Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 16
16 Fréttir Tilraunáinnflutningur á fimm spameytnum bifreiðum: Rafmagnsbflar brátt á götunum - akstursgetan 60-100 km á hverri hleðslu Rafmagnsbílar frá Danmörku verða komnir á götur höfuðborgar- innar i seinni hluta ágústmánaðar. í fyrstu sendingunni verða tveir bílar en innflutningsaðilinn hefur pantað fimm bíia alls til að byrja með. „Þetta er fyrst og fremst tilraun. Við ætlum að kanna undirtektirnar. Rafmagnsveiturnar hafa mikinn áhuga, bæði á að nota bílana sjálfar og auðvitað til að selja rafmagn," segir Kristján Benediktsson hjá Frjó hf. sem flytur bílana inn. Hingað til hefur fyrirtækið aðallega flutt inn rekstrarvörur fyrir garðyrkju og landbúnað. Verð á bílnum, sem er tveggja manna, verður nálægt 900 þúsund- um íslenskra króna. Að sögn inn- flutningsaðilans hefur bíllinn gengið í gegnum stífar árekstraprófanir hjá Evrópubandalaginu. Hann hefur verið seldur til Noregs, Þýskalands og Sviss. Akstursgetan er 60 til 100 kílómetr- ar á hverri hleðslu. Hámarkshraði er 70 kílómetrar. „Það er augljóst að þetta er fyrst og fremst innanbæjar- bíll,“ segir Kristján sem jafnframt leggur á það áherslu að rekstrar- kostnaður bílsins sé lægri en áöur hefur þekkst. „Það kostar rúma krónu að aka kílómetrann. Kílómetr- inn hjá smábíl, sem eyðir 6 lítrum á hundraðiö, kostar 3,50.“ Samkvæmt lögum er gert ráð fyrir að bílar, sem hafa annað en bensín Innan skamms má sjá rafmagnsbíla eins og þennan á götum hérlendis. sem orkugjafa, beri þungaskatt. „Við höfum fengið undanþágu frá fjármálaráðuneytinu fyrir flmm fyrstu bílunum í eitt ár frá komu- degi. Okkur var jafnframt tilkynnt að reglugerðin yrði endurskoðuð og færð til samræmis við það sem tiðk- ast í nágrannalöndunum. Alls staðar annars staðar er rekinn áróður fyrir því að fólk keyri á bílum sem mengi ekki andrúmsloftið." -IBS Lögreglustöðin i Grindavik er í þeim hluta hússins hægra megin á myndinni þar sem málning er farin að láta á sjá. í hinum hluta hússins er Póstur og sími en sá hluti er nýmálaður. DV-mynd JAK Málningarframkvæmdir í Grindavík: Lögreglustöðin var skilin út undan Athygli hefur vakið í Grindavík að lögreglustöð bæjarins var skilin eftir þegar húsnæði Pósts og síma var fag- urlega málað nýlega. Þessar tvær stofnanimar eru nefnilega í sama húsi, að Víkurbraut 25, aðalgötunni í Grindavík. Lögreglustöðin er sunn- an megin í húsinu en Póstur og sími norðan megin. Þegar húsið var mál- að á dögunum var þess vandleg gætt aö bein „málningarlína" væri dregin á milli þessara tveggja húshluta. Ástæðan fyrir þessu er aö þótt hér sé í báðum tilfellum um ríkisstofnan- ir aó ræða eru íjármál vegna hús- næðis og viðhaldsframkvæmda að- skihn. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu þegar ég sá að málaramir vom látnir skera beina línu á milli á húsinu," sagði Sigurður Ágústsson yflrlögreglu- þjónn í samtali við DV. Eftir því sem DV kemst næst mun lögreglustööin einnig „fá lit“ í sumar þrátt fyrir allt. Þorsteinn Pétursson, staðgengill sýslumanns og lögreglu- sfjóra, sem sjtur í Keflavík, sagði í samtali við DV til stæði að mála þann hluta hússins að Víkurbraut í Grindavík sem lögreglán hefur að- setur í. „Þetta er einhver spuming um íjár- veitingu til verksins en ég reikna nú meö að þessu verði komið í fram- kvæmd í sumar,“ sagði Þorsteinn. -ÓTT sgfir T8TJD/Í f, n iiiMiiJiii'niiw MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGUS.T.1992, aUOAOOTVíHM Ólafsvíkurvegur um Mýrar Nöfn bjóðenda Tilboðsupphæð Prósentuhlutfall (kr.) af kostnaðará- ætlun (%) Háfell hf., Garðabæ 46.758.000 56 Suðurverk hf. 53.194.500 64 Loftorka 54.096.500 65 Klæðning hf. 57.313.000 69 Borgarfell hf. 57.911.635 70 Hagvirki/Klettur 58.754.000 71 Jóhann Bjarnason 59.919.000 72 Völurhf. 60.743.000 73 Tak 60.804.000 73 Ellert Skúlason hf. 62.953.550 76 IngileifurJónsson 64.462.000 77 Rsb. Flóa og Skeiða 66.000.000 79 Borgarverk hf. 66.410.000 80 Rögnvaldur Rafnsson 71.636.300 86 ístak hf. 87.828.813 106 Kostnaðaráætlun verkkaupa: 83.187.000 Útboð hjá Vegagerðinni: Flest tilboð undir kostnaðaráætlun - mikil samkeppni hjá verktökum Mikil samkeppni ríkir nú meöal verktaka á vegagerðar- og jarð- vinnslusviðinu og margir berjast um verkin. Ef skoðuð em nýleg tilboð hjá Vegagerð ríkisins kemur í Ijós að til að hreppa hnossið þarf að jafn- aði að bjóðast til að vinna verkið fyr- ir um það bil helming af kostnaðará- ætlun. Tilboð í uppbyggingu vegarspotta á Ólafsvíkurvegi um Mýrar var opnað fyrir viku (sjá töflu). 15 tilboð bárust og það lægsta hljóðaði upp á rúmar 46 milljónir eða 56 prósent af kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar sem var rúmar 83 milljónir. Af tilboðun- um fimmtán voru þrettán undir 80 prósentum af kostnaðaráætluninni. I þremur nýlegum útboðum hjá Vegagerðinni fékkst eitt á 53 prósent af kostnaðaráætlun og tvö á 58 pró- sent. Flest tilboðin hljóðuðu upp á 50 til 80 prósent af kostnaðaráætlun- inni. -Ari Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fimmta hluta álagningar verður að af skrif a - aðstöðugjöld tapast vegna aukinna gjaldþrota Vegna breytinga hjá sveitarfélög- um á innheimtu aðstöðugjalda er ljóst að þau munu árlega tapa og neyöast til að afskrifa um einn millj- arð króna. Þetta er rakið til gjald- þrota hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Hér er um að ræða um 100 prósent aukningu á af- skriftum. Aðstöðugjöld eru einn af þremur veigamestu tekjustofnum sveitarfé- laga - þau nema um 15 prósentum af heildartekjum þeirra. Fasteigna- skattar nema um 15 prósentum, út- svar um 50 prósentum en þjónustu- gjöld, jöfnunarsjóður og fleira nemur um 20 prósentum. „Það hefur gerst á síðustu tveimur ánrni að innheimtan hefur versnað verulega þannig að sveitarfélögin hafa orðið að afskrifa öllu meira en áður,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, í samtali við DV. „Fram undir árið 1989 var miðað viö að allt að 10 prósent af álagning- unni innheimtust ekki, eða um 500 milljónir króna. Stofninn er um 5 milljarðar í dag. Miðað við það inn- heimtu sveitarfélögin áður 4,5 millj- arða. Miðað við árin 1990 og 1991 af- skrifum við nú hins vegar um 20 prósent sem er einn milljarður. Þetta er 100 prósent aukning afskrifta frá því sem áður var,“ sagði Vilhjálmur. „Þetta hefur breyst á síðustu tveimur árum. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg aukning gjaldþrota hjá fyrirtækjum og erfiðleikar í at- vinnulífi og atvinnurekstri. Þetta eru fyrirtæki hringinn í kringum landið, fyrirtæki í sjávarútvegi, verslun og þjónustu. Þetta hafði verið nokkuð jafnt en tók greinilega kipp árið 1989,“ sagði Vilhjálmur. -ÓTT Selfoss: Fínar kjötsagir og mikil kjötsala Regína Thorarenaen, DV, Selfossi: m Nú er hægt að fá ódýrt kjöt hér á Selfossi. Sláturfélag Suðurlands sel- ur lambakjöt í heilum skrokkum á 345 krónur kílóið, sagað niður að ósk kaupenda. Sláturhús verslunarinnar Hafnar hefur lækkað verð á sviðum um 35% til að rýma fyrir þegar að slátrun kemur í sumar og kaupir fólk mikið, bæði skrokka og svið. Haraldur Gestsson, sláturhússtjóri Hafnar, segir að sviðin renni út eins og heitar lummur og auðvitaö söguð niður því að matvöruverslanir hér hafa góðar og fullkomnar kjötsagir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.