Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 40
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: S{mi (
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
Flúðasel:
Haglabyssu og
rifflum stolið
Brotist var inn í geymslu í fjölbýlis-
húsi við Flúðasel í Reykjavík í gær.
^Þaðan var stolið 4 stórum skotvopn-
um með öllu tilheyrandi, að skotfær-
um undanskildum. Byssurnar og lás-
amir að þeim voru í rammgerðum
járnskápum sem voru brotnir Upp.
Hér er um Mossberg haglabyssu
númer 12 að ræða, fimm skota Moss-
berg riffil, fimm skota Winchester
rifíil 243 og fimm skota Winchester
riffil 3030.
RLR rannsakar þjófnaðinn og ósk-
ar eftir upplýsingum fólks um
mannaferðir í Flúðaseli í gær.
-bjb
Þrjár íkveikjur
Eldur kom upp í geymslurisi þrí-
ríyfts íbúðarhúss við Hverfisgötu í
Reykjavík í nótt. Slökkvilið kom á
vettvang um eittleytið og slökkvi-
starfi lauk tveim tímum síðar. Engan
sakaði í brunanum. Skemmdir urðu
nokkrar í risinu en engar í þeim
þrem íbúðum sem eru í húsinu. Talið
er fullvíst að kveikt hafi verið í hlut-
um sem lágu á miðju gólii í geymslu
í risinu. Þetta er þriðja íkveikjan á
höfuðborgarsvæðinu á sólarhring. í
gærmorgun var kveikt í bílaparta-
sölu í Kópavogi og nýbyggingu Árt-
.únsskóla á Ártúnshöföa.
Leigubílstjóri tilkynnti um reyk frá
risinu. íbúar voru í tveim fyrstu
hæðunum og var vísað út úr húsinu.
Rafmagn þurfti að taka af húsinu þar
sem reykkafarar fengu rafmagns-
stuð þegar upp í risið var komið.
-bjb
NM í skák:
Þungur róður
LOKI
Maðkakóngurinn var
greinilega ekki
við Reynisvatn.
Slepptu 300 horuðum
eldisloxum i vatmð
„Það var sleppt 300 löxum i vatn-
iö og fyrsta kvöidið sá ég um 60
fiská dauða um allt Reynisvatnið,"
sagði Þórír Ó. Halldórsson, sumar-
bústaöareigandi við Reynisvatn, í
gærkveldi. Fyrir fáum dögum var
sleppt um 300 eldislöxum í vatnið
og flestir hafa laxarnir drepist
nuna.
„Eg iabbaði hring í kringum
vatnið næsta dag og sá á núiii 30
og 40 laxa úti um allt vatnið. Það
var mikill ófógnuður að sjá þetta.
Það er leirbotn í vatninu og ég held
að þaðþýöi ekki að seija lax í vatn-
ið. Fiskurinn kemst hvergi. Þetta
var líka grindhoraður eldislax. Ég
sá veiöimann veiöa einn tyrir fáum
dögum og laxinn var tveggja punda
tittur,“ sagði Þórir.
Fyrir skömmu tóku tveir Reyk-
vikingar Reynisvatn á leigu bjá
borgarráði Reykjavikur og slepptu
300 eldislöxum í vatnið. Þama átti
að leyfa stangaveiði en það fékk
snöggan endi.
„Það er rétt að þessi laxveiði í
Reynisvatiú fékk skjótan endi,
næstum allir laxamir eru dauðir
núna. Fáir eru lifandi eftir í vatn-
inu, kannski 5 til 10 laxar,“ sagði
Guðbrandur Jónatansson, annar
þeirra sem setti laxinn 1 vatnið, í
gærkveldi í samtah við DV.
„Við íundum 104 laxa dauða eftir
fyrsta dagtnn og miklu tleiri hafa
fundist síðan. Við fengum þennan
lax frá Eldisfiski sf. í Þorlákshöfn
og þetta var handvömm hjá þeim.
Fiskurinn var fóðraður rétt áður
en við fengum hann en það má alls
ekki. Það á að svelta hann í þrjá
daga áður. Viö teljum að vatnið
henti vel i þetta og ætlum að reyna
þetta næsta sumar með lax. Þessir
laxar kostuðu á þriðja hundrað
þúsund. Það voru komnar pantanir
fyrir 300 veiðileyfum svo að áhug-
inn var nógur en við reynum bara
aftur,“ sagði Guðbrandur í lokin.
-G.Bender
Tvítug kona á þjóðhátíö:
Kærir mann fyrir
kynferðisáreitni
Margeir Pétursson vann biðskák
sína við Finnann Westerinen úr 7.
umferðinni á Norðurlandamótinu í
skák í Svíþjóð í gær. Fyrsti vinningur
hans á mótinu og Margeir hefur nú
3 vinninga. Þá vann Svíinn Ferdin-
and Hellers biðskák sína við Danann
Lars Bo Hansen og náði við það efsta
sætinu með Simen Agdestein, Nor-
egi.
Báðir hafa 5 v. Hellers hefur komið
mjög á óvart á mótinu, vann t.d.
Agdestein í 1. umferðinni og hefur
teflt við alla efstu mennina. í 3.-4.
sæti eru Jóhann Hjartarson og Helgi
Ólafsson með 4 'A v. Jón L. Árnason
er í 5.-7. sæti með 4 v. Tveir efstu
komast á millisvæöamót og verður
róðurinn því þungur hjá íslending-
unum í lokaumferðunum tveimur.
8. umferðin verður tefld í dag og
ef að líkum lætur teflir Helgi þá við
Agdestein. Helgi vann gömlu kemp-
una, Bent Larsen, Danmörku, í 6.
' umferð. -hsím
Rannsóknarlögreglan í Vest-
mannaeyjum hefur til meðferðar
kæru frá tvítugri konu á hendur
karlmanni á fertugsaldri fyrir kyn-
ferðislega áreitni á þjóðhátíðinni í
Eyjum. Konan gaf lögreglunni lýs-
ingu á manninum en hann hefur
ekki náðst.
Konan var að skemmta sér í Brekk-
unni í Heijólfsdal þegar karlmaður
á fertugsaldri kom aftan að henni og
fleygði henni í jörðina. Að sögn kon-
unnar fór maðurinn að þukla á henni
og var með hótanir um að ná fram
vilja sínum, en tókst ekki.
Alls komu upp fjögur nauðgunar-
mál um helgina og fjórar nauðgun-
artilraunir vegna útihátíða. Auk of-
angreindrar kæru hefur a.m.k. ein
nauðgunartilraun í viðbót verið
kærð. -bjb
Fer í brotajárn
Ánamaðkar eru misstórir og sumir sem koma upp úr moldinni geta verið verulega langir og digrir. Anamaðkur-
ínn sem Baldur Björgvinsson fann í höfuðborginni slær þó allflesta út hvað lengd varðar. Sá sivali er yfir 40 cm
langur þegar haldið er í sitt hvorn endann á honum. Þessi risaánamaðkurinn kom í ieitirnar þegar Baldur var að
afla maðka til beitu. DV-mynd: BG.
Danska skipiö Erik Boye, sem
strandaði í Breiðdalsvík og hggur þar
við bryggju, hefur verið selt fyrir-
tækinu Dráttarskip hf. á Siglufirði.
Til stendur að draga það í shpp á
Neskaupstað og selja síðan í brota-
járn. Það var danska tryggingafyrir-
tækið Skuld sem seldi Siglfirðingun-
um skipið og þurfti það, aö sögn for-
áðamanns Dráttarskipa hf., að borga
með því. Fleiri tilboð bárust í skipið.
-HK
Veðrið á morgun:
Vestlaeg átt
ogvíða
strekkingur
Á hádegi á morgun verður vest-
læg átt og víða strekkingur. Skýj-
að og dáhtil súld með köflum
vestan til. Skúrir á Suðurlandi
en léttskýjað í öðrum landshlut-
um. Hiti 10-16 stig.
Veðrið í dag er á bls. 36.
borgarar
Kgntucky
Rried
Chicken
4
4
4
4
4
4
4
4