Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 9
MIÐVTKUDAGUR'5.'ÁGÍJST 1992.
Utlönd
Utlendingar. sem handteknir
voru vegna gruns um glæpsam-
legt athæfi í Japan í fyrra, voru
fleiri en nokkru sinni áður og jap-
anska lögreglan verður að koma
á fót sérstökum sveitum til að fást
við vandann, segir í skýrslu lög-
reglunnar sem birtist í gær.
Alls voru um 300 þúsund manns
handteknir vegna gruns um
ýmsa glaepaiðju á siðasta ári og
þar af voru 4813 útlendingar, 62
prósentum fleiri en árið á undan.
í skýrslunni kemur fram að
flestir útlendinganna, sem voru
handteknir, hafi verið innílytj-
endur frá Asíu.
Stolin málverk
koma í leitirnar
íFrakklandi
Lögregla í Suður-Frakklandi
hefúr fundið fjögur málverk eftir
Matisse, Modigliani og Degas sem
var stolið af heimili auðkýfings á
Rivierunni í síöustu viku.
Málverkin fundust í bíl sem
haföi verið lagt nærri járnbraut-
arstöðinni i Nice og virtist það
vera í góðu lagi. Lögreglan fékk
upphringingu um hvar málverk-
in væri að finna.
Eigandi málverkanna var him-
iniifandi þegar hann frétti að þau
væru komin í leitirnar.
Heimildarmenn innan lögregl-
unnar sögðu síöar að maður væri
í haidi lögreglunnar vegna þjóin-
aöarins. Lögreglan er einnig aö
yfirheyra þjónustufólk auðkýf-
ingsins.
Svíar íhuga að
veitaflugræn-
ingja hæli
Sænska stjórnin íhugar nú
hvort hún eigi að veita sovéskum
flugræningja hæli í landinu.
Maðurinn var leystur úr fangelsi
i gær eftir að hafa setið af sér
helming fjögurra ára dóms fyrir
að ræna sovéskri flugvél og fara
með hana til Stokkhólms.
Menningarmálaráðuneytið,
sem sér um innflytjendamál í
Svíþjóö, sagði að dómstóliinn,
sem hefði dæmt manninn, heföi
mælt gegn því að hann yrði fram-
seldur til heimalands síns. Ræn-
inginn hafði fengið kvaðningu í
herinn skömmu áður en hann
framdi flugránið ásamt tveimur
öðrum ungum mönnum.
Rafmagnskiær
íEvrópuverða
allareSns
Rafmagnsstaðlaráð Evrópu
hefur ákveðið að rafinagnsinn-
stungur og tengiar i Evrópu verði
eins í öllum löndunum. Sam-
þykkt hefur verið að hefja hönn-
un á saraeiginlegu evrópsku
kerfi.
Nýju klæmar og innstungum-
ar verða eins lítil og einfóld í
framleiðslu og möguiegt er. Búist
er viö aö það taki 10 til 30 ár að
breyta frá gamía kerfinu yfir í
hið nýja.
Fílarhröpuðu
niðurfoss
Fjórir filar iétu iífið eftir að
þeir höföu hrapað niöur brattan
foss í tælenskum þjóögarði. Fil-
amir, sem vom á addrinum eins
og tveggja ára, vora fastir á mis-
munandi stöðum í 100 metra
háum fossinum. Starfsmenn
þjóðgarðsins reyndu árangurs-
laust aö koma fílunum tii bjargar.
Reuter
Þannig var bifreið Paolos Borsellinos dómara útlítandi eftir að útsendarar mafiunnar myrtu hann á Sikiley i síð-
asta mánuði. Talið er víst að mafían geymi morðingja sína i Þýskalandi og kalli þá heim eftir þörfum.
Símamynd Reuter
Mafían teygir angana víða:
Morðingjar dómarans
komu frá Þýskalandi
ítalski dómarinn Paolo Borsellino,
sem mafían á Sikiley sprengdi í loft
upp á dögunum, haíði verið að rann-
saka glæpastarfsemi mafíunnar í
Þýskalandi og hugsanlegt er talið aö
morðingjar hans hafi komið þaðan.
Þetta kom fram í þýska blaðinu
Bild am Sonntag í síðustu viku. Þar
var haft eftir yfirmanni þýsku rann-
sóknarlögreglunnar aö Borsellino
hefði átt þátt í að mafíubófar í þýsku
fylkjunum Baden-Wúrttemberg og
Norður Rín-Vestfaliu vora sakfelldir.
Mynstrið alltaf hið sama
Bild sagði að ítalskir lögreglumenn
teldu að morðingjar Borselhnos
heföu komið frá Þýskalandi og snúiö
þangað aftur aö verknaðinum lokn-
um.
„Mynstrið er alltaf hið sama. Morð-
ingjamir koma, láta til skarar skríða
og fara síðan beint aftur til Þýska-
lands," sagði Gerardo Gadolfo, ít-
alskur rannsóknarlögreglumaður,
við Bild.
Blaöið sagði að Borsellino heföi
ætlað sér aö ferðast enn einu sinni
til þýsku borgarinnar Mannheim til
að yfirheyra fióra granaða mafíu-
morðingja sem þar era í haldi og
hann hefði átt von á því aö einn
þeirra leysti frá skjóðunni.
lEEgy
Morðingjar við pitsugerð
Köln er meðal þeirra borga Þýska-
lands þar sem ítalska mafían hefur
hreiðrað hvað best um sig. Þar leggur
hún stund á kókaínsölu, fiárkúgun
og morð, svo fátt eitt sé tínt til. Að
sögn yfirmanns rannsóknarlögreglu
borgarinnar hefur mafían skipulagt
flutninga sinna manna til Þýska-
lands og að sögn fá þeir sem svarar
rúmum fimm milljónum íslenskra
króna til að koma sér fyrir.
Bild segir að morðingjunum sé
komið fyrir á pitsustöðum og í ísbúð-
um í Köln, Dormagen, Frankfurt og
Mannheim. Þeir séu síðan kallaðir
heim eftir þörfum til að sinna verk-
um sínum. Nánast ógerningur sé að
hafa nokkurt eftirht með þessu
vegna mikils straums ítalskra verka-
manna og ferðamanna milli land-
anna. Mafíubófamir eigi því auðvelt
með að láta sig hverfa í fiöldann.
Þingið samþykkir lög
ítalska þingið samþykkti í gær
ýmsar ráðstafanir sem eiga að auð-
velda baráttu lögreglunnar gegn
mafíunni. Lögreglan fær m.a. aukið
svigrúm til að lauma útsendurum
sínum inn í mafíuna og til að hlera
síma. Þá var einnig gerð sú breyting
að sfiórnmálamenn, sem eru staðnir
að því að kaupa atkvæði af bófum,
eiga yfir höfði sér sex ára fangelsi.
Undirbúningur undir lagasetningu
þessa hófst í kjölfar morðsins á Gio-
vanni Falcone rannsóknardómara í
bílasprengju skammt frá Palermo í
maí. Ráðstafanirnar voru síðan end-
urskoðaðar eftir moröið á Paolo
Borselhno í síðasta mánuöi.
Geimskutlan Atlantis í vandræðum:
Tjóður sem tengdi ítalskan gervi-
hnött og bandarísku geimskutluna
Atlantis festist aftur snemma í morg-
un og því ákváðu embættismenn
geimfarastofnunarinnar að fresta
þar til síðar í dag að koma hnettinum
á braut umhverfis jörðu.
Tjóðrið festist í annað sinn stuttu
eftir að geimfaramir hófu að vinda
ofan af rafeindaspólu í lest skutlunn-
ar.
„Houston, hér er ekkert gaman
lengur," sagði birgðastjórinn Jeffrey
Hoffman við stjómstöðina á jörðu
niðri.
Aðeins um 260 metrar af 20 kíló-
metra löngu tjóðrinu höfðu verið
undnir ofan af spólunni þegar allt
festist í annaö sinn.
Fjarskiptastjóri á jörðu niðri sagöi
geimíorunum að þeir mundu reyna
aftur um hádegisbilið í dag að ís-
lenskum tíma.
Vandræðin með tjóðriö í gær
fylgdu í kjölfar annarra vandræða
með gervihnöttinn í ferð sem banda-
ríska geimferðastofnunin, NASA,
hefur sagt aö sé ein hættulegasta
A þessari mynd sést bóma sem gengur upp úr geimskutlinni og notuð er
við að koma ítölskum gervihnetti á sporbaug umhverfis jörðu.
Símamynd Reuter
geimskutluferðin til þessa.
Ef tekst að koma gervihnettinum
almennilega út fyrir geimskutluna
verður hann dreginn um 300 kíló-
metra fyrir ofan jörðina til að kanna
hvort fýsilegt sé aö nota löng leið-
andi tjóður til að framleiða orku fyr-
ir geimferðir framtíðarinnar.
Reuter
Draumakon-
urnargrennast
árlráári
Vísindamenn í Bandarikjunum
hafa fundið út að á síðustu 30
árum hafa kröfur um aö konur
séu grannar aukist jafnt og þétt.
Einkum gekk ört á aukakilóin á
árunum 1979 til 1988.
Þessi niðurstaða er fengin með
því aö kanna málin hjá opnu-
stúlkunum í Playboy og hjá þátt-
takendum í kepninni um titiiinn
ungfrú Amerika. Þá vora málin
einnig tekin hjá konum sem
myndaöar voru fyrir sex kvenna-
tímarit.
Meðal þess sem kom í ljós var
að margar þessara kvenna vora
svo grannar að þær reyndust inn-
an þeirra marka sem læknar
setja þegar metið er hvort um
sjúkdóminn ly starstol er að ræða.
Kari prinsvar
med„annarri
konu“ábrúð-
kaupsdaginn
Það kom Bretum ekki í opna
skjöldu þótt því væri lýst opin-
berlega að Karl prins og Díana
ætluöu ekki að verja ellefta brúð-
kaupsafmæli sinu saman nú um
mánaðamótin.
Nokkrir gripu þó andann á lofti
þegar fréttist að Karl hefði verið
með „annarri konu“ þennan dag,
Ekki var þó um nýtt hneyksli að
ræða þvi umrædd kona reyndist
vera Elísabet, amma prinsins.
Þau fóru saman á blómasýningu.
Vilja bannakaf-
sundánektar-
baðströnd
Tvær sænskar konur haiá kraf-
ist þess af yfirvöldum að þau
banni kafsund við nektarbað-
strönd nærri Lysekil.
Konurnar segja að ýmsir kari-
kyns gestir á ströhdinni stundi
óeðlilega mikið kafsund þegar
konur koma að baða síg. Telja
þær að karlarnir hafi ekki lík-
amsrækt eina í huga þegar þeir
keppast mest viö kafsundiö.
Bankaræningi
varaðeinsríkur
íþrjármínútur
Bankaræningi í Danmörku
náði andvirði um 400 þúsunda
íslenskra króna af bankagjald-
kera en fékk aöeins notiö ríki-
dæmisins í þrjár mínútur.
Á leiö sinni úr bankanum gekk
hann beint í flasið á lögregluþjóni
sem handtók hann umsvifalaust.
Gjaldkerinn haiði sett viðvörun-
arkerfi í gang og var lögreglu-
maðurinn á leið í bankann þegar
ræninginn hugöist skunda á vit
frelsisins.
Reyndiað
nauðga92ára
gamallikonu
Lögreglan í Alaborg í Dan-
mörku hefur handtekið 23 ára
gamlan innflyfianda frá Líbanon
grunaðan um að hafa reynt að
nauðga 92 ára gamalli konu á eili-
heimili þar í borginni.
Konan náði að kalla á hjálp
áður en maðurinn kom fram viija
sínum. Hann komst undan en
lögreglan handtók hann nokkru
síöar. Maðurinn neitar að hafa
róðist á konuna. Hann var úr-
skurðaður í fiögurra vikna
gæsluvarðhald.