Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 25
£pgr TBÚDA ..ó aUOAO'J/fiVaiM •
MIÐ.VIKUDAGUR 5. ÁGÚSI1992.-----------------„---------------------------------------------.... ___________—................................25
Menning
Tré hreyf a sig hægt
r
Þetta er úrval ljóöa eins kunnasta norskra
ljóðskálda, allt frá fyrstu bók hans sem birt-
ist fyrir aldarfjóröungi. Bækurnar hafa orðið
næstum jafnmargar árunum síöan en hér
eru ljóð úr sjö þeirra.
Ég held að það væri gagnslítið að alhæfa
mikið um þessi ljóð. Töluvert ber á skörpum
augnabliksmyndum af reynslu sem í raun-
inni má þykja hversdagsleg. En þær myndir
eru þrungnar sterkri tilfmningu fyrir um-
hverfinu. Gott dæmi er „Grjótgarður" þar
sem gamalt, yfirlætislaust mannvirki sýnir
ljóðmælanda að „það er hægt að breyta heim-
inum“, hann skynjar mannkynssöguna í
þessum vegg, „þetta eru steinar stritsins/
þetta er skrift sögunnar" á landslagið. Annað
ljóð tekur bernskureynslu sem er kunnugleg
a.m.k. flestum sem orðnir eru miðaldra eða
meira. í einangrun á litlum stað birtist allur
fjölbreytileiki heimsins; hér magnast and-
stæðurnar: annars vegar „undir lágu risi“,
hins vegar framandleg nöfnin á kvarða út-
varpstækisins, þau verða enn meira seiðandi
Bókmenntir
örn Ólafsson
við það að vera flestum ókunn. Hér er mikil
samþjöppun, hljóðfærin eru persónugerð en
það er ekki nóg með aö fiðlumar séu sorg-
mæddar eins og fólk, khður þeirra miðlar
hka tihinningu fyrir laufþyti í heilum skógi.
Þessar persónugervingar miöla tilfinningu
fyrir því að aht mannkynið sé nálægt í mann-
auðu rökkrinu. Hljóðið hefur lit en jafnframt
gefur þetta orðalag í skyn eðli tónlistarinn-
ar, saxófónninn flytur blues. Andstæðurnar
eru virkar aht frá upphafi; myrkur magnar
raddir, sem koma úr engu, og era auk þess
sundraðar en einmitt allur þessi glundroði
andstæðna gefur heUdarmynd af heiminum.
TU dæmis vekja flóöiýst hótel og hvít strönd
hugmyndir um munað en andstæður þess
birtast í lýsingarorðunum sem eru í þessum
Unum, „tárvotur, sorginæddur":
(útvarpið)
Þegar myrkrið féU á
urðu raddimar sterkari
komu utan úr engu
og inn í brúnan kassann
alvarleg útlend
samtöl, skyndUegur hlátur, öskur
og skot og svo tónUstin,
tónUstin
miðbylgjudraumar og heimurinn opinn
við eyranu
leggja höndina við yfirdekkið á hátalamum
og finna titringinn af rödd
langt niðri í Evrópu
hijóð frá ókunnum stöðum
danstónUst út úr flóðlýstu hóteU
málmraddir yfir manngrúanum
tárvotir hawaigítarar á hvítri strönd
sorgmæddur skógur af fiðlum
og blár saxófónn
Simferopol, Drotwich, Motala, HUversum
heimurinn snarkandi inni undir lágu risi
á ringlureið og dýrlegur
dimm vetrarkvöld, göldrótt landafræði
lýsandi mælikvarði, grænt tröUsauga
Flestar bækumar sem þýtt er úr, reyndust
vera til á íslenskum bókasöfnum, og saman-
burður leiðir í ljós að þýðingin er jafnan afar
nákvæm, jafnframt því að vera á eðlilegri
Aðalsteinn Asberg Sigurðsson, þýðandi
Ijóðanna.
íslensku, hér er ekki neitt norskuskotið orða-
lag. T.d. má nefna að þegar í frumtexta segir
að eitthvað sitji fast „et stykke nede i hals-
en“ verður það „ofarlega í kverkunum" í ís-
lensku þýðingunni (bls. 42). Það kom varla
fyrir að finna mætti að þýðingunni, aðeins á
einum stað skilar orðið „rangsnúinn" ekki
nógu vel þeirri hugmynd að spegilmynd sé
(jafnan) öfugsnúin; „spegelvend til fráver":
Einhver grandskoöar skrokkinn á sér
rangsnúinn, fjarverandi.
Býður fram þaö eina sem eftir er:
brennifóm úr útjöskuöum orðum
og rökum hálmi.
Ekki er nú mikið að að finna. Samt er alls
ekki alltaf auðvelt að þýöa, þótt norska sé
skyld íslensku. Því þegar þýtt er af beyginga-
snauöu máh á beygingamál, þá getur verið
áhtamál við hvaða nafnorð tiltekið lýsingar-
orð á, svo sem „nedgravne" (bls. 4), hugsast
gæti að það ætti við börnin og ætti því að
vera í nefnifalh, „niðurgrafin" í þessu ljóði:
VII
Afskomir afgangar. Storknaðar minningar.
Snæmyrkur yfir jötunsteinum og skotpöllum
afbakaðar fregnir, kerfisbundin ringulreið.
Úrfelli. Þanið hljóð í gegnum trommuskinn,
Qórir prjónar. Skyndilega falin spor, fálmandi
hugsanir, morfínÚtur himinn. Dáin börn
týnd í fellingum dagsins
í kjallaraveggjum, niöurgröfnum í gjá
undir hyggjuvitinu.
Það sem er skrifað er skrifað
til að strokast út.
Þessi tvö síðustu dæmi eru úr ljóðabókinni
„Minningar um Georges de la Tour“, sem
lögð var fram af Noregs hálfu til bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs núna síðast. Þar
pæhr skáldið í dularfullum málverkum
þessa meistara ljóss og skugga á 17. öld. Ljóð-
in fara á sinn hátt svipaðar leiðir í þessari
upptalningu myndrænna lýsinga, sem eru
ekki í neinu samhengi röklega, samhengið
yrði aðeins séð í hugrenningatengslum. Hér
birtast andstæður, m.a. fornra átaka og
nýrra í Jötunsteinum og skotpöllum",
dauðabeygur og viðkvæmt líf. Ég læt lesend-
um eftir að rekja sig áfram, en í sem stystu
máli sagt, er þetta heillandi bók, og þýöand-
anum til sóma.
Paal-Helge Haugen: Tré hreyfa sig hægt
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson islenskaði.
Dimma 1992, 72 bls.
Meiming
Stuðmenn - Sumar á Sýrlandi:
Hornsteinninn stóri
Á fyrrihluta ársins 1975 voru Valgeir Guðjónsson,
Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla Garðarsson óþekktir
tónlistarmenn hér á landi. Einhverja rámaði í Jakob
Magnússon, tággrannan slána sem haföi spilað á
hljómborð í Rifsbeiju. Tómas Tómasson var þokkalega
þekktur frá því að hafa spilað á bassa og sungið í
Amor úr Vogahverfmu, Mods, Rifsberju og loks
Hljómplötur
Ásgeir Tómasson
Change. Þessir fimm slógu í gegn í júní 1975 sem Stuð-
menn. Á þjóðhátíðardaginn það ár kom út platan Sum-
ar á Sýrlandi. Hins vegar vissu sárafáir hverjir stóðu
að plötunni.
Þaö aftraöi þó fólki frá því að leggja við hlustimar.
Lög sumarsins komu tvímælalaust af fyrstu stóru
Stuðmannaplötunni. Short og fá’ðér kondara var slag-
orð sumarsins. Krítikerar ærðust af kæti. Spuming
dagsins dag eftir dag og viku eftir viku var: Hveijir
eru Stuðmenn? Margir voru nefndir, en ekkert upp-
lýstist fyrr en dag nokkurn er poppskrifari Morgun-
blaðsins afhjúpaði leyndarmáhð mörgum til sárrar
gremju. En síðan hefur enginn velkst í vafa um hveij-
ir Valgeir Guðjónsson, Egih Ólafsson, Sigurður Bjóla,
Jakob Magnússon og Tómas Tómasson eru.
Síðan eru liðin mörg ár. Þaö er gaman að hugsa til
baka, til sumarsins ’75. Það sumar blésu Stuðmenn
nýju lífi í íslenska dægurtónhst. Hún var komin í öng-
stræti eftir dáhtinn gróskutíma í kjölfar þess að Hljóm-
um og Flowers var steypt í stórsveitina Trúbrot. Segja
má að dægurtónlistarmenn hafi í stórum dráttum
skipst í tvær fylkingar. Annars vegar var framsækið
fólk sem ætlaöi sér stórá hluti í útlöndum. Það söng
á ensku og var bara að æfa sig á landanum áður en
heimsfrægðin bankaði upp á. A hinum kantinum var
fólk sem þjáöist ekki af heimsfrægðardraumum. Það
var innilega sátt við að syngja á íslensku, lögin voru
í mörgum tilfehum erlendar flugur sem höfðu náð
vinsældum í óskalögum sjúkhnga og sjómanna og á
stundum var undirleikurinn keyptur tilbúinn að utan.
Stuðmenn breyttu öhu saman í einu vetfangi. Vin-
sældir Sumars á Sýrlandi sýndu svart á hvítu að metn-
aðarfulhr ungir dægurtóihistar gátu sungið hnittna
íslenska texta og komist upp með það. Stuðmenn stóðu
Stuðmenn ásamt Grýlunum um það leyti sem upptök-
ur á mynd þeirra „Með allt á hreinu“ stóö yfir, einn-
ig má sjá leikstjóra myndarinnar, Ágúst Guðmunds-
son, á myndinni.
ekki í biðsalnum með öhum hinum sem ætluðu að
verða heimsfrægir að ntíkkrum vikum hðnum. Þeir
voru innhega ánægðir með að vera heimsfrægir á ís-
landi. Meö Sumri á Sýrlandi lögðu þeir homstein í
íslenskri dægurtónhst og skemmtanaþjónustu. Og
reyndar lögðu þeir einnig hornsteininn aö hljómplötu-
útgáfu ungs og framtakssams afgreiðslumanns í
hljómplötudehd Kamabæjar, síðhærða, þykka stráks-
ins meö hásu röddina sem hét og heitir enn Steinar
Berg ísleifsson.
Þessi homsteinn, platan Sumar á Sýrlandi, hefur
síður en svo glatað gildi sínu í áranna rás. Hann kom
út á geisladiski á dögunum. Ekki seinna vænna því
að plöturnar sem gefnar vom út á þjóðhátíðardaginn
’75 eru margar hveijar orðnar hlsphanlegar af shti,
rispum og ahs kyns ókennhegum blettum eftir fjöl-
mörg teiti eigendanna. Rétt er aö vekja athygli á sam-
antekt umsjónarmanns endurútgáfunnar, Jónatans
Garðarssonar, sem fylgir diskinum. Þar er th dæmis
allra þeirra getið sem komu við sögu við upptökur
plötunnar. Þessi upptalning hefur ekki fyrr komið fyr-
ir almenningssjónir mér vitanlega. Einnig er rifjað upp
eitt og annað sem gekk á sumarið góða þegar Stuð-
menn breyttu íslensku dægurtónlistarsögunni. Sú
upprifjun hefði aö skaðlausu mátt vera miklu lengri.
Sumarið 1975 var nefnhega svo einstaklega skemmti-
legt, sannkahað íslenskt tónhstarsumar.
Pelleas
Schönbergs
Meðal þeirra stórvirkja sem Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn
Paul Zukofskys hefur tekiö sér fyrir hendur er að frumflytja á íslandi
Pelleas og Mehsande eftir Arnold Schönberg. Þetta var gert í janúar 1990
og í tengslum við þaö var hljóðupptaka gerð sem nú hefur komiö út á
geisladiski.
Pelleas og Mehsande er sinfónískt ljóð og er það byggt á samnefndu
leikriti eftir Maurice Maeterlinck. Schönberg er ekki sá eini sem hreifst
af þessu leikriti og notaði sem innblástur th tónsmíða. Debussy samdi
við það óperu. Sibehus og Fauré sömdu tónhst við leikritið. Schönberg
samdi verk sitt 1902. Það er samið í anda Wagners og undir áhrifum frá
Strauss. Hér er atónahsmi og tólftónaaðferð ekki enn komin til söguiin-
ar. Tónamáhð er dúr og moll, að vísu mjög krómatískt. Stíllinn er ýkt
Hljómplötur
Flnnur Torfi Stefánsson
hárómantík og farin að nálgast fagurfræði expressjónismans sem ein-
kenndi sum mörg verk Schönbergs sem á eftir komu. Pelleas og Meh-
sande hefur notið töluverðrar hylh, enda hefur verkiö margt sér th ágæt-
is. Hugmyndaauðgi, htadýrð í hfjómsveitinni og augljós tæknheg fæmi
höfundarins fer ekki fram hjá neinum. Engu að síöur verður ekki kom-
ist hjá efasemdum um listrænt ágæti þess. Höfundur er í verkinu að
kreista safa úr belg sem þegar var þurrausinn. Hann gengur enn lengra
en Wagner 1 hljómsveitarskrauti, krómatík, stígandi og hnígandi styrk-
breytingum og öðm því sem menn töldu eftirsóknarvert í stómm tónverk-
um um síðustu aldamót. Útkoman hefur á sér úrkynjunarblæ. Það er
helst aö reyna megi að taka verkinu sem gríni eða eins konar karikatúr.
Slíkt er þó augljóslega þvert gegn viija höfundarins sem samdi verkið í
fúlustu álvöra. I þessu ljósi er það ofurskhjanlegt hvers vegna Schönberg
taldi sig nauöbeygðan að yfirgefa hefðbundið tónmál evrópskrar tónhstar
sem hann elskaði og skhdi th hlítar og leita á vit nýs tíma. Skhningur
hans og hugrekki á þessum tímamótum skapar honum óafmáanlegan
sess í tónhstarsögunni. Þannig er það einkum vegna sögunnar sem th-
efni verður áfram th að flytja Peheas og Mehsande.
Auk hins mikla verks Schönbergs er einnig á hljómdiski þessum verk
eftir Dane Rudhyar fyrir strengjasveit sem nefnist Five Stanzas. Rudhyar
var fæddur í Frakklandi en fluttist síðar á æfinni th Bandaríkjanna og
dó þar. Verkiö er samið í Hohywood 1927 og má heyra í því áhrif frá
ýmsum tónskáldum sem hvað áhrifamest vom í heiminum á þeim tíma.
Verkið er þó alls ekki ósjálfstætt. Það hefur yfir sér hresshega persónuleg-
an brag og er hið áheyrhegasta. Þetta verk er á diskinum flutt af Colon-
ial Symphony í New Jersey. Flutningur hennar er þokkalegur en ekki
meira en svo. í raun og vem er flutningur Sinfóníuhljómsveitar æskunn-
ar á Peheas mun betri og er þó verkið einnig meira krefjandi.
Tónhstin á þessum diski er vel þess virði fyrir tónlistaráhugafólk að
eiga hana. Þetta em verk sem máh skipta. Sérstaklega mun þó diskurinn
höfða th þeirra sem hafa áhuga á að fylgjast með framgangi Sinfóníuhljóm-
sveitar æskunnar og því merka starfi sem hún innir af hendi í íslensku
tónhstarlífi.