Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Side 4
4
MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993
Fréttir
Vinnueftirlit ríkisins:
Forstjórinn í viku-
ferð til Indlands
„Á þessa ráðstefnu fara forstjórar
vinnueftirlita allra Norðurlandanna.
Þetta er á vinnuvemdarsviði í tengsl-
um við starfið. Það var búiö að gera
áætlun um kostnað en ferðin var
seint. til komin. Hin Norðurlöndin
geta oft gert hagstæðari samninga
með svona ferðir því þau semja með
löngum fyrirvara. Það er oft erfitt
hér því feröaáætlanir eru samþykkt-
ar rnjög seint," sagði Dagrún Þórðar-
dóttir, skrifstofustjóri Vinnueftirlits
ríkisins, í samtali við DV.
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri
Vinnueftirlitsins, fór fyrir helgi í ferð
til Indlands þar sem hann situr nú
ráðstefnu. Hann kemur heim þann
10. apríl.
Dagrún sagöist ekki hafa undir
höndum gögn sem sýndu áætlaðan
kostnað við fór forstjórans en sagði
að nokkuð hagkvæmir ferðasamn-
ingar hefðu náðst miðað við hve
stuttur fyrirvarinn var á fór Eyjólfs.
„Eins og hjá ríkisstofnunum þurf-
mn við að gera áætlanir 1 janúar,
febrúar eða mars - þá þurfa ferða-
áætlanir fyrir árið að vera tilbúnar.
Oft tekur tíma að fá þetta samþykkt
þannig að þaö er aldrei hægt að
skipuleggja. Þaö er hægt að gera hag-
kvæmari ferðaáætlun hjá ríkinu geri
ég ráð fyrir ef það væri hægt að
skipuleggja svolítiö fyrirfram,“ sagði
Dagrún.
-ÓTT
Skíöasvæöin yfir hátíðisdagana:
Gott skíðafæri
Skíðamenn hafa ekki fengið mörg
tækifæri til að renna sér í vetur en
útht er fyrir gott skíðafæri á öllum
skíðasvæðum landsins yfir páskana.
Bláfjöll, Skálfell og Hengill
í skíðalöndum í nágrenni höfuð-
borgarinnar verður opið frá klukkan
10-18 alla páskahelgina. Á öllum
svæðunum er nægur snjór og ágætis
færi. Reyndar hefur færið mýkst
nokkuð þegar hðið hefur á daginn
enda hiti verið um eitt stig en útht
fyrir betra færi þegar kólnar yfir
nóttina. Skiðakennsla verður í gangi
aha daga í Bláfjöllum og Skálafelh
og messa í Bláfjöllum á páskadag.
ísafjörður
Opið verður klukkan 10-17 aUa
páskahelgina. Nægur snjór er á
Seljalandsdal og þokkalegt færi,
mætti kólna. Skíöavika verður í
gangi til 12. apríl þar sem keppt verð-
ur í öUum greinum og mikið verður
um uppákomur ýmiss konar.
Siglufjörður
A skíðasvæði Siglfirðinga verður
opið klukkan 10-17 hátíöisdagana.
Nægur snjór er og þokkalegt færi,
betra ofar í brekkunum. Færið mun
batna þegar kólnar á nóttunni.
Akureyri
í Hlíöarfjalli verður opið 10-17 alla
páskahelgina. Nægur snjór er en
færi í mýkri kantinum, þyrfti að
frysta og snjóa um leiö. Skíðakennsla
verður yfir helgina og bamaskíða-
mót og parakeppni á skíðum á laug-
ardag. A páskadag verður árleg al-
menningsganga. Göngubrautir fyrir
ýmsar vegalengdir veröa troðnar og
sérstakt svæði útbúið fyrir þá sem
renna sér á brettum.
Dalvík
Á Dalvík verður opið 10-17 alla
daga. Nægur snjór er en færiö hefur
verið að Unast. Á skírdag verður
tveggja brauta firmakeppni.
Oddsskarð
í Oddsskarði verður opið klukkan
10-17 alla páskahelgina. Þar er meira
en nóg af snjó og prýðhegt færi. Um
helgina verður Týról-hátíð með ýms-
um uppákomum, bæði að deginum
og á kvöldin. Á laugardag verður
keppniírisasvigi. -hlh
Á skíðasvæðum landsins eru ágætar aðstæður til að fara á skíði - nú eða
þá aö leika listir sinar á snjóbretti eins og þessi ungi piltur. DV-mynd GVA
Fíkniefnalögreglan handtók sjö
manns í kjölfar húsleitar í Breiö-
holtinu ámánudagskvöld ogyfir-
heyrði og leitaöi á þremur til við-
bótar. Við húsleitina fundust 18
grömm af hassi og fannst hluti
af fíkniefhunum í frystikistu i
geymslu sem ótengdur íbúí í fjöl-
býUshúsinu 1
Tvíburabræður, 21 árs, búa í
íbúöinni sem lögregla réðst til
inngöngu í. 7 karlmenn, sá elsti
38 ára en flestir á aldrinum 18-20
ára, voru í heimsókn hjá tvíbur-
unum og tveir 19 ára piltar og ein
16 ára stúlka komu í heimsókn á
meðan lögreglan var við leit í
íbúðinni.
Flestir þeir sem voru í heim-
sókn hjá tvíburabræðrunum
voru meö peninga með sér og
leikur grunur á að þeir hafi kom-
ið til að kaupa fíkniefni af bræðr-
unum.
Sjö refsidómar
Tvíbinarnir hafa margsinnis
komið við sögu Iögreglu og hafa
hlotið alls 7 refsidóma. Þeir voru
í janúarlok dæmdir í árs fangelsi
hvor fyrir umfangsmikið fíkni-
efnamisferli á árunum 1989-1990
en hafa ekki hafiö afþlánun.
I því máli veittu þeir lögreglu
mótspymu með hnifum við hand-
töku og var mikiJI flöldi ung-
menna handtekinn og yfirheyrð-
ur í kjölfariö. Sannað þótti að
þeir heföu keypt samtals um 4
kfló af hassi og endurselt um 2
kfló til 40-50 unglinga.
Árið 1991 voru þeir dæmdir f
15 mánaða skilorðsbundið fang-
elsi og síðar á því árií mánaðar
skflorðsbundið fangelsi.
Með þessu máli nú hafa tvíbur-
amir rofið bæði þessi skilorö og
mega því eiga von á aö þurfa að
sitja af sér þá dóma aö viðbættum
árs fangelsisdómnum frá því í
janúar, alls um 2 og hálft ár. -ból
í dag mælir Dagfari
Lausn á atvinnuvanda
í öllum látunum vegna ráöningar
Hrafns Gunnlaugssonar sem fram-
kvæmdastjóra Sjónvarps hefur
mönnum fllilega yfirsést eitt mik-
ilsvert atriði. Mönnum hefur yfir-
sést að sjálfstæðisráðherramir
hafa fundið lausn á atvinnuvanda
þjóðarinnar. Eins og öllum er ljóst
finna ráöherramir tfl þegar blásak-
laus og hæfileikaríkur maður er
fyrirvaralaust rekinn úr starfi.
Hrafn Gunnlaugsson varð fyrir
barðinu á þessu óréttlæti. Hann
haföi ekkert sér tfl saka unnið ann-
að en að úthúða pínulítið þeirri
stofnun sem hann var ráðinn tfl og
sparkaö obbolítið í punginn á sínu
samstarfsfólki. En þaö var allt í
góðu, eins og Hrafti er margbúinn
að segja, enda drengskaparmaður
eins og útvarpsstjóri sem er dreng-
skaparmaður líka.
Fyrir þetta var Hrafn rekinn og
sjáflstæðisráðherramir fylgjast vel
með uppsögnum og atvinnuleysi
landsmanna og hafa áhyggjur af
þeirri þróun að fleiri og fleiri verði
atvinnulausir og það er auðvitað
ennþá átakanlegra þegar menn em
reknir fyrir engar sakir. Þess vegna
gekk maður undjr manns hönd í
ríkisstjóminni, að minnsta kosti
sjálfstæöisráðherramir, og leituðu
ráða tfl að finna nýtt starf handa
atvinnulausu séníi. . Ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins mega ekkert
aumt sjá og þeir gættu sín á því að
láta ekki krataráöherrana vita,
vegna þess að kratamir em ekki
eins viðkvæmir fýrir atvinnuleys-
inu. Enda mátti heyra það í ræðu
Össurar Skarphéðinssonar að
hann var óánægður með ráöningu
Hrafns og kvartaði undan því að
hafa ekki verið látinn vita því þá
hefði hann kannske getað komið í
veg fyrir hana.
Nei, það var eins gott að kratam-
ir fréttu ekkert um þetta, vegna
þess aö hér em sjálfstæðisrráð-
herramir búnir að finna upp lausn
á atvinnuvandanum. Þeir sem sagt
gáfu öðrum manni frí á fullum
launum tfl aö geta útvegað Hrafni
starf! Pétur Guðfinnsson hefur
starfaö sem framkvæmdastjóri
Sjónvarps í nær þijátíu ár og er að
eigin sögn orðinn afskaplega
þreyttur á því aö þurfa að mæta tfl
vinnu. Hann var margbúinn að
fara fram á það aö fá frí á kaupi,
vegna þess að hann var orðinn
þreyttur á vinnunni. Jafnvel alveg
frá upphafi.
Og sjálfstæðisráðherramir slógu
tvær flugur í einu höggi. Leystu
aumingja Pétur undan því fargi að
mæta tfl vinnu og leyfa honum að
vera heima hjá sér á fullum laun-
um. En jafnframt settu þeir Hrafn
Gunnlaugsson í starfið og þar með
em tveir menn á fullum launum
sem framkvæmdastjórar hjá Sjón-
varpinu án þess að annar þurfi að
mæta. Hinn þarf aö vísu að mæta
en hann á hvort sem er erindi nið-
ur í Sjónvarp stöku sinnum því
hann á inni hjá Sjónvarpinu nokkr-
ar mifljónir fyrir bíómyndir sem
hann ætlar að klára þegar hann
má vera að.
Til að Hrafn geti staöið við skifld-
bindingar sínar gagnvart Sjón-
varpinu um gerð þessara kvik-
mynda er ekki óeðlilegt að hann fái
fljótlega frí á fullum launum tfl að
ljúka þvi verkefni og þá má setja
annan mann í embættið og þá em
komnir þrír menn á fullum launum
í eitt og sama starfið.
Þetta er upplagt fordæmi um aðr-
ar stöður hjá ríkinu. Því miður
gerist þaö um allt stjómsýslukerfiö
aö fólki er haldið í vinnu á ríkis-
kontórum sem er þjakað af vinnu-
leiða eins og Pétur Guöfinnsson og
vildi gjarnan fá frí á fifllum launum
tfl að hvfla sig á erilsömu og leiðin-
legu starfi. Með því að gefa öllu
þessu fólki frí á fullum launum,
sem er sanngjamt eftir langt og
giftudrjúgt úthald í þreytandi og
leiðinlegri vinnu, má skapa ný
störf í þjóðfélaginu sem dregur
mjög úr atvinnuleysinu.
Dagfari veit um marga ágæta
embættismenn sem eru dauð-
þreyttir í störfum sínum. Af hveiju
ekki aö gefa þeim frí? Af hveriu
ekki að senda þá heim svo blásak-
laust og hæfileikaríkt fólk geti
fengið að vinna og ekki sakar ef
það fær tækflæri til að sparka svo-
lítið í punginn á öðrum opinberum
starfsmönnum í leiðinni og koma
fútti í stjómkerfið? Ekki veitir af
Það eru margir Hrafnar á atvinnu-
leysisskrá sem glaðir mundu gera
smávegis usla, ef það yröi til þess
að sjálfstæðisráöherramir sjái
aumur á þeim og reddi þeim um
vinnu.
Dagfari