Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 26
„Menn hljóta aö hafa gefið sér þær forsendur að taka besta tilboðinu og þau komu öll frá okkur. Það er ekk- ert launungarmál að ég bjóst viö miklu harðari slag um framleiðslu- deild ÁTVR, sérstaklega frá stórum fyrirtækjum eins og Ölgerðinni, Sanitas og Vífilfelli. Maður hefði haldið að framleiðsludeildin væri hentug eining fyrir fyrirtækin til að vega upp á móti kostnaði, til dæmis við innréttingar á veitingastöðum. Það kom mér því mjög á óvart að sjá ekki tilboð frá þessum fyrirtækjum,“ segir Halldór Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda fyrir- tækisins Rek-íss og nýr eigandi fram- leiðsluréttar, framleiðslutækja, vöruheita og uppskrifta ÁTVR. Athygli almennings beindist mjög að Halldóri Kristjánssyni og fjöl- skyldu hans eftir að tilboð í fram- leiðsludeild ÁTVR - framleiðslutæki, framleíðslurétt, lager, vöruheiti og uppskriftir - voru opnuð hjá Inn- kaupastofnun ríkisins í vor. Af 10 tilboðum, sem bárust, áttu Halldór og fjölskylda helminginn - öll hæstu tilboðin. Kona Halldórs, Kristín Stef- ánsdóttir, átti hæsta tilboðið, Halldór sjálfur það næsthæsta og fyrirtæki þeirra hjóna, Rek-ís, þriðja hæsta. Þar á eftir komu tvö tilboð: frá fóður Halldórs, Kristjáni Halldórssyni, og fyrirtæki hans, Elding Trading. Á mánudag var samningur um kaup á framleiðsludeild ÁTVR und- irritaður. Umsamið kaupverð var rúmar 15 milljónir auk virðisauka- skatts. Þar með var framleiðsla á hinum gamalkunnu áfengistegund- um, íslensku brennivíni, Kláravíni, Tindavodka, Dillon-gini, Gömlu brennivíni, Óðalsbrennivíni og Hvannarótabrennivíni komin í hendur einkaaðila. Halldór og faðir hans hafa stofnað fyrirtæki um áfengisframleiðsluna. Verða vélar og tæki til framleiðsl- unnnar flutt í leiguhúsnæði á næst- unni og gerir Halldór sér vonir um að byrja framleiðslu upp úr miðjum ágúst. DV heimsótti Halldór og konu hans, Kristínu Stefánsdóttur, þar sem þau búa í gömlu uppgeröu ein- býhshúsi við Ásvallagötuna. Reyndur í áfengisbransanum - Þið sóttuð stíft eftir að komast yfir framleiösludeild ÁTVR og hafið því væntanlega séð töluverða gróðavon í henni. „Maður er náttúrlega ekki að leggja á sig fleiri mánaða vinnu til þess eins að tapa. Við gáfum okkur ákveðnar forsendur að vinna eftir og við þær miðuöust okkar tilboð. Við stefnum að niðurskurði, minni umsetningu, færri starfsmönnum, aukningu á vélatíma og umbúða- og vöruþróun." - Þið eruð ekki ný í áfengisbransan- um? „Nei, það má segja það. Fjölskyldan fastur í sessi og auðþekkjanlegur aö honum verður ekki breytt. Upphaf- lega brennivínsflaskan með gamla svarta miðanum mun alltaf verða til.“ Halldór segir marga hafa gefið sér aö vélasamstæða ÁTVR væri mjög slitin og gömul, að engar breytingar hefðu átt sér stað í 57 ár. „En tilfellið er að vélasamstæðan er ekki mikið eldri en frá 1988. Þróun ÁTVR á véla- samstæðu fyrir þessa stærð af fram- leiðslu er mjög góð. Áfyllingarvélin er elst og stendur þó fyllilega fyrir sínu.“ í kókfjölskyldunni Halldór er ahnn upp í viðskiptum enda mikið viðskiptafólk í báðum ættum. Viöskipti, ekki síst þau sem tengjast blöndunar- og áfyhingariðn- aðinum, eru honum nánast í blóð borin. Hahdór thheyrir Coca Cola-íjöl- skyldunni og er alltaf kallaður Dóri í kók af vinum og félögum. Hafa menn verið að gantast með að brennivín væri komið út í kókið hjá Dóra. Móðir Halldórs, Iðunn, er dóttir Björns Ólafssonar, stofnanda Vífil- fells (Coca Cola á íslandi), fyrrum alþingismanns og ráðherra í fyrstu ríkisstjórn lýðveldisins. Faðir Hah- dórs, Kristján Halldórsson, hefur verið framkvæmdastjóri hjá VífUfelh síðasthðin 28 ár. Afi Halldórs, Halldór Kjartansson, stofnaði á sínum tíma innflutnings- fyrirtækið Elding Trading ásamt hróður sínum, Hannesi Kjartans- syni, sendiherra og fastafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum. Elding Trad- ing er nú í eigu fóður Halldórs og fóðursystur hans. Annar afabróðir Hahdórs, Ingvar, lét einnig aö sér kveða í viðskiptum, átti fyrirtækið Vald. Poulsen. Halldór Kristjánsson (Dóri í kók) ásamt konu sinni, Kristínu Stefánsdóttur, snyrtifræðingi og förðunarmeistara. Saman eiga þau og reka fyrirtækið Rek-ís. Halldór og fjölskylda hans áttu helminginn af tilboðum sem fram komu i framleiðsludeild ÁTVR, öll hæstu tilboðin. Halldór keypti framleiðsiudeildina fyrir um 15,5 milljónir. DV-myndir JAK hefur verið viðloðandi útflutning á vodkanum Eldur-ís frá 1986. Við vor- um mUUgöngumenn fyrirtækisins Glenmore Distiheries hér á landi og komum á samningi milh þess fyrir- tækis og ÁTVR. Maður hefur því fylgst með framleiðslunni og þróun- inni hvað varðar Eld-ís hér og eins útflutningi á honum. Þessi vodki varð fljótlega mjög vinsæh og fram til síðustu áramóta var hann annar mest seldi vodkinn hér. En þá féh samningurinn við Glenmore úr gUdi. Glenmore var keypt af bandarísku fyrirtæki sem er með vodka á sínum snærum sem einnig er miðaður við efri enda markaðarins. Við keyptum því uppskriftina að Eldi-ís vodkanmn af Glenmore. Framleiðsla á honum verður því hafm hér aftur með hin- um tegundunum." Gamla brennivíns- flaskan breytist ekki - Hvaða breytingar mun viðskipta- vinur í Ríkinu sjá eftir að nýir eig- endur hafa tekið við framleiðslu áfengisins? „Það verða engar breytingar í byrj- un. Engin uppskrift mun breytast. Helsta úthtsbreytingin mun felast í nýrri áletrun í stað áletrunarinnar „Framleitt af ÁTVR“. Við höfum bara ekki ákveðið nafn á nýja fyrir- tækið ennþá.“ - En hvaða breytinga má vænta þeg- ar htið er tíl lengri tíma? „Við sjáum fyrir okkur umbúða- breytingar og vöruþróun sem felast mun í nýjum tegundum og uppskrift- um, kannski nýju bragöi á tegundun- um. Þó er gamli, svarti miðinn á brennivínsflöskunum orðinn svo Markaðsfræðingur og KR-ingur „Ég byrjaði að sendast hjá Vífílfelli 7-8 ára gamah og vann síðan við all- ar deUdir fyrirtækisins: var í lager- vinnu, útkeyrslu, færibandavinnu og fleira. Ég tel mig því þekkja þetta ferli, frá blöndun tU neytandans, nokkuö vel.“ HaUdór er fæddur og uppalinn í vesturbænum. Veröld hans í æsku .takmarkaðist af nánasta umhverfi KR-svæðisins og Haga, heimih Coca- Cola. Eins og aðrir „sannir" vest- urbæingar er Halldór eldheitur KR- ingur og spUaði áður fótbolta og körfubolta með KR. Þetta margfræga KR-stolt leynir sér ekki og sýnir sig vel í þeim orðum HaUdórs að Ingólf- ur Amarson hafi veriö fyrsti land- námsmaðurinn, fyrsti Reykvíking- urinn, fyrsti vesturbæingurinn og, auðvitað, fyrsti KR-ingurinn. HaUdór er menntaður í viöskiptum LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Bjóst við harðari slag um brennivínið - segir Halldór Kristjánsson (Dóri í kók), eigandi fyrrum framleiðsludeildarÁTVR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.