Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingan 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Vigdís heldur áfram Laugardaginn fyrsta ágúst undirritaði frú Vigdís Finnbogadóttir eiðstaf í alþingishúsinu og hóf þar með sitt fjórða kjörtímabil á forsetastóli. Þjóðin fagnar því að frú Vigdís hefur enn á ný gefið kost á sér, enda hef- ur hún áunnið sér vinsældir og virðingu sem gera hana verðugan og sjálfkjörinn þjóðhöfðingja. Auðvitað finnast alltaf einhverjir sem hafa sitthvað við störf forseta íslands að athuga. Á öllum tímum og án tillits til þeirrar manneskju sem velst til forseta má búast við að gagnrýnisraddir heyrist. Bæði gagnvart- embættinu sjálfu og persónulegum athöfnum forsetans. Frú Vigdís segir sjálf í viðtali við DV á fóstudaginn: „Það er aldrei hægt að vera allra viðhlæjandi og væri varla eðlilegt. Auðvitað hljóta einhverjir menn að óska sér einhvers annars en að hafa mig hér. Það getur enginn gert svo öllum líki. Ég skoða alla gagnrýni, hugsa um hvað sé réttmætt í henni og tek tillit til hennar.“ Það skal þó fullyrt hér að gagnrýni á störf frú Vigdís- ar heyrir til algjörra undantekninga. Gagnrýnisraddirn- ar eru raddir hrópandans. Allur þorri íslendinga ber virðingu fyrir frú Vigdísi og er í hæsta máta sáttur við athafnir hennar og framkomu. Það er ekki auðvelt verk né létt að gera öllum til hæfis. En frú Vigdís hefur alla tíð tvinnað saman virðu- leik og látleysi, glæsileika og hógværð, sem sæmir bæði henni og embættinu. Hún er í góðum tengslum við þjóð sína og hún hefur áunnið sér aðdáun og virðingu með eðhslægri framkomu og hógværð. Við erum heppin með forseta eins og jafnan áður. Frá einum tíma til annars hafa þær skoðanir verið settar fram að forseti íslands eigi að hafa meiri völd. Nú er það að vísu svo að samkvæmt stjórnarskránni hefur forseti íslands veruleg völd og getur beitt þeim ef honum sýnist svo. Beiting forsetavalds hefur hins vegar verið frá upphafi í algjöru lágmarki og embættið hefur þróast í þá átt að forseti íslands hefur ekki haft afskipti af stjómmálum, stöðuveitingum né stjórnar- farslegum athöfnum. Hann hefur látið löggjafar- og framkvæmdavaldi eftir að fara sínu fram og heldur sig utan við dægurmálaþras og viðkvæm deilumál. Reynsl- an hefur sýnt að þessi afstaða er skynsamleg og forseta- störf hafa þróast í líkingu við hlutverk þeirra þjóðhöfð- ingja sem eru fyrst og fremst samnefnarar þjóða, tákn og virðingarstaða. Á viðsjárverðum tímum, eins og nú blasa við í ís- lensku þjóðfélagi, er mikilvægt að friður ríki um æðsta embætti þjóðarinnar. Frú Vigdís minnist á þessa stað- reynd í áðumefndu viðtah en þar segir hún: „Mér er sagt það og heyri á mörgum að sú sé farsæl- asta lausnin (að forsetinn sitji áfram). Þegar þannig árar, eins og hjá okkur nú, segja menn að betra sé að hafa staðfestu í forsetaembættinu. Það tekur sinn tíma að læra á þetta starf. Ég tek undir það að réttast sé að hrófla ekki mikið við embættinu um þessar mundir.“ Þetta er skynsamlega mælt. Frú Vigdís hefur ekki einasta unnið hug og hjarta landa sinna á sínum langa ferh. Hvarvetna þar sem hún kemur erlendis vekur hún athygh fyrir gáfur sínar og persónutöfra og nafn hennar og frægð hefur borið hróð- ur íslands um víða veröld. Erlendir hölmiðlamenn kepp- ast um að fá hana í viðtöl og myndatökur og allt er þetta landi og þjóð til sóma og framdráttar. Frú Vigdís Finnbogadóttir er boðin velkomin til starfa á sínu fjórða kjörtímabih. Megi henni vel farnast. Ellert B. Schram MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. ...... „Sumum finnst ganga hægt að græða upp landið. En áhuginn er mikill og miklu almennari nú en á dögum frumherjanna," segir greinarhöfundur. Búfé, beit og bændur: Auðn og gróður í Landsveit Nýlega var jörðin Stóri-Klofi nyrst í Landsveit til umræðu í DV en jörðin er í eigu Landgræðslu ríkisins. Var furðað sig á að fé væri á beit á friðuðu landgræðslu- svæði innan landamerkja jarðar- innar. Þótt greinargott viötal blaðamanns við Svein Runólfsson landgræðslustjóra hafi birst í blað- inu þriðjudaginn 28. júlí 1992 lang- ar mig að leggja orð í belg. Rennur mér raunar blóðið til skyldunnar því að svo vill til að ég hef til um- ráða ásamt skyldmennum nyrsta hluta jarðarinnar en þar heitir Mörk á Landi. í Mörk bjó langa- langafi minn, Jón ríki Finnboga- son, blómlegu búi um miðja síðustu öld og átti þúsund fjár sem gekk sjálfala í Landskógum. Landskógar þöktu allt landið sem nú nefnist Merkurhraun og nær það frá hraunjaöri við Mörk og norður að Þjórsá þar sem hún rennur fram hjá Búrfelh. í Mörk á Landi stundum við skyldmennin dáhtla skógrækt - og viðeigandi girðingarvinnu í samvinnu við Landgræðsluna og Kristján Árna- son, bónda í Stóra-Klofa. Mörk fór í eyði rétt fyrir aldamót því að skóg- amir eyddust, landið blés upp og vatnsból fylltust af sandi. Þannig fór um marga bæi í Landsveit um þær mundir. Fólkið hörfaði undan, flutti bæi sína um set eða flúöi burt. Sandur og stríð við höfuðskepnur Útlit var fyrir að sýslan yrði sandauðn nyrst sem syðst. En bændur höfðu búist til varnar strax á síðustu öld og gert tilraun til að hefta eyðingu með því að breyta farvegum áa. Eldhugar tóku upp þráðinn á fyrri hluta þessarar ald- ar og héldu uppi andófi gegn eyð- ingarmætti höfuðskepnanna. Einn ötulasti frumherji sand- græðslu, eins og landgræðsla hét þá, var Árni heitinn Árnason í Stóra-Klofa. Hrefna Kristjánsdótt- ir, ekkja Árna, hóf auk þess skóg- rækt í Stóra-Klofa fyrir meira en aldarfjórðungi og blasir þar nú við vegfarendum gróskufúllur lundur í miðri sveit. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvemig umhorfs var í Landsveit þegar Ámi og Hrefna hófu búskap í Stóra-Klofa, þaö var víst svart sem nú er grænt og hefur verið reistur minnisvarði um minni afrek en fólk þetta hefur imnið landi tU gagns og þjóö til þurftar og yndis. Er ég árið 1986 hugði á landnám í Mörk þar sem langafi minn sleit barnsskómun forðum daga þótti mér þar vera góður framtíðarstað- ur fyrir miðstöð rannsókna og fræðslu fyrir unga og aldna á sviði KjaUarinn Þór Jakobsson veðurfræðingur náttúmfræöa og umhverfis. Þar er magnaö útsýni til suðurs og Hekla, BúrfeU og SkarðsíjaU mynda fjalla- hringinn í austri, norðri og vestri. Þegar fæst peningur á næstu öld rætist þessi draumur. Hæg þróun í rétta átt En það eru endaskipti á stað- reyndum að halda því fram að krossfarar landgræðslunnar í Stóra-Klofa og Landgræðsla ríkis- ins stundi skemmdarverk í Land- sveit. Fé er nú einkum á grasi grón- um vöUum en girðing umhverfis hið friöaða Merkurhraun. Þangað er engu sleppt úr Landsveit vísvit- andi en einstaka kindur smeygja sér inn um smugur sem gefast í giröingunni eða rölta inn um hlið sem hirðulausir utansveitarmenn hafa skihð eftir opin. Við smölun að hausti reynist um áUtlega hjörð að ræða því að Merkurhraun er víðáttumikið. Sumum finnst ganga hægt að græða upp landið. En áhuginn er mikiU og miklu almennari nú en á dögum frumherjanna. Þetta hefst ef menn endast. En þaö er mikUs- vert að nýfrelsaðir kynni sér sög- una. Þeir verða margs vísari um störf fyrri kynslóða. Svo er hæg- fara þróun affarasæUi en stökk- breythigar og aUsherjarbjargráð sem íslendingar einhverra hluta vegna virðast vera svo hrifnir af. Þegar ég kom í Mörk árið 1986 prýddu 50 fallegir bolar úr Land- sveit Merkurhraun - innan Land- græðslugirðingar. Ég sakna þeirra en þeir voru fjarlægðir - til að bjarga landinu. Þá var þama dáht- ið stóð, heiUandi gæðingar úr Landsveit. Ég sakna þeirra líka en þeir voru fjarlægðir - til að bjarga landinu. Ær með lömbin sín kropp- uðu fyrir innan, sáust stöku sinn- um bregða fyrir milh hæða og hóla í öldöttu Merkurhrauni sem áður hétu Landskógar. Nú em þær á fórum - til að bjarga landinu. Bara minkurinn verður eftir og fær ékk- ert að éta. Þetta kemur aUt með kalda vatn- inu. Við tökum við af forfeðrunum án þess að skammast út í þá. Það er vandi að vera ekki ættleri þegar betur er að gáö. Hver kynslóö býr við sérstakar aðstæður sem hún bregst við eftir bestu getu og þekk- ingu. Við erum ekkert víðsýnni en forfeðumir þótt við sjáum loksins dagsins ljós í einu tilliti. Einhveija fáránlega vitleysu erum við áreið- anlega að fremja í öðru tiUiti. Bamabömin okkar, komin tíl vits og ára, munu furða sig á heimsk- unni í okkur - sem Uggjum þá sæl og hreykin undir þeirn grænu, uppgræddri torfunni. Landskógar - Merkurhraun - Landskógar Bændur í Landsveit þykja mér vera mestir náttúrufræðingar sem ég þekki og þekki ég þó marga slíka, bæði háskólagengna og Ufsskóla- gengna. AthygUsgáfa þeirra er makalaus og skarpar ályktanir draga þeir af því sem þeir veita eft- irtekt í náttúmnni, ofan jarðar og neðan. Það þarf enginn að óttast aö þeir fari iUa að ráði sínu. Frekar má af þeim læra. Nú er það ætlunin að hola niður birkifræjum um aUt Merkurhraun og munu þá á næstu öld heita þar Landskógar eins og á síðustu öld. Þeir sem vUja Uðsinna okkur að- skotabændum og alvörubændum á Landi og Landgræðslu ríkisins við þetta skemmtilega verk em vel- komnir að slást í fór. Þór Jakobsson „Bændur í Landsveit þykja mér vera mestir náttúrufræðingar sem ég þekki og þekki ég þó marga slíka, bæði há- skolagengna og lífsskólagengna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.