Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Kvikmyrb Það eru þau Geena Davis, Dustin Hoffman og Andy Garcia sem fara með aðalhlutverkin í Hetju. HETJA Um síðustu helgi frumsýndi Stjörnubíó myndina Hetja, eða Accidental Hero, með þeim Dustin Hoffman, Geena Davis og Andy Garcia í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um smáglæpamann að nafni Bernie Laplante sem verður vitni að flugslysi og tekst að bjarga nokkrum farþeganna áður en véhn verður al- elda eftir að hafa skollið niður á jörð- ina. Bemie hverfur síðan á braut. Einn farþeganna, sem hann bjargaði, er fréttakonan Gale Gayley frá Rás 4 í Chicago sem ákveður að leita að sínum óvænta bjargvætti. Hún lætur auglýsa eftir honum í sjónvarpinu og býður upp á milljón dah í björgun- arlaun gefí hann sig fram. Þá kemur til sögunnar John Buhber sem segist vera bjargvætturinn og tekst að færa trúverðugar sönnur á að svo sé. Meðan á þessu stendur heldur óheppnin áfram að elta aumingja Bemie. Hann er settur í fangelsi fyr- ir að reyna að selja stolin greiðslu- kort sem hann hafði einmitt nælt sér í úr veski Gale þegar hann bjargaði henni úr flugvélinni. En að lokum kemst Gale að hinu sanna þegar John Bubber er að því kominn að fremja sjálfsmorð vegna þess lyga- vefs sem hann var búinn að vefja í kringum hetjudáð sína. En endirinn er góður eins og í öhum gamanmynd- um. Sérstæður leikstjóri En það var ekki ætlunin að fjalla sérstaklega um efni myndarinnar eða leikara heldur leikstjórann, Step- hen Frears, en Accidental Hero er fyrsta stórmyndin sem hann gerir. Þessi rúmlega fimmtugi Breti hefur nokkuð sérstakan bakgrunn sem leikstjóri. Hann fæddist 1941 í Leices- ter og ólst þar upp með foreldrum sínum. Hann hóf nám í Cambridge í lögfræði ásamt öðrum breskum kvikmyndagerðarmanni og leik- stjóra, John Cleese. En þótt Frears væri farinn að vinna við enska dóm- stóla var það ekki nóg tíl að hann ílengdist þar því 1966 ákvað hann að skipta um umhverfi og réð sig sem aðstoðarmann bjá Karel Reisz við gerð myndarinnar Morgan: A Suit- able Case for Treatment. Skömmu síðar fór hann einnig að vinna með Lindsay Anderson sem var að gera myndina If... (1968) og þar með var kvikmyndabakterían orðin svo sterk að ekki varð aftur snúið. Vann hjá sjónvarpinu Það var því bara orðin spuming hvenær hann færi sjálfur út í kvik- myndagerð. Stephen Frears tókst að útvega sér styrk frá BFI til að gera sína fyrstu stuttmynd, The Buming. Eins og með marga kvikmyndaleik- stjóra í dag þá lá leið hans næst th sjónvarpsins. Þar vann hann í ein 15 ár og tókst á þeim tíma að framleiða Umsjón Baldur Hjaltason einar 25 sjónvarsmyndir þangað th ein þeirra var fyrir tilviljun færð yfir á filmu th sýningar í almennum kvikmyndahúsum í staðinn fyrir sjónvarp. Þetta var myndin My Beautiful Laundrette sem hlaut ein- róma lof jafnt gagnrýnenda sem kvikmyndahúsagesta. Þar með var Stephen Frears orðinn fuhghdur kvikmyndaleikstjóri. Að vísu hafði Stephen Frears reynt nokkrum sinnum fyrir sér sem kvik- myndaleikstjóri meðan hann starf- aði fyrir sjónvarpið. Árið 1971 leik- stýrði hann sérstakri mynd sem bar heitið Gumshoe. Þar lék Albert Finn- ey einkaspæjara sem lendir í erfiðu máh. Svo virðist sem fæstrnn hafi líkað tónninn í myndinni, hvað þá efniö, því yfir myndinni hvhdi sér- staklega sterkur, neikvæður blær, þótt mikið af góðu fólki hefði lagt hönd á plóginn við gerð hennar. Misheppnaðar tilraunir Stephen Frears reyndi aftrn- fyrir sér 1979 þegar hann gerði myndina Bloody Kids (1979) sem var ekki th tekin th sýningar í kvikmyndahús- um fyrr en 1983. Myndin var undir sterkum áhrifum frá New York, New York (1977), sem var leikstýrt af Martin Scorsese. Myndin fjallaði um unghnga sem áttu erfitt með að finna sig í þjóðfélaginu og leiddust því út í ahs kyns vitleysu. Hit, sem Frears gerði 1984, hlaut betri móttökur enda sýndu þeir John Hurt og Terence Stamp góða takta í þessari mynd um glæpamann sem hafði veriö í felum í tíu ár fyrir leigumorðingjum sem loksins voru komnir á slóð hans. Tónhstin var eftir Eric Clapton, með aðstoð Rogers Waters. Svo virðist sem allir hafi fengið jákvæða um- fjöllun nema Stephen Frears, leik- stjórinn, sem virðist hafa gleymst. Bresk þrenna En My Beautiful Laundrette breytti þessu öhu. Myndin fjallar um kynþáttavandamáhð í Bretlandi í því efnahagsumhverfi sem Thatcher hafði skapað með stefnu sinni í efna- hagsmálum. Myndin segir frá vinun- um Omar og Johnny og þeim ævin- týrum sem þeir lenda í þegar þeir fara út í einkaframtakið og eignast þvottahús. Skömmu síðar fylgdi Prick up Your Ears (1987) sem fjall- aði um Joe Orton, breskan leikrita- höfund sem ungur að aldri var myrt- ur af elskhuga sínum, Kenneth Halhweh, árið 1967. Þriðja myndin í þessum hópi sem Stephen Frears gerði var Sammy and Rose Get Laid en hún fjallaði um ung hjón sem stunda fijálslegt kynlíf. Það breytist þegar tengdafaðir stúlkunnar birtist en hann er virtur stjómmálamaður á Indlandi og skhur ekki lífsstíl og viðhorf sonar síns. Ahar þessar myndir eru mjög breskar í eðh sínu og þaö er ekki fyrr en Martin Scorsese gat fengið Stephen Frears að koma th Banda- ríkjanna og gera The Grifters aö myndir hans fengu alþjóðlegt yfir- bragð. Accidental Hero staðfestir að Stephen Frears er búinn að festa sig í sessi sem leikstjóri og hefur bæst í þann hóp frábærra breskra leik- stjóra sem hefur tekist aö brjóta sig ’ht úr dæmigerðri breskri kvik- myndagerð yfir í alþjóðlega strauma. legt tilboð Þá er Adrian Lyne kominn aftur á kreik með nýja mynd sem hann kahar Indecent Proposal. Adrian Lyne er vanur að gera myndir sem ganga eins langt og hægt er th að ganga fram af áhorfandanum án þess að fara út fyrir almennt vel- sæmi. Þetta eru myndir eins og Fatal Attraction og svo hin um- deiida mynd 9 'A Weeks sem meðal annars varð tíl þess að konur viða imr heiin efndu til mótmæla yfir því hvemig Lyne niðurlægöi í myndinni konur jafnt andlega sem líkatnlega. Myndin ■ fjahaði um unga stúlku sem verður hrilin af strák. Þau eiga margar ánægju- stundir saman en þegar stúlkunni finnst leikurinn vera farinn aö ganga út í öfgar finnur hún að hún getur ekki shtið sambandi þeirra eins áuðveldlega og hún hélt. Hann notfærir sér þetta th hins ýtrasta og líf stúlkunnar breytist úr hvers- dagsleika með smákryddi í tilver- unni hér og þar yfir í algera mar- tröð. inu og vantar tjármagn th að geta hafið nýtt lif. Þau ákveða því að fara til Las Vegas og athuga hvort heppnin veröi með þeim þar. Þar hitta þau vehríkan eldri mami sem er leikinn af Robert Redford. Hann heillast af Demi Moore og ákveður að gera þeim hjóriákornum tílboð. Hann er tílbúinn að greiða þeim 1 mihjón dohara fyrir að fá að eyða einni nótt með Demi Moore. Þótt þetta myndi leysa öh þeirra pen- ingamál er erfitt fyrir þau að ákveða sig þótt hvorugt þeirra hafi svo sem stundað skírlíil áður en þau giftust. Þarna takast á mörg atriði eins og siðgæði og lífsmat Ný SharonTate Það verður gaman aö sjá hvort Adrian Lyne tekst að endurtaka vinsældir mynda sinna Flash- dance, sem var hans fyrsta mynd, og svo Fatal Attraction. Sú síðar- nefnda náði feikivinsældum og fjallar um giftan mann sem hittir unga, ógifta konu og á með henni Ómótstæðilegt tilboð Það er ekki gott að segja hvort Lyne tekst aftur að ganga fram af áhorfendum í Indecent Proposal. Hann hefur að minnsta kostí gefið tii kynna að kynlíf sphi stóra ruhu í myndinni eins og raunar efnis- þráðurinn gefur tíl kynna. Myndin fjallar um hjónakom sem eru leik- in af Woody Harrelson og Demi Moore. Þeim hefur vegnað iha í líf- stutt ástarsamband. Þau hta hins vegar mjög mismunandi á þessi skyndikynni. Fyrir karlmanninn var þetta stutt og laggott gaman en konan vih ogætlar sér meira. Fatal Attractíon sló í gegn og var að rnörgu leytí Basic Instinct þeirra tíma. Hvort Adrian Lyne tekst að endurtaka leikinn veit enginn. En hver veit neraa Demy Moore taki við af Sharon Tate sem kyntákn kvikmyndanna aö minnsta kosti næsta árið. Hér eru þau Woody Harrelson og Demi Moore í Indecent Proposal Robert Redford leikur eitt hlutverkanna i Indecent Proposal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.