Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL1993 Dagur í lífl sr. Vigfúsar Þórs Ámasonar: Ferming, skim og hjónavigsla Sr. Vigfús Þór Árnason ásamt nokkrum fermingarbarna sinna. „Það var ætlunin aö vakna kl. sjö að morgni en eflaust hafa verkefni dagsins valdið því að ég vaknaði hálf- tímanum fyrr en ætlað var. Dagur- inn hófst á hinum gamla sið, að horfa til veðurs, en það var mér ofarlega í huga vegna þess að veður skiptir máli á fermingardögum. Pálma- sunnudagur er sérstakur dagur hjá kirkjunni því þá hefst dymbilvika, kyrravika, síðasta vika fóstunnar, en þá daga íhuga menn atburði fóstunn- ar og beina huganum að aðalhátíð kristinna manna, sjálfum páskun- um. Þessi dagur hefur einnig verið sérstakur í huga mínum vegna þess að þennan dag var fermt á Siglu- firði, hvar ég gegndi prestsþjónustu í þrettán ár. Ræðan samin Eftír að hafa lokið við morgunkaíf- ið var sest við tölvuna. Fyrsta verk- efnið var að semja hjónavígsluræðu. Hjónavígslan átti að fara fram kl. 16 á heimili brúðhjónanna við Funa- fold. Við samningu ræöunnar hafði ég í huga að athöfnin átti að fara fram á heimili og að brúðurin er félagi í kirkjukómum minum, kirkjukór Grafarvogs. Þegar vinnu við ræðu- gerðina lauk þurfti ég að skrifa skírnarkveöjur fyrir þau börn sem átti að skíra þennan dag og síðan leit ég yfir messuliöi fermingarguös- þjónustunnar sem átti aö fara fram kl. 10.30 í Árbæjarkirkju, en eins og kunnugt er eigum við ekki ennþá okkar eigin kirkju hér í Grafarvogs- sókn þó að sóknarbömin séu á níunda þúsund. Út í kirkjuna héldum við hjónin rétt eftir klukkan níu en þá hafði konan mín séð um að dætur okkar færa á fætur til að aðstoða við bama- messuna sem við höldum í messu- heimih okkar, félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Þegar út í kirkjuna kom var organistinn Sigurbjörg Helgadóttir byijuð að æfa kirkjukórinn en við hjónin, ásamt konum úr Safnaðarfé- lagi Grafarvogssóknar, þurftum að undirbúa fermingarguðsþjónustana, ásamt því að konumar klæddu ferm- ingarbörnin í kyrtla og gættu að að ekkert gleymdist, eins og miöar með nöfnum barnanna og einkunnarorð- um. Fermingin Fermingarguðsþjónustan gekk vel. Börnin myndarleg og falleg fluttu einkunnarorð sín vel og tóku virkan þátt í guðsþjónustunni. Ég er þess fullviss að þessi stund talaði til þeirra og að heitið sem þau gáfu var sagt fram af einlægni barnsins, hjarta þeirra sló með. Þaö er mikiö rætt um fermingarveislur og gjafir en í þeirri umræðu má ekki gleymast hvað það er ánægjulegt að fá að gleðja aðra og taka þátt í fjölskylduhátíð, en af þeim er ekki of mikið í nútímalífi. Ekki má ég nema lengur staðar við ferminguna þó að ég vildi segja þar margt sem má heyrast. Að lokinni fermingarguösþjónustunni kom til okkar í kirkjuna Gísli Helgason. Hann ætlaði aö taka upp fyrir okkur skírnarsálm sem ég nota viö skírnir í heimahúsum. Daginn áður hafði ég komið til hans í hljóðver Blindra- vinafélagsins. Þar vinna þeir í sam- vinnu við Lions að skemmtilegu verkefni sem felst í því að lesa inn á spólur greinar úr tímariium og senda til fastra áskrifenda. Ég las fyrir þá páskahugvekju en á undan mér las Stefán Skaftason yfirlæknir og á eftir mér kom Ester Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags íslands. Að lokinni upptöku ók ég Gísla í hljóðver en hann ætlaði að ljúka verk- inu þannig að ég gætí notaö spóluna í skímarathöfn kl. 14.00. Haldið var heim í Grafarvoginn í Logafoldina, en þar gat ég staldrað við í fimm mín- útur en þá lá leiðin í Blindraheimilið og síðan til þeirrar fjölskyldu sem óskað hafði eftír skím. Þar á heimili kom í ljós að þetta var íjórða bamið sem ég hefi skírt í íjölskyldunni en foreldramir búa á ísafirði. Það er ánægjulegt að vera með fólkinu um stund og þiggja veitingar, kynnast því betur, en því miður af- markar tíminn oft stundina. Næsta skref var að fara aftur í Grafarvoginn og eins og áður sagöi annast þar hjónavígslu og skírn. Þar var ánægjulegt að dvelja og taka þátt í gleði hjónanna og fjölskyldunnar. Þar með í athöfninni var organistinn minn ásamt hluta af kirkjukómum sem söng fyrir félaga sinn úr kirkju- kórnum. Viðvera þeirra setti sterkan svip á athöfnina. Það var ánægjulegt aö geta verið þar um stund án þess að þúrfa að flýta sér. Vegna athafna var því ekki viðkomið að heimsækja nokkur fermingarbörn sem höfðu beðið prestinn sinn aö líta inn ein- hvern tíma dagsins. Með fjölskyldunni Þegar heim var komið aö kvöldi dags hringdi formaður sóknamefnd- ar og við ræddum saman um sóknar- nefndarfund og hvernig hefði gengið í barnamessunni fyrr um daginn. Símtalið hjá tveimur áhugamönnum vun safnaðarstarf var langt en dýr- mætt fyrir prestinn. Eftir það rædd- um við hjónin um það hvort að ekki væri eðlilegt að eiga stund með börn- unum, en margar athafnir voru framkvæmdar að laugardeginum og þess vegna litlum tíma eytt með fjöl- skyldunni. Viö ákváðum því að fara í heim- sókn tíl elsta bróður míns. Þegar okkur bar að garði vora þau að koma af fundi með Fáksfélögmn en hesta- mennskan á hug þeirra og sál. Þau voru hissa að sjá okkur sem segir okkur það að alltof lítill tími er til staðar til að hitta fjölskyldu sína og vini. Þegar heim var komið leit ég um stund yfir dagskrá morg- undagsins um leið og ég þakkaði fyr- ir góðan og blessunaríkan pálma- sunnudag." Finnur þú fimm breytingar? 200 Nafn:........ Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti 5.450 frá versluninni Tónveri, Garðastræti 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem era í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöíði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri flölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 200 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað nítugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Valdimar Gunnarsson Hamrabergi 42, 111 Reykja- vík. 2. Hjördís Davíðsdóttir Álakvísl 84,110 Reykjavík Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.