Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992.
Merming
Kúnstin að IHa á því
sem aðrír deyja af
Dunganon (Hjalti Rögnvaldsson) er hér að útbúa eitt af mörgum heiðursskjölum sem hann
flaggaði, að þessu sinni frá páfanum. DV-mynd BG
„Að hlátri varð í hálfri stöku öll heimsins
frægð.“
Svo mælir Karl Einarsson Dunganon, her-
toginn af Sankti Kilda, í erindi úr kvæðinu
Vikivaka.
Margt bendir þó til þess að hann hafi, þrátt
fyrir ólíkindalætin, þráð frægð og viður-
kenningu fyrir verk sín ekkert síöur en aörir.
Nú hefur Bjöm Th. Bjömsson reist honum
óbrotgjaman bautastein meö leikritinu
Dunganon sem byggt er á nokkmm árum
úr ævi hans og kryddað frumlegum uppá-
tækjum sem þessi óvenjulegi landi okkar
varðaði leið sína í gegnum lífið með.
Byrjað með bravúr
Sýning verksins á stóra sviði Borgarleik-
hússins byrjaði með bravúr sem lofaði góðu
og sennilega hefur aldrei veriö marserað eins
flott hér á landi og í upphafsatriöinu. Vönduð
og samhæfð vinnubrögð skiluðu sér þannig
frá fyrstu mínútu og þó aö stundum slaknaði
á var sýningin þegar upp var staðið eftir-
minnileg leikhúsupplifun.
Verkið hverfist um persónu Karls Einars-
sonar, þar sem mannlýsingin er þungamiðja
þess og lífæð, en óneitanlega á kostnað
dramatískrar framvindu. Atriðin eru mörg
og skiptingar tíðar því að hertoginn kom viða
við og brallaði margt.
En þó að leikritiö eigi sér þannig vissar
staðreyndir sem kjarna er það auðvitað
skáldleg uppbygging þess og heildarsýn sem
skipta máU þegar á sviðið er komið.
Þó aö ekki sé alfarið komist fram hjá þeim
vanköntum, sem stuttum atriðum og mörg-
um skiptingum fylgja, er allt kapp lagt á að
draga úr spennufalli og lausnir leikhússins
eru markvissar.
Leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er í
upphafi að miklu leyti falin í ólögulegum
hrauk á miðju sviðinu en svo raðast úr þessu
og sviðið tekur svo á sig ólíkustu myndir sem
stuðla að þeirri tilfmningu að í rauninni sé
hertoginn alltaf á sama stað þó hann sé að
feröast svo aö aöeins sé snúið upp á alþekkt
orð Jónasar Hallgrímssonar.
Flestar lausnir leikmyndarinnar voru
snjallar og sumar afburðagóðar, eins og t.d.
bæði í upphafs- og lokaatriði verksins. Þar
eins og víðar var tækni leikhússins nýtt af
fagmennsku til þess að framkalla stórbrotin
áhrif og átti lýsing Lárusar Bjömssonar þar
dijúgan hlut í. Eina útfærslan, sem mér
fannst hinum síðri, var klefi skipstjórans á
Brúarfossi.
Brynja Benediktsdóttir leiksljóri heldur
öllum þráðum í öruggum höndum. Hér eins
og fyrri daginn hefur hún lag á að virkja
Leiklist
Auður Eydal
samstarfsfólk sitt í markvissu sameiginlegu
starfi. Hún kafar eftir kjarnanum og beitir
galdri leikhússins til þess að leiða áhorfand-
ann á vit ævintýra og horfins tíma. /
Hrekkjalómur og heimslistamaður
í verkinu „stígur hertoginn dansinn",
hrekkjalómur og heimslistamaður, sem
kjaftar sig út úr hverri klípu og gefur öllu
viðteknu gildismati langt nef ef því er að
skipta. Hann bókstaflega gerir út á trúgirni
náungans og það hlakkar prakkaralega í
honum þegar honum tekst best upp.
Þó að verkið gerist á tímum heimsstyijald-
ar og Karl Einarsson lifi í háskanum miðjum
lætur hann eins og hann vití ekki af nálægð
dauðans. Jafnvel frammi fyrir aftökusveit
bregður hann fyrir sig ólíkindalátum og ein-
hvers konar dáleiðandi orðhengilshætti sem
ruglar menn gjörsamlega í ríminu.
„Sá sem trúir er ekki svikinn. Manneskjan
trúir ekki á staðreyndir“ segir hann og hug-
myndaflugi hans eru engin takmörk sett.
Texti sá er Bjöm Th. leggur honum í munn
er bæði kraftmikill og líflegur, oft fyndinn,
og í honum má auk þess finna dægilegustu
guilkorn.
Stjörnuleikur Hjalta
Hjaltí Rögnvaldsson hefur hvert smáatriði
gjörsamlega á valdi sínu. Hann verður þung-
ur langt umfram sína líkamsbyggingu og
málrómur og fas eru í samræmi við þetta.
Dunganon er í túlkun hans í senn seiðmagn-
aður og óþolandi. Hér búa spekingur og kjaft-
askur í einum búk, og hann sendir frá sér
bæði jákvæðar og neikvæðar bylgjur beint
til áhorfandans svo úr verður lifandi persóna
sem ekki gleymist.
Eins og áður var vikið aö hverfist öll fram-
vindan um þessa einu persónu og uppbygg-
ing verksins gerir það að verkum að flestar
aðrar persónur flögra í kringum hann eins
og flugur um stund, en hverfa síðan.
Karl Einarsson leikritsins bindur ekki
bagga sína sömu hnútum og samferðamenn
svo að því leyti passar þetta ágætlega en um
leið eru aörar persónur lítt mótaðar frá höf-
undarins hálfu. Margir koma aðeins fyrir í
einu atriði hver fyrir sig og eru frekar undir-
leikarar en jafningjar hans. Þetta veldur
mótleikurunum vissum erfiðleikum þó að
flestir spili vel úr heldur einhliða efnivið.
Af þeim má nefna Jón Júlíusson sem var
makalaus Sjúrdur, Valgerði Dan í hlutverki
hinnar óhagganlegu Kristínar, Árna Pétur
Guðjónsson sem Guðmund bróður hertogans
og Kristján Franklín Magnús í hlutverki off-
ísera. Þröstur Guðbjartsson vakti enn at-
hygli með ísmeygilega fyndinni túlkun á
herra Ross og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
náði undir lokin að lyfta hlutverki Úrsúlu
út úr rammanum með eftirminnilegum leik
og söng í atriðinu frammi fyrir aftökusveit-
inni.
Grand Finale
Búningarnir (Siguijón Jóhannsson) áttu
líka sinn þátt í að skapa þá gegnumvönduðu
heildarmynd sem einkenndi sýninguna, auk
tónlistar Hjálmars H. Ragnarssonar og Karls
Einarssonar sjálfs.
Hjörtur Howser lék götuspilara sem alltaf
var nálægur og tregablandnir tónar harm-
óníkunnar áttu sinn þátt í að fylla loftið af
öndum fortíöar og mikilla örlagatíma þó að
skelfingar stríðsins væru utan ramma verks-
ins.
Þó að hertoginn ætti eftir að lifa lengi éftir
1947, þar sem leikriti Björns Th. lýkur, þá
verður það að teljast alveg í hans stíl að enda
verkið við Hekluelda þar sem Karl Einarsson
Dunganon stjórnar gosinu að vild.
Sannarlega Grand Finale.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir á stóra sviðinu i Borg-
arleikhúsi:
DUNGANON
Höfundur: Björn Th. Björnsson
Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir
Leikmynd og buningar: Sigurjón Jóhannsson
Tónlist: Hjálmar H. Ragnarsson
Lýsing: Lárus Björnsson
Ást og hatur, líf og dauði við haf ið
Olafur Haukur Símonarson velur atburð-
um í Hafinu sviö (sjávarþorp) og tíma (ára-
mót) sem vega þungt í framvindu verksins.
Það eru miklar breytingar fyrirsjáanlegar í
atvinnumálum og framtíð fólksins í þorpinu
ræðst af þeim ákvörðunum sem teknar
verða.
Áramótin eru þar að auki tími uppstokkun-
ar og nýrra heita.
Fjölskylduátök
En þessar ytri aðstæður eru einungis
ramminn utan um hið eiginlega yrkisefni
Ólafs Hauks sem er það einkar lagið að fletta
yfirborðinu af persónum sínum lag fyrir lag,
uns þær standa berskjaldaðar eftir.
Þegar upp er staðið gæti atburðarásin allt
eins hafa gerst við ólíkar aðstæður og á
hvaða tíma sem er því aö meginátök verksins
eru fólgin í hatrömmum sviptingum og upp-
gjöri innan flölskyldu Þóröar. útgerðar-
manns. Uppgjöri sem hefur beðið alltof lengi
og hlýtur að enda með því að ekki stendur
steinn yfir steini í samskiptum þessa fólks.
Það dottar enginn í leikhúsinu á meðan
öldurótið gengur yfir og ávirðingar dynja
eins og holskeflur þó mestan part sé aðeins
vegist á með oröum.
Samtölin eru oft snörp og textinn vel skrif-
aður. Það er tiltölulega lygnt fyrst en svo
hvessir svo um munar og þá beitir höfundur
penna sínum fimlega. Sýningin fer óþarflega
hægt af stað og löngum tíma er varið í kynn-
ingu en svo kemur skrið á framvinduna um
skeiö. í lokin leysist þó samkoman upp með
litlum tilþrifum og hálfgert tómahijóð ríkir
eftir sýninguna, eins og eitthvað sé ósagt.
Tími verksins er aöeins einn og hálfur sól-
arhringur. Þórður útgerðarmaður fær börn
sín í heimsókn viös vegar að og hyggst taka
af skarið um framtíð fyrirtækisins. Börnin,
sem öll eru uppkomin, hafa sínar meiningar
um máliö og ljóst er að peningagræðgin ræð-
ur ferðinni. Þar að auki er þetta einstaklega
Leiklist
Auður Eydal
ástlaus fjölskylda nema þar sem um er að
ræða ást í meinum.
Kaldlyndi, heimtufrekja og iilgimi ráða
ferðinni hjá flestum fjölskyldumeðlimum og
ljósu punktamir í þessari mannlífsflóm era
fáir. Þetta veikir hefidaráhrif verksins og
gerir það óþarflega einlitt.
Það kemur í Ijós að beiskjan og hatrið eiga
sér rætur í fortíðinni þannig að lítil von er
um sættir.
Ljóslifandi persónur en
vantar meiri snerpu
Sviðsmynd Þórunnar Þorgrímsdóttur er
stofa, ekki beint stílfærð, en köld og karakt-
erlaus, eins og til að undirstrika ástandið á
heimilinu. Þessi útfærsla fannst mér ekki
ýkja sannfærandi. Það vantaöi að skrefið
væri tekið til fulls á annan hvom veginn.
Búningamir vora betur heppnaðir þó að
stutidum væri skotið yfir markið í litavali
og fullfríkuðum útfærslum.
Ég hafði á tiifinningunni að leikendumir
héldu aftur af sér á framsýningunni og óþarf-
leg þyngsli væra yfir sýningunni þó að
greinilega væri búiö að finna réttan tón og
fullmóta hlutverkin. En það vantaði ennþá
meiri glóð og snerpu í samleikinn.
Leikstjóm Þóhalls Sigurössonar einkennd-
ist einkum af vandaðri útfærslu á einstökum
persónum sem margar stigu þarna ljóslifandi
á svið. Jóhann Sigurðarson gerði Harald
einna eftirminnilegastan þeirra með gegn-
heilum leik og fasi sem bókstaflega afhjúpaði
þennan lítilsiglda karakter.
Ragnheiður Steindórsdóttir var allskraut-
leg og fataðist hvergi í hlutverki Áslaugar,
sem er tildurdrós á þorpsvísu, og þau Pálmi
Gestsson og Edda Amljótsdóttir gátu sýnt
töluverð (og svolítið ýkt) tilþrif í hlutverkum
Jóns, sem er hið versta fól, og Lóu, lagskonu
hans.
Samkvæmt textanum og í meðfórum Helga
Skúlasonar varð Þórður hins vegar bara
vænsti kall, bundinn hjólastól með hugann
úti á miðum en hvergi bugaður. Það örlaði
hins vegar lítið á þeim harðstjóra, sem böm-
in töldu hann vera, þangað til rétt undir lok-
in og þaö veikti óneitanlega heildaráhrifin.
Um Margréti Guðmundsdóttur má segja
að hún lék langt út fyrir rulluna, svo meist-
aralega túlkaði hún Kristínu, sambýliskonu
Þórðar, með hverri hreyfingu, fasi og augna-
tilliti. Og þá var Bríet Héðinsdóttir ekki síðri
í hlutverki Katrínar, móður Þóröar, sem hún
bæði bætti og kryddaði með fádæma góðum
leik. Þó hún væri fullungleg í úliti gleymdi
Útgerðarmaður af gamla skólanum. Helgi
Skúlason i hlutverki sínu. DV-mynd GVA
maður því alveg um leið, svo vel náði hún
töktum kerlingar.
Aðrir leikendur fara vel með hlutverk sín
og móta skýrar persónur.
í heild er Hafið mikið drama sem segir
átakasögu fjölskyldu. Uppfærsla Þjóðleik-
hússins er allrar athygli verð, einkum þegar
leikendur hafa hrist af sér drungann og yfir-
unnið firringu stóra sviðsins. Því hér verður
að neista á milli.
Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviöinu:
HAFiÐ
Höfundur: Ólafur Haukur Sfmonarson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd og búningar: Þórunn S. Þorgrimsdóttir
Lelkstjórn: Þórhallur Slgurðsson