Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 2
2 Fréttir_______________________________________________ Flugleiðir 1 verðsíríð vegna innkaupaferðanna?: Haustf argjöld lækkud um 14 til 20 prósent - sama verð og ferðaskrifstofumar buðu 1 fyrra, segir framkvæmdastjóri SL Flugleiðir hyggjast taka upp haust- fargjöld frá og með 1. september sem í flestum tilfellum eru umtalsvert lægri en þau sem fyrirtækið bauð upp á í fyrra. Fargjöld þessi taka gildi mánuði fyrr en tíðkast hefur undan- farin ár. Svo dæmi sé tekið verður hægt að komast tii Glasgow fyrir 21 þúsund krónur á einstaklingsfargjaldi sam- anborið við tæp 24 þúsund í fyrra. Þetta er um 14% lækkun. Svipaða sögu er að segja um London, hægt verður að komast þangaö fyrir 25.900 Þorlákshöfn: Segist hafa selt humar fyrir annan - haldlagtá300kíló Karlmaður um þrítugt er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa stolið rúmum 700 kílóum af humri frá Humarvinnslunni hf. í Þorlákshöfti fyrir verslunar- mannahelgi. Lagt hefur verið hald á rúmlega 300 kíló af þeim humri sem stoliö var í Þorláks- höfn. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á fóstudag en hefur þverneitað öllum sakar- giftum og segist hafa veríð að selja humar fyrir annan mann. Auk humarþjófnaðarins í Þor- lákshöfn og annars þjófnaðar á Stokkseyri fyrr í sumar, var 100 kilóum af humri stolið í Grínda- vík um verslunarmannahelgina. Þaö málerenn óupplýst. Á einum mánuði er því búið að stela hátt i 2 tonnum af humri á þrem stöð- um; Stokkseyri, Þorlákshöfn og Grindavik. Humarstuldurinn á Stokkseyrí er óupplýstur enn. Eftir að lögreglan í Reykjavík var búin að leggja hald á rúmlega 300 kíló af humri á þrem stööum í borginni síðastliðinn fóstudag var einn maður handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku. Verið var að selja humar frá Humarvinnsl- unni í Þorlákshöfn á þessum þremur stöðum. Við yfirheyrslur hefur hinn grunaðí þvemeitað að hafa stoliö humrinum. Hann segist hafa ver- ið,að selja humar fyrir mann sem hann segist ekki vita nein deili á. Maðurinn sem er í haldi hefur oft áður komið við sögu iögregl- unnar, bæði vegna þjófnaðar- mála og innbrota. Aðfaranótt sunnudags var brot- ist inn í Fiskanes hf. i Grindavik og þaöan stoliö rúmlega 100 kíló- um af humri. Þar var rifinn upp gluggi og lás sprengdur upp að frystigeymslu þar sem humarinn var. Sömu nótt var brotist inn á tveimur stöðum í Grindavík skammt frá FiskanesL Frá raf- tækjaversluninni Rafborg var stoliö raítækjum að verömæti hundruð þúsunda króna. Þar var einnig farið inn um glugga. Þá var farið inn í veitingahúsiö Haf- urbjörninn og drukkið þar áfengi en engu stolið. Lögreglan í Grindavík fer með rannsókn mál- anna og óskar eftir upplýsingum um mannaferðir umrædda nótt. en verðið í fyrra var 29.200. Ódýrasta fargjald til New York verður 32.990 en svipað fargjald var 39.750 í fyrra. Með haustfargjöldunum er boðið upp á helgarpakka fyrir tvo til Lon- don í herbergi í þrjár nætúr fyrir rúmar 32 þúsund krónur. Sams kon- ar pakki til Glasgow kostar 26.100 krónur. Flugvallarskattur er ekki innifalinn í þessu verði. Aöspurður hvort með þessu væru Flugleiðamenn að reyna að ná for- skoti í samkeppninni við leiguflug til evrópskra stórborga, sem mikið hef- Ef miðað er viö tölvuspár banda- rísku veðurstofunnar verða litlar breytingar á veðurfari við ísland á næstunni. Langtímaspá, sem nær til 15. ágúst, gerir ráð fyrir að á landinu verði örlítið hlýrra en í meðalári en úrkoma í meðallagi. Nágrannar okkar i Skandinavíu verða áfram aðnjótandi hæðárinnar ur verið um síðustu ár, sagði Sigurð- ur Skagfjörð Sigurðsson, sölustjóri Flugleiða á íslandi, að svo væri alls ekki. „Aðalástæðan fyrir því að við erum svona snemma á feröinni meö þessi fargjöld er að við höfum orðið vör við gífurlega eftirspurn eftir stuttum ferðum og helgarferðum. Fólk hyggst greinilega fara fyrr í haustferðirnar en áður. Þess vegna ákváðum við að koma til móts við eftirspurnina," sagöi Sigurður. „Mér sýnist þetta vera sama verð og ferðaskrifstofurnar voru að bjóða sem hefur hangið yfir þeim í allt sumar. Þar er ú.tlit fyrir að besta sumarið, sólarlega séð, verði í langan tíma. Úrkoman í Evrópu hefur nær öll verið sunnan við hæðina og eru til að mynda ítalir orðnir mjög þreyttir á rigningu. Þótt sumarið í fyrra verði örugg- lega talið mun betra sumar hér á í fyrra. Ferðaskrifstofurnar voru meö ákveðið sætamagn sem þær höfðu keypt í magnkaupum og tekið á þeim ábyrgð. Það getur verið að þetta verð sé lægra en það sem Flug- leiðamenn sjálfir voru að bjóða í fyrra," sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða- Landsýnar. Samvinnuferðir buðu upp á leiguflug til Dublin í fyrra og munu halda því áfram. Helgi taldi að Samvinnuferðir gætu boðiö ódýr- ari fargjöld til Dubhn en Flugleiðir by ðu tO Glasgow. -Ari landi en það sem nú hefur verið að angra marga landsmenn þá hefur undanfarið verið sæmilegt veður þegar á heildina er litið. Spá banda- rísku veðurstofunnar gerir ráð fyrir sama áframhaldi, engu kuldakasti og engri hitabylgju. -HK I>V Oddi og Slippstöðin: Styrkir stöðu málmiðnað* arins á Akureyri - segir markaðssljórinn Búið er að ákveða að sameina fyrirtækin Vélsmiðjan Oddi bf. á Akureyri og Slippstöðin hf. Fyrr á árinu var samþykkt að auka hlutafé Slippstöðvarinnar um 100 milljónir en framlag ríkisins og bæjar var skilyrt, þ.e. að heima- menn legðu þriðjung eða um 30 milljónir. Akureyrarbær hefur samþykkt að leggja fram sinn hluta og nú kemur Vélsmiðjan Oddi inn sem hlutafé en Oddi er virtur á röskar 30 milljónir króna. Vélsmiðjan Oddi verður um sinn starfrækt í húsnæði fyrirtækisins en verður flutt í húsakynni Slippstöðvar- innar síðar á árinu eða í upphafi þess næsta. Ekki er gert ráð fyrir neinum uppsögnum vegnaþessa. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri fjármáiaráðuneytisins, sagði að málið yrði tekið til um- fjöllunar í ráöuneytinu á næstu dögum. Miðað við þau skilyrði, sem sett voru af hálfu rikisins þegar hlutaijáraukningin var ákveðin, má ætla að rikið leggi fram hlutafé. Hjá Odda starfa um 30 manns en um 160 hjá Slippstööinni. Vél- smiðjan Oddi er að meirihluta í eigu KEA. Með þessari samein- ingu er mikil hagræðing nást fram - bæði fyrirtækin starfa á sviði málmiðnaðar. Slippstöðin smiðar og gerir við skip en Oddi hefur framleitt ýmislegt tengt skipum og rekur m.a. umfangsm- ikla kælivélaþjónustu. „Þetta er jákvætt skref. Hér hafa sameinast tvö málmiðnaðar- fyrirtæki með umtalsverða reynslu og þekkingu. Sameining- in styrkir stöðu málmiðnaðarins á Akureyri," sagði Þórhallur Bjarnason, markaðsstjóri Slipp- stöðvarinnar. „Þessi tvö fyrir- tæki hafa að hluta unniö á sama markaöi og má nefna sem dæmí að Oddi hefur sinnt margs konar þjónustu sem Slippstöðin hefur ekki gert. Næstu mánuði munu menn nota til að skipuleggja framtíðina. Hins vegar er reiknað með að Oddi komi alfarið inn í Slippstöðina áður en langt um líð- ur. Núverandi húseignir Odda verða því seldar.“ Þórhallur Bjarnason sagði að þessi sameining gæti skipt sköp- um fyrir málmiðiðnað á Akur- ask „Gamla“ Byigjan til irlands - 15 milljóna tilboði tekið írskur útgerðarmaður hefur gert tilboð í gömlu Bylgjuna sem Slippstöðin hf. á Akureyri tók UPP í nýju Bylguna. írinn kom til Akureyrar fyrir skömmu og gerði í framhaldi af því tilboð i skipiö og hefur Slippstöðin samþykkt tilboðið af sinni hálfu. írinn hefur frest fram í mánuðinn til að upp- fylla samninginn og greiöa inn á hamt. Kaupverð skipsins er 15 milljónir króna. Gamla*Bylgjan er 175 brúttór- úmlestir. Skipið var smiðað árið 1976 í Stálvík. Eins og menn muna kviknaði í skipinu á hðnu ári. Einkum skemmdust íbúðir áhafnar. írski útgerðarmaðurinn hefur í hyggju aö annast innrétt- ingu skipsins sjálfur og gera það síðan út. Ef samningar takast er hugmyndin sú að Slippstöðin gerði skipið sjóklárt og taki úr þvi saltfiskvinnslubúnað. ask Langtímaspá um veður á N-Atlantshafi til 15. ágúst Byggt á gögnum NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) Spáin sýnir frávik frá meöalhita og meOaiúrkomu á spásvæOinu Umferðarráð tók formlega við starfsemi Bifreiðaprófa ríkisins í vor en í gær var starfsemin sameinuð undir einu þaki í Borgartúni 33 í Reykjavík. í tilefni dagsins var fyrstu nýju ökumönnunum fagnað sérstaklega sem prófaðir voru af Umferðarráði í hinum nýju húsakynnum. Á myndinni afhendir Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, fyrstu próftökunum skírteini sín. Þau eru tvíburarnir Ásgeir Símon og Jón Einar Halldórssynir og Elfa Ingibergsdóttir. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra var viðstaddur athöfnina, ásamt fulitrúum Ökukennarafélags íslands og Umferðarráðs. DV-mynd BG Langtímaspá bandarísku veðurstofunnar: Engra stórbreytinga að vænta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.