Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1993, Blaðsíða 50
74 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1993 Afmæli Finnur Kristjánsson Finnur Kristjánsson, bóndi, Skerð-' ingsstöðum, Reykhólasveit, verður sjötugur, 11. apríl. Starfsferill Finnur fæddist á Skerðingsstöð- um í Reykhólasveit og ólst þar upp. Hann fór í nám í íþróttaskóla Sig- urðar Greipssonar í Haukadal, varð búfræðingur frá Búnaðarskólanum á Hvanneyri. Hann hefur verið bóndi á Skerðingsstöðum frá árinu 1956. Fjölskylda Finnur kvæntist 16.8.1956 Guðnýju Sæbjörgu Jónsdóttur, f. 14.11.1926, húsmóður. Foreldrar hennar: Magdalena Jónsdóttir og Jón Guðmundsson sem bjuggu á Sölvabakka í Húnavatnssýslu. Böm Finns og Guðnýjar eru: Kristján, f. 8.5.1956, vélvirki í Rvík, kvæntur Guðnýju Jónsdóttur og eiga þau tvö böm; Finnur Ingi, f. 20.2.1958, bUasmiður í Rvík, kvænt- ur Ásdísi Sigurdórsdóttur, þau eiga eitt bam og Finnur átti eitt barn fyrir; Karlotta Jóna, f. 1.5.1959, gift Asgeiri Þór Ámasyni húsasmið og eiga þau tvær dætur, Ásgeir á þrjár dætur fyrir; Agnes, f. 22.5.1965, sam- býlismaður hennar er Pálmi Jóns- son rafvirki, búsett í Hafnarfirði og þau eiga tvær dætur; stjúpsonur er Jón Ámi Sigurðsson, f. 13.3.1954, sambýliskona hans er Steinunn Rasmus kennari og eiga þau saman tvö böm, hún á tvö fyrir og hann eitt. Systkini Finns voru alls 11, sex þeirra eru á lífi; Jón, f. 14.10.1899, d. 20.9.1979, bíóstjóri á Akranesi, kvæntur Sigríði Hjartardóttur og eignuðust þau einn son; Ólafur, f. 20.11.1900, d. 28.9.1947, þjónn hjá Eimskipafélagi íslands, kvæntur Ingigeröi Sigfúsdóttur og eignuðust þau þrjú böm; Ingólfur, f. 12.10.1902, tollvörður í Rvík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn; Guðrún, f. 19.12.1903, d. 7.3.1986, húsmóðir í Rvik, gift Hallvarði Þór- arinssyni og eiga þau sex böm; El- ías, f. 3.12.1905, d. 11.7.1980, birgða- . Finnur Kristjánsson. stjóri Landssímans, kvæntur Randi Þórarinsdóttur hjúkmnarfræðingi og eignuðust þau tvö böm; Sigurð- ur, f. 8.1.1907, d. 26.7.1980, sóknar- prestur á ísafirði, kvæntur Margréti Hagalínsdóttur ljósmóður og eign- uðust þau þrjár dætur; Ingibjörg, f. 8.5.1908, búsett í Rvík, fyrrv. starfs- stúlka við Landssíma íslands; Ingi- gerður Anna, f. 6.11.1910, gift Birni Jóhannssyni sem nú er látinn og eignuðust þau þrjú börn; Vilhjálm- ur, f. 8.11.1912, fyrrverandi starfs- maður Landssímans, búsettur í Rvík; Halldór, f. 10.12.1913, b. á Skerðingsstöðum; Halldóra, f. 8.6. 1920, búsett í Rvík og á eina dóttur. Foreldrar Finns voru Kristján Jónsson, f. 4.4.1863, d. 21.7.1949, b. á Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, og kona hans, Agnes Jónsdóttir, f. 28.5.1879, d. 1.11.1949. Ætt Kristján var sonur Jóns, b. á Hjöll- um í Þorskafirði, Finnssonar, b. á Eyri í Kollaflröi, Arasonar, bróður Guðrúnar Önnu, Gests Pálssonar skálds. Agnes var dóttir Jóns, b. í Hafnarhólmi í Steingrímsfirði, Magnússonar, b. á Skáldstööum, bróður Sigurðar Johnsen, kaup- manns í Flatey, langafa Geirs Hall- grímssonar forsætisráðherra, foður Hallgríms, stjórnarformanns Ár- vakurs. Finnur verður að heiman á afmæl- isdaginn. Þórhildur Ólafsdóttir Þórhildur Ólafsdóttir, bóndi og skrifstofustjóri, Hrauni í Ölfusi, verður fertug á páskadag, þann 11. apríl. Starfsferill Þórhildur fæddist á Hrauni í Ölf- usi og ólst þar upp. Hún gekk í bama- og gagnfræðaskólann í Hveragerði og fór til Edinborgar í Skotlandi 1971-72 í nám í ensku ásamt barnapössun. Þaðan lá leiö hennar í Bændaskólann á Hvann- eyri þar sem hún nam búfræði árin 1974-75. Eftir gagnfræðaskólann vann Þórhildur viö verslunar- og skrifstofustörf. Haustið 1979 opnaði hún ásamt manni sínum matvöm- verslunina Hildi í Þorlákshöfn sem hún rak til haustsins 1986 en þá var hún seld. í mörg ár hafa hjónin rek- ið útgerð (Jóhanna ÁR 206) og fisk- vinnslu (Fiskiðjan Ver). Fjölskylda Þórhildur giftist 29.11.1980 Hann- esi Sigurðssyni, f. 6.5.1950, útvegsb. Móðir Hannesar er Hólmfríður Þórðardóttir, f. 15.6.1922, húsfreyja í Stóru-Sandvík, Sigurössonar, b. og fræðimanns, og Jensínu I. Snorra- dóttur sem bjuggu að Tannastöðum í Ölfusi. Faðir hans var Sigurður Hannesson, f. 4.4.1916, d. 11.121981, b. 1 Stóru-Sandvík í Flóa, Magnús- sonar og konu hans, Sigríðar Krist- ínar Jóhannsdóttur sem bjuggu að Stóru-SandvíkíFlóa. Böm Þórhildar og Hannesar: Hild- ur, f. 17.9.1978, d. 18.12.1978; Katrín Ósk, f. 11.7.1980, nemi í Grunnskóla Þorlákshafnar; Ólafur, f. 23.7.1985, nemiísamaskóla. Systkini Þórhildar em Þórdís, f. 20.11.1940, bóndi aö Valdastöðum í Kjós, gift Ólafi Þór Ólafssyni, b. á sama staö, og eiga þau fögur böm; Guðrún, f. 15.10.1943, húsmóðir, gift Þórhildur Ólafsdóttir. Helga Ólafssyni, verkstj. hjá Ölf- ushr. Þau em búsett í Þorlákshöfn og eiga fjögur börn; Hjördís, f. 28.7. 1946, búsett í Lúxemborg, skrifstofu- stúlka hjá Luxair, gift Mark Origer og á hún einn son með Valgeiri T. Sigurðssyni; Ásdís, f. 25.1.1949, íþróttakennari, gift Sverri Matthías- syni, endursk. í Islandsbanka, bú- sett í Kópavogi og eiga þau þrjú böm; Herdís, f. 1.3.1957, skrifstofu- stj., gift Þórhalh B. Jósepssyni, að- stoðarmanni samgönguráðherra, búsett í Rvík og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Þórhildar eru: Ólafur Þorláksson, f. 18.2.1913, b. á Hrauni í Ölfusi, og kona hans, Helga S. Ey- steinsdóttir, f. 2.7.1916, húsmóðir á samastað. Ætt Ólafur er sonur Þorláks, b. að Hrauni í Ölfusi, Jónssonar, hreppsstj. í Þorlákshöfn. Móðir Ól- afs er Vigdís, b. á Hrauni í Ölfusi, Sæmundsdóttir, b. í Vindheimum í Ölfusi. Helga er dóttir Eysteins, síð- ast b. að Guðrúnarstöðum, Bjöms Eysteinssonar í Grímstungu. Móðir Helgu er Guðrún Gestsdóttir Guð- mundssonar frá Bjömólfsstöðum. Þórhildur tekur á móti gestum þann 10. apríl að heimili sínu á Hrauni í Ólfusi frá kl. 18 til 23. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSIÐ Sími 11200 Stórasviðlðkl. 20.00. DANSAÐ Á HAUSTVÖKU eftir Brian Friel Sun. 18/4, næstsíðasta sýning, lau. 24/4, síðasta sýning. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. Fös. 16/4, örfá sæti laus, lau. 17/4, upp- selt, fim. 22/4, fös. 23/4, uppselt. Ath. sýningum lýkur í vor. MENNIN GARVERÐLAUN DV 1993 HAFIÐ eftir Ólaf Hauk Simonarson. Fim.15/4, sun.25/4. Siðustu sýningar. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir Thorbjörn Egner. Sun. 18/4 kl. 14.00, uppselt, fim. 22/4 kl. 13.00, uppseit, lau. 24/4 kl. 14.00, upp- selt, sun. 25/4 kl. 14.00, uppselt. Litla sviðið kl. 20.30. STUND GAUPUNNAR eftir Per Olov Enquist. Fim. 15/4, örfá sæti laus, lau. 17/4, lau. 24/4, sun. 25/4. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning hefst. Smiðaverkstæðið kl. 20.00. STRÆTI eftir Jim Cartwright. Mið. 14/4, uppselt, fös. 16/4, uppselt, sun. 18/4, uppselt, mið. 21/4, uppselt, flm. 22/4, fös. 23/4, uppselt, lau. 24/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartima), sun. 25/4 kl. 15.00 (ath. breyttan sýningartima). Örfáar sýningar eftir. Ath. að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt að hleypa gestum i sallnn eftir að sýning hefst. Ósóttar pantanir seldar daglega. Aðgöngumlðar grelðist vlku fyrlr sýningu ellaseldiröðrum. Miðasala Þjóðleikhússins er opín alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Mlöapantanir frá kl. 10 virka daga i síma 11200. Lokað verður frá skirdegi fram á páska- dag. Annan dag páska verður tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00-17.00. Greiðslukortaþj.-Græna linan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðlelkhúsiö-góða skemmtun. Tilkyrmingar Kvennadeild Barðstrendinga- félagsins verður með sína árlegu skirdagsskemmt- un í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, á skír- dag kl. 14. Allir eldri Barðstrendingar velkomnir. Kvenfélag Kópavogs Konukvöld verður í félagsheimili Kópa- vogs fimmtudaginn 15. apríl kl. 20. Gestur kvöldsins verður Heiðar Jónsson snyrtir. Allar konur velkomnar. Silfurlínan s. 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Sjóferðir um Kollafjörð Um páskahelgina stendur Náttúruskoð- unarfélag Suðvesturlands fyrir tveggja tíma náttúruskoðunar- og skemmtiferð- um um Kollafjörö í samvinnu við Fjöru- nes h/f á farþegaskipinu Fjörunesi. Fyrsta ferðin verður farin á fimmtudag, skírdag, kl. 14 og einnig kvöldferð kl. 20. Síðan verða sjóferðir daglega á sömu tím- um, föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag, nema ferðimar kl. 14 á fóstu- daginn langa og páskadag falla niður. Sjóferð fyrir alla fjölskylduna. Verð kr. 1000, 600 kr. fyrir böm í fylgd fullorð- inna. Undanfarið hefur Náttúmvemdar- ráð Suövesturlands í samvinnu við ýmsa aðila staðió að tilraunastarfsemi sem hefur verið kölluð vöktun lífríkis og minja. Tilraun verður gerð nú yfir páska- helgina með það aö tengja þetta skoðun- ar- og skemmtiferðum á sjó um Kollafjörð með farþegaskipinu Fjörunesi. Þá vill Náttúruverndarfélagið minna á aö sæ- lífskerin em komin aftur á hafnarbakk- ann í gömlu höfninni. Þau em í krikanum framan við Faxamarkað, vestan við Bakkastæðið. Skotveiðifélag íslands minnir alla skotveiðimenn á að veiöitima á öndum er lokið. Svo er einnig um skarfa. Tími farfugla er senn í algleym- ingi. Brjótið ekki landslög. Virðið friðim- LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Stóra sviðið: RONJA RÆNINGJADÓTTIR eftir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastian. Lau. 17/4, örfá sæti laus, sun. 18/4, fáein sæti laus, lau. 24/4, sun. 25/4. ATH. Sýningum lýkur um mánaðamótin april/maí. Mlóaverð kr. 1.100, sama verö fyrir börn ogfulloröna. Skemmtilegar gjafir: Ronju-gjafakort, Ronju-bolir o.fl. Stóra sviökl. 20.00. BLÓÐBRÆÐUR Söngleikur eftir Willy Russell. Fös. 16/4, mið. 21/4, fös. 23/4. FÁAR SÝNINGAR EFTIR. TARTUFFE ensk leikgerð á verki Moliére. 8. sýn. fim. 15/4, brún kort gilda, lau. 17/4, örfá sæti laus, lau. 24/4. Coppelía. íslenski dansflokkurinn. Uppsetning: Eva Evdokimov. Frumsýnlng i kvöld, fáein sætl laus, hátið- arsýning fim. 8/4,3. sýn. lau. 10/4, fáein sæti laus, 4. sýn. mán. 12/4,5. sýn. miö. 14/4. Takmarkaður sýningafjöldi. Litlasvlðkl. 20.00. DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Fim. 15/4, fáein sæti laus, fös. 16/4, fáeln sæti laus, lau. 17/4, mið. 21/4, lös. 23/4. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVÍSIOG SKEMMTILEG GJÖF! Miöasalan verður lokuö föstudaginn langa og páskadag, opin laugardag- inn 10/4 kl. 14-18. Gleðileg páska. Miöasaian er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, sími 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. arákvæði. Vorveiði á gæs er siðleysi. Aðeins veiðinýðingar skjóta fugla á frið- unartíma. Körfudagar - happdrætti Dregið hefur verið í happdrætti KKÍ frá körfudögum í Perlunni um síðustu helgi 3.-4. apríl. Þeir sem hittu úr fimm skotum í fimm tilraunum í skotkeppni drengja- landsliðsins fengu að launum happ- drættismiða ásamt fleirum. Fyrstu 5 vinningamir voru körfuboltaspjald frá Byko og koma á miöa nr. 16, 26, 394, 129 og 40.6.-10. vinningur, körfuboltaskór frá Nike, komu á miöa nr. 130, 25, 264, 167 og 258. 11. vinningur, áskrifl aö íþrótta- blaðinu, kom á miða nr. 165 og 12. vinn- ingur, áskrift að Bamablaðinu ABC, kom á miða nr. 39. Vinningshöfum er bent á að hafa samband við skrifstofu KKÍ í síma 685949. Húnvetningafélagið Félagsvist laugardaginn 10. april kl. 14 í Húnabúð, Skeifunni 17. Aliir velkomnir. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi veröur laugardaginn fyrir páska. Nýlagað molakaffi. Tóiúeikar Stabat mater í Bústaðakirkju Á skírdagskvöld kl. 20.30 mun Kirlqukór Bústaðakirkju ásamt einsöngvurum og hljómsveit flytja Stabat Mater eftir Pergulesi. Þetta er frægasta kirkjulega verk Pergulesis, sem hann samdi skömmu áður en hann lést aðeins 26 ára gamall. Einsðngvarar verða Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir sópran, Elín Huld Ámadóttir sópran, Magnea Tómasóttir sópran, Erla Þórólfsdóttir sópran, Anna Sigríður Helgadóttir alt og Guðbjörg Kvi- en alt. Á milli þátta mun sóknarprestur- inn sr. Pálmi Matthíasson lesa islenska þýðingu Matthiasar Jochumssonar á textanum auk lestra úr ritningunni. Auk verksins Stabat Mater mun kórinn flytja negrasálma og Taizé-söngva sem nú njóta mikilla vinsælda víða um heim. xblak&n Óperetta Tónlist Johann Strauss ikvöldkl. 20.30. Uppselt. Skirdag kl. 20.30. Uppselt. Lau. 10.4. kl. 20.30. Uppselt. Annaö í páskum kl. 17.00. úrfá sæti laus. Föstud. 16.4. ki. 20.30. Örfá sæti laus. Laugard. 17.4. kl. 20.30. Uppselt. Sunnud. 18.4. kl. 17.00. Mlðvikud. 21.4. kl. 20.30. Föstud. 23.4. kl. 20.30. Laugard. 24.4. kl. 20.30. Föstud. 30.4. kl. 20.30. Laugard. 1.5. kl. 20.30. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Sími i miöasölu: (96) 24073. NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ BENSÍNSTÖÐIN AUKASÝNINGAR: íkvöldkl. 20.00. Allra síðustu sýuingar. Miðapantanir í sima 21971. ÍSLENSKA ÓPERAN __iiiii (Sardasfurst/njan eftir Emmerich Kálmán. Föstudaginn 16. april. Örfá sæti laus. Laugardaginn 17. april. Örfá sæti laus. Miðasalan er opin frá kl. 15.00-19.00 daglega en til kl. 20.00 sýningardaga. SÍM111475. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. LEIKHÚSLÍNAN 99-1015. Tapaðfundið Kápa tekin í mis- gripum í hreinsun Svört, hnésíð kápa með loðkraga og loðin framan á ermum var tekin í misgripum í Efnalaug Árbæjar á tímabilinu 5.-9. mars. Upplýsingar í síma 75390. Abstrakt í Gunnarssal Sýning á óhlutbundnum myndverkum úr safni hjónanna Gunnars Sigurðssonar og Lilju Þorkelsdóttur verður opnuð á annan í páskum kl. 14. Opnunartimi laug- ardaga og sunnudga kl. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.