Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1993, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 26. APRÍL 1993
Fréttir
Skákmeistarinn Bobby Fischer enn 1 Serbíu:
Er í stof uf angelsi
á hóteli í Belgrad
„Ég frétti af Fischer þegar ég var
í Belgrad eftir áramótin og þar sem
ég er áhugamaður um skák og forvit-
inn um afdrif hans vildi ég endilega
hitta hann. Hann vildi alls ekki hitta
neinn og þrír lífverðir sáu til þess
að hann yrði ekki truflaður. Ég
komst ekki lengra en upp á 2. hæð
hótelsins. Eftir á frétti ég síðan og las
um þaö í tímaritinu Ilustrovana Poli-
tika að honum væri haldið í eins
konar stofufangelsi á hótelinu. Hann
fer ekki hænufet án öryggisvarða og
ferðast þá um í stórum Mercedes
Benz. Viiji Fischer fara út að skokka
fylgja verðimir honum eins og
skugginn," sagði Uros Ivar Ivanovic,
Júgóslavi sem býr hér á landi, í sam-
tah við DV. Uros hefur haft milli-
göngu um að Júgóslavar komi hing-
að til að leika knattspymu.
Uros sagði blaðamanni frá inni-
haldi greinarinnar sem birtist mn
Fischer í nefndu tímariti, auk eigin
reynslu í tilraunum til að nálgast
Fischer. í greininni kemur fram að
Fischer býr í íbúð á 6. hæð í Hótel
Intemational í Belgrad. Þar mun
mánaðarvist kosta 2,8 milljónir
króna. Enginn veit hver borgar
reikningana en Fischer mun ekki
- segir tímaritið Ilustrovana Politika
vera í vanskilum við hótehð.
Samkvæmt greininni er hann eins
konar fangi, kemst hvergi án þess
að hafa öryggisverði á hælunum.
Hann getur ekki farið aftur til
Bandaríkjanna þar sem hann á yfir
höfði sér aht að 10 ára fangelsisdóm
vegna brots á samskiptabanni því
sem Sameinuðu þjóðimar settu á
Serbíu og Svartfjallaland. Það var
einmitt þar sem skákeinvígi Fischers
og Borís Spasskís fór fram í vetur.
Ungversk unnusta Fischers býr í
Búdapest en þangað hefur Fischer
ekki fengið að fara.
Uros segir þá Fischer og Spasskí
þegar hafa fengið greitt út umsamið
fé vegna einvígisins. „Vasihvic, einn
ríkasti maður Júgóslavíu, var búinn
að borga skákmönnunum þegar
hann flutti úr landi til ísrael þ'ar sem
hann dvelur nú. Vasihvic þessi mun
einnig hafa gert sölusaminga um
skákklukku Fischers upp á 100 millj-
ónir dollara. Fischer á því enn mikla
peninga inni hjá honum.“
Um ástæður þess að Fischer er
nánast haldið fóngnum á hótelinu
segir htið í greininni. Er látiö að þvi Bobby Fischer á leik í einvíginu við Boris Spasskí. Nú segir tímaritið llustro-
liggja að þær séu póhtísks eðlis. vana Politika að Fischer sé haldið í eins konar stofufangelsi á hóteli í
-hlh Belgrad. Simamynd Reuter
Hermann Ingason á Þingeyrum býr eingöngu við hross. Hér er hann á
ungum stóðhesti, sem hann hefur nýlega fest kaup á, Heljari frá Hofi. Heij-
ar er á fjórða vetur, undan Eldi 950. Mynd-Magnús Ólafsson
Mörgstörfí
hestamennsku
Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi:
Sífeht fjölgar þeim Austur-Hún-
vetningum sem hafa fuha atvinnu
af því að sinna tamningum og öðru
staríi kringum hrossarækt. Nokkrir
bændur stunda eingöngu hrossabú-
skap og margir sinna tamningum
með öðrum verkum.
Þá taka nokkrir ungir menn sér frí
frá öðrum störfum yfir vetrarmán-
uðina og stimda tamningar. í vetur
munu yfir 20 manns hafa af því at-
vinnu að sinna hrossum í Austur-
Húnavatnssýslu og hafa þeir ekki
veriö jafnmargir áður.
Undanfarin ár hafa Húnvetningar
lagt mikla áherslu á að kynbæta
hrossastofn sinn og hafa margir af
fremstu stóöhestum landsins verið
notaðir í héraöinu. Árangur þessa
starfs er nú að skha sér með fleiri
góðum hrossum.
A annað hundrað slökkviliðsmenn mótmæla:
Krefjast viðurkeniting-
ar á stéltarf élaginu
Á annað hundrað slökkviliðsmenn
gengu á fund forsætisráðherra og
borgarstjóra á dögunum. Slökkvi-
hösmenn vildu mótmæla því að fjár-
málaráöuneytið, Reykjavíkurborg og
Samband íslenskra sveitarfélaga við-
urkennáLandssamband slökkviliðs-
manna ekki sem stéttarfélag og við-
semjanda í kjaramálum. x
„30. mars hafði Reykjavíkurborg
afskipti af okkar innri málum með
því að gera ákveðið tílboð um að við-
urkenna slökkvhiðsmenn í Reykja-
vík í stofnanafélagi en ekki aðra,“
segir Guðmundur Vignir Óskarsson,
formaður Landssambands slökkvi-
liðsmanna. Þetta þýöir að hluti
slökkvihðsmanna hefði samnings-
rétt en aðrir ekki.
Samkvæmt heimhdum DV hta ein-
staklingar innan landssambandsins
á þetta sem thraun til að kljúfa sam-
stöðu slökkviliðsmanna og var tiÞ
boöinualgjörlegahafnað. -pp
Brúnaþungir slökkviliósmenn ganga á fund borgarstjóra til að leggja áherslu
á kröfur sínar. DV-mynd GVA
Vaclav Havel, forseti Tékklands,
á Keflavíkurflugvelli.
DV-mynd Ægir Már
Þrírforsetar
í Keflavík
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjura-
Þrír forsetar Austur-Evrópu-
landa komu til íslands á dögun-
ura, þeir Vaclav Havel, forseti
Tékklands, Michal Kovac, forseti
Slóvakíu, og Lech Walesa, forseti .
Póllands. Flugvélar þeirra milh-
lentu hér á leiö vestur um haf til
Waslhngton.
Forsetarnir ræddu við blaðá-
menn og virtust hafa miklar
áhyggjur af ástandinu í Balkan-
skaga og þá sérstaklega ef átökin
kynnu aö breiðast út.
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, endaði fund sinn með
stuttri ræðu, riíjaði upp þriggja
ára gamalt heimboð th íslands og
sagði:
„Ég minnist þeirra góðu stunda
sem ég átti hér á landi þegar ég
var forseti Tékkóslóvakíu og vil
nota tækifærið meöan ég er hér
að senda kveðju til forseta íslands
og itreka að hún er ávallt velkom-
in th lands okkar, Tékklands.
Gytfi Krístjánsson, DV, Akuieyxi:
Hehdarvelta Kaupfélags Ey-
firðinga og dótturfyrirtækja þess
var tæplega 9,8 milljarðar á síð-
asta ári. KEA skilaði 12 milljóna
króna hagnaði en um 230 milljóna
króna tap varð á rekstri dóttur-
fyrirtækjanna.
Tekjur félagsins drógust saman
um 6% mihi ára en rekstrargjöld
lækkuðu meira eða um 7%.
Hagnaður fyrir íjármagnsliöí var
um 360 milljónir króna. Þrátt fyr-
ir að skuldir lækkuðu á árinu
hækkuöu fjármagnsgjöld að frá-
dregnum fjármagnstekjum um
19% og voru um 333 milljónir
króna. Hagnaöur af reglulegri
starfsemi var um 27 milljónir
borið saman viö 39 milljóna
króna tap árið áður.
Dótturfyrirtæki KEA eru 10
talsinsog skhuðu Qesttapi. Lang-
mest var tapiö hjá Útgerðarfélagi
Dalvíkinga eða 112,3 mihjónir,
AKVA hf. var með 44 milljóna
króna tap, 40 miQjóna tap varð
af rekstri Hafnarstrætis 87-89 hf.,
9 milljóna króna íap afVöruborg
hf., Dagsprent var með 7,1 millj-
ónar króna tap, Þórshamar með
tap upp á 1,4 mihjónir en örlítill
hagnaöur varð af Kaffibrennslu
Akureyrar, Efnaverksmiðjunxú
Sjöfn og Garðræktarfélagi Reyk-
hverfmga hf. Aðalfundur KEA
verður haldinn í næstu viku.