Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR13. MAÍ1993
Fréttir
Áreksturinn á mótum Breiðholtsbrautar og Seljaskóga þegar hjón létust:
Sjúkrabílstjórinn sýkn
aður af sakargiftum
- ekki hægt að ætlast til að hann sæi fram á að ekið yrði í veg fyrir bílinn
Btlarnir voru mjög illa farnir eftir áreksturinn, sérstaklega bíll hjónanna sem létust. DV-myndir Sveinn
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
sýknað ökumann sjúkrabíls af
ákæru um manndráp af gáleysi
vegna'áreksturs við fólksbíl á mótum
Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í
ágúst 1992 þegar öldruð hjón létust.
Álit dómsins var m.a. að ekki hefði
verið hægt að ætlast til þess af öku-
manni sjúkrabílsins að hann gerði
ráð fyrir því að bíl hjónanna yrði
ekið í veg fyrir hann eins og raun
bar vitni.
Sunnudagskvöldið 23. ágúst,
idukkan 22.19, var hringt í Slökkvi-
stöðina í Reykjavík og beðiö um að
sjúkrabíll yrði sendur í Austurberg
vegna ungbarns sem ætti erfitt með
indardrátt. Umræddur bílstjóri,
mnar brunavörður, sem sat frammi
i, og læknir voru sendir í útkallið.
Ekið var með bláum viðvörunarljós-
um og sírenu alla leið. Þegar sjúkra-
bíllinn var að beygja af Bústaðavegi
inn á Reykjanesbraut barst tilkynn-
ing um að bamið væri hætt að anda.
BOstjórinn jók þá ferðina og var
kominn á um 120 km hraða á Reykja-
nesbrautinni en hann dró úr hraðan-
um þegar komið var upp á Breið-
holtsbraut. Þegar hann nálgaðist
gatnamótin við Seljaskóga dró hann
eitthvað úr ferð og ók á miðri braut-
inni. Við gatnamótin voru ekki kom-
in umferðarljós en biðskylda hjá
þeim sem komu frá Seljaskógum.
Bílstjórinn, þeir sem með honum
voru og vitni, sem komu fyrir dóm-
inn, skýrðu svo frá að bíl hefði verið
ekið yfir gatnamótin. Þegar hann var
farinn yfir jók sjúkrabílstjórinn ferð-
ina en þá kom bíll hjónanna út á
brautina og í veg fyrir sjúkrabílinn.
Vitni báru að hik hefði virst koma á
ökumanninn og hann nánast stansað
úti á brautinni um það leyti þegar
sjúkrabíllinn var að koma að honum.
Læknirinn sem var í bílnum bar
fyrir dómi að hér hefði verið um að
ræða eitt af alvarlegustu tilfellum
sem að höndum bæri - aksturslag
sjúkrabílstjórans hefði verið eðlilegt
miðað við það. Læknirinn kvaðst
hafa farið í á annað hundrað útköll.
Stundum hefði verið ekið óvarlega
að hans mati en ekki í þetta skiptið.
Upplýst var í héraðsdómi að öku-
maðurinn sem lést var ekki með gild
ökuréttindi og hafði ekki fulla sjón.
í dóminum segir að vitnum sem sáu
vel yfir slysstaðinn hefði borið sam-
an um að akstur hans inn á Breið-
holtsbraut hefði veriö óvæntur og
óforsvaranlegur. Ljóst var að hraði
sjúkrabílsins var allmikill en þó var
litiö til þess að bílstjórinn dró úr
hraðanum þegar hann sá bílana á
Seljaskógum. Að þessu virtu var
sjúkrabílstjórinn sýknaður. Jafn-
framt tók dómurinn mið af því að
samkvæmt reglum um neyöarakstur
getur ökumaður sjúkrabfis, við að-
stæður þar sem hann telur það mjög
brýnt, enda gæti hann sérstakrar
varúðar, látið hjá líða að fylgja
ákvæðum umferðarlaga um umferð-
armerki, umferöarreglur og öku-
hraða.
-ÓTT
Verktakar við vinnu á Ingólfstorgi í Reykjavík komu I síöustu viku niður á mannvistarlag sem þar er.
DV-mynd Brynjar Gauti
Ingólfstorg:
Mannvistariag ofan
á fornri sjávarmöl
- uppgröftur hefst í dag ef leyfi fæst
Hlutabréfamarkaöur:
Minnkandi
áhugi á Softis
Lítfi viðskipti hafa verið á hluta-
bréfum í Softis síðustu dagana og
eftirspurain farið snarminnkandi.
Nú liggja fyrir tvö kauptfiboð, annars
vegar á genginu 7 og hins vegar á 10.
Síðustu viðskipti fóru hins vegar
fram á genginu 30. Algeng sölutilboð
eru á genginu 27 þannig að langur
vegur er á milli kaup- og sölutfiboða.
Ljóst er að svo lágum kauptfiboðum
verður ekki tekið en sölutfiboðin
koma áreiðanlega tfi með að lækka
eitthvað á næstunni. Þegar eftir-
spum eftir Softis-bréfum var sem
mest var sölutfiboðum oftast tekiö
beint. Að sögn Hafsteins G. Einars-
sonar hjá Kaupþingi eru engin for-
dæmi fyrir slíkri hækkun og varð á
hlutbréfum í Softis. Þaö sé ekki óeðli-
legt að aðeins fari að hægja á. Fram-
boð bréfa sé heldur ekki eins mikið
nú og var.
Engin viöskipti hafa veriö með bréf
í öðru hugbúnaðarfyrirtæki, Tölvu-
samskiptum hf., í þessari viku. -Ari
Vopnaijörður:
áborðráðherra
Ólafi G. Einarssyni menntamála-
ráöherra hafa borist undirskriftalist-
ar frá Vopnafirði þar sem lýst er
bæði stuöningi og andstöðu við störf
skólastjóra Vopnafjarðarskóla, Guð-
brands Stígs Ágústssonar. Sam-
kvæmt heimildum DV er það ein-
róma álit skólanefndar aö skólastjór-
inn eigi að víkja. Kennarar skólans
skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til
málsins sem kom til kasta mennta-
málaráðuneytisins í apríl.
„Það er í athugun hvemig eigi að
bregðast við. Ég get ekki sagt neitt
annað um málið á þessari stundu.
Málið er erfitt en ég þarf að taka af-
stöðu sem allra fyrst,“ sagði mennta-
málaráöherra.
Guðbrandur Stígur hefur verið
skólastjóri grunnskólans á Vopna-
firði 1 tvö ár. Hann var ráðinn með
þriggja mánaða gagnkvæmum upp-
sagnarfresti. -IBS
„Við bíðum eftir leyfi frá fomleifa-
nefnd og ijúkum af stað um leið og
leyfi fæst. Leyfið ætti að koma í dag
og því byijum við sennfiega eftir
hádegið,“ segir Bjami F. Einarsson,
fomleifafræðingur á Árbæjarsafni.
Bjami hefur sótt um leyfi fyrir hönd
Árbæjarsafns tfi að grafa upp fom-
minjar á öllu Ingólfstorginu. Starfs-
menn safnsins ætla að grafa í viku
og meta svo niðurstöðumar af
uppgreftinum áður en framhaldið
verður ákveðið. Ekki er búist við að
tafir verði á framkvæmdum á torg-
inu vegna þessa.
Verktakar viö vinnu á Ingólfstorgi
í Reykjavík komu í síðustu viku nið-
ur á mannvistarlag sem þar er.
„Mannvistarlagið er fullt af fiski-
beinum og dýrabeinum, taði og tré-
spónum, auk þess sem beintala og
vefnaðarbútur fundust,“ segir
Bjami.
„Mannvistarlagið liggur beint ofan
á sjávarmölinni en hún er fimagöm-
ul, miklu eldri en landnám. Þetta er
fyrsta lagiö sem hefur náð að mynd-
ast á þessum staö, hvenær svo sem
það hefur verið,“ segir hann.
Vonast er til að hægt verði að ald-
ursgreina mannvistarlagiö út frá
gripum sem finnast við uppgröftinn.
Ef engir slíkir gripir finnast verður
aö nota geislagólfsaldursgreiningu
eða' aðrar náttúravísindalegar að-
ferðir. -GHS
Stuttar fréttir
Greiðslustöðvun
Borgey hf. mun að líkindum
óska eftir greiðslustöðvun á
næstunni. Mat helstu lánar-
drottna er að fyrirtækið verði að
nýta greiðslustöðvunartímabiiið
til að undirbúa formlega nauöa-
samninga. Mbl. greinir frá.
Dýrtaðbjargaey
Kolbeinsey gæti horfiö um
miðja næstu öld verði ekkert að
gert. Halldór Blöndal segir björg-
un feikilega dýra. Mbl. segir frá.
Finnskurmiili
Finnskur lottóspfiari var einn
með sex rétta í Víkingalottóinu.
Harni fékk rúmar 77 miUjónir. -
Atvinnulausir eru 35% færri á
Siglufirði í aprílmánuði en á
sama tima í fyrra.
Laxlækkar um43%
Allt að 43% verölækkun hefur
oröið á laxveiðileyfum frá því í
fyrra. Mbl. greinir frá.
Enginnsamdráttur
Framkvæmdastjóri Ratsjár-
, stofnunar segir engin teikn á loftí.
um samdrátt hjá stofhuninni.
Þingmenn hvöddu sér hljóðs
900 sinnum um gæslu þingskapa
á Aþingi í vetur. Alþýðubanda-
lagsmönnum voru þau kæmst.
Húsréfabrask
Grunur leikur á að braskarar
misnoti húsbréfakerfið til aö
komast yfir mfiljónir.
Utanríkisráðherra telur frí-
verslunarsamning við Bandarík-
in vænlegan kost en að hvalveiö-
ar gætu sett strik i reikninginn.
-Ari