Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Síða 47
MIÐVIKUDAGUR 7. APRIL 1993 71 Audur Gudjónsdóttir Auður Guðjónsdóttir húsmóðir, Fjarðarstræti 6, Ísaíirði, er 75 ára í dag. Starfsferill Auður er fædd að Skaftafelli í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Ung að árum fór hún til Svíþjóðar og vann þar sem þjónustustúlka. Eftir veruna þar fékk hún ráðs- konustöðu í Varmahlíð í Skagafirði. Vann hún þar um hríð en kom svo nokkru síðar til Ísaíjarðar og settist þaraðáriðl944. Auður hefur lengst af verið hús- móðir á stóru heimili en var auk þess útivinnandi í fjölda ára. Hún tók virkan þátt í starfi hvítasunnu- hreyfingarinnar, aðallega með söng oghljóðfæraslætti. Fjölskylda Auður giftist 16.8.1946 Höskuldi Ámasyni, f. 6.6.1898, gullsmiði, sem nú er látinn. Foreldrar Höskuldar voru Árni Árnason, smiður og fiski- matsmaður frá Innsta-Landi í Skagafirði, og kona hans, Filipía Sigurðardóttir, húsmóðir frá Hofi í Svarfaðardal. Þau fluttu til Ísaíjarð- ar skömmu fyrir aldamótin ásamt foreldrum Árna, Árna Símonarsyni og Gunnhildi Þorláksdóttur. Stjúpbörn Auðar og Höskuldar eru: Filip Þór, f. 10.9.1931, skip- stjóri, kvæntur Önnu Hjartardóttur og eiga þau þijú böm; Jóna Valgerð- ur, f. 28.3.1933, hjúkmnarfræðing- ur, gift Gísla H. Guðlaugssyni tæknifræðingi og eiga þau fimm böm; Árni, f. 30.3.1934, gullsmiður, kvæntur Ásu Ketilsdóttur og eiga þau fjögur börn. Börn Auðar og Höskuldar eru: Davíð Arndal, f. 22.12.1946, málara- meistari, kvæntur Sigríði Svavars- dóttur og eiga þau þijú börn; Anna, f. 26.9.1948, hjúkrunarfræðingur, gift Agli S. Egilssyni símatækni- fræðingi og eiga þau eitt barn; Guð- jón Halldór, f. 25.1.1950, málara- meistari, og á hann tvö böm; Gunn- hildur Inga, f. 29.8.1951, sjúkraliði, gift Ólafi S. Ögmimdssyni bifvéla- virkja og eiga þau tvö börn; Auður Arna, f. 4.9.1956, skrifstofumaður; Brynhildur Rebekka, f. 29.1.1960, skrifstofumaður, gift Marselíusi Guðmundssyni fiskiðnaðarmanni og eiga þau þijú börn. Systkini Auðar: Ingólfur, f. 15.7. 1913, fyrrverandi b., kvæntur Jó- hönnu Hjartardóttur og eiga þau tvö börn; Trausti, f. 13.8.1915, trésmið- ur, kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur og eiga þau sjö böm; Guðbjörg, f. 26.12.1916, sjúkraliði, gift Jónasi Jakobssyni myndhöggvara, sem nú er látinn, og eignuðust þau sjö börn; Haraldur, f. 12.12.1920, fyrrverandi verkstjóri, fyrri kona var Pálína Pálsdóttir, sem nú er látin, en þau eignuðust þijú börn, seinni kona hans er Hertha Haag ljósmóðir; Re- bekka, f. 23.3.1923, d. 21.1.1944, hennar maður var Gunnar Davíðs- son; Elísabet, f. 5.3.1926, hjúkmnar- fræðingur, gift Thor Cortes prent- ara, sem nú er látinn, en þau eignuð- ust þrjú börn; Óskar, f. 26.12.1927, sundlaugarstarfsmaður, kvæntur Önnu Jónsdóttur handavinnukenn- ara og eiga þau tvö börn; Anna, f. 10.11.1929, hjúkrunarfræðingur, gift Garðari Ragnarssyni forstöðu- manni og ei'ga þau þijú böm; Ester, f. 4.4.1934, húsmóðir, gift Benedikt Frímannssyni trésmið og eiga þau fjögur böm; Hafliði, f. 21.4.1936, skrifstofumaður, kvæntur Gyðu Þórarinsdóttur og eiga þau þijú böm. Foreldrar Auðar vom: Guðjón Hafliðason, útgerðarmaður og skip- stjóri, og kona hans, Halldóra Krist- ín Þórólfsdóttir húsmóðir frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum. Ætt Guðjón var sonur Hafliða Narfa- Afmæli sonar, b. að Fjósum í Mýrdal. Móðir Guðjóns var Guðbjörg Jónsdóttir, seinni kona Hafliða. Alsystkini Guð- jóns vora Guðrún, Jón, faðir Borg- þórs veðurfræðings, ogKarólína, móðir Vilhjálms Skúlasonar pró- fessors. Halldóra var dóttir Þórólfs Jónssonar og Ingveldar Nikulás- dóttur. Ingveldur var dóttir Niku- lásar Halldórssonar, b. að Hamri, Gíslasonar. Móðir Ingveldar var Vilborg Jóhannsdóttir, kona Niku- lásar, b. aðHamri. Auður verður að heiman á afmæl- isdaginn. Guðmunda Jónína Helgadóttir Guðmunda Jónína Helgadóttir fangavörður, Ásgarði 34, Reykjavík, ersextugídag. Starfsferill Guðmunda fæddist í Haukadal í Dýrafirði og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi frá Haukadal og vann alla almenna verkamanna- vinnu í Reykjavík frá fimmtán ára aldri þar til hún giftist nítján ára gömul. Guðmunda starfaði um nokkura ára skeið á sjúkrahúsum borgarinn- ar þar til hún var kjörin formaður Starfsmannafélagsins Sóknar árið 1973 en hún gegndi því embætti næstu þrjú árin, eða til ársins 1976. Guðmunda var varaborgarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið 1974-78, fulltrúi flokksins í Umhverfismála- ráði 1974-78, varamaður í Barna- vemdarnefnd 1978-82 og hefur starfað og setið í stjóm Búseta frá árinu 1984, síðustu árin sem vara- formaður Landssambands Búseta. Fjölskylda Fyrri maður Guðmundu 7.6.1959 var Davíð Ágúst Guömundsson, f. 23.10.1917, d. 17.4.1974, húsasmíöa- meistari. Þau skildu. Hann var son- ur Guðmundar Helgasonar, húsa- smíðameistara í Reykjavík, og Jak- obínu Ásgeirsdóttur húsmóður, lengst af í Reykjavík. Seinni maður Guðmundu, 28.12. 1974, er Bjami Bjamason, f. 28.4. 1928, lektor við Kennaraháskóla ís- lands. Foreldrar hans voru Bjami Jónsson, b. Álfhólum í V-Landeyj- um, og k.h., Pálína Margrét Þor- steinsdóttir. Börn Guðmundu og Davíðs eru: Bergljót, f. 24.8.1952, blaðamaður, hennar maður er Magnús E. Finns- son, viðskiptafræðingur og fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands. Bergljót á þrjúböm frá fyrra hjónabandi; Ragnheiður Ólaf- ía, f. 28.7.1954, blaðamaður og nemi í jjölmiðlun við HÍ, hennar maður er Jóhann Óskarsson, lagerstjóri ísaco hf., og eiga þau tvo syni; Helgi Jón, f. 18.8.1955, framleiöslustjóri ísaco hf., kona hans er Margrét Ing- ólfsdóttir lyfjatæknir og eiga þau þrjár dætur; María Sveinfríður, f. 26.6.1957, hjúkmnarfræðingur, hennar maður er Hörður Harðar- son, framleiðslustjóri íslenskra íg- ulkerahf.,ogeigaþautvosyni; Davíð Ágúst, f. 2.2.1961, sagnfræði- nemi við HÍ, kona hans er Dröfn Kristmundsdóttir hjúkmnarfræð- ingur og eiga þau einn son; Jakobína Valgerður, f. 13.3.1963, fararstjóri á Spáni, og hefur búið þar sl. sex ár. Systkini Guðmundu em: Andrea, f. 13.11.1927, sjúkraliði, hennar maður var Guðbjartur Sigurgísli Bergmann Kristjánsson, f. 15.12. 1914, d. 20.6.1967, bifreiðastjóri, og eignuðust þau fjögur börn. Fyrir átti Andrea tvö börn; Svavar, f. 18.5. 1931, dr26.10.1975, kennari ogfram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra barnakennara, hans kona var Unn- ur Bjamadóttir, f. 17.8.1927, d. 6.3. 1982, íþróttakennari. Fyrir átti Svavar þrjú börn með Guðrúnu Guðmundsdóttur sem einnig er lát- in; og Bjami Ólafur, f. 7.5.1930, d. 9.2.1983, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, hans kona er Hrönn Sveinsdóttir og eignuðust þau fjögur börn. Hálfsystir Guðmundu, samfeðra, er Aðalheiður, f. 7.8.1926, húsmóöir, hennar maður er Jósef Sigurösson innheimtumaður. Foreldrar Guðmundu voru Helgi Pálsson, f. 10.11.1900, d. 2.12.1981, lengi kennari í Haukadal og síðar verkstjóri hjá Sambandinu, og k.h., BergljótBjamadóttir, f. 8.7.1910, húsmóðir. Þau bjuggu í Haukadal til ársins 1952 er þau fluttust til Reykjavíkur. Foreldrar Helga voru Páll Sigurð- Guðmunda Jónína Helgadóttir. ur Jónsson, skipstjóri í Brautarholti í Haukadal, og k.h., Andrea Andrés- dóttir húsmóðir. Foreldrar Bergljót- ar voru Bjami Jónatansson, verka- maður á Flateyri, og Stefanía Arn- grímsdóttir húsmóðir. Guðmunda tekur á móti gestum í SEM-salnum, Sléttuvegi 1-3, á milli kl. 15 og 20 á afmælisdaginn. Unnur Guðjónsdóttir, Aflagranda 40, Reykjavík, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásmundarstööum 1, Öxarfjarðar- hreppi. Hólmfríður Gísladóttir, Hombrekkuvegi7, Ólafsfirði. Guðmundur Br agi Tol-fason. Vallarbarði 1, Hafnarfirði. Hiidur Gústafsdóttir, Fagranesi, Nesjahreppi. Heigi Helgason, Þursstöðura, Borgarhreppi. Erna Einarsdóttir, Reykjabraut 12, Ölfushreppi. Martni Berkowski, Seilugranda 7, Reykjavík. BjörnLeví Pétursson, Syðri-Stóruborg, Þverárhreppi. Örn Björnsson, Garðarsbraut 11, Húsavik. Ingibjörg Daðadóttir, Álfheimum 70, Reykjavík. Jón Bogason, Sæbólsbraut32, Kópavogi. EinarHaraldsson, Mánasundi 3, Grindavík. Páimi Jón Guðmundsson, Rauðarárstíg 36, Reykíavík. Kjartun Bjarni Kristjánsson, Noröurbyggð 31, Akureyri. KonráðrJóhannsson, Ámesi, Gnúpverjahreppi. Ingóifur Friðgeirsson, Langholtsvegi53, Reykjavík. Halldóra G. Guðlaugsdóttir, Hamraborg, Borgarfjarðarhreppi. Þórhaila Einarsdóttir, Ásbrún, Ðorgarijarðarhreppi. Jóhannes Þorsteinsson, Urriðakvísl 12, Reykjavlk. Margrét Bárðardóttir, Bogahlið 24, Reykjavík. Þóra LÖve, Skriðustekk 29, Reykjavík. Dagur Jónsson, Viðigrund22, Sauðárkróki, Maria Ingadóttir, Rimasíöu 23e, Akureyri. Kristín Jóhanna Harðardóttir, Hlíöarvegi 34, Kópavogi. Pétur Guðlaugsson, Hólagötu ll, Sandgeröi. Garðar Jakobsson Garðar Jakobsson bóndi, Lautum í Reykjadal, Reykdælahreppi, verð- ur áttatíu ára á morgun, skírdag. Starfsferill Garðar fæddist að Hólum í Reykjadal og ólst þar upp. Hann var tvo vetur við nám á Laugum í Reykjadal og seinna einn vetur á Laugum við smíðanám. Garðar hefur starfað við landbún- að alla sína ævi, fyrst hjá foreldrum sínum með systkinum og allt þar til hann stofnaði sitt eigið heimili, ný- býlið Lautir, áriö 1947 í túni Hóla. Garðar samdi bókina Fiðlur og tónmenntalíf í Suður-Þingeyjar- sýslu ásamt Páli H. Jónssyni og hef- ur einnig skrifað lítils háttar í Arbók Þingeyinga. Hann starfaði á sínum tíma í Ungmennafélaginu Eflingu og hafði gaman af því að taka þátt í íþróttum á sínum yngri árum, einkum glimu, sundi og knatt- spymu. Hann hefur einnig starfað í hinum ýmsu söngfélögum í sveit sinni og leikið á fiðlu frá tólf ára aldritilþessa dags. Fjölskylda Garðar kvæntist 3.5.1940 Þorgerði Glúmsdóttur, f. 1.8.1915, d. 12.10. 1979, húsmóður í Lautum. Hún var dóttir Glúms Hólmgeirssonar, b. í Vallakoti í Reykjadal, og k. h., Sig- rúnar Friðriksdóttur. Böm Garðars og Þorgerðar eru: Sigrún, gift Erni Sigurðssyni, Lækjamóti í Ljósavatnshreppi; Hólmfríður, gift Sigurgeiri Hólm- geirssyni, Völlum í Reykjadal; Geir, kvæntur Sólveigu Birnu Marteins- dóttur frá Húsavík, þau búa í Lang- holti í Reykjadal; Unnur, í sambúð með Ámunda Loftssyni, búa í Laut- um. Alsystkini Garðars eru: Þórir, bú- settur í Bandaríkjunum; Helga, gift Aðalsteini Aðalgeirssyni; Þuríöur, lést rúmlega tvítug; og Haraldur, kvæntur Guðrúnu Glúmsdóttur frá Vallakoti. Hálfsystkini Garðars, samfeðra, em: Ámi, lengi b. í Skógarseli í Reykjadal, kvæntur Elínu Jónsdótt- ur; Unnur, lengi kennari í Reykja- dal; Kristín, vefnaðarkennari viö Húsmæðraskólann á Laugum; Móö- ir þeirra var Þuríður Kristín Helga- dóttir frá Hallþjarnarstöðum. Foreldrar Garðars vora Jakob Siguijónsson frá Einarsstöðum í Reykjadal, b. Hólum í Reykjadal, og Hólmfríður Helgadóttir húsmóðir frá Hallbjamarstöðum í Reykjadal. Jakob var sonur Siguijóns Jóns- sonar, b. á Einarsstöðum í Reykja- dal, og Margrétar Ingólfsdóttur frá Mýri í Bárðardal. Foreldrar Hólm- fríðar vom Helgi Jónsson, b. á Hall- bjamarstööum, og Sigurveig Sig- urðardóttir frá Stafni. Garðar tekur á móti gestum á Narfastöðum eftir kl. 16 á afmælis- daginn. Nýkomin ökuljós Nissan Sunny '86-'89 Mazda 323 '86-'89 Verð kr. 7900r~E-merkt GSvarahlutir Hamarshöfða 1 -simi 676744

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.