Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. 5 Úttekt á tekjum ráðherra og ráðuneytisstjóra: Fréttir Ráðherrarnir eftirbátar undirmanna sinna Ráðuneytisstjórar höfðu nær allir hærri tekjur en ráðherrar á síðasta ári. Á núvirði voru mánaðartekjur stjóranna um 404 þúsund krónur en ráðherrarnir fengu að jafnaði um 20 þúsund krónum minna á mánuði. Samkvæmt álagningarskrá, sem nú liggur frammi, var Sighvatur Björgvinsson tekjuhæsti ráðherrann á síðasta ári, með um 612 þúsund krónur á mánuði. Að sögn Sighvats unir hann ekki þessari álagningu, enda áætluð, og ætlar að kæra hana. Sá ráðherra sem næstmestu tekj- Útsvar skv. álagningu '92 í þús. kr. Tekjur á mán. '91 í þús. kr. Davfð Oddsson forsætisráðherra 443 551 Ólafur Davíðsson, ráðunstj. forsætisráðuneyti 491 610 Þorsteinn Pálss., sjávar-, dóms- og kirkjumálaráðh. 226 282 Árni Kolbeinsson, ráðunstj. sjávarútvegsráðuneyti 310 385 Þorsteinn Geirss., ráðunstj. dóms- og kirkjumráðun. 447 464 Halldór Blöndal, landb.- og samgönguráðherra 271 • 314 Ólafur S. Valdimarsson, ráóunstj. samgönguráðun. 255 318 Sveinbjörn Dagfinnss., ráðunstj. landbúnaðarráðun. 249 309 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra 277 345 Magnús Pétursson, ráðunstj. fjármálaráðun. 312 387 Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra 271 322 Knútur Hallsson, ráðunstj. menntamálaráðun. 262 326 Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra 274 341 Þorsteinn Ingólfsson, ráðunstj. utanríkisráðun. 299 372 Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra 280 333 Björn Friðfinnsson, ráðunstj. iðn,- og viðskiptar. 303 377 Sighvatur Björgvinsson, heilbr,- og tryggingaráöh. 474 589 Páll Sigurðsson, ráðunstj. heilbr,- og tryggingar. 284 367 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra 239 297 Eiður Guðnason umhverfisráðherra 255 318 Ráðherrar og ráðuneytisstjórar framreiknaðar mánaðartekjur í þús. króna á árinu 1991 miðað við verðlag í júlí 1992 - Davíð Oddssor Ólafur Davíðsson Þorsteinn Pálsson Árni Kolbeinsson Þorsteinn Geirsson Halldór BlöndaT Ólafur S. Valdimarss.~ Sveinbjörn Dagfinnss._ Friðrik Sophusson Magnús PeturssorT Ólafur G. Einarsson_ Knútur Hallsson Jón B. Hannibalss' Þorsteinn Ingólfss^ Jón Sigurðsson Björn Friðfinnsson Sighvatur Björgvinss. Páll Sigurðsson Jóhanna SigurðarcL_ Eiður Guðnason | 572 Forsætisráðherra » 634 Ráðuneytisstj.forsætisráðun. □ 292 Dóms-, kirkju- og sjávarútvegsráðherra '."1 ': ' "' : "\ 400 Ráðuneytisstj. sjávarútvegsráðun. | 464 Ráðuneytisstj. dóms- og kirkjumálaráðun. □ 326 Landbúnaðar- og samgönguráöherra □ 330 Ráöuneytisstj. samgönguráðun. ] 321 Ráðuneytisstj. landbúnaðarráðun. I 358 Fjármálaráðherra 1 402 Ráðuneytisstj. fjármálaráðun. ] 335 Menntamálaráðherra 3 339 Ráðuneytisstj. menntamálaráðun. ZU 354 Utanrikisráðherra : ■ : -:-i 387 Ráðuneytisstj. utanrikisráðun. □ 346 Iðnaðar- og viðskiptaráðh. ■■■■■ ■■■■■■■■ i 391 Ráðuneytisstj. iðnaðar- og viðskiptaráð. □ 612 Heilbrigðis- og tryggingar. ID 367 Ráðuneytsisstj. heilbrigðis-og tryggingaráð. 308 Félagsmálaráðherra i 330 Umhverfisráðherra urnar hafði var Davíð Oddsson með 572 þúsund krónur á mánuði, en að hluta til eru þessar tekjur vegna starfa hans fyrir Reykjavíkurborg. Tekjulægstur var hins vegar Þor- steinn Pálsson með 292 þúsund. Hvað ráöuneytisstjórana varðar var Þorsteinn Geirsson í dómsmála- ráðuneytinu með mestu tekjurnar i fyrra, eða um 464 þúsund krónur á mánuði. Er þá undanskilinn Ólafur Davíðsson í forsætisráðuneytinu enda tók hann ekki við starfi sínu í Stjórnarráðinu fyrr en á þessu ári. Næsthæstar tekjurnar hafði Magnús Pétursson í fjármálaráðuneytinu eða um 402 þúsund á mánuði. Tekju- lægstur var hins vegar Sveinbjörn Dagfinnsson í landbúnaðarráðu- neytinu með 321 þúsund. Ekki má blanda saman hugtökun- um tekjur og laun. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær voru gefnar upp, eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekjurnar mið- ast við síðastliðið ár og framreikn- ingur á þeim byggist á tæplega 3,8 prósent hækkun framfærsluvísi- tölunnar, frá meðaltali 1991 til júlí- mánaðar 1992. -kaa/ari Úttekt á tekjum apótekara: Stærstu apótekararnir hafa svimandi tekjur Apótekarar hafa enn svimandi há- ar tekjur þrátt fyrir sparnaðarað- gerðir heilbrigðisráðuneytis í lyf- sölumálum. Tekjur þeirra eru hins vegar mismiklar og fer það að mestu eftir stærð apótekanna enda eru tekj- ur apótekara ekki laun þeirra. Nær væri að líta á þær sem veltu. Samkvæmt samantekt DV eru sex tekjuhæstu apótekararnir starfandi í Reykjavík. Hæstur er Stefán Sigur- karlsson í Breiðholtsapóteki með ríf- lega 1,6 milljónir í mánaðartekjur. Þá koma Andrés Guðmundsson í Háaleitisapóteki, ívar Daníelsson í Borgarapóteki, Ingólfur Lilhendahl í Holtsapóteki, Kristján P. Guðmunds- son í Vesturbæjarapóteki og Sigurð- ur G. Jónsson í Austurbæjarapóteki. Þessir sex apótekarar höfðu að meðaltali ríflega 1,3 milljónir í mán- aðartekjur árið 1991. Athygli vekur að í sambærilegri samantekt DV í fyrra voru sex hæstu apótekararnir með um 1,6 milljónir í mánaðartekj- ur. Á núvirði hafa stærstu apótekar- arnir því hver um sig orðið af tæp- lega 300 þúsund króna mánaðartekj- um. Einnig kemur í ljós í úttektinni að tekjur apótekara á landsbyggðinni eru mun lægri en starfsbræðra þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Þann- ig er til dæmis formaður Apótekara- félags Islands, Jón Björnsson á Akra- nesi, einn sá tekjulægsti í þessari úttekt með um 344 þúsund krónur á mánuði. Gera má ráð fyrir að ýmsir apótekarar í dreifbýlinu hafi enn minni tekjur. Ekki má blanda saman hugtökun- um tekjur og laun. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær voru gefnar upp, eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekjurnar mið- ast við síðastliðið ár og framreikn- ingur á þeim byggist á tæplega 3,8 prósent hækkun framfærsluvísi- tölunnar frá meðaltah 1991 til júlí- mánaöar 1992. -kaa/ari Útsv. skv. álagn- ingu '92 í þús. kr. Tekjur á mán. '91 í þús. kr. Tekjurá mán. '91 fram- reikn. til verðl. i júlí'92 Stefán Sigurkarisson, Breiðholtsapóteki 1.262 1.570 1.631 Andrés Guðmundsson, Háaleitisaþóteki 1.120 1.394 1.447 ívar Danfelsson, Borgarapóteki 1.107 1.377 1.430 Ingólfur Lilliendahl, Holtsapóteki 1.077 1.340 1.391 Kristján P. Guðm., Vesturbæjarapóteki 831 1.034 1.074 Sigurður. G. Jónsson, Austurbæjarapóteki 767 954 991 Vigfús Guðmundsson, Húsavfkurapóteki 539 598 621 Werner Rasmussen, Ingólfsapóteki 527 656 681 Kristinn Gunnarsson, Borgarapóteki 484 538 559 Baldur Ingimarsson, Stjörnuapóteki, Ak. 466 539 560 Kjartan Gunnarsson, Iðunnarapóteki 404 503 522 Halldór Magnússon, Selfossapóteki 386 429 445 Ásbjöm Sveinsson, isafjarðarapóteki 356 395 410. Óli Þór Ragnarsson, Dalvíkurapóteki 355 394 409 Jón Björnsson, Akureyrarapóteki 298 331 344 Sigurður Ólafsson, Reykjavíkurapóteki 244 304 316 Útsvar skv. álagn- ingu '92 í þús. kr. Tekjurá Tekjurá mán. '91 í mán. '91 þús kr. fram- reikn. til verðl. í júlí'92 Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ 743 924 960 Kristján Ragnarsson.formaðurLÍÚ 617 767 797 Þórarinn V. Þórarinsson, framkvstj. VSi 471 586 608 Einar Oddur Kristjánsson, fyrrv. form. VSÍ 389 433 449 Magnús L. Sveinsson, form. VR 362 451 468 Haukur Halldórsson, form. Stétt. bænda 354 409 425 Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ 302 375 390 Gunnlaugur Júlíuss., hagfr. Stéttars. bænda 282 351 364 Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfr. LlÚ 271 337 350 Hannes G. Sigurðsson, hagfr. VSi 258 321 333 Ari Skúlason, hagfr. ASi 224 278 289 ÓskarVigfússon.form. Sjómannasamb. isl. 209 260 270 Björn Arnórsson, hagfr. BSRB 203 253 263 Guðmundur. J. Guðmundss., Dagsbrún 187 233 242 Ögmundur Jónasson, form. BSRB 171 212 220 Sigríður Kristinsdóttir, form. SFR 118 147 153 Björn Grétar Sveinsson, form. VMSl 148 165 171 Úttekt á tekjum forkólfa vinnumarkaðarins: Kaup og kjör launþega í höndum hálaunamanna Ef tekjur launþega ættu að verða þær sömu og þeirra forkólfa vinnu- markaðarins sem hæstar hafa tekj- urnar þyrftu þær að aukast aht að sextánfalt. Samkvæmt úttekt DV hafði Magnús Gunnarsson, formað- ur VSÍ, að jafnaði um 960 þúsund krónur í mánaðartekjur á síðasta ári á núvirði. Fast á hæla formanni VSÍ koma félagar hans úr hópi atvinnurek- enda. Annað sætið vermir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, með 797 þúsund í mánaðartekjur og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, með 608 þúsund. Miðað við út- tekt DV í fyrra hafa mánaðartekjur Þórarins hækkað um tæplega 80 þús- und krónur og Kristjáns um tæplega 50 þúsund. Athygli vekur í þessu sambandi að fuhtrúi verkalýðsins, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, hefur hækk- að um tæpar 45 þúsund krónur í mánaðartekjum mihi ára. Hann hef- ur 390 þúsund kr. í mánaðartekjur. Þó fuhtrúar launþega séu upp til hópa nokkrir eftirbátar atvinnurek- enda væsir þó ekki um þá alla. Til dæmis hafði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um 468 þúsund í mán- aðartekjur í fyrra. Ögmundur Jónas- son, formaður BSRB, og Björn Grétar Sveinssom, formaður VMSÍ, eru hins vegar miklu lægri og eru hvor sínum megin við 200 þúsund .krónurnar. Fuhtrúi bænda, Haukur Halldórs- son, virðist hins vegar matvinnung- ur góður með 425 þúsund í mánaðar- tekjur. Ekki má blanda saman hugtökun- um um tekjur og laun. Um er að ræða skattskyldar tekjur á mánuði eins og þær voru gefnar upp, eða áætlaðar, og útsvar reiknast af. Tekj- urnar miöast við síðastliðið ár og framreikningur á þeim byggist á tæplega 3,8 prósent hækkun fram- færsluvísitölunnar frá meðaltah 1991 til júhmánaðar 1992. -kaa/ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.