Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Skák DV Ekki kann ég að nefna alla þá sjúk- dóma sem hijáðu Mikhail Tal um ævina en aldrei var hann heilsu- hraustur. Annað nýraö var fjar- lægt með langþráðum uppskurði 1969; of hár blóðþrýstingur þjakaði hann síðari ár, hjartsláttartruflan- ir og fótaveiki. Að lokum var það lifrin sem gaf sig. Tal var skráður með Lettum á ólympíuskákmótið sem nýlokið er í Manila. Rétt áður en mótið átti að hefjast var hann fluttur í skynd- ingu á sjúkrahús í Moskvu þar sem hann gekkst undir erfiðan upp- skurð. Líkumar voru ekki honum í hag og svo fór að meistarinn mikli varð að játa sig sigraðan. Mikahil Tal var aðeins 55 ára gamall er hann féll frá. Löng veik- indasaga og óreglusamt lífemi höfðu þó tekið sinn toll og hann leit út fyrir að vera mun eldri. Tal tiiheyrði þeirri kynslóð skák- manna sem þótti tilhlýðilegt að sitja við taflborðið með logandi síg- arettu. Þvi er heldur ekki að neita að honum þótti sopinn góður. Eins var farið með hann og hermenn Óðins forðum: Borinn í rúm aö kveldi og sprottinn upp að morgni, tiibúinn til bardaga. Tal hafði þann eiginleika að geta skilið að anda og efni. Höfuðið var alltaf skýrt og til- búið í slaginn, eins og þaö hefði ekkert með þennan veikburða lík- ama að gera. íslandsvinur Tal var þekktur fyrir leiftrandi Mikhail Tal lést í Moskvu sl. sunnudag eftir erfið veikindi. Hann fæddist í Riga 9. nóvember 1936 og var því á 56. aldursári er hann lést. Með honum er fallinn frá ástsælasti skákmeistari okkar daga. DV-mynd EJ Mikhail Tal fallinn frá: „Við munum sakna töfranna" og skemmtilega taflmennsku eins og viðumefnin „fléttukóngurinn" og „töframaðurinn frá Riga“ bera með sér. Hann var eldsnöggur að reikna út langar og flóknar leikja- raðir og hugmyndaauðgin átti sér engin takmörk ef leikfléttur vom annars vegar. Á þennan hátt end- urspeglaðist persónuleiki hans í taflmennskunni. Tal var feikivin- sæll og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom - hafði leiftrandi kímnigáfu og var sérlega hnyttinn í tilsvörum. Öllum þótti vænt um Tal og með honum er fallinn frá ástsælasti skákmeistari okkar daga. Tal tefldi fimm sinnum hér á landi og líklega hefur enginn er- lendur stórmeistari átt jafn mikl- um vinsældum að fagna. Hann var íslandsvinur og talaði ævinlega vel um land og þjóð. Fyrst tefldi hann hér á heimsmeistaramóti stúdenta 1957, þá tæplega tvitugur og upp^ rennandi stjama. Næst tefldi hann á Reykjavíkurskákmótinu 1964 er hann sigraði glæsilega. Þeir sem þá fylgdust með honum að tafli em enn að tala um hann; hvemig hann fór fram milli leikja og tefldi hrað- skákir og geislaði af lífi og fjöri. Tuttugu og tvö ár liðu þar til hann heimsótti okkur aftur, nú til að tefla á opna Reykjavíkurskákmót- inu 1986. Tal deildi þar 2. sæti en Predrag Nikolic sigraði. Á IBM- mótinu 1987 varð hann einnig í 2. sæti á eftir Short og síðast er hann tefldi hér - á heimsbikarmóti Stöðvar 2 1988 varð Tal í 3. sæti - á eftir Kasparov og Beljavskí. Þá var orðið Ijóst að hverju stefndi. Tal þurfti að leggjast inn á spítala meðan á mótinu stóð en lét það ekki aftra sér frá því aö Ijúka skák- um sinum. Tvöfaldur heimsmeistari Tal var yngsti heimsmeistari skáksögunnar, allt þar til Kasparov kom fram á sjónarsviðiö. Tal vann sér rétt til að skora á heimsmeistar- ann Botvinnik er hann sigraði á áskorendamótinu í Júgóslavíu 1959 - þar sem Friðrik Olafsson var meðal keppenda. Heimsmeistara- einvíginu 1960 lauk með 12,5 v. Tals gegn 8,5 v. Botvinniks. Tal var þá 23 ára gamall en hann hélt titlin- um aðeins í eitt ár og fimm daga. Botvinnik hafði komið því svo fyrir að hann hafði rétt á að tefla aftur um titilinn og svo fór að hann hafði betur. Tal sigraði á fjölda skákmóta um allan heim og er of langt mál upp að telja - slík er afrekaskrá hans. Eftir frábæran árangur á tveimur sterkum mótum 1979 - í Montreal og á millisvæðamótinu í Riga, varð Elo-stigatala hans 2705 stig. Þá settu veikindi enn strik í reikning- inn og ári síðar hafði honum tekist að hrapa niður í 2.555 stig! Þá er rétt að nefna sigur Tals á fyrsta opinbera heimsmeistara- mótinu í hraðskák, sem haldið var í Saint John í Kanada 1988. Tal hafði alla tíð gaman af því að tefla hraðskák og flestum var hann fremri á því sviði. Þó kom sigur hans í Saint John á óvart, enda mun hann þá ekki hafa verið sér- lega vel fyrir kallaður. Margar glæsilegar skákir Margoft var Tal spurður að því hver væri besta skák hans um dag- ana og gjaman svaraði hann: „Eg á enn eftir að tefla hana!“ Þannig vildi Tal ekki gera upp á milli „barnanna sinna“ en fáir hafa teflt jafnmargar glæsilegar skákir og hann. í Reykjavík átti hann margar perlur, eins og skákina við Jóhann Hjartarson á IBM-mótinu 1987, sem var snilldarlega tefld, eða skákina við Speelman á heimsbikarmótinu Umsjón: Jón L. Árnason ári síðar, sem hlaut fegurðarverð- laun á mótinu. „Við munum sakna töfranna" sagði Nigel Short í skák- dálki sínum í The Daily Telegraph fyrir skemmstu þar sem hann birti skák Tals við Jóhann og sýnt þótti að hverju stefndi. Ég verð að viðurkenna aö ég á í vandræðum með að velja einhverja eina skáka Tals til birtingar. Er ég fletti safni hans staðnæmist ég þó hvað eftir annað við skák hans við Letelier frá minningarmóti Capa- blanca á Kúbu 1963. Þetta er áreið- anlega ekki með bestu skákum meistarans en hún er á margan hátt dæmigerð. Andstæðingurinn gerir sig sekan um mistök í byijun tafls, Tal er fljótari að koma mönn- um sínum á framfæri og tvínónar ekki við að fóma til að halda mót- herjanum við efnið. Hvítt: Mikhail Tal Svart: Letelier Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. c3 Bd7 6. d4 Rge7 7. Bb3 h6 8. Rh4!? g5? Svartur bregst ekki rétt við óvenjulegum 8. leik hvíts. Bera er 8. - Ra5 9. Bc2 g5 eða 8. - exd4 9. cxd4 Rxd4!? 10. Dxd4 Rc6 11. Dd5 Dxh4 12. Dxf7+ Kd8 með flókinni stöðu. 9. Dh5 Hh7 10. Bxg5 exd4 Svartur hefur komist hjá því að tapa liði og hótar nú 11. - Re5 ásamt - Bg4. Tal setur fyrir lekann og býst um leið til sóknar. 11. f4! Dc8 12. f5 dxc3 13. Rxc3 Re5 Valdar f7 og hótar því 14. - hxg5 15. Dxh7 gxh4 o.s.frv. 14. BfB Rg8 15. Bxe5 dxe5 16. Rg6! Á því er enginn vafi aö hvítur á yfirburðastöðu en hann getur teflt áfram á marga vegu. Tal velur beittustu leiðina. Taflmennska hans frá og með þessum leik er bráðskemmtileg. 16. - Bd6 17. Bxf7+! Kxf7 Augljóst er að 17. - Hxf718. Rh8! gengur ekki. 18. Rd5! „Gamla reglan - hótunin er sterk- ari en leikurinn. Riddarinn á g6 er svo sterkur að meira að segja tví- skák (án sýnilegs ávinnings) nægir ekki til að fá hann til að hreyfa sig.“ - Tal. 18. - Kg7 19. 0-0 Rf6 20. RxfB KxfB 21. Rxe5! Enn fómar Tal en svartur má ekki þiggja riddarann. Ef 21. - Bxe5 22. Dg6+ eða 21. - Kxe5 22. f6+ og vinnur. 21. - De8 22. Rxd7+ Hxd7 Ef 22. - Dxd7 er 23. e5+! einfald- ast. 23. e5+! „Ekki spillir að opna e-línuna, því að ekki má gleyma því að hvítur á einnig drottningarhrók." 23. - Bxe5 24. Dxh6+ Kf7 25. Hael Hd5 26. Dh7+ Kf6 Ef 26. - KÍ8 27. Í6 Bd4+ 28. Khl Df7 29. Dh8+ Dg8 30. Dh6+ og mátar. 27. He4! Hótar 28. Hg4 með mátsókn. Svartur getur hvorki varist með 28. - Hd4 29. Dh4+ né 28. - Df7 29. Dh4+ Kg7 30. f6+! Kf8 30. Dh6+ Ke8 31. Dh8+ og vinnur. En gefum Tal orðið: „Ég átti von á 27. - Bxh2+ sem felur 1 sér forvitnilega gildm - 28. Kxh2? Dxe4 29. Dg6 + Ke5 30. De6 + Kd4 31. Hdl+ Ke3! 32. Hel+ Kf2! og skyndilega er það svartur sem hótar máti. Hugmyndin með síð- ustu leikjum hvíts var hins vegar að leika 28. Khl! en þá gengur ofan- greint aíbrigði ekki fyrir svartan - hann tapar einfaldlega drottning- unni. Leikurinn sem Letelier velur tapar strax." 27. - Bd4+ 28. Khl! Og Letelier gafst upp. Ef 28. - Dxe4 29. Dg6+ Ke5 30. De6 mát. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.