Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992.
Utlönd
Börðu vitnið til
óbóta í réttarhléi
Tveir Danir á þrítugsaldri voru
dæmdir í sjö mánaða fangelsi fyr-
ir að hafa barið mann sem vitn-
aði gegn þeim fyrir dómi Hinir
dæmdu réðust að manninum þeg-
ar hlé varð á réttinum og þeir
biðu dóms.
Vitnið, sem er innflytjandi, var
bariö í höfuðið með spýtu. Dóm-
urirrn yfir mönnunum er helm-
ingi þyngri en venja er að dæma
fyrir líkamsárásir vegna þess að
um vitni var aö ræða.
Skurðastrætó
áflotíHöfn
Borgarstjómin 1 Kaupmanna-
höfn ætlar að taka upp áætlunar-
ferðir með bát um miðborgina.
Ætlunin er aö nýi „strætóinn"
þræði skurði frá Nýhöfn til ís-
landsbryggju.
Áöur hefur umferöarnefiid
borgarinnar kynnt sér hliðstæö-
an samgöngumáta i Feneyjum og
Amsterdam og þykir þetta álitleg-
ur kostur til að létta umferð af
götunum.
Hertogaynjan af Jórvik vekur enn á ný hneykslan Breta:
Góðvinur Fergie
f luttur til hennar
- nekarmyndir af Fergie boönar til sölu en enginn vill kaupa
Bresk hlöð hafa fyrir því heimildir
að Johnny Bryan, milljónamæringur
frá Texas, sé fluttur inn til Söru
Ferguson í lúxusviilu hennar, Rom-
enda Lodge, og að þau búi nú saman
þar eins og hjón.
Um árabil hefur verið góður vin-
skapur með Fergie og Johnny og
hann reyndi í vor að sögn að koma
í veg fyrir skilnað hennar og
Andrews prins og hertoga af Jórvík.
Því var trúað mátulega í Bretlandi
því áður höfðu borist fréttir um ást-
arsamband þeirra. Johnny fylgdi og
Fergie á ferð hennar um Austurlönd
Stýrisbúnaður
fyrir japanska bíla
BEINTFRÁJAPAN
STÝRISUPPHENGJUR
MB Pajero, Mazda 626 ’82, 4300,- Galant '87, 3900,- Nissan Pickup, SPINDILKÚLUR 2900,- 3400,-
Charade ’84-’87, 4800,- Sunny '85, 1600,-
Galant '87, 1900,- Toyota Hi-Lux '83, 2300,-
STÝRISENDAR
Subaru '85, 1700,- Sunny '86, 1600,-
Honda, 1300,- Charade '88, 1400,-
QJvarahlutir
Hamarshöfða 1 - sími 67-67-44
Aukablað
TÓMSTUMDIR
OG HEILSURÆKT
Miðvikudaginn 2. september nk.
mun aukablað um tómstundir og
heilsurækt fyigja DV.
Meðal efnis verður umfjöliun um líkams-
rækt, heilsufæði, vítamín og hin ýmsu tóm-
stundanámskeið.
Athugað verður hvað dans-, mála-, bréfa-,
tölvu- og tómstundaskólarnir hafa upp á að
bjóða.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að
auglýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi
samband við Soqju Magnúsdóttur, auglýs-
ingadeild DV, hið fyrsta, í síma 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 27. ágúst.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27
Auglýsingar - Þverholti 11 - Reykjavík
pi i 1
Sara Ferguson er í miklum vanda
vegna meints ástarsambands við
milljónamæringinn Johnny Bryan.
vikurnar eftir að skilnaður var gerð-
ur opinber í vor.
Fergie hefur einnig veriö orðuð viö
annan milljónamæring frá Texas. Sá
er Steve Wyatt, moldríkur olíubarón.
Hann hefur nú dregið sig í hlé og
sinnir viðskiptum sínum heima í
Texas.
Johnny neitar öllum sögum um
ástarsamband sitt og Fergie. Hann
segist vera ráðgjafi hennar í fiármál-
um. Þau sjást þó reglulega saman.
Sögur eru einnig um aö barnfóstra
Fergie hafi sagt upp störfum vegna
deilna við Johmiy sem vilji skipta sér
um of af uppeldi dætra hertogaynj-
unnar. Þessu neitar Johnny einnig.
Myndaritsfióri franska blaðsins
Johnny Bryan segist aðeins vera
ráðgjafi Fergie í fjármálum.
Paris Match segir að blaðinu hafi
verið boðnar nektarmyndir af Fergie
þar sem hún var að sóla sig á frönsku
Rivierunni með Steve Wyatt á síðasta
ári. Það mál varð upphafið að ósætti
Fergie og Andrews.
Aö sögn ritsfiórans eru myndimar
óskýrar og ekki hæfar til birtingar
vegna þess hve þær era teknar úr
mikilli fiarlægð. Blaðið hafi því hafn-
að boðinu og æth ekki að hirta mynd-
imar. Þá hafa einnig verið boönar
myndir þar sem Johnny Bryan á aö
vera að sjúga tæmar á Fergie en þær
hafa ekki heldur komist á prent
vegna slakra gæða.
Reuter
Skelfingamar 1 Sómalíu:
Hungursneyð
grandar350
þúsund börnum
Að minnsta kosti 350 þúsund böm
eða fióröungur allra þeirra sem eru
undir fimm ára aldri hafa látist í
hungursneyðinni og borgarastyij-
öldinni í Sómalíu, að sögn leiðtoga
bandarískrar hjálparstofnunar.
„Giskað er á að fiórðungur allra
bama yngri en fimm ára hafi þegar
látist,“ sagði Peter Davies frá hjálp-
arsamtökunum Interacdon sem em
Sómalskur faðir flytur lík fjögurra
ára gamals sonar síns til greftrunar.
Símamynd Reuter
heildarsamtök 135 hjálparstofnana
sem starfa í Sómalíu.
Andrew Natsios, bandarískur emb-
ættismaður sem George Bush forseti
skipaði sem sérstakan umsjónar-
mann hjálparstarfs við Sómaii í síð-
ustu viku, sagði að fiöldi látinna
væri líklega vanmetinn.
Starfsmaður Interactions sagði að
fiöldi látinna bama væri kominn yfir
350 þúsund og væri þá tekið mið af
tölum barnahjálpar SÞ frá 1990 um
fiölda bama undir fimm ára aldri í
Sómalíu. Þar var fiöldinn áætlaður
1,4 milljónir.
Bandaríski herinn hefur fiutninga
á hjálpargögnum til Sómaiíu í dag
eða á morgun. Natsios, Davies og
aðrir í Sómalíu lögðu áherslu á þaö
við fréttamenn í gær að það væri
alveg sama hversu mikið af hjálpar-
gögnum væri sent til landsins, ekki
væri hægt að stööva hungursneyðina
nema með því að finna pólitíska
lausn á stjómleysiriu sem ríkir þar.
„Sem stendur getur viðleitni okkar
dregið úr flölda látinna en við getum
ekki komið í veg fyrir allan hungur-
dauöa,“ sagði Natsios.
Bandaríkjastjóm ætlar að senda
tólf flugvélar tU að flytja hjálpargögn
til Sómalíu í náinni samvinnu við
hjálparstofnanir SÞ. Hungurdauði
vofir yfir einni og hálfri milijón Só-
mala- Reuter
DV
Alsæiaíereins
ogeldurísinu
um Stokkhólm
Fíkniefniö alsæla fer nú eins og
eldur í sinu meöai ungs fólks í
Stokkhólmi sem sækir svokölluð
„ravepartí“ þar sem menn koma
saman og dansa alia nóttina. Að
sögn lögreglunnar veit unga fólk-
ið ekki hve vanabindandi efnið
er.
„„Ravepartíin" eru eingöngu
fyrirsláttur til að selja hina lífs-
hættulegu alsælu," segir Per-Uno
Hágestam, yfirmaður fikniefna-
lögreglunnar.
Þróunin í Stokkhólmi veldur
honum nokkrum áhyggjum.
Hann telur að að minnsta kosti
helmingur unga fólksins í þess-
um dansveislum neyti fíkniefhis-
ins og segir að veröið á hverjum
skammti sé samsvarandi verðinu
á einum áfengum drykk.
Innflytjendur
verð aaðlæra
aðbölva
Innflyfiendum til Ástrahu ætti
aö vera kennt að bölva og ragna
eins og innfæddir svo þeir geti
lagað sig að nýjum siöum. Þannig
geti hinir nýkomnu áttaö sig á
því þegar veriö er aö formæla
þeim og lagt sjálfir orð í belg.
Þetta er skoðun Brians Taylors,
háskólakennara í Sydney. í
næsta mánuði mun hann flyfia
fyrirlestur um mikilvægt þess að
kunna að blóta.
„Það hefur veriö staöfest að
nýir Ástralir hafi lent í vandræð-
um fyrir að nota blótsyrði við
óviðeigandi aöstæður,“ sagöi Ta-
ylor.
Þótt Ástralir séu miklir blóts-
yrðamenn eru þeir fremur hug-
myndasnauðir þar sem þeir nota
ailtaf sömu orðin. „Ensk blóts-
yrði em ekki nærri eins kjamyrt'
og blótsyrði á ungversku, rúss-
nesku eða spænsku," sagði Tayl-
or sem hefur rannsakað máhö í
tuttugu ár.
Rússarafþakka
síldargjafirfrá
Dönum
Rússar hafa gefist upp á að taka
á móti allt að fiögur þúsund tonna
síldargjöf frá Danmörku, að sögn
danska sjávarútvegsráðuneytis-
ins. Eftir mikla tækniiega örðug-
leika hafa Rússar beðiö um að
hætt verði viö gjöfina aö sinni.
Aðeins 30 prósent af þeim 50
tonnum af síld, sem tekist hefur
að flyfia til Sankti Pétursborgar
á tæpum tveimur mánuðum, hafa
náð til neytenda. Afgangurinn
hefur farið til spillis vegna lélegs
kælibúnaöar eða svika þeirra
sem skipulögðu sendingamar.
Síldin átti aö fara til bágstaddra
í Pétursborg og öðrum borgum.
Rússar vonast til aö geta tekið
ámóti síldargjöfinni á næsta ári.
viðLangasund
Ein stærsta langa sem veiðst
hefur í Evrópu var tekin á stöng
fyrirutanLangasundáÞelamörk •
í Noregi á mánudag. Langan vó
31,9 kíló og hinn lukkulegi veiði-
maöur vai- 53 ára gamaii Svíi,
Sten Lindmark frá Gautaborg.
Lindmark var með 210 metra
langa Imu þegar langan beit á
krókinn. Hann beitti heilum
makríl og línan var 0,33 millí-
metra þykkur stálþráöur.
Á mánudagskvöld fengu sport-
veiðimennirnir að vita aö 36 kílóa
langa hefði veiðst við ísland fyrir
nokkrum árum.
TT, Reuter, Ritzau og NTB