Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. 15 Grunntónn mannréttinda: Ekki það versta Frá Alþingi. - Það er tvennt ólikt, löggjöf og lögfræðingar, segir m.a. i grein Páls. í tilefni af niðurstöðu Mannrétt- indadómstóls Evrópu í máli Þor- geirs Þorgeirssonar rithöfundar hafa menn farið að leiða hugann að því hvemig mannréttindum sé hagað á íslandi. Ég hef verið spurð- ur að því hvort dómurinn sé ekki áfall fyrir íslenska lögfræðinga. Ekki hef ég getað tekið undir það því það er tvennt ólíkt, löggjöf og lögfræðingar. Þessi dómur er fyrst og fremst vísbending í þá átt að hjá okkur gæti um of staðnaðra við- horfa og mál Jóns Kristinssonar sýndi fram á að stjómkerfi dóms- mála var gallað. Mannréttindi Halldór Laxness segir einhvers staðar í ritum sínum eða lætur ein- hvem segja að mannréttindi séu fólgin í þvi að mega haga sér heimskulega. Þetta má vera rétt að því leyti að helst reynir á mannrétt- indi þegar maður gerir eitthvaö sem fer í bága við hefðbundin við- horf. í íslensku alfræðibókinni eru mannréttindi skilgreind sem tiltek- in grundvallarréttindi sem hveij- um manni beri, óháð kynþætti, kyni, trú, þjóðerni og skoðunum. Það er m.ö.o. jafnræðisreglan sem er grunntónn mannréttinda. Al- mennt er í Evrópu einnig tahð að lágmarks lífsgæði falh undir mannréttindi en þaö er aftur á móti umdeilt hvert lágmarkið er. Ég er þeirrar skoðunar að mann- réttindi hafi verið í heiðri höíð hér á landi í aldanna rás. Um það má sjá mörg dæmi í sögu og bókmennt- um þjóðarinnar. Hins vegar virðist umhyggju valdamanna fyrir shk- um hlutum hafa hrakað í umróti síðustu áratuga. Okkur kann að virðast dómar á fyrri öldum harðir og lífsgæðunum misskipt. En þann- ig hefur það verið ahs staðar og á öhum tímum og ég held aö réttlæt- KjaUarinn Páll Skúlason lögfræðingur iskennd forfeðranna hafi verið síst minni en okkar. Dómsmálaráðuneytið og hlutverk þess Dómsmálaráðherrar okkar hafa allt frá því að stjóm fluttist inn í landið sáralítinn áhuga haft á þess- um málum. Allur þeirra áhugi hef- ur snúist um það að troða sínum eigin flokksmönnum í embætti víðs vegar um landið. Það er í sjálfu sér brýnt brot á jafnréttisreglunni og óhæfa í siðuðu þjóðfélagi að póli- tískar skoðanir skuli hafa úrshta- áhrif á þeim vettvangi og síst ætti það að viðgangast í dómskerfinu. Jafnvel einvaldskóngamir gengu ekki svo langt. Jón Sigurðsson og Jón Guðmundsson ritstjóri vom að vísu embættislausir en það verð- ur ekki séð að þeir hafi sóst mjög eftir embættum. Benedikt Sveins- son varð sýslumaður í Þingeyjar- sýslu þótt hann væri einn harðasti baráttumaður okkar í stjórnar- skrármáhnu. Viðbrögð almennings í mannrétt- indamáli Þorgeirs Þorgeirssonar sýna að mönnum er ekki sama hvernig dómstólar haga störfum sínum. En fleira skiptir máli og ýmsir viðkvæmir og mikilvægir málaflokkar sæta úrskurði ráð- herra, einkum dómsmálaráðherra og starfsmanna hans. Hér munu færð rök fyrir því að margir mála- flokkar eigi illa heima hjá ráðherr- um sem valdir eru eftir þingstyrk. Verkefni ráðherra er fyrst og fremst að framfylgja ákveðinni stjómmálastefnu sem hefur þó oft orðið á kostnaö mannréttinda. Nokkur fótumtroðin mann- réttindi Það hefur verið regla um langan aldur í sæmilega siðuðum þjóðfé- lögum að þegnarnir hafi möguleika á því að ná rétti sínum fyrir dóm- stólunum án thhts til þess hvernig þeir eru efnum búnir. Úrskurðar- vald um það hveijir ættu aö njóta gjafsóknar eða gjafvarnar hefur verið í höndum ráöherra. Meðan ráöherra sá sem fór með íslandsmál var danskur var staðið að veitingu gjafsóknarleyfa af sanngimi en eftir að ráðherra varð íslenskur fór í vöxt að valdi þessu var misbeitt. Er það í rauninni al- veg fráleit skipan að póhtískur ráð- herra hafi um það úrskurðarvald hvort fátækir menn eigi að fá gjaf- sókn eða ekki. Eitt af því sem hlýtur að vera einn af hornsteinum þess að tryggja mönnum sæmilegt réttaröryggi er það að þeir geti kynnt sér hvað eru lög. Á því sviði eins og mörgum öðmm erum við eftirbátar ann- arra, meira að segja forfeðra okk- ar. Áður fyrr voru haldin mann- talsþing í hverju byggðarlagi og þar voru kynntar breytingar á lögum og fyrirmælum. - Nú em gefin út stjórnartíðindi sem eru svo flókin að hálærðustu lögfræðingar eiga fullt í fangi með aö fylgjast með á ýmsum sviöum þar sem breytingar em örar. Fyrir nokkru kom út væn bók eftir Sigurð Líndal þar sem raktar eru reglur um búmark og fullvirð- isrétt á síöustu 10 árum. Það er venjulegum borgara um megn að fylgjast með á öllum sviðum. Til þess að ráða bót á þessu er það spor í áttina að gefa út lagasafn árlega og dreifa því ókeypis meðal almennings og í framhaldi af þvK að koma upp upplýsingaskrifstofu um lög og rétt. Á sviði barnaverndarmála og málefna sem snerta sambúð og hjú- skap hafa ráöunéyti og önnur stjórnvöld oft úrskurðarvald. Eins og málum er háttað hjá okkur og póhtísku siðferði ætlast menn til þess að ráðherra, sé hann flokks- bróðir eða systir, ljái manni lið, ekki síst ef málstaðurinn er vafa- samur. Sé það gert á grófan hátt sýnist manni vera nær höggvið mannréttindum svo í flestum til- fellum ættu þessi málefni betur heima hjá dómstólum, þrátt fyrir aht. Páll Skúlason „Eins og málum er háttað hjá okkur og pólitísku siðferði ætlast menn til þess að ráðherra, sé hann flokksbróðir eða systir, ljái manni lið, ekki síst ef málstaðurinn er vafasamur.“ Aldrei aftur Hírósíma! Kertafleyting á Tjörninni i Reykjavík. - Hún fór fyrst fram árið 1985 með kertum frá japönskum eftirlifandí fórnarlömbum kjarnorkusprenging- anna. í byrjun ágústmánaðar ár hvert minnast friðarhreyfmgar víða um heim kjamorkuárásanna á jap- önsku borgimar Hírósíma og Nagasakí árið 1945. Afleiðingar þessara árása opnuðu augu fólks fyrir skelfilegum áhrifum kjarn- orkuvopna. A fáeinum mínútum var borgunum gereytt og rúmlega hundrað þúsund manns létu lífið. Fólk reyndi að bjarga sér með því að kasta sér í vatn og í minningu þess hefur sá siður verið tekinn upp að fleyta kertum á vötnum eða ám. íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu viö Tjörn- ina í Reykjavík miðvikudagskvöld- ið 5. ágúst. Þetta er áttunda kerta- fleytingin á Tjörninni en fyrsta skiptið var 1985 þegar japanskir „hibakushar" (en svo em eftirlif- andi fómarlömb kjamorkuspreng- inganna nefnd) sendu hingað kerti með beiðni um stuðning við bar- áttu þeirra gegn kjarnorkuvopn- um. Kjarnorkan: vandi komapdi kynslóða Með kertafleytingunni em friðar- sinnar ekki aðeins að horfa th baka heldur ekki síður að vekja fólk th umhugsunar um þá ógn sem mann- kynið stæði frammi fyrir ef til þess kæmi að kjarnorkuvopnum yröi beitt aftur. Sprengjurnar í Híró- síma og Nagasakí era eins og bamaleikföng samanboriö við nú- tíma sprengjur þannig að viö fengj- um ekki annað tækifæri th að læra af reynslunni. - Kjamorkukapp- KjaUarinn Ragnhildur Sigurðardóttir í miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga hlaupið hefur þegar valdið óbætan- legum skaða á vistkerfi jarðar eins og sífellt er aö koma betur í ljós. Þótt stórveldin hafi nú gert samn- inga um afvopnun skortirfjármagn th að eyða sprengjunum og enn eru th gífurlegar vopnabirgðir. Flutn- ingar og geymsla þeirra og rekstur kjamorkuvera setur framtíð lífs á jörðinni í svo mikla hættu að við það verður ekki unað. í kjamorku- veram er framleitt plútóníum sem notað er í nýjar sprengjur. Endurvinnslustöðvar eins og Do- unray á Skotlandi margfalda hætt- una á kjamorkuslysi í höfunum vegna þess að til þeirra er fluttur úrgangur frá kjamorkuverum um allan heim og við vinnsluna mynd- ast mikið magn af hágeislavirkum efnum sem verða skaðleg í árþús- undir. Þannig hlaðast upp geisla- virk efni sem ógerningur er að losna við. Þennan vítahring verður að rjúfa með því að hraða sem mest eyðingu kjamorkuvopna og loka kjarnorkuverum. Það er kom- inn tími th aö vísindamenn snúi sér að því að finna leiðir til að draga úr eyðingarmætti kjarnorkunnar. Kertafleyting við Tjörnina Margt hefur áunnist frá því að umræður um kjamorkuógnina hófust af fullum krafti um 1980. Fólk veit nú meira um þá hættu sem stafar af geislavirkni og hug- myndir vísindamanna um kjam- orkuvetur hafa opnað augu margra fyrir því að í kjamorkustríði tapa allir. Hins vegar er langt frá því að friðvænlega horfi í heiminum. Þótt kalda stríðinu sé lokið virðist enn langt í land með að jarðarbúar geti lifað saman í sátt og samlyndi. Enn sér ekki fyrir endann á deh- unni fyrir botni Persaflóa og í lýö- veldum fyrrverandi Júgóslavíu er nú háð grimmhegt stríð, m.a. með vopnum sem eru leifar kalda striðsins. í stað þess að bæta bág- borinn efnahag íbúanna var fjár- fest í hátæknihergögnum sem nú valda saklausu fólki óbærhegum þjáningum. Stríð leysa engan vanda og friður verður'ekki tryggð- ur með vopnum. Þessi boðskapur friðarsinna er enn í fuhu ghdi. Á undanfomum áram hefur fjöldi manns tekið þátt í árlegri friðarathöfn við Reykjavíkurtjörn. Með þvi að mæta leggur þú þitt af mörkum th að stuðla að friðsamari heimi. Og börnin eru líka velkom- in. Er ekki betri hugmynd fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að fleyta kertum meö von um frið heldur en að sýna þeim erlend her- skip eða láta þau horfa á striðs- myndir? Uppeldi th friðar hefst á heimilunum og það mun koma í hlut bamanna að leysa þau xgnda- mál sem fyrri kynslóðir hafa skap- að. Ragnhildur Sigurðardóttir „Er ekki betri hugmynd fyrir foreldra að leyfa börnum sínum að fleyta kert- um með von um frið heldur en að sýna þeim erlend herskip eða láta þau horfa á stríðsmyndir?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.