Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Afmæli Hörður S. Óskarsson Hörður Sævar Óskarsson, íþrótta- kennari og starfsm. UMFÍ, Glað- heimum 10, Reykjavík, er sextugur ídag. Starfsferill Hörður ólst upp á Siglufirði. Hann lauk íþróttakennaraprófi 1952. Hörður var viö ýmis störf til sjós og lands á Siglufirði á unglings- árum. T.d. sem síldarmatsmaður og saltandi síld á sj ó í norskum og sænskum bátum sem fískuðu í rek- net. Hann var við farkennslu 1952-53 í Kjósarsýslu, Grafarnesi við Grundarfjörð, Ólafsvík og Stykkishólmi og sundkennari í Sundhöll Hafnarfjarðar 1954-60 en ennfremur við þjálfun hjá Sundfé- lagi Hafnarfjarðar og við hand- knattleiksþjálfun hjá Haukurh. Hörður flutti á Selfoss 1960 og tók við starfi forstöðumanns Sundhall- ar Selfoss sem þá var nýbyggð en hann var þjálfari þar í sundi og fleiri íþróttum til 1982. Hann tók leyfi í eitt ár og kenndi við Klippans Gymnasium í Svíþjóð og var auk þess aðstoðarþjálfari Klippans Simcentrum. Hörður setti á stofn og skipulagði fyrstu neyðarhjálpar- stöð Rauöa kross íslands á Suður- landi, sem staðsett er á Selfossi, en hann starfaði við kennslu í skyndi- hjálp hjá Rauða krossinum í eitt ár. Hann hefur starfað hjá Þjónustu- miðstöð Ungmennafélags íslands frá 1984. Hörður starfaði með Ungmennafé- lagi Selfoss og tók þátt í endurreisn þess og var í stjóm þess í 16 ár og sem formaður í 9 ár en á þessum áram var félaginu skipt í deildir og saga þess skráð og gefin út á 40 ára afmæli félagsins. Hörður kom á fót likamsrækt í tengslum við Sund- höllina, trimmvakningu og starfs- mannamótum á staðnum og skrifaði greinar í Þjóðólf um heilsurækt. Hann var félagi í Rotaryklúbbi Sel- foss og forseti hans í 1 ár, í stjórn Sundsambands íslands í 6 ár og sem formaður í 2 ár og byrjaði að gefa út blaðið Sundmál sem er málgagn SSÍ og í stjórn Starfsmannafélags Selfossbæjar í 5 ár og sem formaður í 3 ár og einnig í samninganefnd félagsins. Hörður starfaði mikið með Leikfélagi Selfoss og var for- maður þess um tíma. Hann er einn stofnenda Hjónaklúbbs Selfoss og var fyrsti formaður hans og sat í fyrstu ritstjórn Bæjarblaösins, blaðs Alþýðubandalagsfélags Sel- foss og nágrennis. Hörður hefur verið sæmdur starfsmerki UMFÍ, gullmerki Sundfélags Hafnarfjarðar og gullmerki Ungmennafélags Sel- foss en hann er jafnframt heiðursfé- lagi þess síðasttalda. Hörður situr í yfirnefnd neyðarhjálparnefndar Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís- lands. Fjölskylda Hörður kvæntist 1955 Dagnýju Jónsdóttur, f. 1933, starfsmanni hjá SS. Foreldrar hennar voru Jón Karlsson, bóndi á Múla í Álftafirði, og Sigurbjörg Björnsdóttir hús- freyja. Börn Harðar og Dagnýjar: Ómar Sævar, f. 1955, stjórnmálafræðingur og prentari, en nú við framhalds- nám í skipulagsfræðum í Bandaríkj- unum, maki Heiður Baldursdóttur, þau eiga tvær dætur, Brynhildi og Þóreyju Mjallhvíti; Harpa, f. 1956, leiðsögumaður og rekur sjúkra- nuddstofu í Reykjavík; Anna Sigur- borg, f. 1959, fóstra í Svíþjóð, maki Jón Gunnar Gijetarsson sagnfræð- ingur, þau eiga þrjú börn, Andra, Söndru og Tinnu; Óskar Sigurður, f. 1961, kjötiðnaðarmaöur í Reykja- vík, sambýliskona hans er Amdís Kristleifsdóttir, þau eiga eina dótt- ur, Stefaníu Erlu; Jón Hugi Svavar, f. 1963, sundþjálfari og kaupmaður á Akranesi, sambýliskona hans er Elsa Jóna Björnsdóttir, þau eiga tvö börn, Dagnýju og Björn. Systkini Harðar: Erla, f. 1936, hjúkrunarfræðingur, maki Bragi Ingason matreiðslumeistari, þau eiga fjögur börn; Hlynur Sævar, f. 1946, tónlistarkennari í Þýskalandi, maki Silke Bochert, þau eiga tvær dætur; Hallvarður Sævar, f. 1944, málarameistari, maki Ágústa Lúth- ersdóttir, þau eiga tvö böm; Hólm- geir Sævar, f. 1945, húsasmíðameist- ari, maki Ólína Björnsdóttir, þau eiga þrjá syni; Sigurður Helgi, f. 1950, d. 1961. Foreldrar Harðar vom Óskar Garibaldason, f. 1908, d. 1984, verka- lýðsforingi á Siglufirði, og Anney Olíjörð Jónsdóttir, f. 1912, d. 1975, húsfreyja. Hörður Sævar Óskarsson. Ætt Anney var dóttir Jóns Árna Hans- sonar sjómanns, Siglunesi, Jónsson- ar, Gíslasonar í Leyningi. Kona Hans var Arnbjörg Sumarliðadóttir, Þorsteinssonar. Móðir Anneyjar var Svava Guðvarðardóttir, Guð- mundssonar, b. í Garði, Ólafsfirði, Ásgrímssonar, b. á Búðarhóh. Óskar var sonur Garibalda Ein- arssonar, Ásgrímssonar, Jónssonar, b. á Illugastöðum, Hahssonar, b. á Mannskaðahóh og síðar Vatnsenda við Höfðavatn.Móðir Óskars var Margrét Petrína Pétursdóttir, b. á Rein, Hegranesi ogDaðastöðum, Guðmundssonar, b. á Ystu-Grund, Einarssonar. Til hamingju 85 ára 60 ára Halldór J. Magn- ússon bifreiðarstjóri, Dvalarheimili aldraðra, Borgar- nesi. Halldór verður að heiman. Unnur Sigursteinsdóttir, Laufvangi 2, Hafnarfirði. Huukur Ármannsson, Stillholti 14, Akranesi Haildóra O. Eggertsdóttir, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavik. 50 ára 80 ára Guðmundur Valtýr Guðmundsson vöruhiö'eiðarstjóri, Rauðagerði 44, Reykjavík. Hann verður aö heiman. Sigurgeir Guðfinnsson, Hríngbraut 57, Keflavík. Danilína Sæmundsdóttir, Hombrekku, Ólafsfirðí. 75 ára Ásta Kristinsdóttir, Bláhömrum 2, Reykjavik. Salóme Bárðardóttir, Bugöulæk 2, Reykjavík. Sigriður Friðriksdóttir, Ytri-Ingveldarstöðum, Skarðshreppi. Georg Jónsson, Hááleitisbraut 33, Reykjavík. Hrönn Hafliðadóttir, Stigahlíð 6, Reykjavik. Gnðmundur Ingóifsson, Kirkjuteigi 23, Reykjavik. Snorri Rögnvaldsson, Kríuhólum 2, Reykjavík. Sverrir Vilbergsson, Hóiavöílum 15, Grindavík. Magnhildur Ólafsdóttir, Grýtubakka 2, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á afinæl- isdaginn í Skaft- fellíngabúö, Laugavegíl78,kl. 15-18. 40 ára 70 ára Guðrún Sigurðardðttir, Jörundarholti 150, AkranesL Guðrún Guðlaugsdóttir, Álftamýri 28, Reykjarik. Ilún verður að heíman. Soffia Jónsdóttir, Grettisgötu 73, Reykjavík. Fanney E. I.ong, Brekkugerði 10, Reykjavík. Ingibjörg Sveinsdóttir, Álfaskeiði 82, Hafnarfirði Kristín Kluru Einarsdóttir, Kvisthaga 7, Reykjavík. Guðfinna Óskarsdóttir, Klygaseli 22, Reykjavik. Margrét Bára Sigmundsdóttir, Fýlshólum 5, Reykjavik. Ásdis H. Hafstað, Reynimel 53, Reykjavík. Stefán Haraldsson, Skildinganesi 34, Reykjavík. Guðmundur Helgi Helgason, Þverási 49, Reykjavík, G.vða Gunnarsdóttir, Suðurgötu 15, Hafnarfirði. Soffía Kristjánsdóttir, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Ásdís Sörladóttir Ásdís Sörladóttir baövörður, Lækj- arkinn 10, Hafnarfíröi, verður sex- tugámorgun. Starfsferill Ásdís, oftast köhuð Dídí, fæddist á Kjós í Árneshreppi. Hún ólst upp á Djúpuvík en fluttist 11 ára að Kirkjubóli í Valþjófsdal, Önundar- firði. Ásdís hóf búskap á Flateyri 1951 og var búsett þar ásamt eigin- manni sínum þar tíl þau fluttust th Suðureyrar í Súgandafirði 1958. Þaðan fluttust þau tii ísafjarðar 1965 ogþví næst til Hafnarfiarðar 1969. Ásdís hefur gegnt ýmsum störfum eftir að hún fluttl til Hafnarfiarðar. Hún starfar nú sem baðvörður í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Fjölskylda Ásdís giftist 24.12.1951 Ásgeiri Sölvasyni, f. 25.9.1930, skipstjóra. Foreldrar hans; Sölvi Ásgeirsson og Fanney Annarsdóttir. Þau eru bæði látin. BömÁsdísar: GuðbjörgÁsgeirs- dóttir, f. 7.4.1951, Grindavík, maki Erhng Einarsson og eiga þau þrjú börn; Hafdís Ásgeirsdóttir, f. 16.9. 1953, Hafnarfirði; Guðmundur Sölvi Ásgeirsson, f. 3.4.1957, Hafnarfirði, maki Áslaug Guðmundsdóttir og eiga þau eitt barn; Berglind Bjamey Ásgeirsdóttir, f. 14.9.1958, Hafnar- firði, á þrjú börn: Freyja Ásgeirs- dóttir, f. 27.5.1960, Hafnarfirði, gift Friðgeiri Garðarssyni og eiga þau tvö böm, Freyja átti eitt barn fyrir; Guðmundur Júní Ásgeirsson, f. 13.10.1961, Hafnarfirði, og á hann eitt barn; Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, f. 9.8.1964, Hafnarfirði, og á hún eittbarn. Systkini Ásdísar: Jóna Sörladóttir sjúkrahússtarfsmaöur, Patreks- firði, gift Páh Guðfinnssyni og eiga þau 13 börn; Guðríður Björg Sörla- dóttir, húsmóðir á Hehissandi, var gift Viðari Breiðfiörð og eiga þau fiögur börn, Guðríður átti eitt barn áður; Erna Sörladóttir, bóndakona, Saurbæ, gift Herði Guðmundssyni og eiga þau fimm börn; Ágúst Sörla- son húsasmiður, Bíldudal, fyrri kona hans var Dagbjört og eiga þau tvö börn, seinni kona var Jóna og eiga þau tvö böm, þau em skilin; Guðmundur Sörlason húsasmiður, Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Friðbertsdóttur og eiga þau fiögur böm; Ragnheiður Sigrún Sörladótt- ir, húsmóðir, Reykjavík, gift Einari Ólafssyni og eiga þau þijú böm; Asdís Sörladóttir. Kristín Sörladóttir Finge, starfs- stúlka á Pizza Hut, Reykjavík, gift Helmut Kurt Finge og eiga þau fiög- urbörn. Foreldrar Ásdísar: Sörh Ágústs- son, f. 6.5.1910, d. 24.11.1988, verka- maður, og Sigurbjörg Guðmunds- dóttir, f. 24.5.1911, d. 17.1.1975, ráðs- kona. Þau voru lengst af búsett á Kirkjubóh í Valþjófsdal. Þau voru bæði af Pálsætt á Ströndum. Ásdís tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn á heimili sínu frá kl. 17. t Einlægar þakkir fyrir samúð og hlýtt hugarþel við andlát og útför okkar hjartkæru Guðmundu Jónsdóttur Jón Steindórsson Guðný Ragnarsdóttir Guðmunda Jónsdóttir Bergur Garðarsson Guðný Svava Bergsdóttir Haraldur Jónsson Ásdis Ingólfsdóttir Steindór Haraldsson Laufey Haraldsdóttir Til hamingju með afmælið 5. júlí Þórður Sigurðsson, SkólavegiS, ísafirði. lendis. Hjördís Oddgeirsdóttir, Vatnsstíg ll, Reykjavík. Þorbjörg Ólafsdóttir, Móabarði 16b, Hafnarfirði. Guðrún Sigurgeirsdóttir, Súlunesi22, Garðabæ. 70 ára Sigurður Páisson, Njálsstööum, Vindhæhshreppi. 60 ára JakobJálíusson, Löngufit 12,Garðabæ. íngimar Ámundason, Melum, Svarfaöardalshreppí. GunnarSnorrason kaupmaður, Lundahólum 5, Reykjavík. Eiginkona hans er Jóna Guðríður Valdimarsdóttir. Þau eru stödd er- Rannveig Árnadóttir, Fannafold 35, Reykjavík. UnnurBjörg Ingólfsdóttir, Meðalholti 7, Reykjavik. Eiríkur Sigurðsson, Smáragrund 19, Sauðárkróki. Bjarni Hannesson, Árnesi, Ytri-Torfustaöahreppi. Garðar Halldórsson, Skildinganesi 42, Reykjavík. Oddur Gíslason, Hjaröarholti 7, Akranesi. Jóhanna Benediktsdóttir, Strandaseh9, Reykjavík. Sófus Guðjónsson, Lindarbraut I5a, Seltjamamesi. Lára Arnþrúður Einarsdóttir, Rauöalæk 22, Reykjavík. Guðný Hrönn Þórðardóttir, Álakvísl 64, Reykjavik. Þóra Elín Guðjónsdóttir, Ásbúð71,Garðabæ. örnHögnason, Suðurgötu 25, Keflavík. Einar Þorsteinn Axelsson, Brekku, Fijótsdalshreppi. Þórhaliur Benediktsson, Jaðri, VallahreppL Sæfinna A. Sigurgeirsdóttir, Strembugötu 23, Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.