Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993. 15 Er nóg nýsköpun á íslandi? Undanfama daga hafa Stöö 2 og Bylgjan staöið fyrir gagnmerku og brýnu átaki til eflingar atvinnulífi sem nefnt er „íslenskir dagar“. Einn hluti þessa átaks er sjón- varpsþátturinn „Framlag til fram- fara“ undir stjóm þeirra Kristjáns Más Unnarssonar og Karls Garö- arssonar. í þætti þessum þann 4. feb. síðastliðinn vora sýnd fjölmörg jákvæö dæmi um framsækna þró- un í iðnaði. Um hluti sem ganga vel núna mitt í kreppunni. Þessi þáttur var til fyrirmyndar og væri óskandi að miklu meira væri gert að því í fjölmiðlum að sýna efni af þessu tagi. Ekki veitir af til að draga úr barlómnum og volæðinu sem heltekur þjóðina um þessar mundir. Þrefalt meiri afköst í þætti þessum kom fram sú at- hugasemd hjá einum viðmæland- anum að í íslenskum iðnaði væri „buliandi nýsköpun". Kynni mín af hundruðum framsækinna ís- lenskra fyrirtækja færa mér heim sanninn um að líta má á þessi ummæh sem rétt og sönn. MikiU fjöldi einstakUnga í íslensku at- vinnulífi er sívakandi yfir öUu sem betur má fara og hrindir því í fram- kvæmd sem vit er í. Kjallaiinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskólans GaUinn er bara sá að þessir ein- stakUngar em aUtof fáir og þeir sem eru sofandi eru aUtof margir. Lítum á tölur sem til em til að varpa örUtlu ljósi á staðreyndir málsins. Hjá japanska fyrirtækinu Toyota kemur hver starfsmaður með um 50 formlegar tiUögur tfi betrumbóta ár hvert að meðaltali. Flestar þessara tiUagna em fram- kvæmdar. Hjá íslensku fyrirtæki, sem ég þekki til, er svipuð tala um 0,2 hug- myndir fyrir hvem starfsmann. Nýleg bandarísk könnun, sem gerð var hjá aUstórum hópi fyrirtækja, gaf niðurstöðu sem var um 0,14. Munurinn, sem hér um ræðir, er 250-350 faldur! Tölur um einka- leyfi, sem veitt hafa verið japönsk- um hugvitsmönnum, sýna um þre- falt meiri afköst en náðst hafa í Evrópu og Bandaríkjunum. Vandalítið er að véfengja á aUa kanta niðurstöður af þessu tagi. Sjaldan er unnt að tryggja algeran sambærileika eða ítarleika. Hygg- inn maður leggst þó tæpast í að draga í efa slíkar vísbendingar. Þess í stað spyr hann sig hvort unnt sé að bæta eigin árangur. Sjái hann nokkum mögiúeika á því þá hefst hann handa af fullum krafti. Sleppir því algerlega að búa tíl svefnmeðul handa sjálfum sér og öðmm með því að mikla um of fyr- ir sér það sem vel er gert. Sofnuðu á verðinum Meðan Japaiúr unnu hörðum höndum að því að byggja upp hið efnahagslega stórveldi sitt eftir stríðslok þá gerðu forráðamenn stórfyrirtækja í Bandaríkjunum lítið úr þeirri hættu sem af þeim stafaði. Þeir sofnuðu kirfilega á verðinum. Afleiðingamar þekkja alUr. Hætt er við að þær tugþúsundir starfsmanna í bandarískum bUa- iðnaði, sem misstu vinnuna sakir værakærðar og sofandaháttar stjómendanna, hefðu fremur kosið meiri fyrirhyggju og vöku og minni sjálfumgleði og værukærð hefðu þeir mátt kjósa. Hætt er einnig við að þær þúsundir íslendinga, sem mega þola böl atvinnuleysis um þessar mundir, óski þess að meiri árangur hefði náðst í nýsköpun hér á landi á undanfómum áram. FuUyrðingar um „buUandi ný- sköpun" hljóta að verka undarlega á þennan hóp. Hætt er við að þeim finnist hin „bufiandi nýsköpun" vera aUsendis ónóg svo lengi sem hún tryggir þeim engin störf. Hætt er einnig við með þeim „buUandi" afköstum sem við höfum náð í ný- sköpun á undanfornum árum reynist erfitt að skapa þau 20.000 störf sem VSÍ telur að skapa þurfi til aldamóta. Við þurfum einfald- lega að standa okkur miklu betur en við höfum gert. Jón Erlendsson „Hætt er einnig við með þeim „bull- andi“ afköstum sem við höfum náð í nýsköpun á undanfornum árum reyn- ist erfitt að skapa þau 20.000 störf sem VSI telur að skapa þurfi til aldamóta.“ Hvað er til ráða? í gegnum aldirnar hefur mann- kynið lifað í þeirri trú að gæði jarð- arinnar séu endalaus. Að hægt sé að sækja endalaust í auðlindir hennar. En vegna þeirrar fjölgunar sem orðið hefur í heiminum frá byrjun iðnbyltingarinnar höfum við þurft að endurskoða þá afstöðu frá grunni. Við höfum staðið and- spænis þeirri staðreynd að þær ganga til þurrðar hversu mikiö sem til er af því sem við sækjumst eftir. Jafnvel loftið, sem alhr héldu vera óþijótandi, getur spfilst. Úr sameiginlegum stofni Alhr héldu að hér við land væri endalaust hægt að sækja í hafið. í gegnum aldimar komu hingað fiskiskip frá hinum ýmsu þjóðum og stunduðu veiðar. Eiginlega ætti frekar að flokka þessar veiðar und- ir rányrkju þvi frá því okkur loks- ins tókst að reka þessi skip burt og koma landhelginni í núverandi horf hefur saga fiskveiða hér við land verið sorgleg. Ár frá ári höfum við þurft að skera niður aflann með KjaUarinn Guðmundur Oddsson nemandi í félagsfræði tilheyrandi þrengingum. Þær efna- hagslegu skerðingar, sem ríkis- stjómin hefur svo „alúölega" út- hlutað okkur, era afleiðingar afla- skerðingar sem var óumflýjanleg. Og svona er ástandið ekki aðeins á íslandi. Hver einasta þjóð við Noröur-Atlantshaf hefur þurft að horfast í augu við aflabrest. Fær- eyjar eru því sem næst komnar á hausinn. Norskur sjávarútvegur er á heljarþröm. Grænlenskt efna- hagslíf er illa statt og hér lepjum við dauðann úr skel. Af hveiju? Þann tíma sem þessi lönd hafa selt fisk til annarra landa hafa þau verið í samkeppni hvert viö annað. Hver þjóð hefur reynt að veiða sem mest úr þessum sameiginlega stofni til að geta grætt sem mest. Hver þjóð hefur pukrað í sínu homi og afleiðingarnar ekki látið á sér standa: Fiskistofnarnir eru þvi sem næst horfnir. Samvinna - betri stjórnun Á þessu svæði eru mikið til sömu fiskistofnamir. Þegar ein þjóð veið- ir of mikið kemur það niður á hin- um. Eins og málum er háttað í dag getur komið upp sú staða að þegar ein þjóðin er að reyna að byggja upp sinn stofn veiði aðrar þjóðir upp aUan afrakstur þeirra aðgerða. En fiskistofnar lúta ekki sömu lög- málum og mörkun efnahagslög- sagna, þá er ekki hægt að afmarka með einhverjum línum heldur ferðast þeir að vild. Því ætti að miða allar aðgerðir, í átt til að við- halda og jafnvel stækka stofnana, við stofninn og hafsvæðið í heild. En það er ekld hægt án sam- vinnu. Ég tel aö íslendingar, Norð- menn, Grænlendingar og Færey- ingar ættu að auka samvinnu til muna. Þó svo að samkeppni sé yfir- leitt af hinu góða þá hefur hún sín- ar slæmu hliðar. Meira er lagt upp- úr því að selja vörana og fá sem best verð fyrir hana en minna hugsaö um hvaða afleiðingar gengdarlaus austur úr auðlindun- um getur haft. Nú er svo komið að engin þessara þjóða ber nóg úr býtum. Því er nauðsynlegt að end- urskoða fiskveiðistefnuna. Ef samvinnan mundi aukast væra miklir möguleikar fyrir hendi. Samræmdar aðgerðir um fiskveiðistjómun mundu fljótt skila sér. Hægt væri að auka stærð stofna miklu fyrr en ella. Ef þjóð- imar hefðu líka samvinnu við markaðssetningu hefðum við miklu betri stjórnun á verðmynd- un. Ég vildi helst ganga svo langt að gera Norður-Atlantshafssvæðið að einu fiskveiðisvæði þannig að þessar þjóðir stjómuðu sameigin- lega veiðum á öllu svæðinu. Ef ein þjóðin þarf að minnka kvóta sinn umtalsvert fengi hún að veiða í lög- sögu annarra þjóða. Veitt yrði þar sem fiskurinn væri fyrir hendi. Vissulega er það meira en að segja það að koma svona samvinnu á. Alltaf eru einhveijir sem græða meira á núverandi ástandi og telja sig tapa á samvinnu. Til lengri tíma litið er þetta blátt áfram nauðsyn- legt ef við hyggjumst stunda fisk- veiðar áfram. En eitt er víst: Að- gerða er þörf. Guðmundur Oddsson „Ég vildi helst ganga svo langt að gera Norður-Atlantshafssvæðið að einu fiskveiðisvæði þannig að þessar þjóðir stjórnuðu sameiginlega veiðum á öllu svæðinu.“ Sólveig Pétursdóttir, frá „Stjórn- skipunar- og réttarfars- nefnd Sjálf- stæðisflokks- inshefurrætt þau stefnu- mið fiokksins, : sem fram komu í stjórn- málaályktun _ ... „ síðasta lands- Reykia',ík- fundar, þess efhis að þingmönn- um verði fækkað og kosnínga- löggjöf tryggi jafnræði kjósenda. Nefndin taldi nauðsynlegt aö skýra betur leiðir að ; þessu markmiði og ræddi ýmsar tillög- ur í þvl samhandi, meðal annars þá sem DV hefur greint frá. Ég tel að tillaga nefndarinnar sé um margt mjög athyglisverð og er álveg saxnmála þvi mark- rniði, sem þarf að ná, aö þing- styrkur flokka sé í samræmi við atkvæðamagn og að kjósendum verði tryggö sem mest áhrif á það hveijir veljist til þingsetu. Vafa- laust þarf að skoða hetur tækni- lega útfærslu þessarar tillögu og húná eftir að fá nánari umfjöllun en rökin fyrir breyttri kosninga- löggjöf virðast næsta augljós. Það er stefna ríkisstjórnarinnar að þessi löggjöf veröi gerð ein- faldari og að tryggja verði sem mestan jöfnuð á atkvæöisrétti landsmanna. Slík breyting á auð- vitað ekki að hafa í fór með sér að þingmenn hugi ekki jafnt að hagsmunum allra landsmanna, það er frekar að núgildandi kerfi bjóði upp á misbrest af því tagi. Það getur lieldur ekki talíst eðli- legt að fólk hafi mismunandi áhrif á stjóm landsmála eftir því hvar það býr á landinu." Algerjöfnun næst aldrei „Breytt kjördæma- skipan hefur vcrið mikiö rædd án þess að samkomu- lag hafi náðst um verulegar breytingai- á núverandi skipan.Sútil- . laga, sem nú Vestfiorðurn- er til umræðu í Sjálfstæðis- fiokknum, gerir ráö fyrir að hlut- fall þingmanna frá strjálbýli og þéttbýli gjörbreytist, höfuðborg- arsvæðinu í hag, og fækkim þing- manna. Út af fyrir sig get ég fall- ist á fækkmt þingmanna. Eina og sér get ég hins vegar ekki sam- þykkt þessa tillögu. Jöfnmi atkvaaöisréttar veröur ekki ftamkvæmd nema fleira komi til. Til staðar er mikill að- stöðumunur milli þegna þjóðfé- lagsins og þann mun þyrfti að jafna samhliöa breytingum á skipan mála. í raun og voru tæ ég ekki séð að það verði nokkurn tíma hægt að jafna þetta alveg. Kjördæmispot er ekki einskorö- aö við landsbyggðina heldur fyr- Irfinnst það í öllum kjördæmum. Til að draga úr þessu og auka , . fyrirkomulag að allt að 50 prósent þmgmanna séu kosin af lista í landskjöri. Hér er hins veg- ar um að ræða mál sem þarf að leysa með víðtæku samstarfi milli flokka. Við erum litil og fá- menn þjóð í einu landi. Þvi verö- um við að viðurkenna rétt allra til þess að njóta þess sem sarnfé- lagiðbýðuruppá.“ -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.