Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1992, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 1992. 31 >t ekki oftar á körfuboltavellinum eftir að Johnson fyrir skömmu. Larry Bird tilkynnir á blaðamannafundi i gær aö hann sé hættur. Símamynd Reuter íþróttir „Ég vlldi að ég gæti sagt þér ákveðiö að af mótínu yrði en þaö er því miöur ekki hægt á þessari stundu. í raun eru líkumar á því að af mótínu veröi minnkandi. Þetta mót er að fara út um þúfur,“ sagði Sigurður Matthíasson en hann hefur unnið að undirbúningi stórmóts í frjálsum iþróttum í Laugardalnum um næstu mánaðamót fyrir hönd Reykjavíkur- félaganna. „Það er stuttur tími til steöiu og þetta er dýrt. Við þurfum að safna um 1,2 milljónum ta'óna til að endar nái saman og ég er ekkert alltof bjart- Zelezny tekur aðeins hefming þess venjulega Eins og komið hefur fram í DV verður keppt í kastgreinuro ef af roótinu verður. Búið er að tala við ólympíumeistarana i öllum kastgreinunum meistari í spjótkastí og heimsmethafi, heftir tekið vel í það að keppa á mótinu. Hann fer fram á 275 þúsund krónur sem er helmingur þess sem hann fer fram á vepjulega. Astæðan fyrir þvi að Zelezny fer fram á að- eins helming venjulegra launa er aö hann langar mikið til að koma tíl íslands. Þaö yrði svo sannarlega dapurlegt ef aUir fremstu kastarar heimsins yrðu að hætta við íslandsför og ekkert yrði af mótinu. „Þetta er orðinn mjög stuttur fyrirvari og í raun rosalega erfitt mál,“ sagöi Sigurður Matt- híasson við DV í gærkvöldi -SK Makalaus filmubútur Knattspyma: Annaðtap Arsenal Margir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær og urðu úrslit sem hér segir: Úrvalsdeild Blackbum-Arsenal..........1-0 (Alan Shearer á 85.) Wimbledon-Ipswich.........0-1 1. deild Cambridge-Charlton........0-1 Wolves-Leicester........ 3-0 deildarbikar-1. umferð Bolton-Port Vale..........2-1 Cardiff-Britol City.......1-0 Carlisle-Bumley...........4-1 Chesterfield-York.........2-0 Colchester-Brighton.......1-1 Crewe-Rochdale............4-1 Darligton-Scunthorpe......1-1 Doncaster-Lincoln.........0-3 Exeter-Birmingham.........0-0 Fulham-Brentford..........0-2 Gillingham-Northampton.....2-1 Halifax-Hartlepool........1-2 Hereford-Torquay..........2-2 Hull-Rotherham............2-2 Leyton Orient-Millwall....2-2 Ojrford-Swansea...........3-0 Peterborough-Bamet........4-0 Preston-Stoke.............2-1 Shrewsbury-Wigan..........1-2 Stockport-Chester.........1-1 Sunderland-Huddersfield...2-3 Wrexham-Bury..............1-1 • Dýrasti leikmaðurinn í ensku knattspymunni, Alan Sharer, skoraði sigurmark Blackbum gegn Arsenal þegar fimm mínút- ur vom til leiksloka. Hann er nú markahæstur í úrvalsdeildinni með þrjú mörk. Skoski deildarbikarinn, 3. umferð Dundee Utd.-St. Mirren.....3-0 Sviss-úrvalsdeild Aarau-Zúrich...............1-1 Bulle-St. Gallen...........0-1 Grasshopper-Sion...........1-1 Lugano-Servette............1-1 YongBoys-Chiasso...........1-0 -GH Mikil umræða hefur verið í gangi undanfama daga varðandi upptökur af samtölum dómara og leikmanna í knattspymunni. Umræðan náði há- marki á dögunum er Stöð 2 sýndi brot úr leik tveggja liða í Samskipa- deiidinni. Ýmsir veikleikar voru afhjúpaðir Margir vom yfir sig hneykslaðir á framkomu leilunanna í garð dómara leiksins og þar á meðal sá er þetta ritar. En ég varð ekki bara hissa á framkomu leikmanna liðanna. Frammistaða dómarans var honum ekki tíl framdráttar. í raun opinber- aði þessi upptaka mikla veikleika hjá vissum leikmönnum liðanna en einnig dómara leiksins. Það má endalaust deila um það hvort rétt sé eða ekki að dómari beri á sér upptökutæki og það sem það nemur sé borið á borð fyrir almenn- ing með þeim hættí em Stöð 2 gerði. En afraksturinn frá umræddum leik er kominn „í loftíð" og það verður ekki aftur tekið. Þvílíkt og annað eins skítkast Fyrst um þátt leikmanna. Auðvitað er með ólíkindum að fullorðnir menn geti hegðað sér með slíkum hætti sem raun varð á í umræddum leik. Sér- staklega voru þaö tveir leikmenn sem veittust að dómara leiksins með slíku skítkasti að annað eins hefur ekki áður heyrst. Leikmenn skipta skapi í hita leiksins en fyrr má nú rota en dauðrota. Annar þessara leikmanna fékk rautt spjald í leikn- um og fyrir mistök dómarans urðu það ekki örlög þeirra beggja. Sá sem slapp veittíst að dómaranum, hrinti honum, og fúkyrðunum hreinlega rigndi yfir þann svartklædda. Hér erron við komin að mistökum dómarans. Vera kann að hann hafi dæmt illa en það sem blasti við eftir umræddan þátt á Stöð 2 var ótrúleg- ur skortur á hugrekki. Hann lét leik- menn vaða yfir sig og svívirða og slíka framkomu mega dómarar undir engum kringumstæðum líða. Vonandi missti yngri kynslóðin af þessu Útkoman úr mnræddri upptöku hef- ur reynst mörgum aðilum hin þar- fasta lexía. Ekki bara leikmönnum umræddra hða og dómaranum held- ur einnig forystumönnum knatt- spyrnunnar. Islensk knattspyrna fékk gult spjald þegar þessi maka- lausi filmubútur var sýndur á Stöö 2 og vonandi læra menn af ósköpun- um. Það er mín skoðun að sýningin hafi verið holl áminning fyrir knatt- spymuhreyfmguna í heild. Ég bara vona að leikmenn hafi sem flestir séð umræddan filmubút og menn taki sér tak í framtíðinni. Á hinn bóginn vona ég að sem fæstir knattspymu- menn af yngri kynslóðinni hafi séð þessiósköp. StefánKristjánsson Sport- stúfar Bandaríski hnefaleikakappinn Mike Tyson situr bak við lás og slá þessa dagana eins og kunnugt er eftir að hann var dæmdur fyr- ir að nauðga stúlku í Bandaríkj- unum. Margir hafa verið að velta því fyrir sér hvort Tyson taki fram hanskana að fangelsisvistinni lokinni en nú hefur hann lýst þvi yfir að sér leiðist hnefaleikar og hann muni ekki keppa framar. Lyfjaprófun í enska fótboltanum í fyrsta skipti í sögu ensku knatt- spymunnar verður tekið upp á því að lyfjaprófa knattspymu- menn. Tekin verða lyfjapróf skömmu fyrir hveija helgi og líkast til úr einhverjum leikmönnum í öllum liðum allra deildanna þriggja. Grobbi skipti aftur um ríkisborgararétt Bmce Grobbelar, hinn litríki markvörður Liverpool, er ekki Eng- lendingur lengur. „Grobbi“ hefur aftur skipt um ríkisborgararétt og tilheyrir nú Zimhabwe á ný. Og tilgangurinn með öllu saman er meðal annars sá að leika með landsliði Zimbabwe gegn S-Afríku á sunnudaginn og í framtíðinni. Alan Mcinally ekki áfram hjá Bayern Skoski knattspymumaðurinn Al- an Mclnally, sem keyptur var frá enska liðinu Aston Vifla til þýska liðsins Bayem Múnchen fyrir þremur árum, verður ekki áfram hjá Bayem. Mclnally hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit h)á félaginu og honum hefúr verið tilkynnt að samningur hans við félagið verði ekki framlengdur. Maradona á leið »1 Sevilla á Spáni? Spænska stórblaðið E1 Pais skýrði frá því í gær að svo kynni að fara að Diego Mardona léki með Sevilla næstu tvö keppnistímabil. Jose Alvarez, varaforseti Sevilla, sagðist í gær vera bjartsýnn á að Mardona kæmi til liðsins og sagði ennfremur að málin skýrðust end- anlega innan tveggja sólarhringa. Maradona er samningsbundinn ítalska liðinu Napólí til 1993 en Sevilla er tilbúið að greiða Napólí 825 milljónir og Maradona sjálfúm um 160 milfjónir fyrir tveggja ára samning. Napólí hefur hvergi gleymt Maradona og vinnur að því öllum árum að fá hann til að leika með liðinu en kröfumar era geysi- miklar og á þeim strandar málið. Stærstu stuðningsaðilar Sevilla munu fjármagna kaupin á Mara- dona ef af verða. Þess má geta að þjálfari Sevilla er Carlos Bilardo sem gerði Argentínumenn að heimsmeisturum 1986 þegar Mara- dona var fyrirliði. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.