Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 44
56
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992.
Fréttir
Alþjóðleg rannsókn á læsi:
íslensk börn í hópi
bestu lestrarhesta
- lesa fræðsluefni best allra þjóða
Samkvæmt niðurstöðum nýlegr-
ar alþjóðlegrar rannsóknar á læsi
barna og unglinga eru íslenskir
nemendur í hópi 10 bestu í að lesa
sögur og fræðsluefni og skilja töíl-
ur, kort og línurit. Rannsóknin var
gerð í ríflega 30 löndum frá miðju
ári 1989 til jafnlengdar á árinu 1992
í hópi 9 ára nemenda annars ’vegar
og 14 ára hins vegar. í ljós kom að
14 ára íslenskir nemendur sýndu
bestan árangur í lestri á fræðslu-
efni en stóðu sig heldur verr í að
skilja töflur, kort og línurit. Níu ára
íslensk börn stóðu sig að jafnaði
verr í rannsókninni og urðu næst-
neðst í hópi Norðurlandaþjóðanna.
Rannsóknin fór fram á vegum
alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar
á sviði menntamála og yflrumsjón
með henni á íslandi hafði dr. Sig-
ríður Þ. Valgeirsdóttir. Samstarfs-
menn hennar voru Guömundur B.
Kristmundsson, lektor við Kenn-
araháskóla fslands, og Þóra Krist-
insdóttir, dósent við sama skóla.
Alls voru 8.500 börn prófuð á ís-
landi, skipt jafnt á milli 9 og 14 ára
nemenda.
Niðurstöður rannsóknarinnar
voru kynntar samtímis í aðildar-
löndum hennar. í rannsókninni er
læsi skilgreint sem hæfileikinn til
að skilja og nota það form ritaðs
máls sem þjóðfélagið krefst og hef-
ur gildi fyrir einstaklinginn.
Eftir er að vinna nánar úr niður-
stöðum er varða ísland og verður
sú vinna kynnt síðar í sumar. Guð-
mundur sagði að margt í rannsókn-
inni hefði komið á óvart, einkum
þessi góði skilningur á fræðsluefni
þar sem lítið hefði verið um útgáfu
íslensks fræðsluefnis.
Hlutfallslega komu flnnskir nem-
endur best út úr rannsókninni og
þar á eftir komu sænskir, banda-
rískir, franskir og nýsjálenskir
nemendur.
Athygli vekur að frændur vorir,
Danir, sitja aftarlega á merinni
hvað 9 ára börnin varðar. Þar sitja
dönsk börn á bekk með þjóðum
eins og Venezúela, Trinidad og Tó-
bagó og fndónesíu.
-bjb
Þarna er búið að stilla írtinum varasömu vatnsbyssum út í búöarglugga.
DV-mynd Jak
Vatnsbyssuæðið:
Viðvörun f rá Slysavarnafélaginu
Stjórnendur verkefnis Slysavama-
félags íslands, Vöm fyrir böm, hafa
sent frá sér aðvörun vegna vatns-
byssufaraidurs sem borist hefur til
landsins. Varaö er við byssunum og
minnt á slys sem hlotist hafa af þeim
erlendis. Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar hjá forvarnadeild lög-
reglunnar hafa byssumar ekki vald-
ið neinum vandræðum hér á landi
svo vitað sé.
Slysavamafélagið varar við aö
skjóta í andlit með byssunum þar
sem þær eru mjög kraftmiklar, bun-
an getur náð 18 metrum. Einnig er
varasamt að setja aðra vökva en vatn
í byssumar. Plastdunkur, sem er á
byssunum, hefur skrúfgang eins og
margar glerflöskur. Vitað er um al-
varlegt slys sem varð þegar drengur
skipti og notaði glerflösku sem
sprakk við þrýstinginn.
„Þetta er tímabundið æði, ef svo
má segja. Engu að síður vörum við
aðstandendur barna við að kaupa
eftirlíkingar vopna. Vatnsbyssurnar
falla að sjálfsögðu undir það,“ sagði
Ómar Smári ennfremur. -bjb
Slippstööln á Akureyri:
Frystibúnaður afgreiddur
i tvo ny skip i Noregi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Slippstöðin á Akureyri hefur þegar
afgreitt frystibúnað í nýjan togara
sem er í smíðum í Noregi fyrir Ögur-
vík og á að afhenda í haust. Þá er
Slippstöðin að hefja smiði á sams
konar búnaði í annan togara sem
verið er að smíða fyrir Samherja í
Noregi.
Sigurður G. Ringsted, forstjóri
Slippstöðvarinnar, sagði í samtali við
DV að ekki hefði verið eins mikið um
tökur skipa í slipp það sem af væri
sumri og reiknað hefði verið meö.
„Menn eru að einbeita sér að því
þessa dagana að ná kvótanum og
fresta því að koma með skipin í slipp.
Það virðist sem annatíminn varðandi
slipptökur skipa sé að færast frá
miðju sumri og fram á haustiö. Við
sáum þessa þróun fyrst í fyrra og það
ber ennþá meira á þessu núna. Þetta
er í sjálfu sér ekki svo slæmt því
mannskapurinn vill auðvitað helst
geta tekið sumarfrí á þessum árs-
tíma,“ sagði Sigurður.
Rússneskt verksmiöjuskip í Reykjavík:
Fiskafurðir M.
keyptu farminn
- verður unninn innanlands og erlendis
„Við keyptum í hafi allan farminn
og miölum honum til annarra," sagði
Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóri
hjá Fiskafurðum hf.
Fyrirtækið kaupir af Rússunum
síld, karfa, þorsk og fiskimjöl. Að
sögn Jóns fer síldin til beitu innan-
lands, karfinn fer á England en
þorskinum er að mestu óráðstafað.
„Þorskurinn kemur úr Barentshafi
og þetta er það fyrsta sem kemur til
vinnslu þaðan. Við tókum hluta hans
til tilraunavinnslu hér innanlands
og það lítur sæmilega út. Þessi þorsk-
ur er mun líkari þeim íslenska en
Alaskaþorskurinn sem hingað kom
til vinnslu."
Samvæmt heimildum DV hafa
Norðmenn keypt mikið af þorski af
Rússum. Tollamúrar EB heimila
ekki að fiskur, sem keyptur er að,
njóti sömu tollfríðinda og sá fiskur
sem veiddur er á heimamiðum.
Brögð munu vera að því að einhverj-
ir norskir fiskverkendur fikti við
nýtingarstuðla á þorski til þess að
koma Rússaþorskinum yfir toll-
múrana. Sömu heimildir segja aö
einhverjir íslendingar hafi leikiö
svipaðan leik varðandi bæði rækju
og þorsk til að komast fram hjá „bók-
un 6“. -rt
r-'L'T , :r i; J í
v-' jigtfr
Skipað upp úr rússneska verksmiðjuskipinu Bizon í Reykjavikurhöfn. ís-
lenska fyrirtækið Fiskafurðir hf. keypti allan farminn. DV-mynd S