Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 34
-t 34 MIÐYIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. Fólk í fréttum__________________________p^ Valdimar Grímsson Valdimar Grímsson, verksmiöju- stjóri hjá Frigg og landsliðsmaður í handknattleik, Rauðarárstíg33, Reykjavík, var markahæstur með átta mörk þegar íslendingar sigruðu Kóreumenn, 26-24, í handknatt- leikskeppni ólympíuleikanna í Barcelona á Spáni og tryggðu sér sæti í undanúrslitum. Starfsferill Valdimar er fæddur 5.12.1965 í Reykjavík og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann lauk prófí. frá Fjöl- brautaskólanum í Armúla 1985, lauk prófi í iðnrekstrarfræði við Tækniskóla íslands 1988 og lauk prófi í iðntæknifræði frá sama skóla 1991. Valdimar var sölumaður hjá Pólar hf. sumrin 1979-86, vann við gæða- eftirlit hjá ísal sumrin 1987-90 og hefur verið verksmiðjustjóri hjá Friggfrá 1991. Valdimar hóf ungur að stunda íþróttir og hefur æft og keppt í fjölda íþróttagreina. Hann keppti með Val í knattspyrnu frá því í fimmta flokki og upp í annan ílokk og keppti með Ármanni í körfubolta í sjö ár. Valdimar hefur æft handbolta með Val frá 1980 og hóf að leika með meistaraflokki félagsins ári síðar. Valdimar á að baki hátt í tvö hundr- uð landsleiki. Fjölskylda Kona Valdimars er Kristín, f. 30.1. 1967, fimleikaþjálfari og nemi í sjúkraþjálfun. Hún er dóttir Gísla Guðjónssonar flugumferðarstjóra og Þuríðar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Valdimars er Ester Ösp, f. 28.8.1986. Systkini Valdimars eru Guöbjörn, f. 1.3.1961, atvinnurekandi í Reykja- vík; Gunnar, f. 7.5.1969, nemi í iðn- rekstrarfræði; Arna, f. 1.4.1979, nemi í foreldrahúsum; Hera, f. 1.4. 1979, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Valdimars eru Grímur Valdimarsson, f. 16.7.1943, forstjóri Pólar hf., formaður aðalstjómar Ármanns ogfyrrv. handknattleiks- maður, og Arnbjörg Edda Guð- bjömsdóttir, f. 4.3.1943, fram- kvæmdastjóri Verkfræðingafélags íslands. Ætt Grímur er sonur Valdimars, íþróttakennara MR, Sveinbjörns- sonar, b á Hámundarstöðum í Vopnafirði, Sveinssonar, ráðs- manns á Selási, Stefánssonar. Móðir Valdimars var Guðbjörg Gísladóttir, b. á Hafursá, Jónssonar, frá Brekku í Fljótsdal. Móðir Gríms var Herdís Maja, systir Aldísar, móður Ellerts Schram, ritstjóra og forseta ÍSÍ. Herdís Maja var dóttir Brynjólfs, sjómanns í Reykjavík, Jónssonar, b. í Klauf í Landeyjum, Brynjólfs- sonar. Móðir Brynjólfs sjómanns var Þorbjörg Nikulásdóttir, systir Jóns, langafa Magnúsar L. Sveins- sonar, forseta borgarstjórnar. Móð- ir Herdísar Maju var Margrét, systir Herdísar, móður Magnúsar H. Magnússonar, fyrrv. ráðherra, föð- ur Páls sjónvarpsstjóra. Margrét var dóttir Magnúsar, b. á Litlalandi í Ölfusi, Magnússonar, b. á Hrauni í Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Magnús var sonur Magnúsar, b. í Þorlákshöfn, Beinteinssonar, lrm. á Breiðaból- stað í Ölfusi, Ingimundarsonar, b. í Hólum, Bergssoriar, hreppstjóra í Brattsholti, Stúrlaugssonar, ættföð- ur Bergsættarinnar. Móðir Mar- grétar var Aldís Helgadóttir, b. á Læk í Ölfusi, Runólfssonar og Ólaf- ar Sigurðardóttur, b. á Hrauni í Ölf- usi, Þorgrímssonar, b. í Ranakoti og í Holti, Bergssonar, ættföður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Arnbjörg Edda er dóttir Guð- björns, byggingameistara í Reykja- vík, Guðmundssonar, b. á Böðmóðs- stöðum í Laugardal, Njálssonar. Móðir Guðbjörns var Karólína Árnadóttir, b. í Miðdalskoti, Guð- brandssonar, b. í Miðdal, Árnasonar afVíkingslækjarætt. MóðirÁrna var Sigríður Ófeigsdóttir „ríka“, hreppstjóra á Fjalli og ættföður Fjallsættarinnar, Vigfússonar og Ingunnar Eiríksdóttur, dbrm. og ættföður Reykjaættarinnar, Vigfús- sonar. Móðir Karólínu var Guðrún Valdimar Grímsson. Jónsdóttir, b. í Efra-Ranakoti, Jóns- sonar og Guðfinnu Bjamadóttur „sterka“, vinnumanns í Hólshúsum, Sigurðarsonar, b. þar, Magnússon- ar. Móðir Bjama var Margrét Ara- dóttir, b. í Götu í Stokkseyrar- hreppi, Bergssonar, ættföður Bergs- ættarinnar, Sturlaugssonar. Móðir Arnbjargar er Þóra Krist- jánsdóttir, b. í Einholti, Þorsteins- sonar og Arnbjargar Jónsdóttur. Afmæli Einar Einarsson Einar Einarsson, fv. djákni í Grímsey, Heiðarbrún 20, Hvera- gerði, er níræður í dag. Starfsferill Einar fæddist að Syðri-Fljótum í Meðallandi og ólst þar upp til 16 ára aldurs er hann flutti til hálfsystur sinnar í Ásgarði. Þaðan flutti Einar til Efri-Víkur og síðan til Reykjavík- ur 1925, þar sem hann vann við ýmis störf. Sem sjómaður reri hann frá Vestmannaeyjum og Þorláks- höfn og einnig vann hann við vita- byggingar og viöhald á þeim. Einar var við nám á annan vetur í Samvinnuskólanum í Reykjavík en varð að hætta námi vegna fjár- skorts. Einnig stundaði hann nám við lýöháskólann í Tárna í Svíþjóð og vann eitt sumar á bóndabýli í Danmörku. Eftir sex vikna nám við guðfræðideild HÍ vígðist Einar til djákna 23.4.1961, sá fyrsti í lútersk- um sið, og tók til starfa í Grímsey 1962. Til eyjarinnar kom hann 1953 og sá þá um endurbyggingu kirkj- unnarþar. Einar bjó í eitt ár á Akureyri ásamt eiginkonu sinni en þau fluttu síðan til Hveragerðis þar sem þau stunduðu bæði vinnu á Heilsuhæli NLFÍ. Einar hafði helgistundir í kapellu heilsuhæhsins, var þar vaktmaður og umsjónarmaður bókasafns. Einar hefur smíöaö nokkra skírn- arfonta, þ.á m. í Langholtskirkju í Meðallandi. Einnig hafa nokkur kvæða hans verið gefin út. Fjölskylda Einar kvæntist 3.7.1967 Súsönnu M. Vilhjálmsdóttur, f. 7.10.1927 í Berlín, sjúkranuddara. Foreldrar hennar voru Willi Nelke kaupmað- ur og Olga Nelke húsmóðir. Börn Einars og Súsönnu eru: Gunnar, f, 9.6.1966, búfræðingur og á hann eitt bam, Agnesi Ósk; Grét- ar, f. 23.8.1969, nemi. Hálfsystkini Einars, samfeðra: Eggert, f. 1857; Jón, f. 1858; Guðlaug, f. 1860; Einar, f. 1862; Helga, f. 1868. Tvö önnur hálfsystkini Einars dóu ung. Hálfsystir Einars, sammæðra, varVilborg.f. 1893. Foreldrar Einars voru Einar Ein- arsson, f. 18.11.1831, d. 31.7.1927, og Evlalía Einarsdóttir, f. 14.8.1854, d. 1.5.1918. Fyrri maki Einars var Þóra Jónsdóttir. Einar og Evlalía hófu búskap á Syðri-Fljótum 1901. Einar og Súsanna verða að heim- an. Högni B. Jónsson Högni B. Jónsson bifvélavirkja- meistari, Keldulandi 3, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Högni er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann var við nám í bifvélavirkjun 1963-67. Högni var hjá Bifreiöastillingu hf. til 1969, rak eigið verkstæði við Ægissíðu 1969-70, var verkstæðis- formaður hjá Kristni Guðnasyni hf. viö Suöurlandsbraut 1970-85 og sölusljóri á sama stað 1985-89, sölu- stjóri hjá Bílaumboðinu ásamt öðr- um störfum 1989-92 og er nú þjón- ustustjóri hjá Skoðunarstöðinni hf. íSíðumúla3-5. Högni starfaði í nefndum fyrir Bílgreinasambandið og hefur verið prófdómari í Sveinsprófsnefnd fyrir bifvélavirkja frá 1983. Fjölskylda Högni kvæntist 2.4.1966 Málfriði Höddu Halldórsdóttur, f. 10.6.1946,. starfsmanni hjá Pósti og síma. For- eldrar hennar: Halldór Einarsson, látinn, og Sólgerður Magnúsdóttir, þau bjuggu að Hörgslandi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. Sólgerður er nú búsett i Kópavogi. Böm Högna og Málfríðar: Esther Gerður, f. 13.8.1966, bankagjaldkeri, sambýlismaður hennar er Marteinn Karlsson jámsmiður. Þau eiga eina dóttur, Höddu Rakel, f. 7.10.1990; Þórunn, f. 10.4.1971, förðunarfræð- ingur, hún á einn son, Aron Högna, f. 26.9.1988; Birgir Þór, f. 18.2.1974, iðnnemi. Systkini Högna: Edda, maki Stein- grímur Björgvinsson, Edda á þrjú böm, Þór Garðarsson, Jón Björgvin Garðarsson og Brynju Olgeirsdótt- ur; Björgvin, maki Jónína Bjama- dóttir, þau eiga þrjú böm, Bjama Högni B. Jónsson. Þór, Jón Björgvin og Þórunni Eddu; Margrét, maki Ólafur Albertsson, þau eiga þrjú börn, Hönnu Þrúði, Elínu Björgu og Rúnar Örn. Foreldrar Högna: Jón B. Bjöms- son, f. 1913, d. 1965, verkamaður, og Esther Högnadóttir, f. 1918. ERT ÞÚ ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN k FULLRI FERÐl 1 . . . OG SIMINN ER 63 27 00 Engihjalla 19, Kópavogi. Skarphéðinn Guðmundsson, Löngiúúíö 3c, Akureyri. Helga Jónsdóttir, Kleppsvegi64, Reykjavik. Eirikur Kristófersson, Prestbakka 19, Reykjavik. Jensína Jóhannsdóttir, Áltheimum 29, Reykjavik. 80 ára Steingrimnr Guðmannsson, Tunguseli 6, Reykjavík. Hann verður að heiman. Ríkarður L. Ingibergsson, Hjallavegi 8, Reykjavík. Arnór A. Gunnlaugsson, Iligranesvegi 83, Kó{)avogi. Harrn veröur aö heiman. Þórður Þórðarson, Kríuhólum2, Reykjavík. 75 ára Ingibjörg Ólafsdóttír, Auðunnarstöðum II, Þorkelshóls- hreppi. Gunnar Guðmundsson, Austurgötu 19, Hafnarfirði. 70 ára Guðrún Ólafsdóttir, Dalalandiö, Reykjavík. Ingimar Magnússon, Miögai-ði6, Egilsstöðum. Helgi Eli B. Þórðarson, Garðhúsi.Hellu. Halla Gísladóttir, Hólmgarði 45, Reykjavík. 60ára Ásdis Ólafedóttir, Langholti 27, Akureyri. Hulda Bjarnadóttir, Sigurður Þorláksson prentsmiöjustjóri, Hagamel 51, Reykjavík. Konahanser ArndisHelga- dóttir. Þautakaámóti gestum í húsi Félags bóka- geröarmanna, Hverfisgötu21, Reykjavík, kl. 17-19 áafmæl- isdaginn. CecilV. Jensen, Víðímel 23, Reykjavík. JónPálsson, Breiðvangi 36, Hafnarfirði. 40ára Gunnar Þórðarson, Bollagörðum 16, Seltjamamesi. SigurborgS. Sigurðardóttir, Hlíöarhjalla 57, Kópavogi. Þorsteinn Arthúrsson, Álíhólsvegi 121, Kópavogi. María Anna Guckelsberger, Hverfisgötu 104. Reykjavík. Anna Sigríður Friðriksdóttir, Víðihlíð 12, Sauðárkróki. Bárður Guðmundsson, Tryggvagötu 11, Setfossi. Óskar Alfreð Beck, Vallargerði 10, Reyðarfirði. Haukur Ólafsson, Hábæ 28, Reykjavík. Bessi Halldór Þorsteinsson, Hjailabraut 35, Hafnarfirði. Sigurður Friðriksson, Fossvegi21, Siglufirði. Jón Haukur Hauksson, Austurgeröi 4, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.