Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
23
Iþróttir unglinga
Þorbjörn A. Sveínsson. 14 ára, stóð sig frábærlega á heimsmeistaramóti 21 árs og yngrl í snóker þvi að hann komst í 8 manna
úrslitin í þessart erfiðu iþróöagrein og varð í 6. sæli sem er frábær árangur.
DV-myndir Hson
m m ■ ■ ■ ■ ■ ■
Þorbjorn sjotti
„Frammistaða íslensku strákanna
á heimsmeistaramótinu í snóker, 21
órs og yngri, sem fór fram í Malasíu
í sl. viku, er sú besta hingað tii. Þrír
piltar, Halldór Már Sverrisson, Jó-
nannes B. Jóhannesson og Þorbjörn
Atii Sveinsson, komust allir í 16
manna úrslitin. Þorbjörn gerðí J)ó
gott betur því að hann náði fram 18
manna úrslit og hafnaði í 6. sæti á
tnótinu - og er það besti árangur
Isiendings a heimsmeistaramóti í
snóker tíl þessasagði Jónas P. Erl-
ingsson, stjómarmaður í Billjard-
sapibandi Islands, í samtalí við DV.
Arangur strákanna var sem hér
segir: Þorbjöm Atli Sveinsson i 6.
sæti, Halldór Már Sverrisson í 11.
sæti, Jóhannes B. Jóhannesson í 12.
sæti, Kristján Heigason í 17. sæti,
Asgeir Asgeirsson 19. sæti, Jóhannes
R. Jóhannesson 21. sæti og Gunnar
Adam Ingvarsson varð i 23. sæti.
Heimsmeistari varð Robin Hull frá
Finnlándi og kom sígur hans
skemmtilega á óvart. Hæsta skor
varð hjá Indinka frá Sri Lanka, 132
stig. Hæsta skor Islendinga var hjá
Jóhannesi B. Jóhannssyni, 107 stlg.
Það var samdóma álit mótshaldara
aö íslensku piltamir hefðu komið
mest á óvart í keppninni.
Þorbjöm er aðems 14 ára og á því
enn 7 ar eftir í þessum aldursflokki.
Ljóst er aö hann er mikið efrú - enda
boltamaöur góður og spilar knatt-
spymu með 3. flokki Fram sem þeg-
ar er búið gð tryggja sér sæti í úrsli-
takeppni Islandsmótsins. Þorbjörn
var einnig valinn í drengjalandsliöiö
i knattspymu sem fiaug út til Noregs
i morgun til þátttöku í Norðurlanda-
mótinu en drengurinn tók snókér-
inn fram yfir knattspymuna að
þessu sínni.
. Komu heim í gærkvöldi
I hínni vösku sveit Islands voru eft-
irtaldir piltan Þorbjöm Atli Sveins-
son, Jóhannes Ragnar Jóhannesson,
Qunnar Adam Ingvarsson, Asgeir
Asgeirsson, Jónas Þór Jóhannesson,
Hjalti Þorsteinsson, Kristján Helga-
son, Jóbannes B. Jóhannesson og
Halldgr Már Sverrisson. Fararstjóri
var Agúst Agústsson. Strákamir
komu heirn seint í gærkvöldi.
-Hson
Noröurlandamót unglinga í róðri:
Eir Sæmundsdóttir
meðal þeivra bestu
- og hefur orðið sænskur meistari
íslensk stúlka, Eir Sæmundsdótt-
ir, 14 ára, vakti mikla athygli á Norö-
urlandamóti unglinga í róðri sem
haldið var í Arungen sunnan viö
Ósló 17. júlí. Forseti norska róðrar-
sambandsins setti mótið og sagði að
það væri sögulegur viðburöur þar
sem ísland sendi þátttakanda í fyrsta
skipti til keppninnar. Sagöist hann
jafnframt fagna því að þessi viðburð-
ur ætti sér stað í Noregi þar sem
fyrsti landnámsmaöur íslands hefði
verið Norðmaður.
Eir Sæmundsdóttir stóð sig meö
miklum glæsibrag á Noröurlanda-
mótinu og varð í 5. sæti í úrslitum
og er það frábær árangur. Hún var
eftir keppnina óspart hvött af áhuga-
fólki aö halda áfram æfingum og
keppni í þessari skemmtilegu
íþróttagrein. Ljóst er að hin góða
frammistaða hennar vakti mikla at-
hygli.
-Hson
Umsjón:
Halldór Halldórsson
Sænskur meistari
Eir Sæmundsdóttir, sem búsett er í
Svíþjóð, undirbjó keppnina í boði
Svía í æfingabúðum sænska lands-
liðsins við Hjelmsjön á Skáni. Hún
byrjaði að æfa einmenningsróöur í
vor og hefur náð mjög góðum ár-
angri í forkeppnum. Þess má einnig
geta aö í fyrra varð hún sænskur
unglingameistari i tvímennings-
róöri.
Unglingasíða DV mun fylgjast
nánar með framvindu mála hjá þess-
ari ungu og efnilegu róðrarkonu á
komandi mótum.
Eir Sæmundsdóttir varð i 5. sæti á Norðurlandamótinu í róðri
Norðurlandamót - knattspyma drengja (u 16 ára):
Erf iðasti leikurinn gegn Englendingum
- seglr Amar Ægisson, FH, sem er fyrirliði
Drengjalandslið íslands í knatt-
spyrnu hélt til Noregs snemma í
morgun til þátttöku í Norðurlanda-
móti drengjaiandsliða, yngri en 16
ára, sem fer fram í Sandefjord 6.-11.
ágúst. Lið íslands er skipað mjög
efnilegum leikmönnum og veröur
fróölegt aö fylgjast með árangri
strákanna.
Fyrsti leikurinn verður 6. ágúst,
gegn Englandi. Annar leikurinn
verður 7. ágúst, gegn Noregi. Þriðji
leikurinn veröur síðan gegn Færeyj-
um, 9. ágúst, og 10. ágúst verður
spilað um sæti. Sigurliðin i riðlunum
spila um meistaratitilinn og lið núm-
er tvö leika um 3. sætið og svo fram-
vegis.
Kannski komum við á óvart
í rabbi við þjálfara liðsins, þá Þórð
Lárusson og Kristin Bjömsson, kom
fram að hóflegrar bjartsýni gætti hjá
þeim félögum:
„Viö teflum fram mjög efnilegum
strákum. Miðjuleikmennimir og aft-
asta vömin er traust, en framher-
jamir em ungir og eiga eftir aö taka
út heilmikinn líkamlegan þroska.
Kannski koma strákarnir á óvart.
Það þarf ekki nema einn sigur í byrj-
un til að fleyta hðinu áfram. Með
tilkomu Austurríkismanna og Eng-
lendinga er spilað í tveim riðlum og
síðan leikið um sæti, líkt og á heims-
meistarakeppninni. Athuga verður
þó aö við emm með mjög unga
stráka, sumir eiga 2-3 ár eftir með
liðinu," sögðu þeir Þórður Lárusson
og Kristinn Björnsson, þjálfarar
landsliðsins.
í íslenska liðinu em eftirtaldir
strákar: Helgi Áss Grétarsson,
Fram, Gunnar Magnússon, Fram,
Kjartan Antonsson, UBK, Amar
Ægisson, FH, fyririiði, Freyr
Bjamason, ÍA, Láms ívarsson,
Fram, Grétar Sveinsson, UBK, Valur
Gíslason, Austra, Óskar Bragason,
KA, Þórhallur Hinriksson, KA, Vil-
hjálmur Vilhjálmsson, KR, Andri
Sigþórsson, KR, Nökkvi Gunnars-
son, KR, Eiður Smári Guðjohnsen,
ÍR, Vignir Sverrisson, Leiknir, R. og
Halldór Hilmarsson, Val, R.
Líst vel á þetta
Fyrirliði íslenska drengjalandsliðs-
ins er Arnar Ægisson, FH, miðvall-
arleikmaður:
„Mér líst mjög vel á þá leiki sem
framundan era. íslenska liðið er
jafnt og gott og er ég bjartsýnn á að
við getum sýnt góða knattspyrnu.
Við erum í góðri æfmgu og munum
áreiðanlega leggja okkar alla fram.
Ég held aö erfiðasti leikurinn verði
gegn Englandi í fyrstu umferð. Við
sjáum hvað setur,“ sagði Arnar.
Unglingasíða DV óskar drengjun-
um velfamaðar á Noröurlandamót-
inu.
-Hson
Kristinn Björnsson Þórður Lárusson Helgi Áss, Fram, Gunnar S„ Fram, Arnar, FH, tyrirliði, Freyr, ÍA, Kjartan, UBK, Lárus, Fram, Vignir, Leikni,
þjálfari þjálfari markvörður markvörður varnarmaður varnarmaöur varnarmaöur varnarmaður varnarmaöur