Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
Trimm______________
Egilsstaðamaraþon
Egilsstaðamarþon fer fram á
morgun og hefst kl. 12 á hádegi við
söluskála ESSO. Auk maraþons
verður boðið upp á þrjár aðrar
vegalengdir, 4 og 10 km og hálfm-
araþon.
Allir sem ljúka hlaupi á áðurtöld-
um vegalengdum fá verðlaunapen-
ing og einnig eru veitt verðlaun
fyrir þrjú fyrstu sætin í karla- og
kvennaflokki í sömu hlaupum.
Allar frekari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu UÍA í síma
97-11353.
-GRS
Ólympíuhlaupið 1992
Ólympíuhlaupið 1992 verður haldið
laugardaginn 11. júh og hefst kl. 11
við íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal.
Ólympíuhlaupið, sem nú er haldið í
minningu Sveins Björnssonar, for-
seta ÍSÍ, er ætlað öllum aldurshópum
og alhr geta verið með enda má
hlaupa, skokka eða ganga vegalengd-
irnar tvær sem boðið er upp á, þ.e. 3
og 6 km.
Hlaupið hefst við íþróttamiöstöð
ÍSÍ eins og áður sagði og þaðan hggur
leiðin um Laugardalinn, austur
Sunnuveg og niður hjá TBR-húsinu,
um göngustíginn við Suöurlands-
braut og að íþróttamiðstöðinni en
þessi hringur er 3 km.
Þátttökugjald er kr. 350 en skrán-
ing er hjá FRÍ í síma 91-685525 og ÍSÍ
í síma 91-813377 til 10. júlí og á keppn-
isdag frá kl. 9.00. Allir þátttakendur
fá ólympíuskjal undirritaö af Juan
Antonio Samaranch, forseta Alþjóða
ólympíunefndarinnar, og einnig
Ólympíuhlaupið 1992 er nú haldið i
minningu Sveins Björnssonar, for-
seta ÍSÍ.
verður dregið úr númerum þátttak-
enda um ýmis verðlaun.
-GRS
Rcy kj a ví k urm ara þon:
Mikilvægt að geta
valið um hlaupaleiðir
í þessari viku lengjast sunnu-
dagsæfingarnar lítillega á vega-
lengdunum þremur og eins og áður
hlaupum við ávaht rólega á sunnu-
dögum. Þriðjudagsæfingin í hálf-
amarþoni breytist að því leyti að
nú tökum við 600 metra spretti í
stað 1000 metra áður. Við hlaupum
600 metra sprettinn hraðar en á
keppnishraöa okkar í 5 km, 10 km
eða síðasta hálfmaraþonhlaupi
okkar. Æfing þessi er góð til að
skerpa hraðann hjá okkur. í 8 km
hraðaleiknum þessa vikuna er ég
með eftirfarandi tillögu: Fyrst 20
mínútna upphitun og síðan 1 mín-
útu hratt og 1 mínútu hægt th
skiptis í 10 mínútur. Sprettirnir
verða því ahs fimm og þá á að
hlaupa á meiri hraöa en keppnis-
hraða viðkomandi. Að lokum
skokkum viö niður í 10 mínútur.
Æfingin varir því alls í um 40 mín-
útur.
Hlaupaleiðir
Margir hafa komið að máh við
mig og spurt hvar ákjósanlegast sé
aö hlaupa hér á höfuðborgarsvæð-
inu. Nefna má þó nokkra staði og
t.a.m. Elliöaárdalinn, Laugardal-
inn, Kjarvalstúnið, Hljómskála-
garðinn, Öskjuhlíðina, Fossvogs-
dahnn og síðast en ekki síst Heið-
mörkina er þar er búið að leggja
stíga víða og öll aðstaða er til fyrir-
myndar. Aöstaðan mætti þó víða
vera betri og stjómvöld mættu hafa
það í huga. MikU þörf er á skokk-
brautum og hjólreiðastígum sem
gott væri að fá úti um allan bæ.
Mjög mikUvægt er aö geta átt
margar hlaupaleiðir tíl að velja um.
Ef maður hleypur ávallt sömu leið-
ina vUl það verða leiöigjarnt. í
næsta þætti mun ég fjalla um mis-
munandi undirlag sem hlauparinn
getur valið um.
Kveðja, Jakob Bragi Hannesson.
Skemmtiskokk Hálfmaraþon Maraþon
5.7. 5kmrólega 20kmrólega 25 kmrólega
6.7. Hvíld Hvíld 9 km rólega
7.7. • 3kmjafnt 10km (6x600) 10kmjafnt
8.7. Hvíld 8kmjafnt 15 km rólega
9.7. 3kmrólega 10km rólega 5 km rólega
10.7 Hvíld 8km (hraðal.) 15 km rólega
11.7. Hvíld 8kmjafnt 8km (hraðal.)
í RMTTUáÚi KAUTT\
UOS rTL UOS/
______________/
850
STYRKTARAÐILI
REYKJAVÍKUR
MARAÞONS
Teygt á hömlunum (beygjuvöövum hnés). Beygið ykkur hægt áfram um mjaðmir þar til þiö finnið fyrir teygju.
Hverfi teygjutilfinning beygið ykkur þá örlítið meira og haldið þeirri stöðu. Ekki gleyma að teygja á báðum fótum.
Teygjuæfingar
- fyrir og éftir hlaup
Einsogflestumerkunnugtermik- verið leitað tU trimmsíðunnar um
Uvægt að gera teygjuæfingar bæði slíkar æfingar og því birtast í dag og
fyrir og eftir hlaup. Nokkuð hefur næsta laugardag teygjuæfingar úr
Teygt á nára og baki. Iljar saman
og haldið um tær. Beygið ykkur fram
um mjaðmir uns þið finnið góöa
teygju í nára og jafnvel baki. Leitist
við að ná góðu jafnvægi í stöðunni,
það auðveldar æfinguna.
smiðju Bobs Andersonén það er Jak-
ob Bragi Hannesson sem sýnir les-
endum hvernig á að bera sig að.
Teygt á kálfum. Standið við vegg
eða einhvern hlut og takið ykkur
stöðu eins og myndin sýnir. Þrýstið
mjöðmunum hægt fram og gætið
þess að bak sé beint. Hæll aftari
fótar á að vera á gólfinu og táin á
að snúa beint fram meðan þú teygir
á. Ekki fjaðra eða rykkja.
Teygt á réttvöðvum hnés. Haldið
með annarri hendi í andhverfan fót.
Togið hæl að rassi. Góð æfing fyrir
þá sem eiga í hnémeiðslum.
Teygt á réttivöðva olnboga og öxl-
um. Togið varlega í höndina uns
teygist á. Beitið ekki miklum kröft-
um. Þessa æfingu má gera á göngu.
Teygt á öllum líkamanum. Slakið á og teygið úr ykkur til skiptis.
DV-myndir Brynjar Gauti
Teygt um ökklalið. Snúið um ökklalið rang- og réttsæl-
is eins og liðurinn leyfir. Veitið fætinum örlitið viðnám
með hendinni. Teygt á báðum ökklum. Oft má finna
mun ef annar er aumari en hinn.
Teygt á mjöðmum, nára og e.t.v hömlunum. Hné fremri
fótar beint yfir hæl, hné aftari fótar hvilir á gólfi. Lækk-
ið mjaðmir í þessari stööu og finnið teygjuna. Góð
æfing fyrir þá sem eru slæmir í mjóhrygg.