Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. Hver er þín skoðun á reykingum? ris Sveinsdóttir læknir: Ég er ger- samlega á móti þeim. Þórdís Borgþórsdóttir húkrunar- fræðingur: Reykingar eru tóm tjara. Erla Traustadóttir húsmóðir Ég er mjög á móti þeim. Þær eru ömurleg- ar. Þorgerður Diðreksdóttir húsmóðir: Ég er á móti reykingum. Dóra Óska Bragadóttir nemi: Þær eru það ömurlegasta sem fólk getur gert öðrum. Sigriður Hjaltested nemi: Ég er al- mennt á móti þeim. Lesendur Gistiverðið gerir gæfumuninn Munurinn virðist ferðamanninum vestanhafs í hag. Úlfar skrifar: Ég las bréf í DV sl. fimmtudag frá Margréti Einarsdóttur um flugstöð- ina á Keflavíkurflugvéfli varðandi fréttina um farþegana sem hafast þar við næturlangt vegna þess að þeim ofbýður að kaupa sér gistingu á því verði sem hér tíðkast - ef hægt er að komast hjá því, svona síðustu nóttina fyrir brottfór héðan. Það er náttúrlega meira en tíma- bært að ráðast að þessu vandamáli hér í ferðamannaþjónustu sem er verðlagið - bæöi á gistingu og veit- ingum. Það er leitun að öðru eins okri og hér tíðkast. Ekki veit ég hvort þetta skapast af því að fltið er til ferðaþjónustunnar sem eins konar „vertíðar" í tvo til þrjá mánuði á ári og á þeim tíma skuli aflra bragða neytt til að ná sem mestum gróða. - Mér er þó nær aö halda að svo sé ekki þar sem verö á veitingahúsum lækkar ekkert þótt hefðbundnum ferðamannatíma ljúki. - Kjúklinga- réttur á skyndibitastöðum kostar áfram um 600-800 kr. og hamborgar- amir frá 350 til 450 kr. eða meira. En þaö er gistiverðið sem gerir gæfumuninn hvort ferðamenn dvelja hér lengur eða skemur. Einhvers staöar verður fólk að sofa og þótt um ferðamenn sé að ræða eru ekki allir sem kæra sig kollótta um næturstað- inn. Það sem fólk sækist eftir, rétt eins og þegar við erum á ferðalagi erlendis, er að fá hótelherbergi á viðráðanlegu verði. Og hvað er þá viðráðanlegt verð? Það er verð sem ferðamannahótel bjóða almennum ferðamönnum (ekki í viðskiptaerindum) og fjöl- skyldum þeirra og miða við tvo í herbergi með mögiúeika á þriðja að- ila, t.d. barni að unglingi með foreldr- um. - Þetta verð hefur ákveðna við- miðun um alla Vestur-Evrópu og Bandaríkin. Þetta verð er auglýst í ferðabækflngum og blöðum sem fólk hefur greiðan aögang að. - í Banda- ríkjunum t.d.'má sjá þetta hótelverð auglýst í helstu blöðum og er verðið á bilinu $35 og $49 eftir stærð og þægindum hótelanna, sem eru þó með flestan aðbúnað aflstaðlaðan, þ.e. sér baðherbergi og sjónvarpi. - Ég læt fylgja hér með úrklippu úr amerísku dagblaði sem ég hafði með mér eftir dvöl vestra fyrr í sumar. Það er mikill munur á að greiða frá kr. 2.100 til 2.800 fyrir herbergi og 4.500 kr. til 7.500 kr. á venjulegum sveitahótelum hér á landi. - Lái hver sem vifl því fólki sem forðast slíka verðlagningu. Vil ekki Sjónvarpið P.K. skrifar: Hvað á fólk að gera sem með engu móti vill greiða afnotagjald af sjón- varpi RÚV en vill gjaman halda áskrift að hljóðvarpinu? Eru virki- lega engar vangaveltur í gangi hjá hinu opinbera eða hjá löggjafanum, sem ræður því sem ráðið verður, í þá átt að létta þessum ósköpmn, þess- ari nauðungaráskrift af fólki? Þessi skylduáskrift að Ríkisútvarpi er orðin yfirþyrmandi plága, maður er á nálum um hver mánaðamót, hvort búið sé að greiða af þessu, ann- ars hækkar gjaldið um 10%, stund- um meir ef lengur dregst að greiða gjaldið. - Maður hefur bara ekki heyrt um þess konar aðfarir að fólki neins staðar. Að skylda fólk til að gerast áskrifandi að dagskrá, þótt maður eigi tæki, er jafn fáránlegt og að skylda menn til að kaupa blöð um leið og þeir verða læsir. Nú er komin sú tækni að flestir sem vilja notafæra sér erlendar sjón- varpsstöövar gera það. Það er hægt að kaupa móttökudisk sem nær milli 9 og 11 rásum, t.d. frá sjónvarps- hnettinum Astra I. Þar á meðal eru stöðvar eins og Sky News og fjöldi annarra stöðva sem maður horflr á ókeypis. Þar er fréttaflutningur margfalt betri en sá sem Sjónvarpið býður okkur. - Að ógleymdu öðru efni. Það er beinlínis skylda Alþingis að létta þeirri kvöð af mönnum hér að greiða skylduáskrift til ríkisins fyrir sjónvarp og útvarp. Enginn skattur á þar að taka við, hvorki svokallaður nefskattur né annar. Ríkið á einfald- lega engan rétt á því að skattleggja fólk fyrir efni sem það vill ekki eða hefur ekki þörf fyrir. Ruslinu hent hvar sem er Kristín hringdi: Ég get ekki orða bundist þegar maður sér með eigin augum hve ifla menn umgangast náttúruna og um- hverfið í kringum sig. Það \u-ðist sumum ekkert heilagt í þessum efn- um þegar þeir taka sig til við að „hreinsa" í eigin ranni. - Þá taka þeir oft á sig langan krók til að koma ruslinu fyrir þar sem þeir halda að enginn sjái til þegar þeir losa sig við það. - Annars má kannski frekar orða það svo að þeir hendi ruslinu bara hvar sem er, annars staðar en í næsta umhverfi viö sig. Það var einmitt fyrir fáum dögum að ég sá hvar bíll ók í nágrenni okk- ar og niður að læknum sem er i næsta umhverfi við Stálvík. Þar af- fermdi ökumaður bílsins allt það rusl sem hann var með og ók svo burt. Líklega glaöur í sinni yfir því aö vera búinn að losa sig við farm- inn. - Þetta þóttu þeim er fylgdust með úr fjarlægð ljótar aðfarir. Það var nú ekki hægt að stifla sig um að aðgæta hvaða rusl þama hefði veriö losað. Og þá gaf á að líta stóla, bamarúm, tré- og pappaspjöld hvers konar, plastpoka að sjálfsögðu og hluta úr innréttingum. Það er líklega hreint í kringum þann sem losar sig við svona óþarfa heima! - Ég vona bara að þið getið myndaö þetta og birt til sönnunar máli mínu. - Það er nefnilega ekki oft sem fjölmiðlar gera sér far um að sýna almenningi Við lækinn var ruslið losað. hvað svona nokkuð er mikið lýti á verðum svo að greiða sjálf fyrir að náttúrunni og því umhverfi sem við láta hreinsa. Ferðaþjónusta bænda Þ.S. hringdi: Qft heyrast þær raddir að bændur séu aurakærir sem kannski á við um suma þeirra, einkanlega á sviði lax- og silungs- veiða. Nýlega vorum við hjónin á ferð og fengum okkur svefnpoka- pláss í Víðigeröi í Víðidal, Hún„ ágætt tveggja maima herbergi með aðgangi aö baði, setustofu með sjónvarpi o.fl. Um morguninn þegar kom aö uppgjöri fyrir gistinguna lágu skilaboð fyrir í afgreiöslunni um að við ættum ekki að greiða neitt fyrir herbergið þar eð gleymst hefði að þrífa það og það hefðu verið alvarleg mistök að láta okk- ur fá þetta umrædda herbergi. Það skal tekið fram að ekki voru nein merki þess að herbergið væri óþrifiö enda mótmæltum við ákvörðuninni - en án árangurs. - Þetta sýnir að ekki er alls staö- ar okrað í ferðaþjónustu bænda. Ekkimáskaða skúrkinn Kristján Guðmundsson skrifar: Ég las nýlega frétt í DV þar sem fjallaö var um úöabyssur eða önnur tiltæk varnartæki sem konur bera á sér til að verjast hugsanlegum nauðgurum og Öðr- um aövifandi glæpamönnum á almannafæri. - Fram kom að slík tæki er ekki leyfilegt að nota hér. Raunar var sagt að notkun svona tækja gæti skaðað þann sem þeim væri beint að. En hvað með þolandann? Má hann ekki beita neinum vömum? Á líklega bara að bíöa rólegur og kalla á lögreglu sem sleppir skúrknum eftir nokkra yfirheyrslu? Sjömannanefnd! Margeir hringdi: Ég hugsa að flestir hafi heyrt • talað um fimmmanna- og sex- mannanefndimar sem ávaflt eru í fréttunum vegna búvörusamn- inga bænda. En sjömannanefhd á þessum vettvangi finnst mér vera orðið hreint grin. RegínaogRíkið áSeKossi Höskuldur Jónsson skrifar: Athygli mín hefur verið vakin á grein er birtist í DV 10. ág. sl. og bar fyrirsögnina „Loks kom- irrn bragur á áfengisverslunina". - Greinina ritar Regína Thorar- ensen, fréttaritari á Selfossi. Ég er þakklátur Regínu fyrir að hafa vakiö athygli á að um- skipti hafa orðið til bóta á hús- næði ÁTVR á Selfossi. Fátt annað er hins vegar rétt í greininni og því ekki þakkarvert. ÁTVR hefur árum saman reynt aö fá meðeig- endur sína að húsinu Vallholti 19 til að lagfæra hús og lóð. ÁTVR hefur alltaf haft fé á lausu til að greiða hlutdeild sína í þessum framkvæmdum en neitað að greiða hlut annarra. Af hálfu meðeigenda ÁTVR fengust hins vegar engar undirtektir um þátt- töku í viðgerðarkostnaöi. Strax og Oddfellowreglan haföi fest kaup á þeim eignarhluta, sem ekki var ríkisins, hófust viðræð- ur eignaraðila um framkvæmdir þær sem nú era orönar að veru- Ieika. - Hefði fféttamaður DV kynnt sér málavöxtu má ætla að atbeini ÁTVR í málí þessu væri íyrirtækinu frekar til sóma en efni til að atyrða. Erteygjustökk hættulegt? Magnea hringdl: Mér þætti fróðlegt ef einhverjir sem til þekkja gætu frætt okkur um hvort teygjustökkiö (vin- sæla!) er hættulegt fyrir þá sem það framkvæma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.