Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Sérstæð sakamál Hinn fullkomni glæpxn'? London, breska höfuðborgin, er stór og skiptist í margra hluta og hverfi. Eins og í mörgum öðrum borgum hefur efnafólkið leitað í viss hverfin en þeir sem síður hafa haft heppnina með sér í leitinni aö efnislegum gæðum halda sig ann- ars staðar. Eitt hverfanna, sem þekkt er fyr- ir falleg hús efnafólks og kunnra listamanna, er svæðið við Taplow- vatn, sem er vestan við London. Það eru ekki síst kvikmyndaleikar- ar sem þar hafa sest að, enda hefur hverfið löngum verið kallað Be- verly-hæðir Englands. Og það er einmitt í þessu hverfi, þar sem stundum getur aö líta fólk sem hef- ur aflað sér frægðar á hvíta tjald- inu, sem sagan gerðist. Það var árið 1987 og nú, fimm árum síðar, er lögreglan jafnfjarri því að leysa gátuna og þegar rannsóknin hófst. Og ein af ástæðunum til þess aö ekkert hefur miðað með rannsókn- ina er að við Taplow-vatn gerðist það sem óskýranlegt kann að vera. Því telja sumir að þama hafi verið framið hið fullkomna morð aðfara- nótt laugardagsins fyrir páska árið 1987. Ágönguferð með hund Einn íbúanna við Taplow-vatn var snemma á fótum laugardaginn fyrir páska og að loknum morgun- verði ákvað hann að fara út að ganga með hundinn sinn, eins og hann gerði oft árla dags þegar hann var ekki á vinnustað. Hann gekk alveg niður að vatninu og hafði ekki gengið lengi með því þegar hundurinn fór að ókyrrast. Sá mað- urinn þá að eitthvað sem hktist fatahrúgu flaut á vatninu nokkuð frá bakkanum. Er hann kom nær sá hann að reyndar myndi þarna vera um hk að ræða. Hann sneri því heim í skyndi og gerði lögregl- unni aövart. Maðurinn hafði rétt fyrir sér. Lögreglan gat staðfest það skömmu eftir að hún kom á vettvang. Og hkið var af ungri ljóshærðri stúlku sem hafði drukknað. En hún var bundin á höndum og fótum og and- htið hafði snúið niður í vatninu. Ljóst var því að hún hafði verið á lífi þegar henni var kastað í vatnið. Hún var ekki með neina áverka og ekki var þess nein merki að sjá að hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hún var ekki einu sinni með brotna nögl. Sporin Lögreglan hafði lokað svæðinu við þann hiuta vatnsins sem líkið fannst í og var það nú grandskoð- að. Stúlkan hafði verið í háhæluð- um skóm þegar hún drukknaði og fundust spor eftir skóna niöur að vatninu en engin frá því. Engin önnur spor var að sjá til eða frá vatninu. Skammt frá veginum ofan við vatnið fann lögreglan bíl. Bak framsætisins hafði verið lagt aftur og lyklamir höfðu verið fjarlægðir. Bíllinn var ólæstur. Brátt kom í fjós að skráður eig- andi bílsins var Shani Warren, tuttugu og sex ára stúlka úr þorpi skammt ffá, Stoke Poges. Og skömmu síðar kom í ljós að það var einmitt stúlkan sem fundist hafði drukknuð í vatninu. Lögreglan sá þegar í upphafi að hér var um óvenjulegan atburö að ræða. Eins og fýrr segir var þess engin merki aö sjá aö hin látna hefði verið beitt neins konar of- beldi. Varð þannig til dæmis ekki séð að gerð hefði verið nein tilraun til að ná af henni þröngum gaha- buxum sem hún var í. Sá möguleiki var því íhugaður hvort hún hefði Bundnar hendur. framið sjálfsvíg, því við fyrstu sýn virtist það vel geta komið til greina. En ýmislegt kom fram við rann- sóknina sem benti til þess aö þann möguleika þyrfti ekki að íhuga. Leitað til fólks í sjónvarpi Viðtöl við þá sem best höfðu þekkt Shani bentu ekki til þess að hún hefði átt við nein sérstök vandamál að glíma. Hún hafði ver- ið lífsglöð og opinská. Þá átti hún vel efnaða foreldra og skorti í raun ekkert. Shani hafði verið bundin á hönd- um og fótum með dráttarreipi og rafleiðslum sem notaðar eru til að leiða straum milh bha. Þetta var varla það sem ung stúlka tæki með sér í ökuferð að kvöldi dags. En hvar hafði Shani verið síðustu stundimar sem hún lifði? Síðdegis á fóstudaginn langa hafði hún slegið blettinn heima hjá sér. Þá hafði hún rætt við tvær af vin- konum sínum og sagt þeim að hún ætlaði að fara með grasið í poka að heimili foreldra sinna th að brenna það í ofni sem þeir höfðu á lóð sinni. Hún ók að heiman um sexleytið um kvöldið og tók stefnuna th Taplow- vatns, en það er í þveröfuga átt við það sem hún hefði farið hefði hún æfiað heim th foreldra sinna. Hálf- tíma síðar sá ökumaður hana. Hún var þá á tah við mann en tveir aðrir stóöu viö bh hennar og höfðu þeir lyft vélarhlífmni. Shani Warren. Lögreglan tók nú saman þessar upplýsingar og aðrar og birh þær í sjónvarpi, ásamt beiðni th fólks um að gefa sig fram ef þaö kynni að vita eitthvað um ferðir Shani Warren síðustu stundimar í lífi hennar. Það bar vissan árangur. Sjálfsmorðskenning- in lögðáhilluna Maður sem sá þaö sem lögreglan lét birta í sjónvarpinu hafði sam- band við hana. Kvaðst hann hafa séð bh hennar skammt frá Taplow- vatni. Hefði það verið um háhtólf- leyhð um kvöldið. Hefði bílhnn staðið mihi tveggja vörubha. Hann hefði hins vegar engan séð á ferh, hvorki Shani né aðra. Nú hafði rannsóknin leitt í ljós að ekki kæmi hl greina að Shani hefði styh sér aldur. í farangurs- geymslu bhsins hafði fundist blóm- vöndur sem hún hafði ætlað að færa vinkonu sinni. Hver kaupir blóm th að færa vinkonu um sama leyh og sjálfsvíg er viðkomandi efst í huga? Þá hafði Shani ætlað að vera um páskana í sumarhúsi for- eldra sinna í Bournemouth. Og eins og fyrr segir hafði enginn orðið var við neitt það í fari hennar sem bent gat th þess að hún gæh ekki hugsaö sér að hfa lengur. Þá kom enn eitt th, og staðfesh það í rauninni að ekki gæh verið um sjálfsvíg að ræða. Sérfræðingur í að losa af sér vendhega hnýh bönd og keðjur, Joe Malik, sem lögreglan leitaði hl lýsh yfir því að ekki kæmi th greina að Shani hefði bundið sig sjálf. Þannig hefði verið um hnút- ana búið. Morðgátan Lögreglan varð nú að snúa sér að því að leita morðingja Shani. En þá fékkst engin skýring á því, frekar en síðar, hvernig morðing- inn hefði komið Shani út í Taplow- vatn án þess að skhja efhr sig nokk- ur spor á leiðinni frá vatninu. Einu sporin sem fundust voru efhr há- hæluðu skóna sem fundust á líkinu í vatninu. Hafði morðinginn sett skó Shani á sig og borið líkið niður vatninu? Nei, það gat ekki verið því hvernig hafði hann þá komist frá því aftur? Lögreglan gat engá skýringu fundið. Því var farið að yfirheyra þá ungu menn sem Shani hafði verið með undanfarin ár. Þeir voru allnokkrir en auðvelt var að finna þá því Shaxú hafði haldið dagbók. Yfirheyrslumar yfir mönnunum báru engan árangur. Var nú sem allar leiðir hefðu verið kannaðar. Þó veltu rannsóknarlögreglu- mönnunum ýmsum möguleikum fyrir sér. Hafði kynsvahi lokið á einhvern óvenjulegan hátt? Hafði einhver æhað að ræna Shani og krefjast fyrir hana lausnargjalds en orðið að hæha við allt saman af því eitthvað óvænt gerðist? Jú, slíkt var að vísu ekki hægt að úh- loka, en aldrei varð lengra komist í að reyna að skýra hvernig hún hafði verið myrt því ekki varö með neinum hæth séð hvernig morð- inginn hafði komist frá vatninu eft- ir að hafa kastað Shani í þaö. Engin lausn Ein spuming enn sem ekkert svar fékkst við var hvers vegna Shani hafði ekki haldið heim hl foreldra sinna, eins og hún hafði sagt vinkonu sinni fyrr um kvöldið að hún æhaði að gera. Vart hafði hún ekið th móts við menn sem æhuðu að ræna henni. Hverjir vom því mennirnir þrír sem hún hafði sést með þar sem hún hafði lagt bíl sínum? Það veit enginn. Og þessir þrír menn em ekki þeir einu sem kunna að hafa verið nærri Shani Warren síðustu stund- imar í lífi hennar. Síðdegis á fóstu- daginn langa hafði ungur, þögull og næstum önugur ungur maður sést á veihngahúsi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Skyndilega hafði hann staöið á fæt- ur og gengið hratt burt. Enginn hafði séð hann efhr það. Þá er þess að geta að meðan lög- reglan var við vatnið varö vart við óþekktan mann sem stóð á bak við tré nokkuð frá og fylgdist með því sem var að gerast. Var það réh eft- ir líkfundinn. Þegar til hans var kallaö hljóp hann á broh og náðist ekki. Gátan er því enn óleyst. Og þann 14. mars í fyrra var aftur tekið að ræða hana því þá gerðist annar dularfullur atburður við Taplow- vatn. Látinn maður fannst í bmnn- um bíl nokkra metra frá staðnum þar sem líkið af Shani Warren fannst. Blaðamenn komu strax fram meö kenningar um að tengsl kynnu að vera á milli atburðanna tveggja en lögreglan segir svo ekki vera. Það hefur hins vegar vakið athygli að lögreglan hefur ekki viljað skýra frá því hver það var sem týndi þá lífinu í brunna bílnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.