Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 12
12
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
Spumingin
Hefur þú farið
á útihátíð?
Þórður Bragason rafeindavirki: Alla-
vega tvisvar. Það var stórkostlegt.
Birna Pálína Einarsdóttir nemi: Nei,
ég hef aldrei farið á útihátíð. Mig
langaði dálítið til Eyja núna en ég fór
á Búðir. Þar er mjög fallegt.
Lárus Páll Óskarsson, starfar á Sið-
fræðistofnun HÍ: Já, ég hef farið á
útihátíð. Ég var á fermingaraldrin-
um og ég sló í gegn.
Tryggvi Gunnarsson matsveinn: Ég
er búinn að fara á allar þessar fyllir-
íssamkomur. Mér finnst þetta pen-
ingasóun. Maður er að borga tugi
þúsunda fyrir að fá að ráfa um ein-
hvers staðar blindfullur.
Stefán Flego múrviðgerðarmaður:
Já, en það er langt síðan. Útihátíðir
eiga rétt á sér.
Björn Jónsson öryrki: Já, ég hef gert
það. Fólkið mætti fara betur með
landið á slíkum hátíðum.
Lesendur
Norðmenn og
vísindaveiðarnar
Konráð Friðfinnsson skrifar:
Eftir nokkurt hlé hófu Norðmenn
að veiða hrefnu á ný. Og nú í vísinda-
skyni. Það var eins og við manninn
mælt, strax og Greenpeace frétti af
þessu mönnuðu þeir skip sitt og
stímdu sem leið lá til fundar við
hvalafangarana.
Strax og málið var heyrinkunnugt
fór að bera á skjálfta hjá viðskipta-
vinum Norðmanna í útlöndum. Og
muni ég rétt tapaðist þegar á fyrstu
dögum veiðanna samningur að upp-
hæð um 500 millj. króna. Einnig er
greinilegt að talsverð andstaða er
ennþá í gangi víðs vegar í heiminum
gegn þessum veiðum. Einn banda-
rískur þingmaður lét t.d. hafa eftir
sér nýlega að veiðar á hvölum ætti
alfarið að banna. Væru enda svo fal-
legir, greindir og skemmtilegir að
þeim bæri að hampa fremur en hitt.
Og þegar háttsettir menn taka sér
þvílík orð í munn er ekki von á góðu
og öll umræða komin á hættustig.
En talandi um gáfur ofangreindra
dýra vil ég benda á þaö að þegar
styggð kemur að þessum skepnum
bregðast þær við henni með afar ein-
kennilegum hætti (og ekki ýkja rök-
vísum). í stað þess að synda beint af
augum burt frá aðsteðjandi hættu
(t.d. hvalveiðiskipi), sem væri leikur
einn fyrir svo stóra skepnu að hrista
af sér, krusar hún hins vegar sjóinn
og snýr jafnvel í átt að háskanum er
hún áður flúði og beint á vit dauð-
ans. - Þetta er nú allt vitið. En nóg
um það.
Þessa dagana hefur Hafró legið
undir stöðugu ámæli sökum hinna
ónákvæmu mælinga er sagðar eru
eiga sér stað innan veggja stofnunar-
innar um nytjastofnana við landið.
Eru þó fráleitt allar mælingar henn-
ar út í hött og má þar benda á hinar
viðamiklu hvalarannsóknir sem
fram fóru fyrir fáeinum árum. Má
styðja það þeim rökum að menn sáu
með eigin augum dýrin er telja átti.
Og öðruvísi var reyndar ekki hægt
eða illgerlegt að kasta á þau tölu. Og
ennfremur til að minnka hættuna á
að tvítelja sömu skepnu var sporður
hennar myndaður. Þá er hægt að
aldursgreina hvern einstakling fyrir
sig og greina sundur.
Við höfum því haldgóða þekkingu
á þessum stofnum og vitum nú að
sumir þeirra þola einhverjaveiði. Því
er krafan sú nú að hvalveiðar hefjist
ekki seinna en nú þegar. Við gætum
t.d. byrjað á því að metta innanlands-
markað og í það dæmi þarf eflaust
nokkra tugi skutlaðra dýra. - Það
yrði prýðis góð upphitun fyrir átökin
næsta sumar er veiðarnar hefjast af
fullum krafti.
RÚV og skotsilf ur stjúpmóðurinnar
Haraldur Guðnason skrifar:
Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri
RÚV, sagði í blaðagrein fyrir nokkru
að stjúpmóðurlega sé búið að Ríkis-
útvarpinu með skotsilfrið og þá
væntanlega stofnuninni aUri. Enn
stendur skrifað hjá Sveini að fyrir
nokkrum árum hafi verið samþykkt
„að lífeyrisþegar og aðrir bótaþegar
skyldu verða undanþegnir því að
greiða afnotagjöld". Þetta leiðrétti
innheimtustjóri RÚV strax í svar-
grein.
Ég hef verið útvarpsnotandi frá
1936-1992 og borga enn fullt gjald,
um 20 þús. kr. Ég vil nota tækifærið
og mótmæla þessari „bótaþega"-
nafngift á okkur gamla fólkið sem
höfum greitt í tryggingamar í 40 ár.
Bótaþegi útleggst samkv. Oröabók
Menningarsjóðs „sá sem þiggur". -
Þetta minnir á ölmusu.
Æth RÚV verði ekki að sætta sig
við að skera niður eins og landsfeð-
umir krefjast? En þá mætti spara
eftirfarandi: Leggja niður óþarft
embætti fréttaritara í Kaupmanna-
höfn. Fækka fótboltafréttamönnum
og fá þeim brýnni störf. Leggja niður
popprásina. Og á meðan Rikisút-
varpið flytur endurtekið efni 60-70
sinnum á viku ætti ein rás aö duga.
Auk þess er símaútvarps-síbyljan
orðin ærið leiðigjörn. En vafalaust
fá einhverjir útrás fyrir sálartetrið
sitt þótt almennum hlustendum
komi orðagjálfrið lítið við, svona yf-
irleitt.
Þorskstof ninn þarf að f riða
Einar Eiríksson skrifar:
Þetta fiskifriðunartal og öll um-
ræðan og deilumar sem staðið hafa
vegna fyrirhugaðra aðgerða til að
vemda þorskstofninn er orðið hlægi-
legt. í fyrstu snerist öll umræðan um
Alllr sammála Hafró eftir allt?
það hve langt skyldi ganga í að friða
þorskinn. Flestir, sem létu í sér
heyra, að undanskildum vísinda-
mönnum Hafrannsóknastofnunar,
vildu ganga sem skemmst í afla-
skerðingunni. Sjómenn sögðust vilja
250 þús. tonna veiði, alls ekki minna
er 230 þús. tonn. Flestir stjómmála-
menn fylgdu þeim að málum, at-
kvæðanna vegna, og þorðu ekki að
slá fram neinni ákveðinni tölu þótt
vísindamenn segðu að 150 þús. tonna
aflamarkið væri ákjósanlegast.
Síðan staðfestir sjávarútvegsmála-
ráðherra 205 þús. tonnin. Við það
dettur niður umræðan um tonna-
fjöldann. í dag er líkt og aldrei hafi
staðið nein deila um leyfilegan
þorskafla. Ef eitthvað er þá segja
menn nú hver í kapp við annan (þeir
sem á annað borð hafa ekki gleymt
tonnafjöldanum) að fara hefði átt að
tillögum fiskifræðinganna! - Jafnvel
Vélstjórafélag íslands sendir frá sér
ályktun í þessum dúr. Þingflokks-
formaður Kvennalistans er sömu
skoöunar og enn fleiri.
Og nú er aflamarkið ekki mál mál-
anna. Heldur hitt að nú verði komið
myndarlega til móts við aðila sjávar-
útvegsins með því að útdeila úr Hag-
ræðingarsjóði til þeirra sem verst
eru settir í atvinnugreininni. Semsé
gömlu slagorðin eru í fullu gildi.
„Ríkisvaldið verði aö jafna áfallið,"
„ríkið verði að skapa grundvöllinn"
og „ríkið verði að skapa skilyrði fyr-
ir útgerðina." En er eldd máliö ennþá
einfaldlega það að við höfum ofveitt
þorskinn og hann þarf að fá hvíld. -
Hví leggja ekki þessir málglöðu
menn það eitt til að þorskurinn verði
friðaður að fullu í svo sem tvö ár?
Þetta er tillaga sem heyrast þarf á
Alþingi fremur en að stofnanir og
sjóðir sjái um atvinnurekstur ein-
stakra fyrirtækja í landinu.
Heildarstofn, veiði og nýliðun þorsks
72'73'74 "7576 '85'86 '88'89 '90'91
senntala
Guðsteinn skrifer:
Ekki er það stórmannlegt að
ætla að láía slag standa og koma
sökinni mn óskráðan innflutning
á gjaldeyri fráMoskvuherrunum
á látinn mann. Þeir menn eru þó
til sem geta látið skjölin um
Kremlarpeningana tala. Og vist
; er um það að ýmsir þeirra taka
að svitna þegar gullbræðsluofn-
mn
sxna
■ óspuröur.
Gísli Einarsson skrifar:
Ég get verið sammála bæði Ól-
afi Ragnari Grímssyni og Davíð
Oddssyni i umræöunni um afla-
heimildir Hagræöingarsjóðs og
ákvörðunixmi um það aö fela
Byggðastofnun atlrugun á vanda
sjávax-útvegsins. - Sammála Ólafi
um að þaö sé „hálfgert grin“ að
ætla Byggðastofnun að taka á
vandanum, það sé ekki viðfangs-
efni Byggðastofnunar heldur rík-
isstjórnarinnar. - Og sammála
Davíð um að Byggðastofhun geri
fatt af vitl
Málið er einfaldlega það að
minu mati að hvorki Byggða-
stofnun né Hagræðingarsjóöi er
málið skylt. Þeta er einfaldlega
mál útgerðanna sjálfra, hverrar
fyrir sig, rétt eins og i hverjum
öðrum atvinnurekstri.
Jóhannes Guðmundsson hringdi:
Það er sannarlega ekki geisla-
baugur yfir mannorði þeirra sem
tóku á móti íjárstyrk frá valdhöf-
um í Kremlarkastala á árum áð-
ur. Að visu er aðeins einn sagður
hafa haft þar milligöngu og er sá
ekki lengur til frásagnar. Þar sem
enginn hefur enn kannast við að
hafa vitað um fjármagnsflæðið
frá Sovétríkjunum er varla hægt
að draga aðra ályktun en þá áð
Rússagulliö hafi allt runnið til
einkanota þess sem tók við fénu.
Hægfara í umferð
A.A. hringdi:
Ég vil lýsa ánægju minni með
nýjar reglur sem takmarka um-
ferð dráttarvéla og vinnutækja á
götum borgarinnar. Eitt vantar
þó upp á. Það hefði mátt gefa út
leiöbeiningar fýrir ökumenn bif-
reiða af Skoda- og Lödu-gerð en
þær bifreiðategundir eru orðnar
ímynd umferðartregðu á götun-
um Ég veit ekki hvort um er aö
kenna persónuleika þeirra sem
þessum bílum aka eða heimanað-
fylgjandi og meðfæddum kvillum
bifreiðanna en það er athyglis-
vert að ávallt er löng halarófa
bíla á eftir þeim, líkt og eftir
vinnuvélunum áður.
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Þessar hugrenningar mínar
voru færðar í letur er ég stóð á
Heiðmörk einn sólardaginn og
naut náttúru móður jarðar og
himnafoðurins þar sem lifið varö
til í atlotum ástfanginna himin-
hnatta, að sögn rnargra spekinga.
- Oft tala menn um önnur dýr
merkurinnar sem væru þau
skynlausar skepnur.
Skammt frá lágu niu strengir
rafmagns á háum burðarstólp-
um. En svo varð mérlitið á meist-
araverk í klettaborgimxi. Þar
haföi ein veran líka lagt sína
strengi. - Og hvílíkir útreikning-
ar! En sú stærðfræðisnilld! Þama
fór bæði stærðfræði- og verk-
fræðingur án þess að hafá papp-
íra upp á þekkíngu sína úr
mennskum skóla. Þarna giitraði
á vefinn á milli klettanna. Þetta
úthugsaða meistaraverk minnti
mig á smæð mína og vankunn-
áttu, og allra annarra einstakl-
inga minnar tegundar, frammi
fyrir kóngulónni i móanum.