyrir og þegar útbreiðslufuhtrú- ar Þjóðarráðsins tóku að hafa sig í frammi vom þeir myrtir. Á þessum árum var Þjóðarráðið bannað en Inkatha fékk að starfa í skjóh for- ingja síns, Mangosuthu Buthelezi, höfðingja Zulu-manna og æðsta yf- irvalds KwaZulu, eins heimalands- ins sem Suður-Afríkustjóm setti á stofn til að framfylgja stefnunni um aðskilnað kynþátta. Stuöningur sérsveita lögreglu við árásir Inkatha á liðsmenn Þjóðar- ráðsins komst brátt í hámæh. Yfir- völd leiddu máhð hjá sér en þó gerðist það í vor að dómari sak- fehdi hvítan lögregluforingja í Na- tal fyrir að hafa með mönnum sín- um undirbúið og framkvæmt eitt fyrsta fjöldamorðið þar um slóðir, þegar á annan tug fólks af báðum kynjum og á öhum aldri var drepiö. Þau átta ár sem morð og hefndar- morð á svertingjum hafa geisaö er tahð að allt að 12.000 manns hafi látið lífið. Um þverbak keyrði þegar morðaldan barst tíl þéttbýhsins umhverfis Jóhannesarborg. Al- þjóðleg mannréttindasamtök, svo sem Amnesty Intemational, África Watch og Alþjóðlega lögfræðinga- nefndin, hafa í skýrslum sínum leitt rök að liðsinni öryggisstofn- ana Suður-Afríku við Inkatha i þessum hjaðningavígum. Þjóðarráðið hefur gert ákveðnar kröfur til Suður-Afríkustjómar um ráðstafanir sem gætu gert því fært Erlendtíðindi Magnús Torfi Óiafsson að hefja aftur þátttöku í stjómlaga- viðræðunum Codesa. Þær eru helstar að öryggisstofnanir hætti leynilegri starfsemi og dauðasveit- ir verði leystar upp. Sérsveitir verði afvopnaðar. Mál verði höfðuö gegn þeim sem ýtt hafi undir blóðs- úthélhngar í svertingjabyggðum. Alþjóðleg rannsókn fari fram á fjöldamorðunum í Boipatong og alþjóðlegu eftirhti verði komið á með ástandi í landinu. Bæði R.F. Botha utanríkisráðherra og Nelson Mandela, foringi Þjóðarráðsins, hittu Butros Butros Ghah, aðalrit- ara Sameinuöu þjóðanna, þegar hann var á ferð í Áfríku nýlega að ræða hvert hlutverk alþjóðasam- tökin gætu átt í að lægja öldumar eftir síðustu atburði í Suður-Afr- íku. Komnir era til landsins virtir lögfræðingar frá Englandi og Ind- landi sem munu fylgjast með rann- sókn á morðunum í Boipatong í boöi Suður-Afríkustjórnar. En eftirköst þess atburðar sýna hve torvelt verður að kenna suður- afrísku lögreglunni nýja siði gagn- vart svertingjum. Lögregla hóf fyr- irvaralaust skothríð á mannfjölda sem mótmælti komu de Klerks for- seta tíl Boipatong, drap þrjá og særði 29. A miðvikudaginn var skotið á hóp sem kom frá mót- mælasetu í Höfðaborg og'nokkrir særðust. Tvær hvítar konur úr hópnum skýrðu frá að lögreglu- maður hefði ráðlagt þeim að skilja sig frá honum, þaö ætti að fara að skjóta. Þegar lögregla í Suður- Afríku er send á vettvang að halda mannfjölda í skefjum er hún ekki búin skjöldum og bareflum eins og tíðkast í öðrum löndum. Vopnin sem hún ber era hríðskotabyssur og haglabyssur svo að öh valdbeit- ing hefur óhjákvæmhega mannfall í för með sér. Póhtíska hliðin á máhnu er sú að báðir höfuðaðhar eru undir miklum þrýstingi. Óbreyttir hðs- menn Þjóðarráðsins una því iha að forastumenn sínir sitji við samn- ingaborö með hvítu yfírdrottnur- unum meðan félagar þeirra eru brytjaðir niður. Reyni de Klerk og menn hans fyrir alvöru að hafa taumhald á öryggisstofnunum með því að vísa þeim úr starfi sem ekki láta að stjóm eiga þeir vísa harða atlögu stjórnarandstöðu íhalds- manna sem hvergi vhja slaka á kynþáttamisrétti. Þótt svo fari að Codesa viðræðun- um verði fram haldið er öðru nær en að samningalausn verði auð- fundin. Áður en upp úr slitnaði var komið að meginátakaefni Þjóöar- ráðsins annars vegar og ríkis- stjómarinnar hins vegar, hversu aukinn meirihluta skuh áskhja til töku úrshtaákvarðana á stjórn- lagasamkundu. Sú yrði kjörin með almennum kosningarétti. Suður-Afríku byggja 35 mhljónir manna. Af þeim eru 28 mhljónir svertingjar. Helmingur þeirra er undir kosningaaldri svo að svarti kjósendahópurinn er 14 milljónir. Þar af getur Þjóðarráðið gert sér vonir um að hljóta atkvæði níu milljóna. Fulltrúar Þjóðarráðsins í Codesa vhja að tveir þriðju atkvæða skuli ráða úrshtum mála við stjórnar- skrárgerð. Gæti ráðið gert sér von- ir um að geta ásamt bandamönnum ráðið gangi mála á stjórnlagaþingi við þá reglu um aukinn meirihluta. Ríkisstjórnin krefst þess að þijá tjórðu atkvæða þurfi th að taka ákvarðanir um höfuðatriöi stjóm- skipunar. Við þá reglu hefðu hvítir menn stöðvunarvald í bandalagi við flokk eins og Inkatha og ein- hvepa heiri minnihlutahópa. Nú er því bæði tekist á um óhlut- dræga öryggisgæslu í svertingja- byggðum Suöur-Afríku á hðandi stund og valdahlutfoll við ákvörð- un stjórnskipunar th frambúðar. Magnús T. Ólafsson Lögregla skýtur á mótmælagöngu i Höföaborg á miövikudaginn. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.