Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 24
24 Lífsstm MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. 'r*:r;' ■' ; ‘r ;;)!;■ DV Verðkönnuii DV í matvöruverslunum: Rúmlega 21% munur á innkaupakörfu Verslun: r geraa Þær matvöruverslanir, sem kenna sig við klukkuna, eru orðnar æði áberandi á höfuðborgarsvæðinu. Þær verslanir eru kenndar við klukkutímana 10-11, 11-11 og 10-10 en þær eru allar opnar sjö daga vik- unnar í samræmi við nafngiftina. Klukkuverslanimar svokölluðu eru allar í húsnæði þar sem áður var venjuleg hverfaverslun. Það er yfir- lýst stefna hjá klukkuverslununum að verðlagi er stillt í hóf þrátt fyrir langan afgreiðslutíma þeirra. Þó að vöruverðið sé hóflegt er verðið þó að jafnaði heldur hærra en'í stórmörk- uðunum á höfuðborgarsvæðinu enda er afgreiðslutími klukkuverslan- anna lengri sem réttlætir hærra verð. Neytendasíða DV gerði verðkönn- un í þremur verslunum, einni af hverri tegund. Könnunin var gerð þann 28. júlí í 10-11 verslun í Glæsibæ, 11-11 verslun á Grensás- vegi og 10-10 verslun við Gnoðarvog. Niðurstöðurnar sjást á töflu og inn- kaupakörfum hér á síðunni. Kannað var verð á 17 vöruliðum. Þeir voru Toro piparsósa, Cheerios morgun- kom, Bugles snakk, Gevalia kafli, Gunnars remúlaði, Pepsi, 2 1, Egils sódavatn, 0,51, kíló af lambakótflett- um, rauðum eplum og sveppum, Soy king sojasósa, Heinz bakaðar baunir, E1 Vital hámæring, Elnett hárlakk, Colgate tannkrem, Reach tannbursti og Silhouette dömubindi. Þegar reiknað var út verð á inn- kaupakörfu voru teknir þeir 10 vöm liðir sem fengust í öllum þremur verslununum. í innkaupakörfunni er lagt saman verð á Toro piparsósu, Bugles snakki, Gunnars remúlaði, Pepsi, Egils sódavatni, lambakótilett- um, rauðum eplum, sveppum, Col- gate tannkremi og Silhouette dömu- bindum. í ljós kemur við samanburð á inn- Neytendur kaupakörfum að verslanirnar 10-11 og 11-11 eru með mjög svipað verö en síðarnefnda búðin þó aðeins lægri. Verslunin 10-10 er með heldur hærra verð, það munar tæpu 21% í verði á henni og 11-11 og rúmu 18% á henni og 10-11 versluninni. Munur- inn á verði innkaupakörfu 10-11 og 11-11 er 2%. Ef taflan er skoðuð, sést að vöruúr- valið var mest í 10-10 en þar vantaði aðeins einn vörulið. I 10-11 vantaði 3 vöruliði en 4 í 11-11. í sumum tilfell- um þegar umrædd vara fékkst ekki í viðkomandi verslun var sama vöru- tegund til í annarri stærð. Viðskiptavinir 10-11 og 11-11 versl- ana eiga að geta gengið að því sem vísu að sama verð sé á vörum innan sömu keðjunnar. Öðru máli gegnir um 10-10 verslanirnar. „Við reynum svona nokkurn veginn að halda sömu álagningarprósentunni milli 10-10 verslananna en það er alls ekki víst að sama verð sé á sama vörulið innbyrðis milli 10-10 verslananna. Það gildir í mörgum tilfellum en alls ekki alltaf,“ sagði Sverrir Alberts- son, verslunarstjóri í 10-10 verslun- inni í Gnoðarvogi. Verslanir, sem kenna sig við klukkuna, eru meö opið alla daga vikunnar og eðlilega eru álags- tímar í þeim verslunum á öðrum nótum en hjá þeim verslunum sem hafa ekki opiö á kvöldin eða um helgar. Neytendasíða DV kannaði hvenær annatími væri mestur hjá klukkuverslununum. „Eldri kynslóðin gerir sín inn- kaup frá 10-11 að morgninum og síðan er alltaf einhver umferð fólks i hádeginu. Það er rólegt frá hádegi og fram til um 15.30 en þá hefst annatími sem stendur til um 19-19.30. Síðan er stöðugur en jafh straumur fólks fram aö lokun,“ sagði Ragnar Pétursson, vaktstjóri hjá 10-11 í Glæsibæ, í samtali víð DV. „Laugardagarnir eru lang- stærstu dagarnir hjá okkur en annatíminn byrjar þegar versl- unum Hagkaups er lokað, um þrjúleytið, Sunnudagarnír eru rólegastir hjá okkur,“ sagði Ragnar. í 10-10 versluninni fengust þær upplýsingar að aðsóknin færi mikið eftir veðráttunni en þó væri alltaf mikið að gera frá 19-22 á kvöldin. Það sama gilti hjá þeim að timinn frá hádegi og til um 16 væri jafnan mjög rólegur. Tíminn frá 17-22 er mesti anna- tíraínn í 11-11 verslununum en þó er aðsóknin jafnan háð veðr- inu. Hjá ll-ll að Grensásvegi fengust þær upplýsingar að laug- ardagamir væru langannasöm- ustu dagamir en þar á eftir kæmu sunnudagarnir. Dagarnir í miðri viku væm hins vegar jafnir. Svo viröist sem eldra fólkið kjósi helst að versla að morgni til en yngra fólkið síðdegis eða að kvöldinu. 10-11 10-10 11-11 Toro piparsósa, 32 g 48 55 35 Cheerios, 275 g 159 163 Buglessnakk 128 192 128 Gevalia kaffi, 250 g 119 107 Gunnars remúlaði, 400 ml 129 147 139 Pepsí, 21 99 109 109 Egilssódavatn, 'h 1 84 90 83 Lambakótelettur, 1 kg 830 778 763 Rauðepli, 1 kg 99 205 138 Sveppir, 1 kg 568 780 568 Soy King soyasósa, 150 ml 159 139 Heinz bakaðar baunir, 450 g 56 72 El Vital hárnæring, 200 ml 219 277 Elnett hárlakk, 300 ml 574 Colgate tannkrem, staukur 155 213 156 Reach tannbursti, medium 159 156 Silhouette dömub., 15 stk. 275 292 248 Innkaupakarfa 3 verslana - 10 vöruliðir- 2.861 UBVAtS SPENriUSAGA Banvæn þrá eftir Gary Devon Erótísk og félagsleg spennusaga í sér- flokki. Háttsettur maður verður gagn- tekinn af ást til barn- ungrar stúlku._____ Bók þarf ekki að kosta 2000 krónur til að vera góð. Úrvalsbækur kosta 790 krónur og ennþá minna í áskrift. Á næsta sölustað eða í áskrift í slma (91) 63 27 OO TAKTU ÞESSA MEÐ í FRÍIÐ! endum. Einum neytanda, sem fjárfesti í dönsku agúrkusalati í verslun f Kópavoginum, brá verulega þegar hann rakst á þetta stóra glerbrot í krukkunni. Þaö er með ólíkindum að svo stórt glerbrot geti komist óséð í gegnum eftirlit framleiöenda. DV-mynd JAK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.