Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
11
Sviðsljós
GOn VERÐ
Slitsterk ensk
qólfmálninq fyrir
bílskúra o.fl.
2,5 Itr., kr. 990,-
5,0 ltr.,kr.1.890,-
Lágmúla 9
S: 628000
Kekkir í hjónabandi Jaggers
Eftir stutt ævintýri rúllusteinsins
Micks Jagger með fyrirsætunni
Carla Bruni í Austurlöndum hefur
orðið vart við kekki í hjónabands-
sælu hans og konu hans, toppfyrir-
sætunnar Jerry Hall.
Þau hjónakorn voru með börn sín
í fríi á dögunum á stað sem heitir
Mustique. Þar tóku aðrir sumarleyf-
isgestir eftir því að þau skötuhjú
töluðu varla hvort við annað og held-
ur kalt var milli þeirra. Hins vegar
virtist annað vera uppi á teningnum
þegar dóttir Jaggers, Jade, opnaði
listsýningu í London. Þá munu þau
hjón hafa gert allt til að láta líta út
fyrir að hjónabandið væri eintóm
sæla. Þessi tilraun hjónanna tókst
þó ekki betur en svo að kjaftasögur
um mikið ósætti þeirra hafa gengið
fjöllunum hærra upp á síðkastið.
Auk kvennafars Jaggers hefur mein-
ingarmunur um innréttingu í nýju
húsi þeirra í London, sem kostaði
htla 2 milljarða, vakið athygli slúður-
bera. Fór svo að þau réðu sitt hvorn
innanhússarkitektinn. Fer ekki sög-
um af niðurstöðu í því máli.
Mick Jagger og kona hans, Jerry
Hall.
Sharon Stone.
Sharon Stone:
Meira
eðli?
Leikkonan og fyrrum Playboy-
fyrirsætan Sharon Stone getur
varla séð eftir því að hafa tekið
að sér annað aðalhlutverkið i
kvikmyndinni Ógnareðli. Mynd-
in hefur slegið í gegn og það er
ekki ofsögum sagt að Sharon
þurfl stóra sekki undir peningana
sem hún þénar. Michelle Pfeiffer,
Geena Davis og Ellen Barkin
sögðu nei og sáu um leið á eftir
dágóðri fúlgu. Fuliyrt er að Ógn-
areðli hafi gert þaö sama fyrir
Sharon og Pretty Woman geröi
fyrir Juliu Roberts - og meira til.
Sharon Stone hefur verið beöin
um að leika i annarri ógnareðlis-
mynd, Ógnareðli 2. Ef hún tekur
því tilboði getur hún bætt litlum
300 milljónum króna inn á heftiö
sitt
RÆSIR HF
SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK S.61 95 50
Hið virta þýska bílatímarit AUTO MOTOR UND SPORT hefur
verið með MAZDA 323 í langtímaprófun síðastliðin 2 ár. Nú
nýlega hafði honum verið ekið 100.000 kílómetra og reyndist
hann hafa lægstan rekstrar- og viðhaldskostnað allra þeirra bíla,
sem tímaritið hefur tekið í slíka prófun. Ennfremur var haft
samband við fjölda eigenda og luku þeir einróma lofi á bílinn,
einn sagði m.a.:
„Ánægðari getur maður ekki verið!“
Við bjóðum MAZDA 323 í 4 misstórum útgáfum, sem hafa
gjörólíkt yfirbragð, útlit og eiginleika. Þær eru allar með
vökvastýri og ríkulegum staðalbúnaði. Hægt er að velja um 4
mismunandi vélar, sem eru með bensíninnspýtingu og
mengunárvörn, sjálfskiptingu eða handskiptingu og flestar gerðir
fást nú með ALDRIFI.
MAZDA 323 kostar frá 885 þúsund krónum.
(3 dyra hlaðbakur LXi, staðgreiösluverö með ryðvöm og skráningu.)
MAZDA endist lengur!
auto
motor
‘sport
MAZDA 323
ODYRASTUR
í REKSTRI!