Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. 3. Fréttir ) ) i ) i ► i i 25.ÁGÚST - ÞRIDJUDAGUR: 13. ÁGÚST - FIMMTUDAGUR: 5. ÁGÚST - MIÐVIKUDAGUR: 17. ÁGÚST - MÁIMUDAGUR: 26. ÁGÚST - MIDVIKUDAGUR: 6. ÁGÚST - FIMMTUDAGUR: ÍSAFJÖRÐUR KL. 13.00 10. ÁGÚST - MÁIMIJDAGUR: SELFOSS KL. 13.00 12. ÁGÚST - MIÐVIKUDAGUR: HVERAGERÐI KL. 10.00 ÞORLÁKSHÖFIM KL. 15.00 HAUKAR KL. 10.00 FH KL. 15.00 18. ÁGÚST - ÞRIÐJUDAGUR: BREIÐABLIK KL.10.00 HK KL. 15.00 24. ÁGÚST - MÁIMUDAGUR: KR KL. 10.00 GRÚTTA KL. 16.00 FYLKIR KL. 10.00 LEIKIMIR KL. 15.00 27. ÁGÚST - FIMMTUDAGUR: ÞRÓTTUR KL. 10.00 ÍR KL. 15.00 28. ÁGÚST- FÖSTUDAGUR: VÍKIIMGUR KL. 10.00 STJARNAIM KL. 15.00 312 lendingar í Eyjum á mánudag Met í umferð um flugvöllinn í Vest- mannaeyjum var sett síðastliðinn mánudag, verslunarmannafrídag- inn. Á þjónustutíma flugvallarins frá kl. sjö að morgni til miðnættis lentu 312 flugvélar á vellinum. Það gerir átján flugvélar á klukkutímann og vel það. Ef allur sólarhringurinn er tekinn með í reikninginn má bæta viö 30 lendingum - þeim sem voru utan þjónustutíma. Á sama degi í fyrra voru lendingarnar 250. Einnig var sett met í farþegaflutn- ingum til og frá þjóðtíð, voru fluttir vel yfir 2.000 farþegar, en endanleg tala liggur þó ekki fyrir. í fyrra voru farþegar á sama tíma 1.800. Á flug- deildinni í Eyjum var því í nógu að snúast yfir helgina og þurfti að fá þrjá menn lánaða frá flugstjórn í Reykjavík til að geta annaö þessari miklu flugumferð. -HK „Paradísarheimt" hjákvígu undirSteinahlíð Ekið var á kvígu við bæinn Steina undir Steinahhð á Suðurlandsvegi aðfaranótt þriðjudags. Kvigan var ein á ferð þegar sendiferðabíl var ekið á hana og drapst hún nær sam- stundis. Þrír voru í sendaferöabílnum og þurfti að fara með annan farþegann til læknis með minni háttar áverka. Bílbeltin eru talin bjargvættur í þetta skipti. Sendiferðabíllinn er mikið skemmdur. Eins og kunnugt er er sögusvið skáldsögu Halldórs Laxness, Para- dísarheimt, m.a. undir Steinahlíð. -bjb Starfsmaður í Galtalæk rekinn: Talinn hafa drukkið Mál Sophiu Hansen: Sjónvarpsþáttur fyrsrréttarhöld Sophia Hansen kemur til lands- ins frá Tyrklandi í dag, þriðjudag. Hún sagði í samtali við DV i gær að verið væri aö vinna í hennar málum á fullu áður en réttað verður í Istanbúl 24. september. Gengið var frá því í gær að ný sjónvarpsstöð verði með hálftíma þátt um yfirráðamál Sophiu og Halims yfir dætrunum. Þátturinn verður sendur út skömmu fyrir réttarhöldin í haust. Sophia fékk ekki að sjá dætur sínar í Tyrk- landi um síðustu helgi. -bjb vín frá mótsgestum Starfsmaöur, sem vann við Bind- indismótið í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina, fékk reisu- passann á laugardeginum vegna gruns um að hafa tekið vín af móts- gestum til eigin neyslu. Kvartanir bárust til mótsstjóra frá ungum mótsgestum vegna heldur leiðinlegr- ar framkomu þessa starfsmanns. Að lokinni eftirgrennslan var honum vikið úr starfi. Ekkert vín var þó tek- ið af honum og að sögn Ólafs B. Jóns- sonar mótsstjóra er málinu lokið af hálfu mótshaldara. sýslumanns og verður væntanlega heflt niður. Ólafur sagði að annar starfsmaður hefði verið rekinn um helgina. Sá starfsmaður lét á fyrstu vaktinni passa sinn og einkennisbúning í hendur unghngs sem þekktur hefur verið að því að hafa orðið til vand- ræða. Sá ungi maður var varla búinn að snúa sér við á mótssvæðinu þegar lögreglan bar kennsl á hann. Ráða- bruggiðvarþvífljótlegaupplýst. -bjb BOLUNGARVÍK KL. 13.00 MOSFELLSBÆR KL. 10.00 FJÖLNIR (GRAFARVOGI) KL. 15.00 VALUR KL. 10.00 FRAM KL. 15.00 Umræddur starfsmaður, sem er um tvítugt, var einnig í Galtalæk í fyrra sem starfsmaöur. Þá var hann ekki til neinna vandræða. Á laugar- deginum kom upp orðrómur meðal unglinga á mótssvæðinu vegna hörkulegrar framkomu starfs- mannsins þar sem hann gekk um og tók vin af unglingum. Unglingamir sögðu hann hafa tekið vín til eigin neyslu en ekki tókst að sanna það. Kvartanir bárust hka frá samstarfs- mönnum vegna framkomu manns- ins. Ólafur B. Jónsson, mótsstjóri í Galtalæk, sagði í samtali viö DV að óvenju mikið áfengismagn heíði ver- ið tekið af mótsgestum. „Þar af leið- andi var ölvun lítil sem engin á svæð- inu,“ sagði Ólafur. Lögreglan á Hvolsvelh fór th baka frá svæðinu með um 7 kassa af bjór og um 10 htra af sterku víni. Áfengið er í vörslu Vífilfell hf, Coca Cola á íslandi, hvetur ungt og efnilegt íþróttafólk til að taka þátt í Knattþrautakeppninni og reyna þannig á hæfni, þol og þor. Vonandi verður þessi keppni til þess að efla ennfrekar áhuga og ástundun á heilbrigðum íþróttum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.