Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.1992, Qupperneq 16
16
LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1992.
Skák
Einvigi Fischers og Spasskíjs:
Fischer teflir vel og
Spasskíj sýnir gamla takta
- tvær fyrstu skákimar lofa góðu um skemmtilegt einvígi
Tuttugasta og fyrsta einvigis-
skákin var tefld 1. september í
Reykjavík - fyrsta skákin í Sveti
Stefan 2. september. Fischer tefldi
þessar skákir snilldarlega en þaö
er eins og tíminn hafi staöið í stað.
Ótrúlegt er aö þær séu tefldar með
tuttugu ára millibili. Skákirnar í
Sveti Stefan eru eins og beint fram-
hald af „einvígi aldarinnar" og
benda til þess að Fischer hafi engu
gleymt á þessu tímabili.
Taflmennskan gefur fátt til
kynna um aö svo langt hafi um hð-
ið síðan þeir leiddu síðast saman
hesta sína. Útlit kappanna hefur
hins vegar breyst. Spasskíj, sem er
Umsjón
Jón L. Árnason
orðinn 55 ára gamall, hefur jú grán-
að að hætti heldri manna en ber
aldurinn vel. Fischer, sem er 49
ára, hefur gjörbreyst, þótt í háttum
og tilsvörum mégi greina kunnug-
lega takta.
Fyrstu tvær skákir einvígisins
eru veisla fyrir skákunnendur.
Fyrsta skákin var glæsileg endur-
koma meistarans að skákborðinu,
ný hugmynd í byijun, kristaltær
áætlun og leiftrandi flugeldasýning
í lokin. I 2. skákinni var Fischer
einnig nálægt sigri en þar var kom-
ið að Spasskíj að sýna gamla takta
er hann bjargaði viðsjárverðri
stöðu í jafntefli.
Fischer-klukkan
Á síðasta ári brá Fischer sér tii
Brussel til aö hitta Bessel Kok, þá-
verandi forseta alþjóðasamtaka
stórmeistara, og kynna síðustu
nýjung sína, Fischer-klukkuna.
Hugmynd Fischers með þessari
byltingarkenndu klukku er aö
koma í veg fyrir „bullandi" tíma-
hrak - aö skákmenn lendi í þeirri
ógæfu að þurfa að leika því sem
hendi er næst þegar faflvísirinn
hangir uppi á lakkinu einu saman.
Fischer-klukkuna má væntan-
lega stilla á ýmsa vegu en grunn-
hugmyndin er sú að þegar leikiði
er og stutt á hnappinn byijar
klukka andstæðingsins ekki að tifa!
fyrr en eftir ákveðinn tíma. í ein-
víginu í Sveti Stefan hefur hvor
keppandi 1 klst. og 50 mínútur í
upphafi skákar á 40 fyrstu leikina.
Eftír hvem leik líður ein aukamín-
úta þar tfl klukka mótheijans fer íi
gang.
Hvor keppenda getur mest fengið
40 aukamínútur á 40 leiki og þann-
ig samtals 2 klst. og 30 mínútur.
Þetta voru einmitt tímamörkin í
einvígi aldarinnar í Laugardals-
höllinni en nú er almennt teflt eflít-
ið hraðar - 2 klst. sléttar á 40 leiki
og síðan 1 klst. á 20 leiki og biðskák
eftir 60 leiki.
Eftir 40 leikina fá Fischer og
Spasskjj nú 40 mínútur tfl viðbótar
á 20 leiki + 20 aukamínútur, sem
gerir 1 klst. á 20 leiki. Síðan bætast
við 30 mínútur á næstu 20 leiki +
Bobby Fischer, sem lagöi skákheiminn að fótum sér fyrir tuttugu árum, er snúinn aftur. Eftir fyrstu skákunum við Spasskíj að dæma er eins og
timinn hafi Staðiö í staö. Símamynd Reuter
20 aukamínútur og sé skákinni enn
ekki lokið fá þeir mínútu á leik -
enn að viðbættum aukamínútum.
Þannig er tryggt að biðskákum sé
útrýmt og skákmaðurinn fær ætíð
a.m.k. mínútu tfl að fullgera hvem
leik. Athyghsvert er að tvær fyrstu
skákimar hefðu farið í bið fyrir
tuttugu ámm en nú var barist í
einni lotu þar til yfir lauk.
Ein krafa Fischers fyrir einvígið
var að klukka hans skyldi notuð
og var serbneskur verkfræðingur
fenginn til þess að annast hönnun
hennar. Frumsmíðin er rafeinda-
klukka en áhorfendur í Sveti Stef-
an hafa kvartað undan því að sjá
ekki á hana og vita því trauðla
hvemig tímanum líður.
Spasskíj á hálum ís
Lokin á 2. skákinni, sem tefld var
á fimmtudag, vom afar skemmti-
leg. Skákin birtist í heild í DV í gær
en lítiö ráðrúm gafst til að velta
upp möguleikum endataflsins.
Víkjum aftur að stöðunni eftir 47.
leik Spasskíjs:
Svart: Bobby Fischer
8
7
6
5
3
! 2
1
Hvitt: Boris Spasskij
Þótt svartur sé skiptamun og peði
yfir em ýmis vandkvæði því bund-
in að vinna taflið. Síðasti leikur
hvíts var 46. Kf6-e5 og nú hótar
hann Ke5-d6-c7 og ráðast að svörtu
peðunum. Einnig er Bd7-b5 í mörg-
um tilvikum hagstætt og skera á
ABCDEFGH
vald hróksins á b-peðinu. Svarti
kóngurinn er enn langt frá víg-
stöðvunum.
Þetta endatafl lýtur sínum eigin
lögmálum. Sjálfsagt eiga „sérfræð-
ingar“ eftir að defla um það um
ókomin ár hvort svartur eigi unnið
tafl eða hvort hvítur eigi nægileg
færi til jafnteflis. Svartur á marga
álitlega kosti í stööunni en Fischer
velur þann nærtækasta:
47. - Rf3+ 48. Kd6(?)
Ekki er auðvelt að sjá hveiju
svartur fær áorkað eftir 48. Kd5 og
ef 48. - Hd3+ 49. Ke6 og nú er b-
peðið í uppnámi. Eða 48. - Rd2? 49.
Bb5!
48. - Rd2 49. Be6
Getur verið að Spasskíj hafi nú
fýrst séð að 49. Bb5? strandar á fall-
egri leikfléttu: 49. - Hxb5! 50. cxb5
c4 51. Bxb6 c3 og hvítur ræður ekki
viö peðið. Ef 52. Bxa5, eða 52. Be3,
þá 52. - Rc4+ og vinnur biskupinn
og 52. Bd4 c2 53. Bb2 Rc4+ leiðir
tfl sömu niðurstöðu.
49. - Hb4 50. Kc6 Rb3?
En nú fer Fischer út af sporinu.
Ég sé ekki betur en 50. - Rxc4 51.
Bxc4 Hxc4 52. Bxb6 Hxa4 leiöi tfl
vinnings á svart. Þá strandar 53.
Kb5? á 53. - Hb4+ 54. Kxa5 Hxb6!
55. Kxb6 c4 og vekur upp drottn-
ingu. Ef 53. Kxc5 Ha2 54. Kb5 a4 og
nú þarf hvítur þijá leiki, Be3, Kb4
og Bcl tfl að halda jafntefli. Þá
gæti hann næst leikið Ba3 og a-
peðið fellur. En hann getur ekki
komið þessu í kring. Ef 55. Kb4?
Hb2 + ; ef 55. Be3 a3! 56. Kb4 He2
og a-peðiö geysist upp 1 borð, því
að 57. Bd4 gengur ekki vegna 57. -
He4 með leppun. Loks ef 55. Kc4
er 55. - Hb2! sterkt og nú getur
svartur geyst með kóng sinn á vett-
vang.
51. Bd5!
Auðvitaö ekki 51. Bxb6? Rd4+ og
vinnur mann. Nú er atburðarásin
þvinguö.
51. - Hxa4 52. Bxb6 Hal 53. Bxc5 a4
54. Bb4! a3 55. c5! Rd4+ 56. Kd7!
A A *
4
I
ABCDEFGH
Spasskíj teflir þennan þátt skák-
arinnar af stakri prýði. Ef nú 56. -
a2, þá 57. Bxa2! Hxa2 58. c6 Ha7+
59. c7 Rb5 60. Ba5 og jafntefli.
56. - Hdl 57. Bxa3! Rc2
Eða 57. - Rb5 58. Bb4 Hxd5 59.
Kc6! o.s.frv.
58. c6! Hxd5+ 59. Bd6
- Og nú sættust meistararnir á
jafntefli.
Þriðja einvígisskákin verður tefld
í dag, laugardag, og sú flórða á
morgun, sunnudag. Báða dagana
verður opið hús á vegum Skáksam-
bands íslands í Faxafeni 12, sem
ber nú nafn með rentu, enda koma
leikimir jafnharðan frá einvígis-
staðnum með faxi. Húsið er opnaö
kl. 14 en skákimar hefjast hálfri
klukkushmd fyrr.
íslandsmótið
í atskák
Um helgina fara fram undanrásir
íslandsmótsins í atskák og verður
teflt í Reykjavík og á Akureyri.
Mótin hefjast kl. 13 í dag, laugar-
dag. Þá verða fimm skákir tefldar
en fjórar á morgun, sunnudag.
Mótið í Reykjavík fer fram í Faxa-
feni 12 og em fyrstu verðlaun kr.
18.000. Á Akureyri verður teflt í
húsnæði Skákfélagsins og þar em
fyrstu verðlaun kr. 10.000.
Efstu menn vinna sér þátttöku-
rétt í úrslitakeppninni, sem fram
mun fara í janúar á næsta ári.
Núverandi íslandsmeistari í atskák
er Karl Þorsteins, sem vann Helga
Ólafsson í spennandi einvígi í Sjón-
varpssal.
Hellir í Gerðubergi
Taflfélagið Heflir, sem er yngsta
taflfélagið á höfuðborgarsvæðinu,
hefur fengið inni í Menningarmið-
stöðinni í Gerðubergi í Breiðholti
og fer vetrarstarfsemi félagsins þar
fram. Að sögn Hellismanna er öll
aðstaða þar tfl skákiðkunar til fyr-
irmyndar, góðir stólar og góö borð.
Hellir er eina taflfélag landsins
sem hefur eingöngu atskák og
styttri skákir á stefnuskrá sinni og
virðast félagsmenn standa framar-
lega á því sviði. í maí tefldu Hefl-
isbúar hraðskákir við Taflfélag
Kópavogs á átta borðum og höfðu
betur, fengu 82 v. gegn 45 vinning-
um Kópavogsmanna, en TK sigraöi
í 2. defldar keppni Skáksambands-
ins í vor. í júní sigmðu Hellismenn
síðan íslandsmeistarana, Taflfélag
Garðabæjar, í sjö minútna skákum
á sjö borðum, með 28,5 gegn 20,5
v. Garðbæinga.
Fyrsta mánudag hvers mánaðar
verða haldin hraðmót með sjö mín-
útna umhugsunartíma og hefjast
þau kl. 20. Þátttökugjöld verða kr.
300 fyrir félagsmenn en kr. 400 fyr-
ir aöra og renna 60% þeirra tfl sig-
urvegarans, auk þess sem veitt em
vegleg aukaverðlaun fyrir þá sem
fá 40 vinninga eða meira út úr
mótum ársins (afls 12 mót). Fyrsta
mótið verður hialdið nk. mánudag,
7. september.
Þá munu Hellir og Skákfélag
Hafnarfjarðar standa fyrir opnu
móti í atskák um næstu helgi, 12.
og 13. september. Teflt verður frá
kl. 13 báða dagana, samtals sjö
umferðir eftir Monrad-kerfi. Verð-
laun em 20.000, 12.000 og 8.000 og
er öllum heimil þátttaka. Teflt í
Gerðubergi. jlÁ