Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.08.1992, Blaðsíða 8
8 ______________________ Útlöiid_________________ Umferðaröng- þveitivegna klámmynda Umferð gekk öll úr lagi í Sydney í Ástralíu í gærkvöldi þegar sýn- ingar á gróM klámmynd hófust á stóru auglýsingaskilti á þaki húss við fjölfarna götu. Lögreglan mætti þegar á stað- inn og hugðist stöðva sýninguna snarlega en þó liðu 90 minútur áður en aðgerðir laganna varða báru árangur. Á meöan var allt í hers höndum á götunni því margír vegfarendur kusu fremur að staldra við og fylgjast með herlegheitunum en að aka sinn veg. Talið er að námsmenn beri ábyrgð á þessari götuskemmtun en lögreglan hefur ekki fundið þá sem ákváðu að skemmta fólki með þessum hætti. SirhanSirhan neitað um náðun ífjórtánda sinn Dómsyfirvöld í Kaliforniu hafa neitað Sirhan Sirhan, manninum sem myrti Róbert Kennedy árið 1968, um náðun. Þetta er í fjórt- ánda sinn sem beiðni Sirhans um náðun er hafnað. Sirhan er í Corcorna ríkisfang- elsinu í Kalifomíu. Hann er enn álitinn hættulegur þjóðfélaginu eftir að hafa setið inni í 24 ár. Sírhan er nú 48 ára. Möguleikar hans á náðun verða kannaðir aft- ur efdr tvö ár. Helstuáfengis- framleiðendur heims snua sér aðöðru Þær íréttir berast nú úr við- skiptaheiminum að allir helstu framleiðendur áfengis í heimin- um sjái fram á minnkandi sölu á næstu árum og verði því að snúa sér að annarri framleiðslu til að forðast tap. Stóru samsteypumar í áfengis- framleiðslunni hafa haldið sínum hlut i sölunni síöustu ár þrátt fyrir samdrátt í heildarsölunni. Nú er sölutregöan farin að herja á þá líka. Helst er talið að þessi fyrirtæki leiti fyrir sér við fram- leiöslu á matvælum. Ekki hægtað afturkallafram- sal Demjanjuks Bandaríska dómsmálaráðu- neytið hefur komist að þeirri nið- urstððu að ekki sé hægt aö aftur- kalla framsal Johns Demjanjuks til ísraels jafnvel þótt likur séu á aö framsalið hafi verið á mis- skilningi byggt. Demjanjuk er fyrir rétti í ísrael grunaöur um aö vera hinn al- ræmdi striðsglæpamaöur ívan grimmi. Sterkar likur era á aö Israelsmennirnir hafi fariö mannavillt og að Demjanjuk sé ekki maðurinn sem þeir voru að leita að. Norfolk Nog erbestibreski bjórinn Breskir bjórunnendur hafa val- ið Norfolk Nog besta breska bjór- inn á mikilli bjórhátíö í Lundún- um. Það er félagsskapur rnanna sem betjast fyrir viðingu og vin- sældum hefðbundins öls i Bret- landi sem stendur fyrir kjörinu. Norfolk Nog hfur verið bruggað- ur undanfarna tvo áratugi og nýt- ur töluverðra vinsælda á krám í Norfolkognágrenni. Reuter MIÐVIKUDAGUR 5. ÁGÚST 1992. Allt hj álparstarf liggur niðri í Sarajevo vegna harðra bardaga: Sprengjunum rignir yf ir aðstandendur látinna - gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna neyddir til að loka flugvellinum Gæsluhðar Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo hafa gefist upp við að halda flugvellinum í borginni opnum vegna stöðugra sprengjuárása Serba á völlinn. Þar með hefur allt flug á vegum hjálparstofnana lagt niður og er alveg óvíst um hvenær hægt verð- ur að heijast handa að nýju. Átökin nú era að mati sjónarvotta harðari en þau hafa verið undan- farna mánuði. Serbar hafa lagt í nýja sókn á hendur íslömum og Króötum í borginni eftir að hafa látið undan síga á síðustu dögum. Borgarbúar eru hvattir til að grípa til vopna til að hrynda sókn Serba. Því er búist við að átökin eigi enn eftir að harðna. Sprengjuárás Serba á syrgjendur við útfór barnanna tveggja, sem lét- ust í skotárás á langferöabíl með munaðarlaus börn um helgina, hefur vakið hrylling um allan heim. Verið var að jarðsetja börnin tvö sem létu lífið í árásinni þegar sprengjum var varpað inn í kirkjugarðinn. Amma annars bamsins slasaðist alvarlega. Börnin, sem lifðu af árásina, eru komin til Þýskalands þar sem þau fá hæli og aðhlynningu. Mörg þeirra eru vannærð og illa á sig komin and- lega eftir linnulaust stríðsástand í borginni síðustu mánuði. Bandaríkjastjórn er að leita leiða til að tryggja flutning á hjálpargögn- um til Sarajevo. Ekki er útilokað að herlið veröi sent til að verja starfs- menn hjálparstofnana en bæði Bandaríkjastjórn og ríkisstjórnir í Evrópu era hikandi við að hefja beina íhlutun á átakasvæðinu. Því gerist fátt þrátt fyrir yfirlýsingar. George Bush Bandaríkjaforseti hefur ekki útilokað að flugher og flota verði beitt til að styðja við bak- ið á gæsluliðum Sameinuöu þjóð- anna. í því sambandi er einkum rætt um að Serbar verði þvingaðir til að Börnin verða verst úti í átökunum í Sarajevo. Hér má sjá Mirko, tveggja ára gamlan dreng sem lifði af skotárás Serba, gráta við komuna til Þýskalands í gær. Börnin í hópnum eru vannærð og illa á sig komin andlega eftir langvarandi átök í heimsborg þeirra. Simamynd Reuter heimila alþjóðlega rannsókn á fangabúðum þeirra. Öryggisráð þess að ástandið í búðunum verði meintum mannréttindabrotum í Sameinuðu þjóðanna hefur krafist rannsakað. Reuter Orðrómur kveðinn niður í Washington: Bush ætlar ekki að hætta við forsetaframboð í haust - ver gerðir sínar í Persaflóastríðinu 1 blaðaviðtali George Bush Bandaríkjaforseti kom i gær til varnar þeirri ákvörðun sinni aö binda enda á Persaflóastríð- ið áður en tryggt væri að Saddam' Hussein íraksforseti væri ekki leng- ur við völd. í viðtali við bandaríska dagblaðið USA Today sagði Bush að óvíst væri hvort hægt hefði verið að handtaka Saddam og þá hvemig hersveitir bandamanna hefðu komið sér á brott frá Bagdad. Bush hefur sætt mikilli gagnrýni frá demókrötum og öðram fyrir að binda enda á stríðið á meðan Saddam sat enn á fosetastóli. Forsetinn gerði einnig að engu allt tal manna um að hann kynni að hætta við kosningabaráttu sína og sakaði Bill Clinton, frambjóðanda demókrata, um að beita lúalegum óþverrabrögðum í baráttunni. „Ég ætla ekki að hætta við, ég hef þá bjargfostu trú að ég muni vinna,“ sagði Bush í viðtalinu við USA Today. Hann bætti við að heilsa hans væri góð þrátt fyrir allan orðróminn sem væri á kreiki meðal fréttamanna og hann væri ólmur í að etja kappi við Clinton. Bush ræddi einnig við ráðgjafa sína í viðskiptamálum í gær og voru þeir fremur kátir með bandarískt efna- hagslíf. „Efnahagslíf okkar er betra en nokkurt annaö í heiminum. Ég tel ekki að kreppan í efnahagslífi okkar sé jafn mikil og margir vilja vera láta,“ sagði Donald Kendall, fyrrum stjórnarformaður Pepsi, eftir fund- innígær. Reuter Læknarsegja Biungraða Sómali borðalauf Sómalir, sem búa við ströndina suður af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, reyna að halda í sér lífi með því að borða lauf og rætur og drekka vatn úr drullupollum þar sem þeir eru of máttfarnir til að hafa sig á brott. Góðgerðasamtökin Læknar án landamæra sögðu í gær að lík væru eins og hráviði um alla vegi landsins og þorpin væra ýmist yfirgefin eða eyðilögö. Samtökin sögðu að Sómalir mundu halda áfram að deyja úr hungri ef ekki kæmi til víðtæk erlend aðstoð. Hungursneyðin í landinu hefur farið síversnandi frá því í janúar. Komirhand- teknarfyrirað brjótafatalög íranska lögreglan hefur hand- tekið hundrað kvenna í Teheran og öðram borgum fyrir að brjóta ströng lög íslamstrúarmanna um klæðaburð. Aö sögn síjómarand- stæðinga fara eftirlitsmenn um götur og veitast að þeim brotlegu. írönsk lög kveða á um að konur eigi aö vera í víðum og síðum klæðum og að aðeins andlit þeirra og hendur megi sjást á al- mannafæri. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.