Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. Spumingin Verður tekið slátur á þínu heimili? Hrannar Sigurðsson viðgerðarmað- ur: Nei, ég er alveg á því að ég er á móti slátri. Ásthildur Sturludóttir nemi: Já, það er tekið slátur heima hjá mér og mér finnst það gott. Aðalheiður Ólafsdóttir nemi: Já, það er gert á hverju ári. Elín Lilja Jónasdóttir nemi: Já, slátur og lifrarpylsa á hveiju ári. Helgi Aðalsteinsson bílstjóri: Já, það hefur oftast verið gert heima hjá mér. Hafsteinn Hjartarson: Nei, þaö var gert áöur fyrr á mínu heimili en ekki lengur. Lesendur Flóðljósin 1 Laugardalnum: Mikil sjónmengun - og nýtast ekki nema lítinn hluta úr ári Gaukur skrifar: Núna kætast boltasparkarar þessi líka lifandis ósköp. Ekki er það nú yfir sigri í kappleikjum, allra síst þar sem att er kappi við erlend stórhð, heldur vegna þess að nú sjá þeir fram á að geta spilað fótbolta eins og stór- stimin í útíöndum, baðaöir í flóðljós- um. Á sama tíma eru aðrir lítt hrifnir, sérstaklega þeir sem hafa átt þess kost að líta inn eftir Laugardalnum eða skoða Bláfjöllin úr glugganum sínum. Nú tróna fjárans möstrin þama yfir molbúalegum aðalvellin- um og eyðileggja útsýnið fyrir við- komandi. Vilji þeir líta út um glugg- ana hjá sér að kvöldlagi í vetur er víst ráðlegast að hafa bestu fjallasól- gleraugu tiltæk. Þama er komin hin versta sjónmengun, hvort sem bjart er úti eða niðamyrkur. Allt frá því undirritaður var ungur drengur hefur fótbolti verið spilaður á þeim tíma þegar sæmilega bjart var og ghtti í tuðruna. Reyndar gerðist það í örfá skipti að menn voru að sparka í hálfrökkri í framlengdum bikarúrshtaleikjum en það var eng- inn að kippa sér sérstaklega upp við það. Nema þeir sem töpuðu, þeir kenndu auðvitað rökkrinu um, ekki eigin vanmætti. Nú er hins vegar búið að fjárfesta í tugmihjóna ljósamöstmm með til- heyrandi Ijósköstumm. Boltamenn hafa sagt myrkrinu stríð á hendur og þykjast geta spilað sinn bolta fram á rauðanótt ahan ársins hring. - En þeir gleyma veðrinu. Það stoð- ar htt að hafa fljóðljós ef völlurinn sjálfur er gaddfreðinn eða fahnn ein- hvers staðar langt undir snjófargi. Það er einungis snemma vetrar sem hægt er að spila á Laugardalsvehi við sæmilegar aðstæður, hvort sem bjart er eða niðamyrkur. í lok vetr- ar, þegar kvöldin eru enn ekki orðin nógu björt, er völlurinn að jafna sig eftir veturinn og því óðs manns æði að fara að sparka út viðkvæman grassvörðinn. En íslendingar vilja vera eins og aðahinn í fótbolta, spila undir flóð- ljósum, þó það sé vart hægt né nauð- synlegt, nema örfáar vikur á ári. Ég er ansi hræddur um að ljósin munu ekki lýsa boltamönnum nema örfá skipti á ári. Hins vegar fá snjómokst- ursmenn og aðrir sem sjá um við- hald og viðgerðir á Laugardalsvelh þessa svehandi fínu aðstöðu, geta dundað sér í mörg hundruð lúxa birtu. Bréfritari er afar óánægður með nýju flóðijósin f Laugardalnum. Hann segir þau ekki nýtast nema hluta úr ári, auk þess sem af þeim stafi mikil sjónmengun. EES'Spurningar og svör Þórður Jónsson skrifar: íslendingar, Sem hafa farið til náms í breska skóla, hafa hingað til þurft að greiða allhá skólagjöld og miklum mun hærri en þeir nemendur sem koma frá EB-löndunum. Verður breyting hér á fyrir íslenska náms- menn ef ESS-samningurinn verður samþykktur af okkur? Svar utanrikisráðuneytis: Hér verður engin breyting á. Breskir skólar munu halda áfram að krefjast skólagjalda af borgurum annarra landa en EB-landanna. Árni Bjarnason skrifar: Er ávinningur af því að tohar á sjávarafurðir verði felidir niður ef Evrópubandalagið getur beitt öörum viðskiptahindrunum, t.d. magntak- mörkunum í innflutningi? Svar utanrikisráðuneytis: í 5. tölulið 2. greinar bókunar nr. 9 við EES-samninginn segir orðrétt: „Bandalagið skal ekki beita magn- takmörkunum á innflutning eða ráð- stöfunum sem hafa samsvarandi áhrif varðandi þær vörur sem til- greindar eru í 2. viðbæti" (sjávaraf- urðir). - Evrópubandalaginu er því óheimilt að takmarka á einhvem hátt innflutning á sjávarafurðum frá EFTA-ríkjunum. Aukið of beldi á tímum kreppu? Guðrún Kristinsdóttir skrifar: Ógnvekjandi eru þau tíðindi að aðsóknin að Kvennaathvarfinu hafi aldrei verið meiri en nú. Þetta segir okkur þá sögu að ofbeldi á heimilum fari sívaxandi. Hitt ber þó einnig að hafa í huga að konur eru famar að viöurkenna þennan vanda fyrir sjálf- um sér og öðrum, í ríkari mæli en áður hefur verið. Það er ekki ýkja langt síðan að kona sem sætti ofbeldi heima fyrir lét sem hún byggi í hamingjuríku hjónabandi, púðraði yfir marblettina þegar hún fór út á meðal fólks og talaði hátt um framtíðaráætíanir Hringió í síma 632700 milli kl. 14og 16 -cöa skrifið NaXn og sítnanr. veriSurað fylgja bréfum Ástæður ofbeldis ó heimilum eru taldar margar og margvíslegar. „þeirra hjonanna." Þama hefur sem betur fer orðið hugarfarsbreyting þótt enn sé langt í land. En það er annað í þessum fréttum frá Kvennaathvarfinu sem er um- hugsunarefni. Þaö er nefnilega gefið í skyn að versnandi aðstæður í þjóð- félaginu eigi sinn þátt í því að ofbeldi fari vaxandi. Þetta er ekkert ósenni- legt. Það hlýtur að setja svip sinn á heimihslífið er fiölskyldan á varla fyrir mat og engan veginn fyrir af- borgunum af lánum eða öðmm þeim útgjöldum sem fylgja heimihshald- inu. Það getur hver og einn ímyndað sér andann á heimhinu ef fyrirvinn- umar (því oftast verða bæði hjónin að vinna úti) geta vart sofið fyrir fiár- hagsáhyggjum. Það er áreiöanlegt að oftar slær í brýnu á þeim heimilum þar sem svo er ástatt heldur en hin- um þar sem nógir peningar em fyrir nauðsynjum. Önnur orsök ofbeldis er svo áfeng- isneysla. Þann þátt er ekki hægt að ræða í stuttu máli, svo viðamikih og víðtækur sem hann er. Varúðvið heimaslátrun Sigrún hringdi: Nú, þegar sláturtíðin fer í hönd er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Eitt atriðið er hreinlætí við heimaslátrun. Eins og alhr vita er talsvert um aö gripum sé slátrað heima. Við því er í sjáifu sér ekkert aö segja sé slátrið ætíað tíl heimabrúks. En það er eitt sem fólk ætti aö vara sig á og það er að láta hund- ana ekki koma of nærri þegar slátrað er. í mínu ungdæmi þekktíst veiki sem nefnd var sullaveiki, Ekki kaim ég að segja frá því hvemig hún kviknaði en það gerðist þegar hundar komust í slátur. Þssi veiki var tahn af- skaplega hættuleg. Ég vil þess vegna vara fólk við aö hleypa hundunum of nærri þegar slátrað er. ATieioing ■ Neytandi skrifar: Eg átti leið í Bónus um daginn. Þá tók ég eftir því að farið var að selja grænmetí á kilóverði í stað þess að hafa það í stykkja- talí, eins og áður var. Samkvæmt skilti í versluninni er þetta gert að kröfu Neytendasamtakanna. En er þetta ekki bara afleiðing af yfirtöku Hagkaups á Bónusi? Sá grunur læöist óneitanlega aö manni. Utumokkurnær Magnús Gíslason skrifar: Það er ahtaf verið aö skrafa og skrifa um ahs konar mengun í útíöndum. En ég held að við ætt- um að hta okkur nær. Víð höfum státað af því að eiga hreinasta land í heimi. Þetta fer nú að breytast ef fram heldur sem horfir. Hingað streyma á hveiju ári ótal ferðamenn. Umgengni þeirra úti í náttúrunni er ekki th fyrirmyndar. Sama máli gegnir um okkur íslendinga, marga hverja að minnsta kosti. Efnaiðn- aður af ýmsu tagi bætir enn gráu ofan á svart. Við verðum að taka í taumana í tíma. Fólkfáiaðviðra hundasina Þórarinn skrifar: Mér finnst forkastanlegt að banna fóhci að viðra hunda sína á Laugamestanganum Þarna eru óræktarmóar sem ekki eru einu sinni slegnir. Enginn gengur þarna um, þannig að ekki ættu hundarnir að trufla neinn þótt þeir fengju að hlaupa þarna um. Það kæmi hins vegar í veg fyrir aö þeir væru áferö annars staöar þar sem umferö fólks er meiri. Ég beini þeim tilmælum til þeirra sem þessu ráöa að þeir af- lóttí banninu nú þegar. Ofriðuri álverinu Björn hringdi: Enn eru starfsmenn álversins í Straurasvík komnir af stað í kjarabaráttuhasar. Þetta er sá hópur sem á hverju einasta ári gengur fram fyrir skjöldu og heimtar sitt, eha veröi látið sverfa til stáls. Nú er það vítað að miklir erfið- leikar hafa steðjað að I áliðnaöin- um að undanfömu. Ekki er séð fyrir endann á þeira erfiöleikum enn. Þrátt fyrir þessa vitneskju hóta starfsmennimir „hnefan- um“ verði ekki orðið við óskum þeirra. Væri ekki skynsamlegra fyrír þá aö taka mið af ástandinu eins og það er? Sú afstaöa myndi áreiöanlega koma þeim tii góða með batnandi ástandi í áliðnaöin- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.