Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
íþróttir
í Barcelona
Badminton
Einliðaleikur karla - úralit
1. AllanBudiKusuma.Indónesíu
2. ArdyWiranata.....Indónesíu
3. Thomas S. Lauridsen
....................Danmörku
3. HermawanSusantoJndónesíu
Kusuma vann Wiranata i úrslit-
um. 15-12 og 18-13.
Einliðaleikur kvenna - úrslit
1. SusiSusanti.....Indónesíu
2. BangSoo-hyun......S-Kóreu
3. HuangHua.............Kína
4. TangJiuhong..........Kína
Tviliðaleikur kvenna - úrslit
1. Hwang Hye-young/Chung So-
young................S-Kóreu
2. Guan Weizhein/Nong Qunhua
Kína
3. GilYoung-ah/SHimEun-jung
................... S-Kórea
3. LínYanfen/YaoFen.....Kína
Hye-young og So-young unnu í
úrslitum, 18-16,12-15 og 15-13
Körfuknattleikur
Átta liða úrslit
Króatía - Ástralía.......98-65
Sam veldin - Þýskaland...83-76
Litháen -Brasilía ...114-%(48-52)
Bandaríkin - Púertó Rikó
................ 115-77(67-40)
Leikir um 9.-12. sæti
Venesúela- Spánn.........81-95
Angóla-Kína..............79-69
Handknattleikur
A-riðiIl
Ungverjaland - Tékkó......20-18
S-Kórea - BrasOía....:....30-26
ísland - Svíþjóð..........18-25
B-riðill
Frakkland - Egyptaland....22-19
Samveldin - Rúmenía.......27-25
Spánn - Þýskaland.........19-18
Borðtennis
Tvíliðaleikur karla - úrslit
1. LuLin/WangTao........Kína
2. Steffen Fetzner/Jord Rosskopf
Þýskalandi
3. Kang Hee-chan/Lee Chul-
seung.................S-Kóreu
3. KimTaek-soo/Nam-kyu
.................. S-Kórea
Lu Lin og Wang Tao unnu í úrslit-
um 26-24, 18-21, 21-18, 13-21 og
21-14
Blak kvenna
Leikur um 7.-8. sætið
Spánn-Kína...............0-3
Undankepni hinna sex liðanna
Bandaríkin - Holland.....3-1
Japan-Brasilía...........1-3
Homaboiti
Undanúrslit
Japan-Taiwan.............2-5
Kúba - Bandaríkin....,..,6-1
HokkiknatUeikur
UndanúrsHt kvenna
Þýskaland - Bretland.....2-1
S-Kórea - Spánn........ 2-1
Leikiö um 5.-8. sætí
Kanada N-Sjúland.........8-7
HoIIand - Ástralía.......6-6
Dýfingar
Keppni karla af 10 m háum palU
1. SunShuwel,Kína...677,310
2. ScottDonie,USA...633,630
3. Xiong Ni.Kína....600,150
Samveldinuog
Svíumspáð
íúrslitaleik
Fréttamönnum, sem fylgst hafa
með handboltakeppninni á ólympíu-
leikunum, var í gærkvöldi gefinn
kostur á að spá um hvaöa þjóðir
myndu leika til úrslita á laugardag-
inn kemur. Við fljótlega yfirferð kom
í ljós aö flestir spá því að Svíar og
Samveldið leiki til úrshta og setti
meirihlutinn að Svíar myndu fara
með sigur í þeirri viðureign. í sömu
spá, sem var meira til gamans gerð,
voru fleiri sem hölluðust að því að
Frakkar hrepptu bronsverðlaunin.
Víst má telja að íslendingar séu nú
ekki tilbúnir að fallast á þessa spá.
Margirkomu
akandifrá
sólarströndum
Um 200 íslendingar voru á leiknum
gegn Svium í gærkvöldi. Margir
þeirra voru búnir að leggja talsvert
á sig til aö koma á leikinn. Nokkrir
úr þessum hópi kom frá Benidorm.
Leigðu þeir sér bílaleigubíla og lögðu
af stað um morguninn og komu á
leikstað rétt fyrir leikinn. Já, landinn
leggur mikið á sig þegar mikið Hggur
við. Þess má geta að um 1000 Svíar
hvöttu sína menn á leiknum í gær-
kvöldi.
Héðinn verður
meðgegn
Samveldinu
Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs-
þjálfari átti von á því í gærkvöldi að
Héðinn Gilsson yrði búinn að ná sér
af meiðslunum fyrir leikinn gegn
Samveldinu á fimmtudaginn. Héðinn
er meiddur á ökkla.
Handboltakona
flúði heim
Sumir eru sendir heim en aðrir
flýja. Austurríska stúlkan Kerstin
Joensson flúði heim til Austurríkis í
gær eftir að hafa lent upp á kant við
þjálfara sinn. Joensson, sem leikur
með austurríska landsHðinu í hand-
bolta, varð ævareið þegar þjálfarinn
valdi hana ekki í lið sitt í leik gegn
Norðmönnum í gær og tók hún
næstu flugvél til síns heima.
Patrekur Jóhannesson tekur hraustlega á Svianum Magnus Wislander í leik þjóðanna á óympiuleikunum í gærkvöldi.
Sviar sigruðu íslendinga enn eina ferðina á stórmóti en báðar þjóðirnar leika i undanúrslitunum á fimmtudag.
Símamynd Reuter
Sagt eftir leik íslendinga og Svía:
Átti von á meiri mótspyrnu“
- sagði Bengt Johannsson, þjálfari Svía
Jón Kristján Sigurösson, DV, Barcelona:
„Við tókum leikinn gegn íslendingum
mjög alvarlega því það er stefna okkar
að fara í gegnum þessa ólympíuleika
taplausir. Ég var svolítið hissa aö Héð-
inn Gilsson lék ekki með íslenska liðinu
en ég frétti það skömmu fyrir leikinn
aö hann væri meiddur. íslenska Hðið
hefur leikið vel í keppninni og við átt-
Firmakeppni I knattspyrnu
verður haldin 21.-23. ágúst á nýjum gervigrasvelli
Hauka á Ásvöllum. Spilað samkvæmt reglugerð KSÍ
í minni knattspyrnu. Þátttökutilkynning berist fyrir
15. ágúst. Upplýsingar í síma 54580. Magn'ús.
um allt eins von á mun meiri mót-
spyrnu en smám saman tókum viö leik-
inn í okkar hendur og það var ekki aft-
ur snúið,“ sagði Bengt Johannsson,
þjálfari heimsmeistara Svía, í samtali
við DV eftir leikinn.
„íslendingar hafa
komið á óvart“
„í gegnum tíðina höfum við haft gott
tak á Islendingum og ég ber alltaf mikla
virðingu fyrir þeim. Islenska liðið er
það lið sem komið hefur hvað mest á
óvart á leikunum. íslendingar geta ver-
ið hreyknir af sínum mönnurn," sagði
Bengt Johannsson.
„Stefnum á gullið“
Johannsson sagði að Anderson heföi
leikið frábærlega vel í leiknum og hefði
um fram allt lagt grunninn að sigri
þeirra í leiknum. Per Carlen var einnig
frábær á Ununni en yfirhöfuð er ég
ánægður með mína menn. Við erum
heimsmeistarar og stefnum að því taka
gullið hér á ólympíuleikunum í Barcel-
ona.
Átti von á þeim
sterkari
„Ég átti satt best aö segja von á íslend-
ingum sterkari í þessum leik en kom á
daginn. Sóknin hefur verið aðalsmerki
íslendinga en í þessum leik var hún
ekki sem best. Auðvitað geta Uð átt sinn
dapra dag en við náðum okkur hins
vegar á strik eftir því sem á leikinn
leið,“ sagði Mats Olson, markvörður
Svía:
„Við ætlum okkur alla leið í þessari
keppni og ég held að það henti okkur
betur að leika gegn Frökkum í undan-
úrsUtum en Samveldinu. íslendingar
mega vera ánægðir með sinn hlut og
þeir eiga örugglega eftir aö leika betur
en þeir gerðu gegn okkur í þessum
leik,“ sagöi Mats Olson við DV eftir
leikinn.
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
21
Iþróttir
Sigurganga íslenska handboltalandsliðsins stöðvuð af heimsmeisturum Svía:
Alög Svíagrýlunnar
enn á íslendingum
- enn einu sinni biðu íslendingar lægri hlut fyrir Svíum á stórmóti í handknattleik
Jón Kristján Sigurðsson, DV, Barcelona:
Sigurganga íslendinga í handbolta
á ólympíuleikunum í Barcelona var
stöðvuð af heimsmeisturum Svía í
síðasta leik riðlakeppninnar. Svíar
höfðu lengstum frumkvæðið í leikn-
um og sigruðu að lokum með sjö
marka mun, 25-18. Leikurinn hafði
ekki mikla þýðingu en hann réð úr-
sUtum um hvort liðið lenti í efsta
sætinu í A-riðli. Svíar urðu efstir og
mæta þvi Frökkum í öðrum undan-
úrslitaleiknum en í hinum leiknum
mæta íslendingar liði Samveldis-
manna.
Gamla virðingin fyrir
Svíum ífullu gildi
Leikur íslendinga og Svía var í raun
ekki skemmtilegur, til þess voru yfir-
burðir Svía of miklir. Það kom á dag-
inn, eins og margir ótt.uðust, að
gamla virðingin fyrir Svíum í hand-
bolta var enn í fullu gildi og það kom
Barcelona '92
oqo
Ingvar
Helgason hf
Sævarhöföa 2
sími 91-674000
Sími 63 27 OO
Skeljungurhf.
EinkaumboO fyrir Shol vönjr á Islandi
ISLANDSBANKI
- í takt við nýja tíma!
unuF
Glæsibæ, sími 812922.
á daginn. Það var aðeins fyrstu tíu
mínútur leiksins sem jafnræði var
með þjóðunum. Svíar byrjuðu betur
og skoruðu tvö fyrstu mörkin en ís-
lendingar jöfnuðu jafnharðan og
komust yfir. Á þessum leikkafla var
vörnin mjög sannfærandi og eins var
líf í sóknarleiknum.
Þegar á leið fór sóknarleikurinn
úr skorðum og vömin varð götótt-
ari. Svíar gengu á lagið og sigu jafnt
og þétt framúr. Sóknarleikurinn var
með versta móti í gærkvöldi og vörn-
in og svoleiðis nokkuð geta lið ekki
leyft sér gegn jafnsterku liði og Svíar
eru. Það kom berlega í Ijós hvað
Svíar eiga sterku Uði á að skipa og
kæmi fáum á óvart þótt þeir ynnu
til gullverðlauna á ólympíuleikunum
hér í Barcelona.
Nú hefst nýr
leikkafli í keppninni
Þrátt fyrir ósigur í gær er engin
ástæða til að gráta því segja má að
nú hefjist nýr leikkafli í keppninni.
Fjórar þjóðir hafa tryggt sér sæti í
undanúrsUtum og þijár af þeim
standa á verðlaunapalli á laugardag-
inn kemur. ísland stendur í þessum
sporum og mætir Samveldinu á
fimmtudagskvöldiö og með sigri leik-
ur liðið til úrslita, annars um brons-
ið og þá Hklega við Frakka sem verð-
ur að telja að eigi ekki mikla mögu-
leika gegn Svíum eins og þeir leika
þessa dagana. Þeir hafa unnið stór-
sigur í öllum leikjum sínum til þessa
og það ber að hafa að leiðarljósi.
Héðins var
sártsaknað
íslendingar mættu sterkasta Uðinu á
leikunum tU þessa í gærkvöldi. Okk-
ar menn léku illa nema rétt i byrjun.
Héöinn Gilsson lék ekki með vegna
smávægilegra meiðsla og var hans
sárt saknað. Gunnar Andrésson kom
inn í liðið og skortir hann alla
reynslu í mikilvægum leik sem þess-
um. Gunnar hefur tímann fyrir sér
og ekki er nokkur spurning um að
hann er framtíðarmaður í landslið-
inu.
Ýmislegt má
læra af leiknum
Geir Sveinsson var bestur í íslenska
liðinu ásamt Guðmundi Hrafnkels-
syni í markinu sem hefur staðið sig
frábærlega vel í keppninni. Útispilar-
arnir náðu sér ekki á strik og mikils
óöryggis gætti í sóknarleiknum allan
leiktímann. Einar Gunnar Sigurðs-
son átti góða spretti en reynsluna
skorti.
Leikurinn var um fram allt góð
reynsla fyrir liðið í komandi leikjum.
Ýmislegt má læra sem ætti að koma
að góðum notum. Liðið hefur sýnt
að það hefur alla burði til að standa
sig og stefnuna á hiklaust að taka á
verðlaunasæti.
ÞAKKAR EFTIRTÖLDUM AÐILUM
STUÐNINGINN VIÐ
ÓLYMPÍULANDSLIÐ ÍSLANDS
P E R L A N
SJOVA-ALMENNAR
POSTUR OG SIMI
Sportval
Kringlan - Simi 689520
Styrktaraðili íslensku ólympíufaranna
0PINBER STYRKTARAÐILI
ÍSLENSKA ÓLYMPÍULIÐSINS
VISA
ALHEIMS STYRKTARAÐILI
ÓLYMPÍULEIKANIMA 1992
OQP
adidas
BYKO
w
U.IUM
Island (7) 18
Svlþjóö (12)25
Gangur leiksins: 0-1, 0-2, 2-2,
3-2, 3-4, 5-4, 5-7, 6-8, 6-11, 7-12.
7-13, 10-14, 13-13, 13-21, 15-22,
17-23, 18-25.
Mörk íslands: Geir Sveinsson 5,
Einar Gunnar Sigurðsson 4,
Valdimar Grímsson 3, Patrekur
Jóhannesson 2, Gunnar Gunn-
arsson 2, JúUus Jónsson 1, Jakob
Sigurðsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafn-
kelsson 13/2.
Brottrekstrar: ísland 8 mín.,
Svíþjóð 4 min.
Dómarar: Ole Christensen og
Per Jörgensen, slakir og báru
alltof mikla viröingu fyrir Svíun-
um.
Áhorfendur: Um 5000.
ispaimr
EINANGRUNARGLER
málninghlf
það segir sig sjdlft
HAGKAUP