Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1992, Qupperneq 37
MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1992. 49 Veiðivon Leikhús Þeir veiðast ekki á hverjum degi, 20 punda laxarnir i Eliiðaánum, eins og hann Björn Helgason veiddi. DV-mynd G. Bender Laxveiðisumariö: Gaf fáa stóriaxa - en miklu betri laxveiði Laxveiðisumariö sem lauk í gær- kveldi í síðustu veiöiánum varð ekki frægt fyrir stórlaxa. Reyndar er veiðin ekki alveg búin, sjóbirt- ingsveiðin er að bytja og eitthvað er um að veiðiár eru opnar lengur þetta sumarið til að renna fyrir sil- ung. En sumarið varð miklu betri þegar er litið á laxveiðina. „Við höfum opið í fimm daga í viðbót, sem sagt til 25. september," sagði Gunnar Björnsson í veiðihús- inu við Laxá í Dölum um helgina. „Það er veitt á íjórar stangir og veiðimenn fá að vera í veiðihúsinu. í ánni eru mikið af fiski og það má veiða fleiri en eru komnir á land,“ sagði Gunnar í lokin. Stærsti lax sumarins var sá stóri í Bakká í Bakkafirði, 43 punda fisk- urinn. Laxá í Dölum sátar sig af næst- stærsta laxi sumarins og veiddi Laxá i Dölum hefur komið sterk út í sumar með stórlaxa en þar hafa veiðst 25, 23,5 og 23 punda laxar þeirstærstu. DV-myndDG Hannes Pálsson fiskinn í Þegjanda á Collie Dog túbu, 25 punda fisk. „Stærsti laxinn í Laxá í Aðaldal var 24 pund,“ sagði Orri Vigfússon um helgina, rétt eftir að hann ræddi við Karl Bretaprins um lax- veiði. Laxá í Dölum er með fjórða stærsta laxinn sem Sigríður Gylfa- dóttir veiddi og var fiskurinn 23,5 punda. Næstir koma svo 23 punda laxar í Laxá í Dölum, Víðidalsá og Vatns- dalsá. Það voru margar veiðiár sem gáfu 22, 21 og 20 punda laxa. Það sem vekur kannski mesta at- hygh er 22 punda lax í Korpu og 20 punda lax i Elliðaánum. Þessar veiö- iár eru ekki frægar fyrir stórlaxa. Þetta sumar verður frægt fyrir að margar ár bæta sig um 100% á milli ára og einhverjar bæta sig um 200%. Það muna veiðimenn lengi. -G.Bender Tilkyimingar Aðlögunarnámskeið fyrir fatlaða Dagana 23.-25. október gengst Sjálfs- björg, landssamband fatlaðra, fyrir nám- skeiði, sem ætlað er hreyfihömluðu fólki. Á námskeiðinu verður fjallað um félags- legar afleiðingar fötlunar. Námskeiðið er I einkum miðað við fólk eldra en 16 ára sem hefur fatlast af einhverjum orsökum á síðustu árum. Auk hreyfihamlaðra eru ættingjar, makar og vinir einnig boðnir1 velkomnir á námskeiðið. Námskeiðið verður haldið í húsi Styrktarfélags lam- Tapaðfimdið aðra og fatlaðra, Reykjadal, Mosfellsbæ. Námskeiðsgjald er 4.800 kr. auk þess sem landsbyggðarfólk er styrkt til þátttöku. Fæði, gisting og námskeiðsgögn eru inni- falin. Tilkynnið þátttöku fyrir fóstud. 9. okt. til Lilju Þorgeirsdóttur eða Ólafar Ríkarðsdóttur á skrifstofutíma í síma 91-29133. Kisa tapaöist frá Eiösgranda Svört kisa meö hvíta bringu og hvítar lappir týndist frá Eiðsgranda 3 25. ágúst sl. Ef einhver hefur oröið var við hana eða veit hvar hún er niðurkomin, þá vin- samlegast hringið í síma 25208. STIGAMOT Styrkirtil Stígamóta Nýlega veitti stjóm Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar Stígamótum, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, styrk að upphæð kr. 500.000 til starfseminnar. Ýmis önnur félög, félagasamtök, fyrirtæki og ein- staklingar hafa styrkt starfsemi Stíga- móta á árinu og er framlag þeirra allra mikils metið og hluteigandi færðar bestu þakkir. Öll þjónusta Stígamóta við þól- endur -kynferöislegs ofbeldis er þeirt aö kostnáðarlausu ,og þangaö leitar fólk hvaðanæva af íandinu. Stígamót bjóöa einnig fagmönnum, félögum og einstakl- ingum upp á fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og afleiðingar þess. Fjöldi þeirra sem leita þjónustu Stígamóta hefur aldrei verið meiri en það sem af er þessu ári. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 STÓRA SVIÐIÐ HAFIÐ ettir Ólat Hauk Simonarson Þriöja sýning föstud. 25. sept., fjóröa sýning laugard. 26. sept. KÆRA JELENA ettir Ljúdmilu Razumovskaju. Fyrsta sýning á stóra sviði laugard. 3. okt. kl. 20.00, uppselt, föstud. 9. okt., uppselt, sunnud. 11. okt., uppselt. Ósóttar pantanir seldar viku fyrir sýn- ingu. EMIL í KATTHOLTI eftir Astrid Lindgren. Sýning sunnud. 27/9 kl. 14.00, sunnud. 4/10 kl. 14.00, sunnud. 11/10 kl. 14.00. LITLA SVIÐIÐ KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razumovskaju. Uppselt á allar sýningar til og meó 27. sept. SALA AÐGANGSKORTA STENDUR YFIR Á 5.-8. SÝNINGU. Mióasala Þjóóleikhússins er opln álla daga nema mánudaga Irá 13-20 meðan á kortasölu stendur. Miðapantanir frá kl. 10 virka daga I síma 11200. Greiðslukortaþj. -Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. —Tlllii ISLENSKA OPERAN ____iiiii Bryndís ráðin á skrifstofu ASÍ Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu Alþýðusambands íslands. Bryndís lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1982 og starfaði að þvl loknu við skrifstofustörf í nokkur ár. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands í febrúar 1992 og hefur starfað síðan í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu sem starfsmaður aöskilnaðamefndar. Bryn- dís hóf störf á skrifstofu ASÍ 3. september sl. dc eftir Gaetano Donizetti FRUMSÝNING: Föstudaginn 2. október kl. 20.00. HÁTÍÐARSÝNING: Sunnudaglnn 4. október kl. 20.00. 3. SÝNING: Föstudaglnn 9. október kl. 20.00. ALMENN SALA MIÐA HEFSTÍ DAG. Miðasalan er opinfrá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍMI11475. GREIDSLUKORTAÞJÓNUSTA. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Lögfræðingur félagsins er við á þriðjudögum. Panta þarf tíma. Tónleikar í Hafnarborg Ágústa Sigrún Ágústsdóttir sópransöng- kona heldur tónleika í Hafnarborg, Hafn- arfirði, í kvöld, 21. sept. kl. 20.30 og eru tónleikamir síðasti hluti burtfararprófs hennar frá Söngskólanum í Reykjavik. Á efnisskránni em sönglög eftir Schubert, Fauré, Jórunni Viðar, Roger Quilter og Erik Satie. Samkoma í Goethe- stofnuninni Hinn 30. september nk. kl. 20-22 efnir þýska styrkveitingastofnunin DAAD til samkomu í Goethe-stofnuninni, Tryggva- götu 26, með þeim sem sem notið hafa styrks frá henni svo og samstarfsaðilum hennar hérlendis. Fjöldi styrkþega frá upphafi nemur hundruðum og hefur ekki tekist að hafa uppi á þeim öllum. Það em vinsamleg tilmæli DAAD-félagsins, sem em samtök styrkþega, ð þeir styrkfélagar sem sjá sér fært að mæta á samkomna tilkynni þátttöku sína til Goehe-stofnun- arinnar. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR DUNGANON eftir Björn Th. Björnsson Leikstjóri: Brynja Benedlktsdóttlr. Leikmynd og búningar: Slgurjón Jó- hannsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Tónlist: HjálmarH. Ragnarsson. Karl Einarsson. Leikarar: Hjaltl Rögnvaldsson. Ámi Pétur Guðjónsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Felix Bergsson, Guðrún Ásmundsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarsor,, Jón Júlíus- son, Jón St. Kristjánsson, Karl Guð- mundsson, Kristján Frankiín Magnús, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Steindór Hjörleifsson, Valgerður Dan, Valdimar Flygenring, Þorsteinn Gunnarsson, Þröstur Guöþjartsson, Ásta Júlía The- odórsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Bjöm Gunnlaugsson, Hafsteinn Hall- dórsson, Helga Þ. Stephensen, ívar Þór- hallsson, Karl V. Kristjánsson og Saga Jónsdóttir. 4. sýn. föstud. 25. sept. Blá kort gllda. 5. sýn. laugard. 26. sept. Gul kort gilda. 6. sýn. sunnud. 27. sept. Græn kort gllda. Miöasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Greiöslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslinan, simi 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Ath. Sölu aögangskorta lýkur 20. sept. Munið gjafakortin okkar, skemmtlleg gjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleik- hús. Leikfélag Akureyrar LINA LANGSOKKUR eftir Astrid Lindgren Leikstjórn: Þráinn Karlsson. Tónllst: Georg Riedel. Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Leikmynd: Hallmundur Krlstlnsson. Búningar og dýr: Anna G. Torfadóttir. Tónlistarstjórn: Michael Jón Clarke. Dansar: Lina Þorkelsdóttlr. Lýslng: Invar Björnsson. Sýnlngarstjórn: Hreinn Skagfjörð. Leikarar: Bryndís Petra Bragadóttir (Lina langsokkur), Aðalstelnn Bergdal, Dis Pálsdóttir, Eggert Kaaber, Gestur Einar Jónasson, Guðrún Jóhanna Ólalsdóttir, Hjörleifur Hjálmarsson, Ingvar Már Gislason, Jón Bjarni Guðmundsson, Jón Sturla Jónsson, Kristjana N. Jónsdóttir, Sigurveig Jónsdóttlr, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg, Tómas Jónas- son, Þórdis Steinarsdóttir, Þórey Aðal- steinsdóttlr, Þráinn Karlsson. Lau. 10. okt. kl. 14.00. Frumsýning. Su. 11. okt. kl. 14.00.2. sýning. Sala áskrlttarkorta og aðgöngumiða á Linu langsokk hefst á þriðjudag. Tvær gerðlr áskriftarkorta með veruleg- um afslætti: A. 4000 kr. BamaleikritiðLínalangsokkur + gamanleikurinn Útlendingurinn e. Larry Shue + óperettan Leðurblak- an e. Johann Strauss. B. Útlendingur- inn + Leðurblakan: 3000 kr. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafn- arstræti 57, alla virka daga kl. 14-18. Símsvari allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjóunsta. Sími í miðasölu: (96) 24073. ITC deildin Ýr heldur fúnd í kvöld, 21. september, kl. 20.30 í félagsheimili frímerkjasafnara, j Síðumúla 17. Allir velkomnir. Upplýs- ; ingar veita Kristín s. 34159 og Anna Rósa s. 42871. 2 VCKMLEYFt i VINAMÓTUM - 8ELTJÖRN. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.