Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992.
■13
Sviðsljós
Sniglar til Evrópu
Keflavíkurflugvöllur:
Viðurkenning
fyrirvinnuvernd
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjum:
Vinnueftirlit Vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli fékk á dögunum við-
urkenningu fyrir vinnuvemdarstörf
á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargar
flotastöðvar við Norður-Atlantshafið
áttu möguleika á þessari viðurkenn-
ingu og er því um að ræða mikinn
heiður fyrir þá fimm íslendinga sem
hlut eiga að máh. Vinnueftirlitið á
velhnum vann einnig tíl þessarar
viðurkenningar fyrir tveimur áram.
Frá afhendingu verðlaunanna. F.v. eru Charles T. Butler, yfirmaður flota-
stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, sem afhenti verðlaunin, þá Hafsteinn B.
Hafsteinsson, Þorgrimur St. Árnason, Haukur Örn Jóhannesson, Þórður
Karlsson og Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits Varnarl-
iðsins.
SUZUKISWIFT
3 DYRA, ÁRGERÐ 1992
* Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
* Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið.
* Framdrif.
* 5 gíra. ________
* Verð kr. 726,000.-á götuna, stgr. SUZUKIBÍLAR HF.
3KEIFUNNI 17 • SlMI 685100
$ SUZUKI
UPUR OQ SKEMMTILÐ3UR 5 MANNA BÍLL
Pétur Kiistjánsson, DV, Seyðis&rðú
Nokkrir félagar í Bifhjólasamtök-
um lýðveldisins, Sniglunum, héldu
til meginlandsins með Norrænu á
dögunum. Blaðamaður var á staðn-
um við brottförina og tók sniglana
tali.
„Við ætlum aö keyra um Dan-
mörku, Noreg og Svíþjóð og tala við
allt mótorhjólafólk sem við rekumst
á. Það getur vel verið að við skrepp-
um niður til Þýskalands ef tíminn
leyfir."
- Nú hefur maður heyrt alls kyns
sögur um hrottaskap mótorhjóla-
klúbba erlendis. Eruö þið ekkert
smeyk við þess kyns fólk?
„Eftir því sem við höfum heyrt
hafa Sniglarnir fengið góðar móttök-
ur hjá öllum mótorhjólaklúbbum
þarna úti, meira að segja klúbbar
sem eru hverjir á móti öðrum taka
báðir á móti okkur í góðu. Sniglarnir
virðast vera vel liðnir enda stærstu
Suður-amerísk
indíánatónlist
á Púlsinum
Suður-amerísk stemning var alls-
ráðandi á veitingastaðnum Púlsinum
um helgina þegar þjóðlagasveitin
Titicaca frá Perú lék indíánatónlist
frá ýmsum löndum Suður-Ameríku.
Fjölmargir gestir hlýddu á leik
sveitarinnar og kunnu þeir vel að
meta tónlist hennar enda ekki oft
sem slíkir tónar heyrast opinberlega
á íslandi.
Titicaca-menn dvelja hér á landi
enn um sinn og þeir munu halda tón-
leika í Norræna húsinu á fimmtudag.
Ekki er annað að sjá en gestir Púlsins kunni vel aö meta suður-amerísku
sveifluna sem þar var um helgina þegar Inkahljómsveit frá Perú tróð upp
með leik og söng. DV-myndir JAK
Benni og Tása eru tvíburar af sankti bernharðs-kyni og því sömu tegundar
og hinn frægi ærslabelgur, Beethoven sem vekur mikla lukku i bióhúsum
þessa dagana. Benni og Tása létu sjá sig i Laugarásbiói á dögunum þar
sem myndin er sýnd. Tviburarnir vöktu mikla kátinu og var engu líkara en
Beethoven, hvuttinn sá, væri þar kominn i eigin hundspersónu.
Flughátíð var haldin í Múlakoti um
verslunarmannahelgina. Þar var
meðal annars sýnt listflug, vélflug,
svifdrekaflug, módelflug, fallhlifar-
stökk og margt fleira. Veður var
gott og haldin var grillveisla á laug-
ardagskvöldið. DV-mynd IJ
Hljóðfærin, sem liðsmenn Titicaca léku á, eru fremur sjaldséð við tónleika-
hald hér á landi, eins og þessi bambusflauta.
Sniglar á leið til útlanda. Þeir segjast ekki vera smeykir við erlendar n ótor-
hjólaklíkur enda séu Sniglarnir vel liðnir.
samtök sinnar tegundar á Norður-
löndum."
Fjölmenni
á flughátíð
í Múlakoti
MANNABRAUÐ
Mannabrauð eru bökuð úr lífrænt ræktuðu
spíruðu hveitikorni og eru framleiddar þrjár
tegundir, „FRUIT BREAD" (ávaxtabrauð),
„MULTIGRAIN BREAD" (fjölkornabrauð)
og „ONION BREAD" (laukbrauð). Upp-
skriftin er 2000 ára gömul og upprunin frá
Essenum. Mannabrauðeru mjög innihalds-
rík af vítamínum, fjölbreyttum kolvetnum,
steinefnum, prótínum og gæðatrefjum.
Brauðin eru bökuð við lágan hita svo öll
næringarefni varðveitist betur. Manna-
brauð innihalda engin geymsluefni, ger,
sykur, fitu né salt. Mannabrauðin eru 400
g og í hverjum 100 g eru 10,2 g trefjar.
Mannabrauð stuðla að betri meltingu og
hjálpa þér til betri heilsu.
NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN,
Laugavegi 25, simi 10263, fax 621901