Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
rJ' K‘^ ';Uf;
i>v LífsstOl
Heilsuspillandi efni við klæðningu húsa innandyra:
Lítið til af
reglum sem
banna eiturefni
Þaö er ekki til mikið af reglum hér á landi um efni sem bannað er að nota
við klæðningar innandyra. Fjölmörg efni í klæðningu innihalda eiturefni og
verða menn að nota grimu við uppsetningu þeirra til að forðast heilsuspil-
landi áhrif frá þeim. DV-mynd JAK
„Það er ekki til mikið af reglum
hér á landi varðandi efni sem bannað
er að nota við klæðningar húsa inn-
andyra. Það er heldur ekki til nein
byggingarfræðileg úttekt um þessi
efni. Það er bannað að nota asbest
og eins eru til reglugerðir varðandi
spónaplötur sem tilgreina leyfilegt
magn formaldehýðs, en þessi efni
geta verið skaðleg mönnum. í flest-
öllum vestrænum ríkjum er þessu
eins farið, þar er ekki búið að setja
mikið af reglum heldur," sagði Víðir
Kristjánsson, deildarstjóri hjá
Vinnueftirhti ríkisins, í samtaU við
DV.
„Við höfum gefið út bækhng hjá
Vinnueftirlitinu sem fjallar um
húsasótt þar sem gefnar eru ráðlegg-
ingar. Þar er fjaUað um nokkur efni
sem er mjög algengt að geti valdið
vandamálum innanhúss og hvernig
menn eiga að bregðast við því. Þau
efni eru í raun ótalmörg.
Neytendur
Það eru til svoköUuð mengunar-
mörk hér á landi eins og annars stað-
ar en þeim er aðaUega beint að þeirri
mengun sem myndast við iðnaöar-
starfsemi. Varðandi íbúðarhúsnæði,
þá er lítið til af reglum, hvort sem
um er að ræða þær reglur sem gilda
erlendis eða hérlendis.
Ýmis efni eru heUsuspUlandi eins
og til dæmis formaldehýð í hörplöt-
um og krómefni í sementsklæðning-
um. Krómið hefur verið vandamál
hjá múrurum vegna ofnæmis en er
skaðlaust íbúunum. Nú er búið að
breyta efnasamsetningu krómsins í
sementi hér á landi, þannig að það
er ekki lengur ofnæmisvaldandi."
Þekkingin takmörkuð
„Þekkingin er ekki það mikil í dag
í þessum efnum að menn geti sett
örugg mörk varðandi leyfileg efni og
bönnuð. Danir eru sennilega komnir
lengst á sviði rannsókna um þetta
efni og hafa komið fram með tUlögur
um mörk sem setja á. Þau hafa samt
ekM náð alþjóölegri samþykkt.
Ég veit ekki tU þes að neitt sé tekið
á þessum málum í EES ákvæðum en
hvert land getur sett sér strangari
reglur en gert er innan EES. Sums
staðar erlendis er tekið á þessu í
byggingarreglugerðum. Þar eru
menn með þetta mest í formi leið-
beininga en ekki neinar reglur. Mjög
htlar rannsóknir hafa verið gerðar í
þessum málum hér á landi. Þó hafa
veriö gerðar úttektir á einstaka hús-
um eins sem talin eru geta verið
hættuleg heUsu manna eins og tU
dæmis útvarpshúsinu, en menn hafa
ekki fundið óyggjandi orsakir.
Því er ekki að neita að töluvert er
hringt og kvartað undan því að hús-
næði sé heUsuspUlandi en það er svo
erfitt að segja tU um það hvort van-
líðanin sé út af húsnæðinu eða ein-
hveiju öðru. Vanlíðanin getur lýst
sér í pest eða einhverju álíka og því
erfitt að ákvarða hver orsökin er.
- Er eitthvert eftirlit í gangi hér á
landi með innflutningi á klæðningar-
efni?
Asbestefni í klæðningu er bannað
og það myndi vera stoppað í tolhnum
en annaö efni yrði ekki stoppað.
Þaxrnig gæti verið að flutt sé inn
hingað heUsuspUlándi efni en maður
á bara ekki von á því að það sé gert,
vegna þess að menn vita nokkum
veginn um þaö hvað er óheilnæmt.
Við erum í óformlegu samstarfi við
umhverfisráðuneytið og Rannsókn-
arstofnun byggingariðnaðarins þar
sem er verið að reyna að taka á þess-
um málum þannig að þetta nái yfir
bæöi íbúðarhúsnæði og atvinnuhús-
næði. Samstarfið nær einnig til
hinna Norðurlandanna og til dæmis
verður hér á landi í september ráð-
stefna um vinnuumhverfismál. í
framhaldi af henni verða viðræður
um þetta vandamál sem viö erum að
ræða um hér. Það er því verið að
reyna að taka á þessum vanda en það
verður aUa tíð erfitt aö setja ná-
kvæmar reglur um þetta vandamál,"
sagði Víðir. -ÍS
Húsasótt er umdeilt fyrirbæri
- segir Ólafur Ólafsson landlæknir
„Þaö hafa verið gerðar vísinda- hvort það sé húsunum að kenna það hvort notuð séu skaðleg efni
legar tilraunir á fóUú sem hefur eða efnum í þeim eða hvort ástæð- við kleeðningu húsa innandyra þá
borið fram kvartanir vai-ðandí unnar sé að leita í sálarlifi fóUcsins má ekki gleyma því aö þaö skíptir
húsasótt. Með samanhurðarrann- sjálfs. Hitt er annað mál að það verulegumáliíhvemigformiefniö
sóknum, þar sem bornir eru saman neitar því enginn að hús geta verið er. Sum efni geta verið skaðleg í
hópar og hús, hefur gengiö treglega mjög óheilbrigð fil búsetu af ýms- lausu formi en eru skaölaus bundin
að fá einhveijar áreiðanlegar niö- um sökum. Húsasótt er hins vegar öðrum. Stundum er skrattinn mál-
urstöður,“ sagði Ólafur ðlafsson mjög umdeUt fyrirbæri. aður á vegginn í þessum efnum
landlæknir í samtali við DV. Mér er ekki kmmugt um að það þegar verið er aö tala um að notuð
„Það er oft erfitt að rekja það hafi verið gerð læknisfrceðileg út- séu skaðleg efni í veggklæðning-
þegar fólk finnur tíl krankleika, tekt á þessum málum. Varðandi ar,“sagðiÓlafur. -IS
Flutningur á áfengi, bjór,
tóbaki og iðnaðarvörum
Innkaupastofnun rikisins, f.h. Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins, óskar eftir tilboðum í flutning á áfengi, bjór, tóbaki og iðnaðar-
vöru frá Reykjavík til Akureyrar, Akraness, Ólafsvíkur, ísafjarðar,
Neskaupstaðar, Selfoss, Sauðárkróks, Siglufjarðar, Vestmanna-
eyja, Húsavíkur, Egilsstaða, Hafnar í Hornafirði og Seyðisfjarðar.
Ennfremur flutning á bjór frá Akureyri til Reykjavíkur, Húsavíkur,
Sauðárkróks, Egilsstaða, Seyðisfjarðar, Siglufjarðar og Neskaup-
staðar.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja-
vík. Tilboð berist á sama stað eigi síðar en kl. 11.00 þriðjudaginn
14. ágúst nk., þar sem þau verða opnuð i viðurvist viðstaddra
bjóðenda.
IIMNKAUPASTOFNUIM RIKISINS
BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK
Laugardaginn 1.08. 1992 Flokkur: J
Vinningsupphæð: Fjöldí:
Nr. 117873 Kr. 1.035.656,- 1
Nr. 0543 Kr. 25.884,- 2
■
Nr. 20 Nr. 69 Nr. 86 Nr. 98 J > Kr. 501,- 258
Lukkupotturinn er nú 207.072 Kr.
Aukablað
Tómstundir
og útivist
Miðvikudaginn 19. ágúst nk. mun
aukablað um tómstundir og útivist
fylgja DV.
í þessu blaði verður m.a. Qallað um skotveiði-
ferð á Qrænlandi, gúmbátaferð niður Hvitá,
atferlisfræðingur hunda og katta tekinn tali, sigl-
ingar á skútum, kænum, seglbátum o.s.frv.
Allt um maraþon: upplýsingatöflur, viðtöl við
keppendur, kortaf Reykjavíkurmaraþoninu o. fl.
Einnig verður Qallað um línuskauta, mataræði,
veiði i ám og vötnum, hestamennsku,
svifdrekaflug, flugmódel o.fl. o.fl.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa
í þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við
Jensínu Böðvarsdóttur, auglýsingadeild DV, hið
fyrsta i síma 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 13. ágúst.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Auglýsingar- Þverholti 11 - Reykjavík