Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.1993, Side 20
32
FIMMTUDAGUR11. FEBRÚAR1993
Iþróttir
Knattspyrna:
Framarar verða lík-
lega án Ríkharðs
Daðasonar, sóknar-
mannsins úr 21-árs
landsliðinu, þegar íslandsmótið í
knattspyrnu hefst í vor. Ríkharð-
ur hefur átt við þrálát roeiðsli i
hné að stríða frá síðasta sumri,
var skorinn upp í Bandaríkjun-
um fyrir áramótin og síðan aftur
nu fyrir skömmu, en hann dvelur
við nám þar vestra. Ríkharður
verður í gipsi naestu víkurnar og
talið er ólíklegt að hann verði
búinn að ná nægilegum bata fyrr
en í júní.
-VS
óheppinn
ísfiröingarnir Amar Pálsson og
Hlynur Guðmundsson urðu í 52.
og 57. sæti í 10 kílómetra göngu
á ólympíudögum æskunnar á It-
aliu í gær. Arnar fékk tímann
52:23,1 mín og Hlynur 53:53,6 min.
í stórsvigi féllu þeir GísU Már
Helgason og Bjarmi Skarphéðins-
son í brautinni og duttu þannig
úr keppni. Gísli Már var í 36.
sæti af 74 keppendum eitir fyrri
ferð og með 10. besta millitíma í
síðari ferðinni en féU þegar hann
átti skammt eftir í markið.
-GH
FatSaðirtiS Malntö
Á morgun halda 55 fatlaðir is-
lenskir íþróttamenn til keppni á
Malmö-open, stórmótinu árlega
sem frarn fer i Sviþjóð um helg-
ina, Þar af eru 43 frá ÍFR, 9 frá
Ösp, 2 frá Suðra og einn frá
Nesi.
íslendingarnir keppa í boccia,
borötennis, bogfimi, keilu og
sundi, og nánast ailt fremsta
íþróttafólk landsins í þessum
greinum tekur þátt í mótinu.
-VS
Egerbestur
- segir kanadíski spretthlauparinn Ben Johnson
Svo virðist sem kanadíski sprett-
hlauparinn Ben Johnson sé loks að
rétta úr kútnum eftir að hann var
laus úr tveggja ára keppnisbanni
vegna lyfjaneyslu á Ólympíuleikun-
um í Seoul 1988. Á dögunum sigraði
Johnson í 50 metra hlaupi á móti í
Frakklandi 'og náði besta tíma þessa
árs, hljóp á 5,65 sekúndum.
Johnson var kokhraustur eftir
hlaupið og sagði í viðtaU við franska
blaðið l’Ecuipe: „Enn á ný er ég orð-
inn sá besti. Þetta veit fólkið, þaö
elskar mig og segir mér að ég sé sá
besti. í Toronto stöðvar fólk mig á
götu og segir: Vertu hugrakkur og
haltu sjálfstraustinu. Við styðjum
þig heUshugar. Fólkið trúir því enn
á mig.“
„Nú er ég aftur kominn
í forystuhlutverkið“
Tími Johnsons í Frakklandi var 1/10
úr sekúndu lakari en hann á best en
hann hljóp á 5,55 sekúndum 1987.
Þrátt fyrir það eru margir þeirrar
skoðunar að hann sé líklegur til af-
reka og jafnvel sigurs á HM innan-
húss í heimabæ sínum í Kanada,
Toronto, í næsta mánuði. „Síðan
1991, þegar ég var laus úr keppnis-
banninu, hef ég aHtaf staðið í skugga
annarra spretthlaupara. Nú er ég
hins vegar kominn í forystuhlut-
verkið á ný. Þetta er eins og í gamla
daga. Og þessa stöðu hefur mig lengi
dreymt um. Eg hef hins vegar lagt
afar hart að mér við æfingar undanf-
arið til að ná þessari stöðu.“
„Tala við þá sem
vilja tala við mig“
Ben Johnson sagði þegar hann var
spurður um áHt annarra íþrótta-
manna á sér eftir hneyksUð í Seoul:
„Ég tala við þá sem vilja tala við
mig. Ef þeir vilja ekki tala viö mig
þá tala þeir ekki. Það er ekki mitt
vandamát.“
Sigraði og meiddist
Ben Johnson sigraði í 50 metra
hlaupi í Belgíu í gærkvöldi og meidd-
ist á ökla. Eftir hlaupið sagðist hann
vonast til að meiösUn væru smá-
vægileg en engu að síður yrði hann
aö láta lækni athuga máHð.
-SK
Ben Johnson á heimleið ásamt systur sinni eftir ólympíuleikana í Seoul.
Nú segist hann vera bestur á ný. Símamynd Reuter
David Moores, stjómarformaður hjá Liverpool:
Styðjum þjálfarann
Afar slakt gengi enska stórHðsins
Liverpool í ensku knattspyrnunni í
vetur hefur vakið mikla athygli og
nú má ljóst vera að þeir titlar, sem
í boði eru, munu renna félaginu úr
greipum. Reyndar er og hefur Li-
verpool ekki verið nálægt því að
vinna stór afrek sem oft áður. Þeir
eru því margir sem telja að farið sé
að hitna óþægilega undir Graeme
Sounness, framkvæmdastjóra hðs-
ins, en svo ku ekki vera.
Liverpool er sem stendur í 13. sæti
í ensku úrvalsdeiidinni en þar leika
22 lið. Liverpool er tæpum 20 stigum
á eftir topphði Manchester United og
reyndar mun nær fahsvæðinu en
toppsvæðinu. Allt bendir því til þess
að Liverpool komist ekki í Evrópu-
keppni í fyrsta skipti frá árinu 1964.
Þátttaka hðsins í bikarkeppninni
fékk skjótan endi en 2. deildar hð
Bolton sló liðið út með eftirminnileg-
um hætti.
David Moores, stjómarformaður
Liverpool, sagði í gær: „í augnabhk-
inu höfum vlð ákveðið að halda ró
okkar og standa við bak þjálfarans
og leikmannanna. Við viljum gera
aht sem við getum til að sigrast á
þeim erfiðleikum sem við er að glíma
í dag.“
Moores gat þó ekki leynt vonbrigð-
um sínum með gengi Liverpool: „Það
að Liverpool skuh vera um miðja
deild og úr leik í þremur stórum
keppnum er algerlega óviðunandi
fyrir félag eins og Liverpool. En við
í stjórn félagsins erum alhr meðvit-
aðir um að nú era ekki tímar til að
flanaaðneinu." -SK
HMáskíöum:
brotin
Kanadíska stúlkan Kate Pace
vann óvæntan sigur í bruni
kvenna á heimsmeistaramótinu í
Morioka í Japan í morgun. Pace,
sem hafði aldrei náð ofar en í
Qórða sæti á stórmóti, handar-
brotnaði fyrir skömmuen lét það
ekki stöðva sig.
Astrid Loedemel, nýhði frá
Noregi, kom líka mjög á óvart
með þvi að hreppa annað sætiö
og flölga enn verðlaunapeningum
Norðmanna á mótinu. Anja Haas
frá Austurríki varð þriðja en eng-
inn verðlaunahafanna hafði áður
keppt á heimsmeistaramóti.
Urs læhmann frá Sviss sigraði
í bruni karla í morgun, Atle
Skárdal frá Noregi varð annar og
A.J. Kitt: frá Bandarikjunum
-VS
Alfreð Gíslason, þjáliári og leik-
maður KA í handknattleik, hefur
fengið tilboð um aö þjálfa sitt
gamla félag í Þýskalandi, stórlið-
ið Tusem Essen. Morgunblaðið
skýrði frá þessu í morgun og í
viðtah við blaðið segir Alfreð að
tilboðið kitli óneitanlega en hann
hafi mikinn áhuga á að bygga
uppsterktliðhjáKA, -VS
hjá Sievinen
Finnski sundmaðurinn Jani
Sievinen er óstöövandi þessa dag-
ana. í gær setti hann enn eitt
heimsmetiö, nú í 200 metra tjór-
sundi í 25 metra laug á heimsbik-
armóti í Malmö. Sievinen synti á
1:55,59 mínútum og bætti sitt eígið
met sem hann setti í París síðasta
sunnudag.
-GH
Fær LHhái kennir list-
hlaup hjá Birninum
Á dögtmum gekk Skautafélagið
Björninn í Reykjavík frá ráðningu
á mjög hæfum þjálfara til starfa
hjá félaginu. Þar er á ferðinni Mi-
roslava Zacharevic frá Litháen og
kom hún til landsins fyrir skömmu.
Miroslava er 32 ára, er íþrótta-
menntuð í hsthlaupi á skautum
sem sérgrein og hefur réttindi sam-
kvæmt alþjóðlegum staðh til að
mennta þjálfara. Miroslava hefur
kennt þessa íþrótt í 11 ár í heima-
landi sínu og þykir vera einn af
fremstu þjálfurum í Litháen.
Nýjar aðferðir í þjálfun
Að sögn Helgu Sigþórsdóttur hjá
Skautafélaginu Biminum hefur
Miroslava innleitt nýjar aðferðir
varðandi þjálfun. Nú eru krakk-
amir ekki lengur settir beint á ís-
inn heldur fá aha grunnþjáifun og
undirbúningsþjálfun í íþróttasal.
Eftir að hafa verið í salnum í ein-
hvem tíma fer Miroslava með
krakkana út á ísinn og lætur þá
skauta, en aldrei lengur en í 30
mínútur í senn.
Nokkuð hafði borið á meiðslum
hjá krökkunum sem stunduðu
þessa íþrótt og var ástæðan tahn
vera sú aö ekki hefði verið rétt
staðið að þjálfuninni. Skautafélagið
Bjöminn lagði það til við íþrótta-
hreyfinguna að fenginn yrði til
landsins erlendur þjálfari tíl að
ryðja brautina og leggja gmnn að
íþróttinni. Sigurður Magnússon
hjá ÍSÍ gerði fyrirspum til htháiska
íþróttasambandsins og úr varð að
Miroslava kom til landsins.
„Ég teldi æskilegt að fleiri félög
tækju upp svipaöar aöferðir og
Miroslava hefur innleitt hér á
landi," sagði Helga í samtah við
DV.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
okkur að fá jafn hæfan og góðan
þjálfara og Miroslava er. Það und-
irstrikar hversu nauðsynlegt er í
vanþróaðri íþrótt eins og hsthlaup
er hér á landi að hafa reyndan
þjáifara sem getur séð og metið ein-
stakhnga sem geta náð frama í
íþróttinni," segir Helga ennfrem-
ur.
Leikskóli fyrir þá yngstu
Að sögn forráðamanna Bjamarins
er fyrirhugað að stofnsetja leikskóla
fyrir börn frá 5 ára aldri þar sem
kennsla fer fram einu sinni í viku
enn fyrir eldri böm og þá sem lengra
eru komnir verða æfingar oftar í
viku. Miroslava eða Miro eins og
hún er kölluð segir að mikil áhersla
verði lögð á að koma krökkunum
af stað í leikfimisalnum. Æfingamar
í leikfimisalnum em undirstaðan
fyrir íþróttina og þar öðlast krakk-
amir þor th að framkvæma hinar
ýmsu kúnstir á svellinu. Þetta er
íþrótt sem krefst mikihar og góðrar
þjálfunar. í hsthlaupi reynir á vöðva
sem við notum aldrei nema á skaut-
um og uppbyggingin er mjög svipuð
og fyrir klassískan bahett,“ segir
Miroslava en hún var á sínum yngri
árum í mjög frægum bahettdans-
flokki í Litíiáen.
Þeim sem em með fyrirspumir og
vhja innrita sig er bent á að hafa
sambandísíma 73349. -GH
Miroslava Zacharevic tekur nokkur spor á ísnum.
DV-mynd Brynjar Gauti