Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 33
33
MIÐVIKUÐAGUR 5. ÁGÚST 1992.
dv_____________________Meiming
Hugarflugs-
lýsing
-Nobuyasu Yamagata í Galleríi II
Nákvæmt handverk hefur í gegnum tíöina veriö eitt af aðalsmerkjum
japanskrar listar. Um þessar mundir sýnir Japaninn Nobuyasu Yama-
gata verk sín í Galleríi II og nefnir hann þau einu nafni „Lýsingar". Má
segja að það tvíræða orð sé annar grunnþátta myndhugsunar hans. Yama-
gata leiðir í ljós súrrealíska myndveröld og lýsir innviðum hennar af
ýtrustu nákvæmni. Þótt Nobuyasu Yamagata hafi búið hér á landi í hart-
nær tvo áratugi er greinilegt að hin japönsku einkenni eru rík í honum.
Vissulega má segja að ámóta natni fyrirfinnist í hérlendu málverki, þ.á m.
í verkum Errós, en það er fleira sem hér kemur til. E.t.v. sýnir hinn grunn-
þáttur sýningarinnar þetta hvað best en hann byggist á því að kalligrafía
er uppistaða myndflatarins. Leturtáknin U,Æ,I,K, og. eru þannig sú grind
sem Yamagata klæðir myndlegu holdi. Samsetningin er frjálsleg, fiskar
og hljóðfæri persónugerast og leika stór hlutverk í hinu súrrealíska lei-
húsi listamannsins.
Letur sem myndbygging
Á sýningu Nobuyasu Yamagata í Galleríi II við Skólavörðustíg eru átta
málverk, flest máluð á síðasta ári. Yamagata virðist þó hafa þann háttinn
á að taka verk sín til endurskoðunar og vinnsla eins verksins spannar
þannig tjögurra ára tímabil. Slík vinnubrögð kunna að skila árangri hvað
útfærslu varðar en Yamagata mætti vara sig á að ofvinna ekki verkin.
Þessi fjögurra ára mynd (Siglt í rauðan) er jafnframt flóknust að allri
gerð enda undanskilin kalligrafiubyggingunni. Hinn tárvoti og hálfétni
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
þorskur er athyglisvert myndtákn á þessum síðustu og Verstu tímum.
Það virðist henta Yamagata síður að njörva myndbygginguna niður við
rökræna drætti letursins og býr hún í áðurnefndu málverki yfir hvað
mestri spennu þó í útfærslu nálgist myndin að vera ofunnin.
Fjölbreytni á kostnað heildarinnar
Tvær aðrar myndir eru undanskildar leturtáknabyggingu. Aðra þeirra
nefnir Yamagata „Vetrarteikningu". Sú mynd hefur talsverða sérstöðu á
sýningunni vegna grafiskra eiginleika. Hugmyndin er ekki fjarri úrlausn-
um grafiskra hönnuöa. Hvít snjókorn afmarka línuteikningu af teiknara
yfir auðri örk. Mynd þessi er gerólík öðrum á sýningunni og sýnir að
Yamagata er íjölhæfur myndlistarmaður en sýningin missir við þetta
heildarsvip. Hin myndin nefnist einfaldlega „Lýsing" líkt og myndröðin
í heild en er þó á engan hátt samnefnari verkanna. Þvert á móti er hér
um enn annan „útúrdúr" listamannsins að ræða. Myndin er naturalísk
a.m.k. í samanburði við hinar og sýnir danspar í þrenns konar stelhngum
á myrku sviði. Á margan hátt er þessi mynd heilsteyptasta verk sýningar-
innar. Þar er hvorki farið offari í hugmynd eða útfærslu. Hugmyndin er
einfóld og verkið fær við það aukinn segulkraft.
í heild má segja að Yamagata hafi alla burði til að gera frjóa hluti og
það hlýtur að teljast kostur að hann fer leiðir sem fáir feta um þessar
mundir. En heildaryfirbragð skorti að þessu sinni þrátt fyrir víðfeðma
yfirskrift. Sýningunni lýkur nk. fimmtudag, 6. ágúst.
Hjónaband
Þann 18. júh voru gefin saman í
hjónaband í Bústaðakirkju af séra
Pálma Matthíassyni Hanna Ingya-
dóttir og Guðmundur Gíslason.
Heimili þeirra er að Garðhúsi 10,
Reykjavík.
Ljósm. Jóhannes Long
Þann 27. júní sl. voru gefin saman í
hjónaband í Bústaðakirkju af séra
Pálma Matthíassyni Egill Einarsson
og Linda Tulinius. Heimili þeirra er
að Jörfabakka 12, Reykjavík.
Ljósm. Myndsköpun, ljósmynda-
stofa.
Þann 11. júh voru gefin saman í
hjónaband í Bústaðakirkju af séra
Pálma Matthíassyni Sif Cortes og
Kristján Gunnarsson. Heimili þeirra
er að Lækjarhjaha 5, Kópavogi.
Tilkyimingar
Snerruútgáfan sf.
sendir frá sér 4 tegundir af almanökum
fyrir árið 1993 ásamt nýjum landkynn-
Veiðivon
Veiðiámar í nágrenni Reykjavíkur:
2200 laxar komnir á land
„Við fengum 12 laxa og sá stærsti
var 8 pund en við sáum ekki mikið
af laxi, einn og einn fisk,“ sögðu Eg-
ill Guðhjohnsen og Þórarinn Sig-
þórsson á bökkum Leirvogsár í
fyrradag. Með þeim var Stefán Guð-
hjohnsen og hann var meö lax á þeg-
ar við komum á staðinn, rétt fyrir
neðan þjóðvegsbrú.
270 laxar hafa veiðst í Leirvogsá
fram að þessu og hefur megnið af
þeim fengist á maðk.
Korpa hefur gefið 220 laxa og hafa
20 til 30 veiðst á ýmsar flugur, m.a.
á rauða franses.
Elliðaárnar hafa gefið 810 laxa og
sá stærsti er 20 pund. Flugan hefur
sótt á að undanfórnu og hefur veiðst
vel á collie dog, rauða franses og teal
and black. Mikill lax hefur gengið í
Elliðaárnar og gengur enn.
Laxá í Kjós hefur gefið rétt 900 laxa
á þessari stundu og sá stærsti er 20,5
pund'.
Fyrsti laxinn:
23,5 punda fiskur á toby
„Það er glæsilegt að byria veiðifer-
ilinn með 23,5 punda laxi, eins og
Það getur skipt sköpum að tá góð
ráð frá réttum aðila eins og hérna
við Elliðaárnar. áin hefur gefið 810
laxa. DV-mynd G.Bender
Þórarinn Sigþórsson og Egill Guðjohnsen á bökkum Leirvogsár með fimm
af tólf löxum sínum úr ánni. Leirvogsá hefur gefið 270 laxa.
DV-mynd G.Bender
Gísli Kristjánsson gerði í Stóru Laxá
í Hreppum fyrir fáum dögum, fiskur-
inn tók toby,“ sagði okkar maður,
sem reyndi á efsta svæðinu í Stóru
Laxá um helgina en þar hafa fengist
66 laxar.
„Það var mikið af fiski á efsta svæð-
inu. Þetta eru bæði stórlaxar og smá-
laxar. Það eru virkilegir stórboltar á
svæðinu, svo vægt sé til orða tekið,"
sagði veiðimaðurinn ennfremur.
Langholt í Hvítá
hefurgefið145 laxa
„í Reykjadalsá hafa veiðst 55 laxar
og sá stærsti er 20 pund. Það er tölu-
vert af fiski um alla á,“ sagði Dagur
Garðarsson er við spurðum frétta í
gærkveldi.
„Langholtið í Hvítá hefur gefið 145
laxa og þar er sá stærsti 21 pund.
Mikið hefur sést af fiski á svæðinu
en hann tekur illa,“ sagði Dagur í
lokin.
-G.Bender
Þeir veiddu vel í Skjálfandafljóti,
Skúli Sigurgeirsson og Orri Einars-
son, sem hérna eru með aflann, 5
laxa. Með þeim var ívar Bjarklind.
DV-mynd Benedikt
ingarbæklingi en útgáfan hefur gefið út
almanök í 10 ár. íslenska almanakið kem-
ur nú út 11. árið í röð og prýða það vald-
ar myndir víðsvegar af landinu. Snerru
almanakið kemur nú út í 8. skigti og er
minna almanak með myndum. íslenska
náttúrualmanakið kemur nú út í 5. sinn
og er með myndum frá óbyggðum lands-
ins og stóra náttúrualmanakið, sem kem-
ur nú út öðru sinni, prýða stórar ljós-
myndir víðvegar af landinu. Einnig send-
ir útgáfan frá sér nýjan íslandsbækling.
Bæklinginn prýða myndir víðsvegar af
landinu og fylgir texti með hverri mynd
á ensku, þýsku og frönsku.
og regni
komið sumarhefti fyrir börn, I sol
igni. í heftinu er afþreyingarefni
: konar, t.d. leikir, sögur, þrautir og
ól og regni fæst endurgjaldslaust á
nstöðvum Olís um land allt. Prent-
anaðist Prentsmiðjan Edda, útgef-
er Halldóra B. og sér Olís um dreif-
Fyrirlestrar um ensím
(HIV próteasa)
Föstudaginn 7. ágúst kl. 14.30 munu tveir
virtir gestafyrirlestrar frá University of
Califomia, San Francisco (UCSF), þeir
Dr. Charles S. Craik og Dr. Robert J.
Fletterick, flytja fyrirlestra í Norræna
húsinu um HIV próteasa og hönnun pró-
teina með nýja eiginleika. Að fyrirlestrin-
um standa efnafræðiskor raunvísinda-
deildar Háskóla íslands, Raunvísinda-
stofnun Háskólans og Menningarstofnun
Bandaríkjanna.
Fornbílaklúbbur íslands
6. ágúst veröur farin kvöldferð og ekið
um Álftanes, Bessastaði og Hafnarfjörð
og drukkið kaffi á A. Hansen. Mæting
hjá Þórði Sveinssyni á Esso planinu í
Hafnarstræti kl. 20.30. Sunnudaginn 16.
ágúst verður síðan ekið á Þingvöll, mæt-
ing við félagsheimilið Ráðagerði kl. 13.30.
Ferðafélag íslands
í kvöld verður leiðin Selvatn-Elliöakots-
brúnir gengin. Lagt verður af stað frá
Umferðarmiðstöðinni, verð kr. 500.
Kínahöllin
Opnaður hefur verið nýr kínverskur
matsölustaöur í Sigtúni 3. Staðurinn sem
nefnist Kínahöllin býður upp á kínverska
rétti og geta viðskiptavinir borðaö á
staðnum eða tekið með sér matinn. Frí
heimsendingarþjónusta. Staðurinn verð-
ur opinn sunnudaga-fimmtudaga frá kl.
11-22 og fóstud. og laugardaga frá kl.
11-23.30. Eigendur Kínahallarinnar eru
Kristján Steingrímsson, Guöbjartur
Bjarnarsson og Júlíus Van Jol en hann
mun einnig sjá um matseldina.