Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. Sviðsljós Leikarinn Michael Caine gefur út ævisöguna: Uppalinn í mikilli fátækt og vesæld Leikarinn og óskarsverðlaunahaf- inn Michael Caine hefur leikið í sjötíu kvikmyndum. Caine hefur unnið sig upp úr mikilli fátækt í að verða einn ríkasti maður á Eng- landi. Fyrir tveimur árum var Michael Caine orðinn fullsaddur af kvik- myndaleik og tók þá ákvörðun að fara í frí. „Þetta var stöðug vinna,“ segir þessi 59 ára enski leikari sem bæði hefur leikið i kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég var á stöðugum ferðalögum um heiminn og kom varla heim til mín,“ segir hann. „Loksins tók konan þá ákvörðun að nú væri nóg komið. Reyndar var þaö svo að þegar ég tók mér fríið hélt hún að ég væri orðinn veikur." Um þessar mundir er Michael Caine að leika í kvikmynd sem nefnist Blue Ice. Þá hefur hann nýlokið við að skrifa endurminn- ingar sínar en æska hans var mjög dramatísk. „Ég heiti í rauninni Maurice Micklewhite og ólst upp í fátækra- hverfi. Pabbi var vaktmaður á fisk- markaðnum og mamma sá um ræstingar. Ég, bróðir minn og for- eldrar sváfum öll í sama herberg- inu. Það var ekkert lúxusheimili," segir Michael Caine. Æskuheimihö varö fyrir sprengju í stríðinu. Viö bræðurnir vorum sendir á fóstur- heimili og fósturmóðir min lokaði mig inni í skáp þegar hún þurfti að fara út. Ég var alltaf svangur, enda var aðeins ein máltíð á dag, fiskur úr dós. Þessi tími var sá versti í lífi mínu,“ segir leikarinn. Húsbændur og hjú „Seinna sameinaðist fiölskyldan á nýjan leik. Móðir mín fékk starf sem matráðskona á herragarði rétt fyrir utan London. Hún lét sækja okkur bræðuma. Lífið líktist sjón- varpsþáttunum Húsbændur og hjú. Við bjuggum við hlið eldhússins þar sem mamma eldaði og fengum að borða afgangana frá fína fólk- inu. Stundum stalst ég upp og reykti vindla sem hertoginn átti. Þá dreymdi mig um aö búa eins og þetta fólk. Sá draumur hefur nú ræst,“ segir Michael Caine. Hann var aðeins sjö ára þegar hann fór í kvikmyndahús í fyrsta skipti og ákvað að verða kvik- myndaleikari. „Ég fór í bíó sex daga í viku til að komast burt frá veru- leikanum. Ég hataði skólann og hætti í honum fimmtán ára. Næstu ár á eftir vann ég ýmis skítverk, sem uppvaskari og steypublandari. Loks fékk ég vinnu í leikhúsi en frægðin var langt í burtu. Ég var alltaf blankur og oft at- vinnulaus. Þegar ég var 24ra ára kvæntist ég leikkonu. Eftir tveggja ára hjónaband vomm við skihn. Blankheitin vom okkur erfið og dóttir mín var send til tengdafor- eldranna. Ég hafði ekki einu sinni efni á að fara í lest til að heim- sækja hana. í þau fáu skipti sem viö sáumst kallaði hún mig Micha- el. Hún var alls ekki viss um að ég væri faðir hennar fyrr en hún var tíu ára gömul," segir hann en þau feðginin hafa mjög gott samband í dag. „Ég hafði ekki efni á að borga meðlagið né aðra reikninga. Verst - en er einn ríkasti maður Englands í dag Leikarinn Michael Caine og eiginkonan Shakira sem er indversk. í dag hefur Michael Caine gott samband við dóttur sína af fyrsta hjóna- bandi, Dominique. Hún er hér milli Shakiru og hálfsysturinnar Natashu. Ein af þýóingarmestu konum í lifi Michaels Caine var móðir hans. En það var honum mikið áfall að komast að þvi að móðirin hafði faliö son sem hún átti utan hjóna- bands alla tíð. var þegar faðir minn fékk krabba- mein. Enginn okkar hafði efni á að borga læknishjálp sem hann þurfti á að halda. Ég horfði á föður minn deyja vegna þess að ég hafði ekki efni á að hjálpa honum,“ segir Mic- hael Caine. „Slíku gleymir maður ekki.“ Öryggið felst í peningum Michael hefur oft verið gagn- rýndur fyrir að taka mikla peninga fyrir hlutverk sín í kvikmyndum. „Þeir sem aldrei hafa veriö fátækir skilja ekki nauðsyn þess að hafa fiárhagslegt öryggj,“ útskýrir hann. „Ég hef lifað skrítnu lífi og það gerir bókina .mína. meira spennandi," segir hann. Michael Caine var uppgötvaður þegar hann var 31 árs og lék í kvik- myndinni Zulu. Fyrir hlutverkið í næstu mynd hans, Alfie, var hann tilnefndur til óskarsverðlauna. Svo var einnig með kvikmyndina Sleuth en hann tók á móti verð- launum fyrir myndina Hannah og Her Sister. Hann segist hafa skrifað bókina sína á léttan hátt. „Maður verður að sjá spaugilegu hliðarnar líka,“ útskýrir hann. „Ég hef margt að skrifa um en hef lítinn áhuga á að tala illa um samstarfsfólk. Þegar maður skrifar um uppvaxtarárin þá endurlifir maöur þau,“ segir hann. Ástarævintýrin eru ekki með Michale Caine skrifar þó ekki um ástarævintýri sín sem voru þó nokkur á sjöunda áratugnum. „Engum kemur við hvað ég hef verið með mörgum konum,“ segir hann. „Ég er hamingjusamlega kvæntur í dag og vonast til að það verði áfram. Það vita allir að ég var glaumgosi hér áður fyrr en nú hef ég verið kvæntur Shakiru í 21 ár. Þó hinar konurnar í lífi mínu hafi þýtt eitthvað fyrir mig um stundar- sakir er ekki svo að ég vildi skipta á þeim og Shakiru. Þess vegna skrifa ég aðeins um þær konur sem hafa haft mest að segja í hfi mínu, móður mína, tvær dætur og eigin- konu. í bókinni segir Michael Caine frá hálfbróður sínum sem móðir hans leyndi fyrir þeim bræðrum og það mikla áfall að komast að hinu sanna. „Mamma átti son áður en hún gifti sig. Á þeim tíma þótt mik- ið hneyksh að eignast barn utan hjónabands. í meira en sextíu ár heimsótti hún soninn einu sinni í viku án þess að við bræðurnir viss- um um það,“ segir leikarinn en móðir hans lést árið 1989. Það var slúðurblað sem birti sannleikann um hálíbróður Michaels Caine og leyndarmál móður hans. Michael lét eiginkonu sína, Shak- iru, lesa yfir bókina. „Hún reif úr þrár blaðsíður og sagði aö þær færu ekki í prent. Eg hafði ekkert á móti að þessar þrjár blaðsíður færu út enda er bókin 450 síður." Ástin birtist í kaffiauglýsingu Michael Caine sá konu sína fyrst í kaffiauglýsingu í sjónvarpi. Það varð ást við fyrstu sýn. „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir leikarinn sem fann út hvar auglýs- ingadömuna væri að finna, hringdi í hana og bauð henni út að borða. „Hún hehlaði mig upp úr skónum. Ekki bara meö feguröinni heldur einnig tryggðinni og sjarmanum," segir hann. „Margir halda að ég hafi náð mér í indverska konu til aö fá góða þjónustu heima. Svo er ekki enda er Shakira ákveöin og lætur ekki skipa sér fyrir verkum. Shakira var eitt sinn Miss Guy- ana en hýr í dag ásamt eiginmanni sínum og dóttur, Nathöshu, í íbúð í London. Þau eiga einnig herra- garð upp á 250 milljónir í Oxford- shire þar sem eru fimm svefnher- bergi, sundlaug, stórar stofur og fleira. „Þegar ég er heima laga ég til í garðinum og bý tíl góðan mat,“ segir Michael Caine sem er heima hjá sér þessa stundina eftir tíu ára dvöl í Hohywood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.