Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 4
Fréttir MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. I>V Mistök við rukkun á Visa-reikningi: Hundrað prósent öryggi ekki til - segir Þórður Jónsson hjá Visa Á fréttasíðum DV fóstudaginn 31. júlí birtist frétt um korthafa hjá Visa sem var rukkaður tvisvar sinnum með árs millibili um sömu vöruna. Fram kom í greininni að ef korthaf- inn hefði ekki verið á varðbergi og yfirfarið reikning sinn hefði hann getað greitt fyrir tiltekna vöru öðru sinni án þess að fá nokkurn tímann leiðréttingu. Upp hafa vaknað spumingar hvemig svona lagað geti komið fyrir og hvort gerðar verði ráðstafanir til að mistök sem þessi eigi sér ekki stað. Þórður Jónsson er forstöðumaður þjónustusviðs hjá Visa: „Reglumar varðandi Visa kortin em þannig varðandi þessar svoköll- uðu straujuðu nótur að þær eru í þríriti. Frumritið fer til korthafans, næsta eintak er sett til skráningar í banka frá versluninni og þriðja ein- takið er bókhaldsgagn verslunarinn- ar. í samningnum um Visa-kort er áskihð að verslunin geymi nótur sín- ar með skipulegum hætti þairnig að ef einhvem tímann kemur upp spuming um það hvort rétt sé með farið eða ekki eða ef korthafi dregur færsluna í efa þá hafi þeir sjö daga til að skila ljósriti af frumgagninu. Annars bera þeir ábyrgð á færslunni. Nýir eigendur verslunarinnar Kringlusports fundu eintak númer 2 og 3 af Visa-nótunum umræddu og töldu, ekki óeðlilega, að það væri óinnheimt. Það voru því í raun fyrri eigendur verslunarinnar sem gerðu mistök. Þeir skráðu færslu hjá sér en áttu í raun að skila henni í bank- ann. Þeir virðast hafa fundið sér hag- ræði í því aö skrá þetta inn á kassa- kerfið. Viö hjá Visa gátum ekki á nokkurn hátt gert okkur grein fyrir því á þeirri stundu að sú færsla, sem þarna kom, var ekki sú rétta því frumgögn- in eru geymd í versluninni sam- kvæmt samningnum sem ég sagði frá hér á undan. Við gátum aldrei komið í veg fyrir þetta.“ - Er nokkuð sem kemur í veg fyrir að svona lagað geti komið fyrir aftur eða hafi jafnvel gerst áður án þess að korthafi hafi tekið eftir því? „Nei, hundrað prósent öryggi er ekki til í þessu frekar en öðm 1 heim- inum. Menn hafa talið að þessi vörn, að tryggja það að sama nótan komi ekki fyrir tvisvar á sama kort, sé sterk. í öðm lagi er það eftirlit kort- hafans og í þriðja lagi er að beita undantekningarreglum varðandi eft- irlitið þegar afbrigðilegir hlutir koma upp. Það er spuming hvað það þykir rík áhersla til að gera ráðstafanir. Ég mun ræða það við yfirmenn hjá fyr- irtækinu hvort eitthvað verði gert til aö tilvik sem þessi komi ekki upp á ný,“ sagði Þórður. -ÍS „Keraverja" er það kallað. Strákarnir á Eldeyjar-Hjalta voru að landa fiski í körum á bryggjunni í Grindavík á dögunum þegar DV hitti þá. Lyftari stafl- aði þremur kerum upp í einu og var heljarstórri plasthettu brugðið yfir allt saman áður en stæðunni var ekið inn í hús. Plasthettuna kölluðu skipverj- arnir „keraverju". DV-mynd JAK Trausti Magnússon útgerðarmaður togarans Otto Wathne við skipshlið þegar skipið hélt í síðustu veiðiferð á vegum samnefnds félags á laugar- dag. Nú er nýr togari að koma á Seyðisfjörð. DV-mynd Pétur Nýr frystitogari til Seyðisfjarðar - bæjarsjóður ábyrgist erlent lán gegn skilyrði um heimalöndun Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði: Útgerðarfélagið Ottó Wathne hf. á Seyðisfirði hefur nú fest kaup á frystitogaranum M/S Grinnöy frá Noregi. Togarinn era u.þ.b. 750 brút- tólestir að stærð en samkomulag er milh seljanda og kaupanda um að gefa ekki upp kaupverð. Tiltalað hefur verið að ísfisktogari félagsins, Otto Wathne, verði seldur til Hafamarins á Akranesi en fjöl- veiðiskip þess síðarnefnda, Höfðavík AK 200, selt úr landi. Aðspurður um lánafyrirgreiðslur til kaupanna kvaðst Trausti Magnús- son ekki vilja nefna neinn sérstakan til en sagði: „Þetta hafa verið langir og flóknir samningar. Það era margir góöir aðilar sem hafa hjálpað ökkur. Landsbankinn þvertók fyrir að lána okkur, við fengum meira að segja þvert nei þegar við báðum um yfir- dráttarheimild á tékkareikningnum okkar á Seyöisfirði. Við eram búnir að vera í skiptum við bankann á Seyðisfirði síðan 1974 að ég fer í út- gerð og aldrei eitt einasta skipti lent í vanskilum við bankann. Það kom okkur mjög á óvart aö þeir skyldu ekki bjóða okkur einhverja fyrirgre- iðslu, ekki krónu. Og það sem út- varpið sagði um 60 mihjóna króna lán Búnaðarbankans er algjört rugl, ég veit ekki hvaðan þetta er komið.“ Bæjarsjóður Seyðisfiarðar hefur ábyrgst erlent lán upp á 11 mhljónir norskra króna. Ábyrgðinni fylgja skilyrði um að skipið landi aflanum hér og að seyðfirskir sjómenn sifii fyrir um skipsrúm. Með tilkomu nýja togarans fiölgar atvinnutækifærum á Seyðisfirði um 10 til 15 störf á árs- grundvelh. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur að tekjur bæjarins gætu aukist um 10 mhljónir vegna þessa. Vonast er til að nýi togarinn komi til heimahafnar um miðjan ágúst. í dag mælir Dagfari Stríðsástand í Kef lavík Þegar talað er um stríðsástand í Keflavík dettur sjálfsagt flestum í hug að það ástand tengist veru vamarhðsins suður þar, enda ganga þar um vopnaðir hermenn sem hafa af því atvinnu að búa sig undir stríð. Þaö er hins vegar mis- skilningur að stríðsástand ríki í Keflavík vegna hersins á Miðnes- heiði. Svoleiðis stríð era að mestu úrelt, sem menn heyja með vopn- um. Stríðiö í Keflavík stafar af deil- um í safnaðarstarfi Keflavíkur- sóknar og stendur um prestinn. Máhð var komið svo langt aö bisk- upinn yfir íslandi gerði tilraun til sátta og prófasturinn í umdæminu gekk líka á mhh en allt án árang- urs. Þau þekkjast ekki vopnahléin í Keflavík frekar en Júgóslavíu. Upphaflega fór þetta hljótt. Safn- aðarmeðhmir „höguðu sér eins og á alkóhólistaheimih" og þögðu um vandamáhð sem þeir áttu við að stríða. En þar kom að því að sókn- amefndinni var allri lokið og sagði af sér á einu bretti. Þá var ekki lengur hægt að þegja yfir þessu böh þeirra Keflvíkinga, sem er sem sagt í því fólgið að presturinn er ekki húsum hæfur að sögn sóknar- bamanna. Það er að segja þeirra sóknarbama sem þekkja klerkinn. Þau sem ekki þekkja hann láta vel af honum. Enda fór það svo aö presturinn í Keflavík safnaði saman hópi fólks sem ekki þekkir hann og bauö það fram í sóknamefnd í staðinn fyrir þá nefnd sem búin var að segja af sér. Svo var haldinn sóknamefnd- arfundur og þá kom gamla nefndin og var öll endurkjörin, meðan nefndin sern presturinn vhdi gera að sóknarnefnd var fehd eins og hún lagði sig. Staðan er því sú að í Keflavík er prestur starfandi sem sóknamefndin getur ekki unnið með og þar er sóknarnefnd sem sagði af sér, þangað til ljóst var að kjósa átti aðra nefnd. Þá gaf sókn- arnefndin kost á sér th að koma í veg fyrir að sóknin hefði sóknar- nefnd sem mundi una við prestinn sem sóknamefndin vhl bola í burt. Fyrir vikið situr presturinn án þess að sóknamefndin vhji og sóknar- nefndin starfar áfram aö því að koma prestinum í burt af því sókn- amefndin þekkir prestinn og vhl ekki að fólk sefiist í sóknamefnd sem ekki þekkir prest. „Þetta er hörmulegt og hlýtur að enda með ósköpum," segir prófast- urinn í kjördæminu. Ekki er vitað hvort prófasturinn á við að þaö sé hörmulegt að presturinn sitji áfram eða sóknarnefndin eða hvaða ósköp það verði sem dynji yfir ef presturinn heldur áfram að gegna preststörfum í sókninni. Eftir því sem greint er frá í DV fyrir helgi kemur fram í skýrslu þeirrar sóknarnefndar (sem sagöi af sér og lét svo endurkjósa sig th að koma í veg fyrir að önnur sókn- amefnd starfaði), er presturinn í Keflavík fuhur skapofsa og skammar fólk af engu tilefni. Það er aö segja þegar hann ræðir við fólk á annað borð, en sóknamefnd- in heldur því fram að það sé fremur fátítt. Sagt er að unghngastarf sé ekkert í bænum og gamla fólkið er algjörlega hundsað. Presturinn hehsar ekki almennum kirkjugest- um og blandar ekki geði við einn né neinn. Hann ræðir ekki við fólk á götu og fer bakdyramegin út úr kirkjunni að lokinni messu svo enginn sjái hann. Þetta era thvísanir úr skýrslu sóknamefndar og fer maður þá betur að skhja vandamál Keflvík- inga ef klerkurinn forðast sóknar- bömin. Almennt séö kemur það sér iha ef sóknarpresturinn forðast sóknarbörnin eins og pestina og yrðir ekki á nokkurn mann, nema við jarðarfarir þegar sóknarbörnin eru látin. Hins vegar bendir Dagfari á aö miðað við meinta skapbresti prestsins og ofstopa í daglegri um- gengni getur það verið af hinu góða aö presturinn tah við sem fæsta og haldi sig th hlés. Svo ekki sé nú talað um þegar sóknamefndin, sem sagði af sér, hefur veriö endurkjör- in. Presturinn hefur ekki ennþá gefið út skýrslu um skapferh sókn- arnefndarinnar eða við hverja hún talar fyrir og eftir messur. Þannig að það getur verið th hagræðis fyr- ir báða að hittast ahs ekki og að presturinn fari út bakdyramegin þegar hann hefur lokið messu. Nóg er nú böhð samt að þurfa að hlusta á messugjörð hjá presti sem sókn- arbömin neita að starfa með og tala við, þótt presturinn sé ekki líka að abbast upp á guðhrædda safnað- armeðlimi utan kirkjutíma! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.