Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1993, Side 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Spumingin
Á fegurðarsamkeppni
rétt á sér?
Jóhannes Jónsson: Hún á fullan rétt
á sér.
Guðmundur Jóhannesson: Já.
Örvar Svavarsson: Já, að sjálfsögðu.
Jóhann Kristinn: Já, já.
Inga Lilja: Ég hef enga skoðun á því.
Lesendur
Þreifmgar ungliða A-flokkanna:
Eitthvað meira
en gælur?
Þeir sem geta sannað aö þeir standi fyrir stjórnmálaflokki.
S.B.K. skrifar:
Eina ferðina enn koma þeir saman
ungliðamir í A-flokkunum svoköll-
uðu og taka nú með sér unga fram-
sóknarmenn og kvennalistakonur
(hélt að þar væri engin unglömb að
finna) til að ræða hugsanlega sam-
vinnu á sviði stjórnmálanna. Eins
og fram kemur í upphafi máls míns
hefur þetta svo sem gerst áður hér,
og ungliðahreyfingar hafa sent frá
sér fréttatilkynningar á suöumarki
líkt og þeir hafi verið að finna upp
hjólið. En nú vilja þeir líklega að það
fari að snúast líka. Er þá ekki von á
einhverju sögulegu? - Eða eru þetta
bara gælur ungra alþýðubandalags-
manna og ungkrata með framsóknar
- og kvennalistaívafi?
í sjónvarpsfréttum sagði reyndar
að svona viðræður væru ekkert á
vegum flokksbroddanna. Auðvitaö
eru engir slíkir fundir haldnir án
samráðs við þá sem í raun ráða
flokkunum. Ég hef raunar alltaf talið
að kratar og allaballar ættu eftir að
komast nær því en nú að ganga til
einnar sængur. Og um margt ólík-
legra hefur verið fjallað en það hve-
nær kratar svíkja Sjálfstæðisflokk-
inn, viljandi eða óviljandi, til að geta
átt heiðurinn (ef svo hátíðlegt orð
má nota) að frumkvæði sameiningu
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Viðvera framsóknarmanna og
kvennalistakvenna í fyrstu lotu er
bara taktík þeirra A-flokka manna
til að fá frið til fundahaldanna.
Raunar hefur það legið í loftinu,
allt síðan þeir formennirnir, Ólafur
Ragnar og Jón Baldvin, borðuðu
steikina seigu í New York sællar
minningar, í kjölfar þátttöku þeirra
í hátíð demókrataflokksins að síðar
kæmi til viðræðna um samvinnu
flokkanna sem leitt gæti til samein-
ingar. Ungliðahreyfingunum er oft
teflt fram fyrst í svona tilraunum.
Og það liggur meira að baki. Sú
staðreynd að ísland er á mörkunum
að hljóta sömu örlög og Færeyjar aö
því undanskildu að við höfum enga
Dani til að vera ábyrgðarmenn, né
sá framtíðarljómi yfir Evrópu þessa
stundina að þar verði okkur tekið
sem týnda syninum er mikilvægt að
eiga hauk í horni í Vesturálfu. Þeir
sem geta sannað að þeir standi fyrir
stjórnmálaflokki uppi á íslandi sem
sé nánast ígildi Demókrataflokks
Clintons forseta, þeir einir geta, eða
a.m.k. segjast geta. Því fylgja nú
kannski eitthvað meira en gælur í
kjölfar fyrstu funda ungliðahreyf-
inga A-flokkanna um þessar mundir.
En framsóknarmenn og kvennalista-
konur? Hreinar afgangsstærðir sem
verða viðskila viö A-flokkana þegar
upp er staðið.
Brölt félagsmálaráðherra
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Skarpur blaðamaöur, Agnes
Bragadóttir, látið nýlega látið að sér
kveða. Skrif hennar um húsnæðis-
málin vekja athygh. Þar er gengið
hreint og hressilega til verks. Ekki
veitir af þegar t.d. í hlut á tröllkona
fáránleikans í íslenskum stjómmál-
um, Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra. Brölt hennar í hús-
næðismálum er orðið dýrt spaug fyr-
ir land og lýð.
Svo sem Agnes greinir frá nemur
húsbréfaútgáfa Jóhönnu röskum
þremur tugum milljarða króna á 3
árum. Afíollin af þessum bréfum
hafa lengstum verið 25%. Þannig
verða ung hjón, sem ætla að byggja
sína fyrstu íbúð og fá 4 milljóna
króna húsbréfalán, að greiöa verð-
bréfabröskurum 1 millj. króna í skatt
vilji þau koma bréfunum í reiðufé til
borgunar á byggingarkostnaði. Þetta
er svo óhagstætt að minni hluti útge-
finna húsbréfa fer til nýbygginga en
meiri hlutirtn til fjármögnunar á
kaupum og sölu eldri húsa - og verð-
ur þannig eyðslueyrir þeirra sem þau
hús eiga.
Lánsfjárausturinn í formi húsbréfa
hefir ruglað peningakerfi okkar,
þ.m.t. vextina. Ekki er hitt björgu-
legra að ríkisábyrgð er á bréfunum.
Þau eru að vísu baktryggð með veði
í fasteignum en í alvarlegri kreppu
og atvinnuleysi geta fasteignir orðið
nánast verðlausar í heilum byggðar-
lögum eða landinu öllu þegar þær
seljast ekki. - Enginn veit hvað bíður
skattborgaranna í þeim efnum. Sam-
tímis skrúfar ráðherra upp vexti en
hækkunin greidd til baka frá ríkinu
með vaxtabótum og húsnæðislánum.
Megingallinn við húsnæðiskerfið
hér á landi er sá að fólk er neytt til
að byggja áður en það hefur efni á
því. Okkur vantar íjölda hentugra
leiguíbúða þar sem yngri kynslóðin
getur búið meðan hún er að safna fé
upp í eigin íbúð og leggja á banka.
Það er svo bankanna að lána eins og
tíðkast í siðmenntuðum löndum.
Ríkissjóður á hvergi nærri að koma
nema með félagslega íbúðakerfinu.
Hnngiðísíma
milli kl. 14og 16-eóa skriíið
Nafn ORjslmanr. verður að fylgja brífum
Hvað blasir við sjónum ferðamanna?
Kristinn skrifar:
Nú er áætlað að fjöldi skemmti-
ferðaskipa leggist við nýjan hafnar-
garð á þeim stað þar sem Gullfoss
var við festar hér áöur fyrr. En hvað
bíður þúsunda erlendra ferðamanna,
t.d. í miðborg Reykjavíkur? Vonandi
hlýja og góðar móttökur borgarbúa.
Ekki efa ég að svo verði. Með einni
undantekningu þó.
Því miður er til staðar mikill fjöldi
útigöngumanna sem eru hreint ekk-
ert augnayndi og því síður myndefni
fyrir erlenda ferðamenn sem sýna
þessar myndir vinum og kunningj-
um þegar heim kemur. Skyldi göngu-
móður feröamaður, sem vildi tylla
sér á bekki við fallegan Austurvöll-
inn, fá þar sæti? Örugglega ekki. Allt
Timi skemmtiferðaskipanna nálgast.
höfuðborginni?
síöasta sumar voru bekkir á þessum
stað uppteknir af drykkjulýð og án
þess að lögreglan hefði nokkur telj-
andi afskipti af. Þó stendur skýrum
stöfum í lögreglusamþykkt að ölvun
á almannafæri sé óheimil. Því er þá
ekki farið eftir þessum ákvæðum?
Ég skora á borgarstjórn Reykjavík-
ur að taka þetta mál upp því það
skiptir miklu máli fyrir framtíðina
hvort Reykjavík verður kölluö falleg
borg eða einfaldlega „rónaborg norð-
- Hvað bíður erlendra ferðamanna i
m-sins“. Ferðamannaþjónusta er
stórt mál og allt neikvætt í Reykjavík
skaðar okkur sjálf.
Engey mætti nota á sumrin til að
hýsa útigangsmenn og þar mætti
auðveldlega koma upp viðunandi
aðbúnaði með litlum tilkostnaði í
þessum tilgangi. Lögreglustjórinn í
Reykjavík og borgaryfirvöld eiga að
taka á þessu máli, þá fer allt vel og
enginn þarf að skammast sín fyrir
hönd borgarinnar.
arkvikmyndir?
Pétur hringdi:
Nú er nokkuð rætt um ríkis-
frainlag til kvikmyndagerðar,
m.a. í DV. Þar las ég álit tveggja
manna, með og móti þessu
ágreiningsefni. Ég segi fyrir mig
að ég er ekki viss um að við viJj-
um yfirleitt nokkrar íslenskar
kvikmyndir. Aðrar þjóðir eru
miklu færari að gera kvikmyndir.
Og þátttaka skattborgaranna er
fráleit þótt enihverjum hugnist
það flókna verk að gera kvik-
mynd og það íslenska.
Þeirerumóðir
.....
Sigríður Ólafsdóttir hringdi:
Eg vil byrja á að taka undir les-
endabréf i DV í dag (23. apríl) þar
sem rækilega er rökstutt hvemig
menn fara offari í hinu svokall-
aöa H rafns/ Heimis-máli hjá Rik-
isútvarpinu. Ég held þó að í sjón-
varpsþættinum sl. þriðjudag hafi
menntamálaráðherra tekist
prýðilega að setja amen á eftir
efninu í þessu ómerkilega máli
sem ég kalla. - En víst eru ekki
allir sama sinnis. í morgunút-
varpi rásar 2 í morgun fjallaði
Óskar Guðmundsson í fjölmiðla-
pistli um málið og líkast því sem
nú væri málið i brennidepli á ný.
Hann upplýsti iíka aö á „rásinni"
væru margir móöir út af málinu.
Við getum því áfram búist við
þungum andardrætti einhverra í
hljóönemann á þeim bæ.
Ogtryggingafélög-
Sigurður Guðmundsson hringdi:
Loks hefur veriö komist að nið-
urstöðu í máli tryggingalækn-
anna sem vantöldu tekjur sínar
vegna örorkumats og útgáfu vott-
orða fyrir tryggingafélögin.
Skiptu vantaldar tekjur þeirra
mUljónum króna. í frétt um málið
segir m.a. að tryggingafélögin
hafi ekki gefið tekjumar upp til
skatts - og þá líklega aö beiöni
læknanna. Sá liður fréttarinnar
kemur mörgum spánskt fyrir
sjónir, þ.e. að það skuli hafa verið
hægt yfirleitt.
Ágúst Guðmundsson hringdi:
Þaö var timi til kominn að fella
niður óþarfa tímamörk áfengi-
sveitinga að degi til hér á landi.
Gagnvart ferðamönnum voru
þessi mörk orðin veruleg plága.
Lítum bara í eigin barm þegar við
íslendingar erum í fríi erlendis.
Þá viljum við fá þjónustu á hvaða
sviði sem er og engar refjar. Ég
fagna því samfelldum áfengisdegi
ef svo má að orði komast.
Næsta skref er að leyfa léttvín
og bjór í matvörumarkaði svo að
ljúka megi endanlega hér þessum
fáránlegu hömlum á vínsölu sem
engum tilgangi þjónar þegar öllu
er á botninn hvolft. Muna menn
miðvikudagslokunina eða bjór-
bannið? Dytti nokkrum í hug aö
hverfa til þessara hafta?
Óboðinntókúr
J.B. skrifar:
Þú sem fórst óboðinn inn í íbúö
mína þann 19. apríl sl. við Klapp-
arstíg og tókst nýtt ELTA mynd-
bandstæki með Qarstýringu en
skildir fiarstýringuna eftir, nýjan
Panasonic símsvara, svartan að
lit, svartan, kringlóttan DYCOM
síma meö bláu neonljósi, tvam
ferðatöskur og fötin mín -- hafðu
samband við mig í síma 620100
og skilaðu dótinu og þá gleymum
við þessu. Pötin þekki ég hvar
sem er. Tækin nýtast þér ekki þar
sem þau eru skráö. Og síðast en
ekki síst, það sást til þín og ég
veit hver þú ert.